Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 28. ágúst 1992 Skuldir hins opinbera litlar miðað við ríki Ætti að vera óhœtt að taka lán til atvinnusköpunar sé þeim varið á skynsamlegan hátt. Skuldir opinberra á íslandi 36,5% af landsframleiðslu, 57,6% hjá EB og 59% hjá OECD. Á árinu 1990 nam vaxtakostnaöur A-hluta ríkissjúðs um 11,3 milljörðum króna sem svarar til tæplega 12% af tekjum ársins. „Þjóðin er skuldug upp fyrir haus“ er algengt að heyra menn segja, og að nú gangi þessar endalausu lántökur ekki lengur. Það er hins vegar afstætt hvað eru miklar skuldir og það sem einum finnst mikið finnst öðrum lítið. Það á ekki síður við þegar kemur að skuldum opinberra aðila en þegar skuldir fyrir- tækja og einstaklinga eiga í hlut. Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að nú er heldur hart í ári og hagvöxtur hefur látið á sér standa. Þorskkvótinn fyrir næsta ár hefur verið skorinn niður og hafa talnaglöggir menn um allt land verið að reikna út hvað þessi og þessi aðili muni tapa miklu á þorskinum sem ekki fæst veiddur. Til að mæta þessari óáran hafa ýmsir látið sér detta í hug að ef til vill mætti mæta samdrætti í efnahagslíftnu með erlendri lántöku. Skuldir hins opinbera Skuldir opinberra aðila á íslandi eru ekki miklar sé miðað við þau lönd sem við oftast miðum okkur við, þ.e.a.s. löndin innan EB eða OECD. Sé litið á hversu mikið hið opinbera á Islandi skuldaði árið 1991 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, nemur það 36.5%. Sambærileg tala yfir skuldir hins opinbera í EB-löndunum er 57,6% meðan opinberir aðilar ríkja OECD skulduðu árið 1991 að jafnaði 59% landsframleiðslu sinnar. Við íslending- ar virðumst því ákaflega ríkir eða lítt skuldugir miðað við þessi rfki. Með hinu opinbera er átt við ríki, sveitar- félög og almanna- tryggingar og er þar fylgt skilgreiningu OECD og annarra al- þjóðastofnana. Hér á landi er fyrst og fremst um að ræða skuldir ríkis og sveit- arfélaga. í opinber- um skuldum eru hins vegar ekki taldar með skuldir ýmissa opinberra sjóða eða fyrirtækja. I saman- burðinum er miðað við heildarskuldir viðkomandi aðila sem hlutfall af lands- framleiðslu eins og áður segir. Ekki er þá reiknaðar inn þær kröfur sem þessir að- ila hugsanlega eiga á hendur öðrum aðil- um. Finnar skulda minnst Norðurlandanna Með töflu yfir opinberar skuldir sem birtist í Hagtölum mánaðarins nú í ág- úst er gerður fyrirvari á þeim tölum sem þar birtast vegna þess að í mörgum tilfellum er um bráðabirgðatölur að ræða, áætlanir, mat eða spár. Það breyt- ir þó litlu um heildarmyndina sem fæst af því að skoða viðkomandi töflu. ís- land er þar langt fyrir neðan flestar þjóðir þegar skuldir hins opinbera em skoðaðar. Eitt nágrannaland okkar sker sig þó úr hvað skuldir opinberra aðila snertir, þ.e. Finnland og er hlutfallið þar 20%. Þeir eiga nú við að etja gífurlega efna- hagskreppu en þar dróst hagvöxtur saman um 6,1% f fyrra. Þeir ættu hins vegar að hafa meira svigrúm en ýmsir aðrir til lántöku til að mæta sínum