Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 1
AIIYDIIiUDIV Föstudagur 28. ágúst 1992 130. TÖLUBLAÐ - 73. ÁRGANGUR Niðurstöður könnunar ÍM Gallup Tæplega 80% veit lítið eða ekkert um EES Mikill meirihluti þeirra sem hafa kynnt sér EES-samninginn eru hlynntir honum Eftir því sem fólk hefur kynnt sér innihald EES- samningsins betur, þeim mun jákvæðari afstöðu tók það til aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kem- ur fram í skoðanakönnun sem IM Gallup gerði um þekkingu fólks á EES- samningnum og því sem hann hefur í för með sér. Athyglisverðustu niður- stöðurnar eru þær að einung- is 1,2 prósent svarenda höfðu kynnt sér málefnið mjög vel. Að sama skapi höfðu tæplega 80 prósent svarenda lítið eða ckkert kynnt sér málið. Könnunin sem framkvæmd var fyrir Utanríkis-, Félags- mála- , Iðnaðar- og Viðskipta- ráðuneyti, náði til 1200 manns á aldrinum 15-19 ára a landinu öllu. Liðlega 80 prósent svömn náðist í könnuninni. Markmiðið var að kanna hversu vel fólk hafði kynnt sér málið, hvort þekkingin hefði áhrif á afstöð- una og hvaða atriði samningsins fólk hefði kynnt sér. Fólk var al- mennt sammála um það að þátt- takan væri til hagsbóta fyrir inn- lendan iðnað, myndi leiða til lægra vömverðs hér á landi og að aukin samkeppni milli banka leiddi til vaxtalækkunar. Þegar krafa stjómarandstöðu- flokkanna á Alþingi um þjóðar- atkvæðagreiðslu um EES er höfð í huga, vekur það athygli að 41,4 prósent aðspurðra treystu sér ekki til að taka af- stöðu til þátttökunnar í EES. Þetta styður þá skoðun Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra að þjóðaratkvæða- greiðsla um EES myndi snúast um allt annað en samninginn, og atkvæði myndu falla eftir flokkspólitískum línum. 26,9 prósent vom fylgjandi EES að- ild en 31,7 prósent andvígir. Aberandi var að yngra fólk virðist fremur fylgjandi samn- ingnum en það eldra og karlar fremur en konur. Þekkingarleysið á EES kem- ur nokkuð á óvart miðað við þá kynningu og umræðu sem mál- efnið hefur fengið á undanföm- um ámm og mánuðum. Greini- legt er að það þarf að efla kynn- inguna, en fram kom í könnun- inni að fjölmiðlar og Alþingi em þeir aðilar sem fólk treystir best til að miðla sér upplýsing- um um samninginn. Islenska skolakeijið ÚTFLUININGSVARA! - Svíar vilja lœra afreynslu okkar af áfangakeifinu Islcnska skólakerfið er orðið útflutningsvara, svo ótrúlega sem það kann að hljóma. ÁfangakerFið sem flestir framhaldsskólar landsins eru reknir eftir er urn margt einstakt og hcfur orðið vart við talsverðan áhuga erlendra skóla- manna, sem vilja kvnnast kertínu af eigin raun. Eink- um eru það Svíar sem hafa sóst eftir að kynnast áfanga- kerfinu. Þeir eru að breyta framhaldsskólum sínurn og telja að íslenska áfangakerf- ið geti ntætavcl hentað þeim. Kennslumálaráðherra Sví- þjóðar kom í heimsókn til Is- lands, nteðal annars til að kynnast áfangakerfmu. Enn- fremur hafa sænsk skólayfir- völd boðið fulltrúa Mennta- málaráðuneytis, Þorláki Helgasyni, sérfræðingi í fram- haldsdeild ráðuneytisins, til að halda fyrirlestra um áfanga- kerfið á fjölmennum samráðs- fundum sænskra kennara í tveimur lénum landsins. Enn- fremur mun hann ræða við sveitarstjómarmenn. en sænskum sveitarfélögum hef- ur nú verið uppálagt með nýj- um lögum að koma á fót al- hliða námi. „Það er trúlega þetta sem gerir að verkum að Svíar eru dálítið skotnir í áfangakerfinu okkar", sagði Þorlákur Helgason í gær. „Svíamir skilja ekki hvemig við getum boðið upp á fjöl- margar námsleiðir fyrir nem- endur úti á landsbyggðinni". ÁFANGAKERFIÐ, - nánar um það á bls. 6 ✓ Olína Þorvarðardottir Einka- og kennslu- flug burt úr borginni Tillögu um að færa æfing- ar- og kennsluflug frá Reykjavíkurflugvelli var frestað á fundi borgarráðs fyrr í vikunni. Það var Ólína Þorvarðardóttir borgarfull- trúi sem endurflutti þessa til- lögu sína en afgreiðslu hennar var frestað til borgarráðs- fundar næsta þriöjudag. Ólína leggur til að þegar verði hafist handa í samvinnu við llugmálayfirvöld að finna nýtt flugvallarsvæði undir einka- og kennsluflug og þvf verði lokið innan árs svo frarn- kvæmdir geti hafist. Bendir Ólína á að starfsmenn flugmálastjómar áætli að um 75% flugumferðar um Reykja- víkurflugvöll sé vegna einka- Flugslys á Reykjavíkurflugvelli fyrir nokkrum árum, - skammt frá Hringbraut. \ \ og kennsluflugs. Alls hafi um 60 slys og óhöpp orðið við flug- völlinn frá upphafi og þar af hafi um 35 verið vegna einka- eða kennsluflugs. Um það bil helmingur þessara óhappa Itefur átt sér stað á síðasta áratug. I lok greinargerðar Ólínu með tillögunni segir svo: „Manntjón hefur fylgt mörgum þessara slysa en þó er mildi að enn skuli engin flugvél hafa skollið niður í íbúðabyggð eða á athafnasvæði. Svo mikil flugumferð sem einnig skapar jarðvegs- , loft- og hávaðamengun hlýtur að vera borgaryfirvöldum mikið áhyggjuefni og hljóta þau að sjá ástæðu til að beina þyngstu flugumferðinni annað.“ Eftirlitsflugvélar Varnarliðsins á flugi viö radarstöð- ina á Stokksnesi. AWACS-vélarnar, nær á myndinni, eru nú horfnar frá varnarstööinni. ALÞÝDUBLAOID - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjuvik - Simi 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44 s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.