Alþýðublaðið - 02.10.1992, Síða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1992, Síða 1
Foreldrum mismunað eftir hjúskaparstétt - nefnd á vegum ríkisins telur að fyrirkomulag stuðnings við einstœða foreldra brjóti í bága við félagsmálasáttmála Evrópu Það kerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi til stuðn- ings einstæðuni foreldrum mismunar fólki og rennir stoðum undir það, að fólk revni að misnota kerfið með að skrá sig utan sambúðar þó í sambúð sé og skilji á pappír- unum til að fá aukinn stuðn- ing frá hinu opinbera, kom fram í máli Sighvats Björg- vinssonar, heilbrigðisráð- herra, á. blaðamannafundi í gær. Hann segir að ráðuneyt- inu hafi borist fjöldi kvartana og ábendingar um að kerfið sé misnotaö með þessum hætti. Sérstök nefnd var sett á fót til að kanna hvort lög og reglur hér á landi mismunuðu fólki eftir hjúskaparstöðu og hvetti jafnvel til pappírskilnaðar eða fólk í sambúð gæft slíka sambúð ekki upp. Niðurstaða nefndarinnar var að kerfið mismunaði fólki eftir hjúskaparstöðu og hvetti þannig til að fólk gæft ranglega upp hjúskaparstöðu sína. I skýrslu nefndarinnar segir: „Upplýsingar sem nefndin hef- ur afiað sýna mikinn mun á fjár- hæðum bamabóta og bama- bótaauka eftir hjúskaparstöðu foreldra. Tölur um fjárhæðir þessara bóta sýna að hjónum og sambýlisfólki með lágar og miðlungstekjur er verulega mis- munað tekjulega fyrir að kjósa hjúskap eða óvígða sambúð sem sambýlisform. Við það bætist greiðari aðgangur að öðr- um þáttum stuðningskerfis fyrir einstæða foreldra s.s. dagvistar- rýmum og félagslegu húsnæði. Fyrirkomulag á stuðningskerfi fyrir einstæða foreldra felur í sér við þessar aðstæður hvata til misnotkunar þar sem ekki er fyrir að fara neinum sambæri- legunt bótum og hlunnindum til stuðnings tekjulágum eða bam- mörgum hjónum eða sambýlis- fólki.“ Þannig er bent á að við skiln- að geti ráðstöfunartekjur aukist um þetta allt frá 10% og upp fyrir 30% eftir bamafjölda og tekjum. Þannig verða bamabæt- ur einstæðra foreldra oft um og yfir 100% meiri en hjóna eða fólks í sambúð. Eflaust þekkja fiestir dæmi þess að fólk gefi rangt upp hjú- skaparstöðu til að njóta meiri bóta og stuðnings en ella. Auk jtess hafa einstæðir foreldrar notið forgangs og betri kjara fyrir böm sín á dagvistarheimil- um burt séð frá tekjum. Til skamms tíma þótti líka vænlegt að vera tekjulágt einstætt for- eldri til að komast inn í félags- lega íbúðarkerfið. Nú hefur það dæmi snúist við að hluta vegna greiðslumats og margir sem hafa það lágar tekjur að þeir ráða ekki við kaup á félagslegri íbúð. Dæmi em þess að við slík- ar aðstæður finnst skyndilega sambýlingur sem hefur tekjur sem duga til að fá úthlutun á fé- lagslegri íbúð. Þannig getur fé- lagslegar húsnæðiskerfið einnig ýtt undir að fólk skrái sig í sam- búð til að ná nægilegum tekjum til að hljóta úthlutun. Þá telur nefndin að mismun- un á aðstöðu eftir hjúskapar- stöðu brjóti i bága við félags- málasáttmála Evrópu sem Is- land hefur fullgilt að hluta. „Þar kemur fram að aðildarríki skuldbindi sig til að veita mæðr- um og bömum viðeigandi fé- lagslega og efnahagslega vemd án tillits til hjúskaparstéttar og fjölskyldutengsla. Það stuðn- ingskerfi sem hér er nú rekið til stuðnings einstæðum foreldmm og bömum þeirra er í ósamræmi við þessi markmið því það getur mismunað mæðmm og bömum eftir hjúskaparstétt". Kraftalcarlar I gær mátti sjá kraftakarla á strætum borgarinnar reyna með sér. Þar voru á ferð jötnar sem keppa um titilinn sterkasti maður heims. Nú bíða menn spenntir hvort Magnús Ver Magn- ússon ver titil sinn en hann vann síðustu keppni. Jón Páll Sig- marsson sem unnið hefur þennan eftirsótta titil þrisvar er hins vegar meiddur og tekur því ekki þátt í keppninni að þessu sinni. I gær mátt sjá kappana við trukkadrátt við Tjömina, mjólkur- kerrulyftingar á útiskákborðinu við Lækjargötu en síðar héldu þeir í Bláa lónið til að reyna með sér í hleðslukeppni. í dag munu kepp- endur reyna með sér á okkar þekktustu ferðamannastöðum, við Gullfoss og við Geysi enda geysisterkir menn á ferð. Á myndunum hér