Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. ágúst 1992 5 - segja herforingjar og vilja styrkja aðstöðu sína á Suðurnesjum, - ríkisendurskoðunin segir framkvœmdirnar óþarfar Björninn. - sovésk herttugvél á tlugi innun loftvarnarsveeðLsins austur af íslandi. Bandarisk F-15 þota Varnarliítsins og F-4 Phantom þota breska ttutjhcrsins fylgja henni eftir. Stjóm Bandaríkjahers óskar eftir að styrkja hemaðarlega stöðu sfna á Norð- ur-Atlantshafi með auknum fram- kvæmdum á Suðumesjum. Einkum er rætt um að auka aðstöðu til að geyma miklar bensínbirgðir, svo og að auka enn eftirlitsflug frá Keflavíkurflugvelli og byggja flugskýli á Vellinum. Þessar óskir Bandaríkjahers hafa vakið mik- inn úlfaþyt hjá Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, GAO, segir í norska vikublaðinu Ny Tid, sem vinstri sósíal- istar í Noregi gefa út. Upplýsingamar koma fram í skýrslu GAO frá 1. maí síðastliðinn til vamar- málanefndar Bandaríkjaþings. í skýrsl- unni er m.a. rætt um vamarstöðina á Keflavíkurflugvelli. Endurskoðendur vilja spara, herforingjar eyða Verkefni Ríkisendurskoðunarinnar hefur verið að yftrfara kostnaðarhlut- deild Bandaríkjanna í innri uppbygg- ingu Atlantshafsbandalagsins í því skyni að ftnna Ieiðir til spamaðar eftir að Sovétríkin og Varsjárbandalagið hafa verið lögð niður. Ríkisendurskoð- unin hefur fundið bæði vilja og mögu- leika hjá forsvarsmönnum bandaríska herliðsins í Mið- Evrópu til að skera niður útgjöld á þessu sviði. Oðm máli gegnir um herforingjana sem ábyrgð bera á hermálum á Atlantshafi. „NATO-herforingjar og bandarískir foringjar með ábyrgð á Norður-Atl- antshafi telja að með niðurskurði á styrkleikanum í Evrópu sé það mikil- vægara en nokkm sinni fyrr að hægt sé að flytja herlið með litlum fyrirvara til Evrópu. Þeir telja ennfremur að hættan á óvinaárás um Norður-Atlantshaf, einkum með kafbátum, sé enn raun- vemleg hætta. Því hefur yfirstjóm Atl- antshafsflotans aflýst færri fram- kvæmdum sem samþykktar vom á ár- unum 1985 til 1990 en yfirstjómin t Evrópu hefur gert“, er haft eftir ónafn- greindum bandarískum embættis- manni, segir í skýrslu GAO til Banda- ríkjaþings. Óþarfar framkvæmdir? Bandaríska ríkisendurskoðunin gagnrýnir mjög hugmyndir um fram- kvæmdir í flotastöðinni á Keflavíkur- flugvelli. Þessar framkvæmdir, sagðar munu kosta um 10 milljarða króna, fullyrðir GAO að séu óþarfar. „Þær em óþarfar vegna þess að þær gera meira en að fullnægja þeim kröfum sem gera þarf nú“, segir í skýrslunni. Við þetta er bætt fullyrðingum um að í framtíðinni verði hvorki til fé til rekst- urs eða viðhalds nýrra bygginga. Sem dæmi um framkvæmdir sem GAO telur að auki hæfni vamarstöðv- arinnar umfram þörfina, er tillagan um að byggja 10 geymslutanka fyrir flug- vélabensín, hver þeirra á að rúma 100.000 olíuföt, en það em 1,6 milljón- ir lítra. Af þessum 10 tönkum eru sjö komnir í rekstur eða em í byggingu. Þeir þrír sem eftir em fullyrðir endur- skoðunin, gera meira en að fullnægja núverandi þörfum, þeir séu ónauðsyn- |egir. Önnur framkvæmd sem herstjómin neitar að breyta þrátt íyrir kröfur ríkis- endurskoðunar um annað, er stækkun á flugskýlum fyrir bandarískar herflug- vélar á Kefiavíkurflugvelli. Nýjum fiugskýlum er ætlað að auka og bæta möguleikana á viðhaldi og viðgerðum að sögn bandarísku Atl- antshafsherstjómarinnar. Stríðstímaáætlanir Til að rökstyðja þörfina fyrir þessa framkvæmd, vísa herforingjar til áætl- ana sem segja að það sé nauðsynlegt að auka en ekki draga úr flugvélakostin- um sem notaður verður á Kefiavíkur- fiugvelli á friðartímum. Þessu er ríkis- endurskoðunin ósammála og segir að ekki séu til áætlanir sent þessar unt friðartíma, - þær áætlanir sem Atlants- hafsherstjómin vísi til séu stríðstíma- áætlanir. „Herforingi í Norður Atlantshafs- herstjóminni lýsti því yfir að tillögum- ar væru grundvallaðar á Spumingalista fyrir Vamamiálaáætlunina, en hún leggur aðeins mat á stríðsástand. Þar er ekki að finna sérstaka áætlun fyrir friðartíma sem hvetur til aukinnar flugstarfsemi", skrifar bandaríska rík- isendurskoðunin og hvetur Pentagon, vamarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, til að leggja svo fyrir að frekari fram- kvæmdir á Islandi verði lagðar á hill- una. Engin viðbrögð þingmanna Hvorki bandan'ska þingið né heldur vamarmálaráðuneytið hafa fram til þessa blandað sér í þetta stríð endur- skoðendanna og herforingjanna. Engra viðbragða hefur orðið vart af þeim vett- vangi. Patricia Schroeder, þingmaður í full- trúadeild þingsins, sem á sæti í vamar- málanefnd þingsins vísaði til álitsgerð- ar ríkisendurskoðunar þegar fulltrúa- deildin ræddi liðsflutninga Bandaríkja- manna frá Evrópu, í byrjun júní. Hún lét hinsvegar engin orð falla um tillög- umar um aukin umsvif á Keflavíkur- fiugvelli. Þingið er í fríi þar til í október. For- setaslagnum er að ljúka og forseta- kosningar fara fram í nóventber. Því er þess ekki að vænta að niðurstöður í ntálinu verði kunnar fyrr en eftir næstu áramót. Varanleg herstöð, segir Hjörleifur Vikublaðið Ny Tid slær á þráðinn til Hjörleifs Guttormssonar. Hann segir það hreint ótrúlegt að slíkar áætlanir sem þessi skuli vera til. „Maður átti von á hinu gagnstæða, minni umsvif- um“, segir Hjörleifur. Hann segir að viss skerðing hafi orðið á starfsemi Vamarliðsins hér á Iandi, í og með vegna þess að AWACS-könnunarvél- amar eru ekki lengur á fiugvellinum. Hjörleifur segir í blaðinu að hann hafi ekki áður heyrt minnst á þessar áætlan- ir bandaríslo-a hermálayfirvalda, en hann segist ekkert undrast. „Það eru öfi í bandarískum hermál- um sem sjá Keflavík fyrir sér sem var- anlega bandaríska herstöð til frambúð- ar. Þá skiptir engu hvemig þróunin er annars í heiminum", segir Hjörleifur. Sovéskur árásarkafbátur sem Varnarliðsmenn fylgdust með á Norður-Atlantshafi og Ijósmynduðu. Það eru einmitt kafbátar rússneska hersins, sem bandarísk hermálayfirvöld óttast enn sem hugsanlega hœttu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.