Alþýðublaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. ágúst 1992
5
Það er skammt stórra högga í
milli í íslenskri kvikmyndagerð nú
um stundir og innan tíðar verður
frumsýnd í Háskólabíói ný mynd
Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á
jörðu sem á himni. Frumsýnd?
Ekki alveg. Myndin hefur nefni-
lega þegar verið sýnd í tveimur
ágætum bæjum: Ólafsfirði og Can-
nes. Þetta er ein viðamesta kvik-
mynd sem gerð hefur verið hér-
lendis, kostnaður nemur 134 millj-
ónum. Myndin er fjármögnuð með
íslenskum, norrænum og frönsk-
um framlögum.
Sýningar áttu að hefjast á morgun
en þegar komið var fram yfir elleftu
stundu tókst Þýskurum, sem áttu að
búa til sýningareintökin, að klúðra
því. „Auðvitað er þetta hrikalegt
áfall, þegar allt er til reiðu og maður
er að fara að klæða sig í sparifötin,“
sagði Kristín í gær. „En á maður ekki
að reyna að eflast við mótlætið?"
Tíu ár eru liðin síðan Kristín sendi
frá sér frumraun sína, A hjara verald-
ar, sem er eitt af fáum meistarastykkj-
um fslenskrar kvikmyndalistar. I Svo
á jörðu sem á himni er meðal annars
stuðst við harmleikinn sem varð í
Straumfirði á Mýmm árið 1936 þegar
franska rannsóknarskipið Pourquoi
Pas? fórst með um 40 mönnum - að-
eins einn komst af. Foringi leiðang-
ursins var dr. Jean Charcot, einn virt-
asti vísindamaður heims um sfna
daga. En myndin er ofin úr fleiri
þráðum: Kristín styðst líka við ís-
lenskar frásagnir frá 14. öld þegar
bölvun var lögð á Straumfjörð af
konu sem einmitt hafði misst mikið í
fang Ægis.
Þrjár sögur
„Jú, í myndinni fer fram tveimur
sögum; ef ekki þremur. Fyrst og
fremst er þetta saga lítillar stúlku sem
skynjar að eitthvað er yfirvofandi.
Hún er næmari en gengur og gerist,
kannski af því að hún sér lítið. Fjöl-
skyldan lifir mjög einangruðu lífi og
stúlkan hefur enga félaga að leika sér
við og verður því að byggja á eigin
hugarheimi. Til þess nýtir hún sögur
sem sagðar eru á síðkvöldum og
þannig upplifir hún atburði frá 14. öld
sem tengjast staðnum og eru ástæða
bölvunar sem á honum hvílir. Hún
kemst að því að glæpur var framinn
og þessi glæpur er ástæða bölvunar-
innar sem allir eru að tala um. Stúlk-
Va. ■Wvt^ vfvfv
■iCfh- JjCACA/t v
M- ífi V'óA' ÁfA
cMí, cX a. C^
'pjC/VlHtM
an setur fjölskyldu sína í hlutverk
fólks á bænum á 14. öld; jafnframt
því sem hún finnur að eitthvað er yf-
irvofandi og verður tíðrætt um að
ekki komi skip.
Það er svo að tilstuðlan ungs
manns á bænum að hún fer að tengj-
ast Pourquoi pas? mikið. Hún hefur
gffurlegan áhuga á þessu rannsóknar-
skipi og þegar sagðar eru fréttir í út-
varpinu af skipinu fer hún að tengja
það á einhvem hátt við staðinn - og
bölvunina. Ur þessu skapast mikil
spenna: Hver var þessi glæpur og
hvemig var hann framinn og til hvers
leiddi hann svo endanlega?
Annars finnst mér mjög erfitt að
segja söguna. Ég var mjög lengi að
finna kvikmyndalegar lausnir og þess
vegna var gleðin mikil þegar ég sá
við klippingu myndarinnar að þetta
hafði heppnast. Óg yfir þeim sigri að
segja sögu sem ekki er hægt að segja
nema í kvikmynd; takast - að mér
finnst - að skrifa spennandi sögu. Nú-
tímasögu fyrir nútímafólk, þótt hún
gerist 1936 og á 14. öld. Maður sér
svo oft myndir um nútímaefni sem
em hrikalega gamaldags. Og þá hlýt-
ur náttúrlega að vera unnið fyrir gýg.