sjáum við Magnús Ver lyfta vagni léttilega á skákborði annars vegar og hins vegar Jón Páll með brotinn stól sem fór í mask þegar Bandaríkjamaðurinn við hlið hans, James Perry, ætlaði að tylla sér í hann enda maður rétt tæplega 200 kfló. Eins konar „hólmgöngu“ bandarísks og íslensks nauta- kjöts á hinu virðulega hóteli Waldorf Astoria í New York, lyktaði með stórsigri íslensks nautakjöt, 128 stigum gegn 103. Athygli hlýtur að vekja að okkar kjöt hlaut hærri einkunnir í öllum greinum. íslenska kjötið þótti öllum dómurum, íslenskum og bandarískum, betra á bragð- ið, búa yfir meiri mýkt, og fínleika. Það vekur líka athygli að bandarísku dómaramir voru hrifnari af íslenska kjötinu en okkar dómarar. fslenskir dóm- arar gáfu íslensku nautakjöti samtals 63 stig, en því banda- ríska 53 stig. Hinsvegar vom bandarísku dómaramir greini- lega ánægðir með fslenska kjötið, gáfu því samanlagt 65 stig, en sínu eigin kjöti aðeins 50 stig. Bandaríska kjötið hef- ur oft á tíðum verið kallað hormónakjöt, því er ekki til að dreifa með íslenska kjötið. Keppni þessi var liður í „bandarískum dögum“ Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Aðstandend- ur keppninnar vom Waldorf Astoria hótelið og íslenskir nautgripabændur. Báðir aðilar útnefndu 5 dómara. Fékk hver dómari tvö sýnishom A og B, matreidd á nákvæmlega sama hátt. Hæsta mögulega einkunn fyrir hvem áðurgreindra flokka var 50 stig. Nautgripabændur á íslandi hafa að undanfömu unnið að breytingum á núgildandi kjöt- mati með það fyrir augum að tryggja að framleiðslumarkmið nautgripabænda og óskir neyt- enda fari sem best saman. í framhaldi af nýju og breyt- tu kjötmati er stefnt að sérstöku gæðaátaki. Það á að tryggja neytendum úrvalsgæði. Fyrri flokkun gerði það ekki, og það kjöt hefði væntanlega ekki unnið sigur á Waldorf Astoria. Með í för vestra vom þeir Valdimar Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Óskar Finnsson, matreiðslumeistari á steikhús- inu Argentínu, - og Jónas Þór, kjötverkandi, sem margfald- lega hefur hreyft við nauðsyn nýrra matsreglna fyrir nauta- kjöt hér í Alþýðublaðinu, - og hafði sigur að lokum. Jóhanna fimmtug f Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra og varaforinaður Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands, verður 50 ára á sunnu- daginn, 4 október. Alþýðublaðið sendir henni sínar bestu kveðjur á 1 i þessum merku tímamótum, ; með þökk fyrir samstaifið á liðnumárum. Jóhannatekur : : á móti gestum í Borgartúni s 6 á afmælisdaginn milli kl. i i 17 og 19. „íslenskt" hjá tísku- fyrirtækinu Marco Polo „Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé dæmigerð hand- prjónapeysa með íslenska út- litinu. Við þessu er ekkert að gera, það eru margir að feta sig inn á þessa línu, ekki síst í Þýskalandi“, sagði Valtýr Valtýsson, sölustjóri hjá Foldu hf. á Akureyri í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ástæða þess að við hringdum í Valtý var veglegur auglýsinga- bæklingur frá hinu þekkta fata- fyrirtæki Marco Polo, sem starf- ar víða um heim. Bæklingurinn var fylgirit með hinu mikla tísku og popptímariti Max, sem var að koma út í Þýskalandi. Þar er heilsíða með ungum og hressum manni í „fslenskri" lopapeysu, sem virðist ekki annað en stæling á lopapeysun- um sem frægar hafa orðið hér á landi og eftirsóttar af erlendum ferðamönnum. Valtýr sagði að peysur með íslensku munstrunum eða til- brigðum við þau hefðu verið framleiddar víða, meðal annars í Kína. Hann sagði að íslenska lopapeysan væri alltaf vinsæl og að vissir hópar fólks aðhyllt- ust náttúmlega liti, það sem við höfum kallað sauðalitina, og hlýleika og léttleika lopans. Folda er hinsvegar ekki með framleiðslu á handprjónapeys- um á dagskrá. Hinsvegar virðist sölumennska Marco Polo benda til þess að „íslenskar" lopapeys- ur séu býsna gjaldgeng vara fyr- ir ungt og fínt fólk í útlöndum. Væntanlega vill það kaupa „or- iginalinn“? ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavílc - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44 4

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.