efna- hagsörðugleikum. Opinberir aðilar t Bretlandi skulda mjög svipað og þeir íslensku. Italía og írland skera sig hins vegar úr hvað miklar skuldir hins opinbera varðar eða sem nemur meira en 100% af lands- framleiðslu. Sé litið til nokkurra landa, þá er skuldahlutafallið árið 1991, 58,4% í Bandaríkjunum, 47,4% í Frakklandi, 42,5% í Noregi, 60,7% í Danmörku og 46,1% í Svtþjóð. Mikil vaxtagjöld ríkissjóðs Það mætti því ætla að opinberir aðil- ar á íslandi hefðu eitthvað svigrúm til lántöku á þessum erfiðu tímum. Ekki eru yfirskoðunarmenn ríkisreikninga hins vegar sammála því og vara við frekari skuldsetningu. Heildarskuldir ríkisins voru í árslok 1990 rúmlega 180 milljarðar króna og segja skoðunar- mennimir í skýrslu sinni með ríkis- reikningi fyrir árið 1990: „Eins og frant kemur við þennan samanburð við tekjur hefur skulda- staða ríkissjóðs versnað gífurleg á síð- ustu árum, m.a. með þeim afleiðingum að sífellt stærri hluti af tekjum ríkis- sjóðs rennur til greiðslu vaxta og af- borgana. Á árinu 1990 nam vaxta- kostnaður A-hluta ríkissjóðs urn 11,3 milljörðum króna sem svarar til tæp- lega 12% af tekjum ársins. Lætur nærri að vaxtagjöld ríkissjóðs svari til 90% af öllum tekjuskatti einstaklinga á árinu.“ Þess ber að gæta að peningaieg staða er betri en sem nemur heildarskuldun- um en árið 1990 voru nettóskuldir rík- issjóðs 63,2 milljarðar króna sem svar- aði til 66,7% af tekjum hans það árið. Það gefur auga leið að það kostar að skulda en það hlýtur að vera pólitískt mat á hverjum tíma hvort rétt sé að auka lántökur og þá hversu mikið. Svigrúm til lántöku Ekki liggja fyrir neina tölulegar upp- lýsingar um skuldastöðu íslenskra sveitarfélaga í samanburði við sveitar- félög annarra landa. Sé staða ríkissjóðs hins vegar borin saman við sveitarfé- lögin þá er skuldastaða ríkissjóðs orðin varhugaverð miðað við þann staðal fé- lagsmálaráðuneytisins, að nettóskuldir á bilinu 50-100% af tekjum séu var- hugaverðar og ótækt fari þær yftr 100%. Því verður ekki svarað með einföldu neii eða jái hvort rétt sé að opinberir aðilar ráðist í lántökur með það fyrir augum að auka atvinnu hér á landi. Ljóst er að sveitarfélögin eru afar mis- jafnlega í stakk búin að auka lántökur sínar en mörg þeirra hafa þó borð fýrir báru vilji þau taka lán til verkefnasköpun- ar. Ríkið getur vissulega einnig aukið sínar lántökur þrátt fyrir allmiklar skuldir, miðað við hvað önnur rfki skulda. Það hlýtur hins vegar að skipta mikla þegar slíkir hlutir eru memir í hvaða hluti fjármunum er veitt. Lántaka til verkefnasköp- unar sem vissulega kemur til með að skila þjóðarbúinu arði getur verið réttlætanleg en oft vill þó brenna við að fjármunum er nánast hent út um gluggann. Spuming- in er því ekki bara hvort réttlætanlegí sé að taka lán heldur miklu fremur hvem- ig rétt sé að verja slíkum fjármunum. Skynsemi í stað sóunar Menn hafa verið að láta sér detta ýmislegt í hug varðandi atvinnuskapandi verkefni sem hugsanlega mætti taka lán til að fram- kvæma. Gjaman hafa menn horft til ýmissa