Hin hliöin á harmleiknum
„Ég komst eiginlega að því um
daginn að svarið við spumingunni
hvers vegna ég valdi þetta efni á sjálf-
sagt rætur að rekja til þess að ég var
alin upp á Ólafsfirði. Þar var það nær-
tæk staðreynd að missa menn í sjó-
inn; ég ólst upp við sögur um menn úr
þessu litla bæjarfélagi sem höfðu far-
ist. Sögur sem á mjög ákveðinn hátt
mótuðu þetta samfélag. Ég man ég
lifði mig svo inn í sögumar af mönn-
um sem höfðu farist í brimgarðinum,
fyrir augunum á fólki, að þegar ég var
fimm ára óð ég út og flengdi sjóinn -
þótt ég vissi ekki af þessari frægu fyr-
irmynd! [Agli Skallagrímssyni] Þetta
gat ég svo notað sem atriði í mynd-
inni.
En ég fór að gramsa í þessari
gömlu sögu af Pourquoi pas? og sá
þessa frægu fréttamynd í Öldinni
okkar. Ein mynd tengdi aðra og ég
fór á staðinn og uppgötvaði aðra hlið
á harmleiknum - Straumfjörðinn. Ég
komst að því að staðurinn var for-
dæmdur síðan á 14. öld. Síðan þá
hafa verið gerðar ótal tilraunir til að
koma upp kaupstað á þessum slóðum
en þær hafa allar mistekist hrapalega:
síðast reyndi það faðir Asgeirs As-
geirssonar forseta.
Ástæða bölvunarinnar? Á 14. öld
bjó þama kynngimagnaður kven-
maður, Straumfjarðar-Halla, sem
margar sögur fara af og má meðal
annars af þeim ráða að hún þótti við-
sjárverð í viðskiptum. Hún missti tvo
syni þegar þeir vom að lóðsa út skip.
Harmi lostin lagði hún þá bölvun á
staðinn að þar þrifist aldrei byggð.
Það stóð lengi til að taka myndina
upp í Straumfirði en það þótti mjög
erfitt vegna aðflutninga. Mér létti í
rauninni þegar við hurfum frá því að
taka myndina upp þama, kannski
fyrst og fremst af því að ég slapp þá
við raunsönnu mynd sem umhverfið
þama skapaði. Ég fór að sjá ýmsa
hluti í nýju ljósi þegar ég komst burt
frá staðnum.
Það er undarlegt - ég var alltaf bú-
in að sjá fyrir mér ákveðinn stað og
ákveðið hús. Ég leitaði lengi, þangað
til ég sá ljósmynd eftir Pál Stefánsson
af bænum Homi austur á Homafirði:
nákvæmlega eins og ég hafði hugsað
mér aðstæður. Þar með var tökustað-
ur ákveðinn og ég lét ekki telja mér
hughvarf þegar tefla átti fram spam-
aðarsjónarmiðum!
Mitterrand les
kvikmyndahandrit
„Nei, þetta er nú ekki viðamesta ís-
lenska kvikmynd sem gerð hefur ver-
ið. Hrafnamir og Hvíti víkingurinn
vom stærri í sniðum, held ég. En það
var ákveðið á sínum tíma að myndin
yrði framlag Islands til samnorræns
kvikmyndaárs; þá var veittur styrkur
til gerðar einnar rnyndar í hverju
landi. Þannig að Norðurlöndin fjögur
eru eignaraðilar og við fengum fram-
lög ffá EURIMAGES [kvikmynda-
sjóður Evrópuráðsins] og menningar-
málaráðuneyti Frakklands. Mitterr-
and tilkynnti um framlag Frakka í
ræðu sem hann hélt á íslandi í heim-
sókn sinni hingað: það kom mjög á
óvart því enginn vissi þetta fyrir, ekki
einu sinni frönsku ráðuneytismenn-
imir. Lang menningarmáiaráðherra
sagði að þetta hefði verið persónuleg
ákvörðun þeirra Mitterrands. Hann
sagði að þeir hefðu báðir lesið hand-
ritið og Lang vissi allavega mikið um
myndina þegar við töluðum saman.
Erlend eignaraðild og framlag frá
Kvikmyndasjóði nemur samtals 118
milljónum en kostnaðaráætlun - sem
stóðst! - var upp á 134 milljónir. Per-
sónulegar ábyrgðir eru því gífurlegar.
