Alþýðublaðið - 11.08.1992, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.08.1992, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 11. ágúst 1992 Nýnasistar Ijúga um gyðingamorðin í vaxandi mæli er því haldið fram af talsmönnum nýnasista og nýfas- ista vítt um heiminn að helförin, þeg- ar nasistar myrtu 6-7 milljónir gyð- inga í seinni heimsstvrjöldinni, hafí í rauninni aldrei farið fram. Þeir eru jafnvel til sem halda því fram að heiftarlegur áróður gegn gyðingum á meðan nasistar voru að brjótast til valda áratuginn fyrir heimsstyrjöld- ina hafí í rauninni aldrei verið annað en orðin tóm, ætluð til að ná athygli og fylgi þeirra, sem voru andsnúnir gyðingum í Þýskalandi. Vissulega, segja þessir fáguðu forsvarsmenn nýju hægri hreyfínganna, dóu ein- hverjir gyðingar í fangabúðum með- an á stríðinu stóð. En það var þó þrátt fyrir allt styrjöld í gangi, bæta þeir við, og ekki hægt að koma í veg fyrir dauðsföll einhverra óbreyttra borgara. Fráleitt sé hins vegar að halda því fram að nokkur skipuleg helför gyðinga hafí átt sér stað. Svo harðsvíraðir eru hinir nýju hug- myndafræðilegu leiðtogar nýnasist- anna, að þeir halda því sumir fullum fetum fram, að jafnvel í Auschwitz hafi verið sundlaug, danssalur og annar búnaður til afþreyingar og skemmtunar fyrir „gesti” fangabúðanna. Mið- púnktur í blekkingavef hægri hreyfmg- anna nýju er svo staðhæfingin um að gasklefamir, sem Hitler lét byggja til að drepa gyðinga og aðra sem voru honum ekki að skapi, hafi aldrei verið til. Þeir séu einungis seinni tíma upp- spuni, upphaflega viðleitni sigurvegar- anna í stríðinu til að sverta þjóð tapar- anna enn frekar, og síðan hafi gyðingar sjálfir tekið upp blekkinguna til að afla sér samúðar. Það er hins vegar söguleg staðreynd, að helförin átti sér stað. Nýjar rann- sóknir sýna líka, að hin opinbera tala um fjölda gyðinga sem nasistar drápu, sex milljónir, er að líkindum of lág. Nú telja sagnfræðingar að nær lagi sé að alls hafí sjö milljónir fómarlamba Hitlers verið af gyðinglegum toga. Þetta er sannað með svo rækilegum hætti, að það verður einfaldlega ekki dregið í efa. Ótrúlegur íjöldi vitnis- burða vom skráðir í lok stríðsins af munni fómarlamba sem lifðu af vistina í fangabúðum nasista, og voru jafnvel neyddir til að aðstoða við útrýminguna á sínu eigin fólki. Kvikmyndir jafnt og Ijósmyndir, teknar (fangabúðum þegar bandamenn náðu þeim á sitt vald við uppgjöf nasista, sanna þetta sömuleiðis ótvírætt. Skipuleg blekking Þrátt fyrir hinar óræku sannanir fyrir helförinni á hendur gyðingum virðist nú víðs vegar í heiminum vera í gangi skipuleg tilraun til að koma nýjum kynslóðum í þá trú, að hún haft aldrei átt sér stað. Einsog áður sagði hafi þar upphaflega verið að verki ósvífnir sig- urvegarar, og síðan hafi gyðingar sjálf- ir tekið við og viðhaldið blekkingunni í þeim tilgangi að afla sjálfum sér sam- úðar. Tilgangur þeirra hafi ekki síst verið sá að skapa vorkunn með sjálfum sér og í krafti hennar fá stuðning sem flestra þjóða með stofnun hins nýja Israelsríkis, en það varð einmitt til árið 1948, með tilstyrk þeirra þjóða sem sigruðu í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir em jafnvel til, sem em svo ósvífnir að staðhæfa, að fyrir sumum gyðingum hafi vakað það eitt að ná kyniíokknum í geysilegar upphæðir f formi stríðs- skaðabóta. Þetta viðhorf þeirra sem af- neita helförinni, kristallast ef til vill best í orðum bandaríska verkfræðings- ins Arthur Butz, sem hefur haldið því fram að Auschwitz sé „blekking aldar- innar." Hið hryggilega er, að skipuleg af- neitun helfararinnar er ekki verk einhverra mglaðra öfgamanna, sem enginn hlustar á. Það em ekki einu sinni nýnasistar og ný- fasistar Evrópu sem hafa einka- rétt á þessari sorglegu blekk- ingariðju, þó vissulega hafi þeir á allra síðustu ámm orðið meira áberandi og skipulagðari í málflutningi sínum. I hinum nýfrjálsu ríkjum Austur Evr- ópu er fjandsemi við gyðinga aftur að stinga upp kolli og enn á ný er hún notuð með dapurleg- um hætti í pólitískum tilgangi. Þetta hefur síðasta áratuginn kom- ið sterklega fram í Póllandi. Fyrir stríðið bjuggu hvergi jafn margir