Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 28. ágúst 1992 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóösins er aö efla menningartengsl Finnlands og íslands. í því skyni mun sjóöurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir veröa ööru fremur veittir einstakl- ingum, stuöningur viö samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir áriö 1993 skulu sendar stjórn Menningarsjóös íslands og Finnlands fyrir 30. septem- ber n.k. Áritun á íslandi, Menntamálaráöuneytiö, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er aö umsóknir séu ritaöar á sænsku, dönsku, finnsku eöa norsku. Umsóknareyðublöð fást í ráöuneytinu. Stjórn Menningarsjóös íslands og Finnlands. 27. ágúst 1992. Frá Réttarholtsskóla Nemendur í fornámsdeildum Réttarholtsskóla komi í skólann 2. september kl. 11.00. Skólastjóri. 111 Frá grunnskólum \|/ Reykjavíkur Grunnskólar Reykjavíkur hefja starf í byrjun september. Kennarafundir hefjast í skólunum þriðjudaginn 1. sept- ember kl. 9.00 árdegis. Nemendur komi sem hér segir: í skólana föstudaginn 4. september 10. bekkur (nem. f. 1977) kl. 09.00 9. bekkur (nem. f. 1978) kl. 10.00 8. bekkur (nem. f. 1979) kl. 11.00 7. bekkur (nem. f. 1980) kl. 13.00 6. bekkur (nem. f. 1981) kl. 13.30 5. bekkur (nem. f. 1982) kl. 14.00 4. bekkur (nem. f. 1983) kl. 14.30 3. bekkur (nem. f. 1984) kl. 15.00 2. bekkur (nem. f. 1985) kl. 15.30 Nemendur 1. bekkjar (börn fædd 1986) hefja skólastarf þriðjudaginn 8. september en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. Nemendur í Fossvogsskóla komi í skólann þriðjudaginn 1. september skv. ofangr. tímatöflu. í áfangakerfinu geta setið saman á skólabekk vœntanlegur seðlabcmkastjóri og aflaskipstjóri Afangakerfið er séríslenskt fyrirbæri, sem þróaö hefur verið hér á landi segir Þoriákur Helgason sérfræðiongur hjá menntamálaráðuneytinu. Svíar og fleiri þjóðir hafa sýnt áhuga á hinu íslenska áfangakerfi, sem verið hefur við lýði í framhalds- skólum landsins síðustu tvo áratug- ina. Alþýðublaðið bað Þorlák Helga- son, sérfræðing í framhaldsdeild Menntamálaráðunevtisins að skýra út fyrir lesendum hvað áfangakerfið er í raun. Eflaust munu margir les- enda lítt kunnugir þessu kerfi, eink- um þeir sem fyrir löngu hafa lokið námi. Það má segja að í okkar kerfi kunni að sitja saman yfir skræðun- um, - væntanlegur seðlabankastjóri og aflaskipstjóri framtíðarinnar, svo dæmi sé tekið. „Áfangakerfið er séríslenskt fyrir- bæri, sem þróað hefur verið hér á landi. Eg fullyrði að þetta kerfi eigum við heiðurinn af íslendingar. Engin önnur þjóð hefur fetað sömu slóð. í upphafi var í raun sama hugsun að baki og enn er við lýði, nefnilega að draga marga skóla undir einn hatt og bnía þannig bilið milli námsleiða og veita nemend- um kost á fjölbreyttu námi. Með þessu kerfi höfum við getað boðið öllum unglingum nám á velflestum náms- sviðum í sama kjördæmi og nemand- inn býr. I jressu kerfí sitja að námi ein- staklingar sem eiga eftir að takast á við afar ólík störf síðar á lífsleiðinni". En hvernig virkar áfangakerfið? „I upphafi náms í framhaldsskóla lesa nemendur af mismunandi náms- brautum sama námsefnið. Það er þrennt sem liggur að baki því að allir nemendur taka sama námsefni: í fyrsta lagi eru rök fyrir því að í framtíðar- þjóðfélaginu komi svipuð grunn- menntun öllum að gagni. I öðru lagi má nefna að þetta opnar nemendum leiðir í margs konar nám, þeir eiga hægara með að skipta um námsbraut, snúist þeim hugur. í þriðja lagi er hægt að bjóða upp á miklu fjöl- breyttara nám, ef hægt er að safna nem- endum saman á mismunandi braut- um“. En hvemig kemur áfangakeifið að gagni í þessu sambandi? „Nemendur raðast saman í áfanga, bekki, eftir efnum hvers og eins. Þeir fara mishratt yfir námsefnið. Áfanga- kerfið styðst við einingamat. Áfangi er einnar, tveggja eða þriggja eininga. Nemandi sem hefur slakan undir- búning les námsefnið á lengri ti'ma en sá sem hefur góða undirstöðu. Við get- um tekið sem dæmi nemendur sem fara úr grunnskóla í framhaldsskóla og eiga að læra íslensku. Einn hefur einkunn- ina 4 úr grunnskóla, annar 6 og sá þriðji 8. Segjum að þeir ætli allir að ljúka sex fyrstu einingunum í íslenskunáminu. Þeir taka þessar einingar mishratt. Sá sem lægstu einkunnina hefur úr grunn- skóla, er væntanlega fjórar annir, eða 2 ár, að ljúka tilskildum árangri. Sá sem hafði 6 í grunnskólaeinkunn tekur 3 annir, en sá sem var hæstur, með 8, er tvær annir. Þetta er að sjálfsögðu að- eins dæmi um möguleikana í áfanga- kerfinu. Aðrar þjóðir eru hrifnar af því að tekist hefur að sameina ýmsa sér- skóla í einum. Þannig gefst fólki tæki- færi á að nema í sinni heimabyggð, því að það er í raun lítið mál að bæta við námsbraut, þegar áfangakerfið er við lýði í fjölbrautaskóla. Möguleikamir eru nánast ótæmandi í áfangakerfinu, og þar búum við yfir mikilli reynslu. Svíar geta stytt sér leið og þurfa ekki endilega að finna upp hjólið að nýju. Þeir geta leitað til Is- lands eftir upplýsingum. íslenskir skól- ar hafa fundið agnúana og við kunnum að reka kerfið. Hinsvegar má búast við að Svíar fari aðrar leiðir innan þessa kerfis, jreir kunna að hafa aðrar áhersl- ur, en þá er hægt að koma slíku við, enda áfangakerfið sveigjanlegt", sagði Þorlákur Helgason að lokum. Hann kvaðst hlakka til þess að hitta að máli sænska skólamenn og sveitarstjómar- menn og fræða þá um hina alíslensku uppfinningu, áfangakerfið. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 10.09.92-10.03.93 10.09.92-10.03.93 10.09.92-10.03.93 kr. 65.084,33 kr. 41.926,57 kr. 26.109,77**) *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinisins. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, ágúst 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS Félag frjálslyndra jafnaóarmanna Atviqnustefna ó Islandi 1959-1991 Opinn fundur fimmtudaginn 3. september kl. 20.30 í tilefni útkomu bókarinnar Atvinnustefna á íslandi 1959 -1991. Frummælendur veröa Gunnar Helgí Kristínsson dósent, sem er jafnframt höfundur bókarinnar, Jón Sigurðsson ráðherra og Ágúst Einarsson prófessor í Viðskiptadeild HÍ. Fundarstaður auglýstur eftir helgi. Allir velkomnir Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.