vegafram- kvæmda, eins og ganga undir Hvalfjörð, sem vissu- lega bendir til að ættu að vera þjóðhagslega hag- kvæm. Hins vegar verða menn einnig að horfa til hvort lánsfé sem tekið er lil atvinnusköpunar fari til launagreiðslna eða hvort það fari fyrst og fremst til fjárfestingar á dýmm tækjum og bún- aði. Sama gildir reyndar um sveitarfélög- in. Sjálfsagt geta mörg þeirra fyllilega staðið undir lántökum ineð það fyrir augum að örva og efla atvinnulífið í sinni sveit. Ef litið er til verkefna þá er af nógu taka hjá flestum sveitarfélögum. Það getur því verið fyllilega réttlætanlegt fyrir opinbera aðila að taka lán nú þeg- ar jafn illa árar og raun ber vitni. Málið snýst frekar um að verja því lánsfjár- magni til skynsamlegra hluta, en slíkt hefur ekki alltaf orðið ofan á hjá ís- lenskum pólitíkusum. Þar hefur hrepparígur og hagsmuna- potið oft glapið ntönnum sýn og leitt til sóunar á fjánnunum. Opinberar skuldir % af landsframleiöslu 1986 1991 60 40 -40 -20 Bandarlkin Evrópulönd Japan Island Tekjuafgangur/halli hins opinbera % af landsframleiðslu I1986 I Il991 — 4 — 2 Bandaríkin Evrópulönd Japan ísiand Hagþróun Hagvöxtur'1 Verðbólga21 Atvinnuleysi Viðskipta- jöfnuður3> Opinber jöfnuður3141 Opinber skuld3141 1991 1992 1991 1992 1991 1992 1991 1992 1991 1992 1990 199 Bandaríkin -0,7 2,1 4,0 3,1 6,7 7,1 -0,2 -0,7 -3,0 -3,8 56,4 58,-1 Japan 4,4 1,8 2,6 1,4 2,1 2,2 2,1 2,6 2,4 1,9 66,0 63,( Pýskaland 3,2 1,3 3,6 4,2 4,3 4,7 -1,2 -0,8 -2,9 -3,4 40,4 42,( Bretland -2,2 0,4 7,4 5,6 8,3 9,8 -0,8 -1,4 -1,7 -4,6 34,9 35/ Frakkland 1,3 2,0 3,1 2,8 9,4 9,8 -0,5 -0,1 -2,1 -2,3 46,4 47/ ftali'a 1,4 1,5 6,7 5,3 11,0 11,2 -1,8 -1,9 -10,2 -11,3 100,5 102,£ írland 2,3 2,4 3,1 3,6 15,8 16,9 4,8 5,7 -1,9 -1,9 117,0 113,2 Island 1,4 -3,0 6,8 3,7 1.4 2,9 —4,9 -3,9 -3,0 -2,0 36,4 36,i Noregur 1,9 2,0 3,6 2,6 5,5 5,8 5,0 4,4 -0,5 -2,9 41,2 42,E Danmörk 1,0 2,1 2,5 2,2 10,4 10,7 1,7 2,3 -2,0 -2,1 59,7 60,7 Svlþjóð -1,2 -0,3 10,2 3,2 2,7 4,5 -0,9 -0,6 -1,5 -4,1 44,2 46,1 Finnland -6,1 -1,3 5,5 3,8 7,6 11,3 —4,6 -3,0 -5,0 -7,7 15,1 20, C EB 1,4 1,5 5,0 4,4 8,8 9,4 -0,8 -0,7 ^í,05) —4,95) 56,3 57,e OECD -0,7 0,7 4,5 3,6 7,1 7,5 -0,1 -0,1 —2,46) -3,26) 58,1 59,C 11 Hlutfallsbreyting á vergri landsframleiöslu, nema Þýskaland og Japan m.v. þjóðarframleiöslu. 2) Hlutfallsbreytingar á veröi neysluvöru mill; ára. Á íslandi m.v. framfærsluvísitölu. 3) Hlutfall af vergri landsframleiðslu, nema Þýskaland og Japan m.v. þjóöarframleiðslu. 4) Með hinu opinbera er átt við ríki, sveitarfólög og almannatryggingar. Fylgt er skilgreiningum OECD og annarra alþjóöastofnana. Hér á íslandi er fyrst og fremst um ríkissjóð og sveitarsjóði aö ræða. Aðrir opinberir sjóðir eða fyrirtæki ekki meðtalin. Með opinberum skuldum er átt við heildarskuldir áðurnefndra aðila af landsframleiðslu. 5) Flest Evrópulönd. 6) Þrír fjórðu hlutar aðildarlanda OECD. Gera þarf þann fyrirvara að í mörgum tilfellum er um bráðabirgðatölur að ræða, áætlanir, mat eða spár. Heimildir: OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.