gyðingar í Evrópu og einmitt í Pól- landi, þar sem merkileg sérpólsk gyð- ingamenning hafði þróast og dafnað um nokkurra alda skeið. En ekkert samfélag gyðinga varð jafn grimmúð- lega fyrir barðinu á helför nasista og hið pólska. Það stappar nærri að því hafi algerlega verið útrýmt, og sagan um andóf ungu gyðinganna í gettóinu í Varsjá gegn nasistum mun lengi lifa. Gyðingahatur í Póllandi Þrátt fyrir þessa hroðalegu útreið pólskra gyðinga er þó enn verið að virkja gyðingahatur til framdráttar vafasömum pólitískum málstað. Arin 1980-1981. þegar verkalýðs- og ffels- issamtökin Samstaða voru að ná há- tindi valda sinna áður en kommúnism- inn hrundi, var reynt að skapa mótbyr við samtökin meðal pólskrar alþýðu með því að halda fram, að þau væru undir áhrifum frá gyðingum. KDR, pólitísk samtök andófsmanna í Pól- landi, sem studdu Samstöðu með ráð- um og dáð og lögðu henni til marga hugmyndasmiði, voru sömuleiðis sök- uð um að starfa fyrst og fremst til fram- dráttar gyð- ingum í P ó 1 - '' • ✓ • landi (sem voru þó nánast útdauðir eft- ir helför seinni heimsstyrjaldarinnar). Flugritum var dreift af ríkisstjóm kommúnista, sem héldu því líka ffam, að hinn þekkti skoðanaleiðtogi innan Samstöðu, Bronislaw Giermek, væri gyðingur og til að undirstrika það voru í flugritunum skopmyndir af Giermek klæddum sem gyðing af hasidíska skólanum (þeir eru strangtrúaðir, hafa slöngulokka og klæðast fötum sem ekki hafa breyst frá því á 17du öldinni). Þess er sömuleiðis skemmst að minnast að í kosningunum 199ö var forsætisráðherrann Taddeus Mazowi- ecki, frjálslyndur kaþólikki, ásakaður um að vera laumugyðingur og ráðherr- ar hans sömuleiðis um að vera ekki „sannir" pólverjar heldur gyðingar. Svipað er uppi á teningnum í hinum hrundu Sovétríkjum. Þar er í örum vexti þjóðemishreyfmgin „Pamyat." í henni er að fínna ntjög áberandi fasíska þætti. Hreyftngin telur sig standa fyrst og fremst fyrir varðveislu þjóðlegra einkenna, bæði á sviði menningar og stjórnmála, og hefur Þ v í Nýir hœgri- flokkar dreifa þeirri blekkingu að helförin sé uppspuni gyðinga. Auschwitz og Belsen hafi verið þœgilegar „gestabúðir" með sundlaugum og dans- sölum. Gasklefarnir hafi aldrei verið ráðist gegn öllu því sem hún telur ó- þjóðlegt. Á meðal þess eru að sjálf- sögðu boðberar erlendra áhrifa og al- þjóðasinnar, og einsog oft áður þegar þjóðemishreyfmgar ganga út í öfgar em það gyðingamir sem verða tákn hinna alþjóðlegu áhrifa sem þjóðem- isöfgamenn taka upp baráttu gegn. í Rússlandi hefur það því miður gerst líka, að upplýstir menntamenn sem börðust gegn kommúnismanum hafa villst í raðir Pamyat og þannig gefið hreyfingunni mun þyngri og virðulegri blæ en hún annars á skilið. Dæmi um hvert þessi nýja þjóðemishreyfing Rússa er að þróast birtist í janúar 1990, þegar félagar í Pamyat þyrptust að Rit- höfundaklúbbnum í Moskvu og hróp- uðu slagorð á borð við: „Þið skítugu júðahundar, þið emð ekki rithöfundar. Burt með ykkur til ísrael." Grafir saurgaðar Vaxandi gyðingahaturs gætir líka í Vestur Evrópu. Sprengja, sem talið var að nýnasistar hefðu komið fyrir, var sprengd fyrir framan guðshús gyðinga, sýnagógu, árið 1980 á breiðstræti í Par- ís. I kjölfarið fylgdu svo árásir á fleiri sýnagógur, skóla gyðinga og aðrar stofnanir á þeirra vegum. Skoðana- könnun um svipað leyti leiddi enn- fremur í ljós, að helmingur þeirra sem svaraði töldu að gyðingahatur hefði á nýjan leik fest rætur í Frakklandi og væri á uppleið. Allan síðasta áratug birtust staðfestingar á þessu. Árás- ir á gyðinga og ekki síst skemmd- arverk á kirkjugörðum þeirra og gröfum látinna. Árið 1990 vom þannig 34 grafir skemmdar og á einum stað var lík grafið upp og van- helgað. I kjölfar þessarar hroðalegu meðferðar fylgdu fleiri árásir á kirkjugarða og guðshús gyðinga, þannig að engum blandaðist hugur um að hér var um skipulegar aðgerðir að ræða. I framhaldinu fóm gyð- ingar í mótmælagöngu í París, þar sem vakin var athygli á vax- andi ofbeldi á hendur þeim. Bæði múslimar og kristnir menn tóku þátt í aðgerðum gyðinganna og samtök þeirra studdu þær opinberlega.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.