Framleiðslukostnaðurinn er hins veg-
ar lítill, í Frakklandi trúir því enginn
sem hefur séð myndina að hún hafi
kostað svona lítið. Þar segja rnenn að
svona mynd hefði kostað að minnsta
kosti 300-400 ■ milljónir - og vilja
helst ráða framleiðandann í vinnu til
sín!
Það er dýrt að gera myndir um
stóra atburði en það verður líka að
vera hægt að gera slíkar myndir á Is-
landi ef við ætlum að halda uppi fjöl-
breyttri kvikmyndagerð.
Velviljinn og veggurinn
„Það kom fjörkippur í fslenska
kvikmyndagerð í kjöífar þess að ýms-
ir erlendir sjóðir komu til og auðveld-
uðu okkur að leita út fyrir landsstein-
ana. Vonandi verður framhald á því.
Ef við ætlum að reka alvöru kvik-
myndagerð, skiptir stöðugleikinn
mestu. Það er erfitt fyrir leikstjóra að
þróa sig áfram ef hann gerir bara eina
mynd á tíu ára fresti. Og við eignumst
ekki heldur alvöru kvikmyndalist
nema gerðar séu þrjár til fjórar mynd-
ir á ári.
Jú, það eru komnir fram nýir og
efnilegir kvikmyndagerðarmenn, en
mér finnst ég satt að segja ekki vera
af einhverri „eldri kynslóð". Ég fann
að minnsta kosti ekki fyrir miklum
aldursmun þegar ég var að vinna með
Júlíusi Kemp í Kvikmyndaklúbbi ís-
lands. Það er áræðið og djarft að gera
myndir fyrir mjög litla peninga - en
það gera menn varla nema einu sinni.
Á hjara veraldar var á sínum tíma
framleidd fyrir svipaða upphæð og
Veggfóður; og naut mikils velvilja
allsstaðar. En það er einlaldlega ekki
hægt að reka íslenska kvikmynda-
gerð á einum saman velvilja: menn
reka sig alltaf á vegg einn daginn.
Það þarf að leita allra leiða til að
halda áfram að finna lausnir til að
fjármagna íslenskar kvikmyndir og
gera fjölbreyttar myndir svo íslenska
kvikmyndin falli ekki í þá gtyfju að
verða einhæf patentlausn. I þessu
skyni þarf að efla markaði erlendis,
við erum og verðum háð erlendum
mörkuðum og fjármagni.
Eitthvað hefur gerst
Jú, nú leggst Svo á jörðu sem á
himni í mikinn víking. Það er búið að
falast eftir myndinni á fjöldann allan
af hátíðum. Það má þakka góðum
viðtökum í Cannes, þegar myndin var
sýnd þar í vor. Þar komumst við í
kynni við söluaðila sem vill taka að
sér heimsdreifingu og sölu; það er
mikil atorkukona sem heitir Seawell.
Mér fannst nafnið lofa góðu og það
var líka hún sem uppgötvaði ástralska
kvikmyndagerð. Hún þótti klikkuð á
sínum tfma, þegar hún tók áströlsku
myndimar upp á sína arma, en hún
kom leikstjórum eins og Peter Weir
áfram. Mér þótti það ekki verra að
hún sagðist ekki hafa orðið fyrir eins
mikilli upplifun af nokkurri mynd
síðan hún sá Picnic at Hanging Rock.
Hún er tilbúin í mikla sókn - og
hver veit nema íslenskar kvikmyndir
verði komnar í svipaða stöðu og ástr-
alskar eftir einhvem tíma.
Og svo? Ég vona bara að ég fái að
gera aðra mynd áður en 10 ár líða.
Það fer sjálfsagt mikið eftir því
hvemig nýja myndin gengur. Von-
andi taka Reykvíkingar myndinni
eins vel og Ólafsfirðingar, þeir voru
alveg rífandi glaðir.
Ég er með handrit sem sækir mjög
á mig og sem ég vil fara fljótlega í ef
ég mögulega get. Þessi háa sjálfs-
morðstíðni unglinga hefur sótt óskap-
lega á mig og mig langar að leita að
samhenginu. Mig langar að reyna að
tengja eigin unglingsár og upplifanir
við hugsun og tilfinningar unglinga f
dag - sem ég er handviss um að em
ekki ólíkar.
Unglingar em alltaf eins, á öllum
tímum. Þetta eru án efa erfiðustu og
sársaukafyllstu árin sem við lifum.
En það hefur eitthvað hrikalegt gerst
síðan ég var unglingur. Ég veit ekki
hvað það er. En mig langar að leita að
því.