Alþýðublaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1992, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 2. október 1992 Mmiiiiiifinn HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verö f lausasölu kr. 90 Pjóðin vill fiskveiðigjald Nýverið birti Gallup á íslandi niðurstöður úr skoðanakönnun sem gerð var fyrir Fiskifréttir um afstöðu manna til veiðigjalds. Niðurstöðumar voru ótvíræðar: 54% þjóðarinnar lýsti sig fylgj- andi veiðigjaldi meðan 41% var á móti. Vilji þjóðarinnar er því ljós: íslendingar vilja fiskveiðigjald í stað núverandi kvótakerf- is. Pessar niðurstöður er mikill sigur fyrir fylgjendur hugmynda um veiðileyfagjald. Hingað til hefur aðeins einn stjómmála- flokkur á Islandi, Alþýðuflokkurinn, haft veiðileyfagjald á stefnuskrá sinni. Urslit skoðanakönnunarinnar eru því einnig stórpólitískur sigur fyrir Alþýðuflokkinn og stefnu hans í sjávar- útvegsmálum. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins sagði í viðtali við Alþýðublaðið þegar niðurstöður skoðanakönnunarinnar voru birtar, að niðurstöðumar kæmu sér ekki á óvart. Fólk væri í raun sammála um því sem segir í lögum um fiskveiðar, að miðin umhverfis landið séu sameign þjóðar- innar. Fonnaður Alþýðuflokksins sagði ennfremur, að fólk sé andvígt því fyrirkomulagi þar sem einstaklingar og fyrirtæki geti selt þessa sameign án þess að eigandi hennar fái nokkuð í sinn hlut. Það endurspegli almenna réttlætiskennd þjóðarinnar. Islenska þjóðin hefur einkum þurft að hlýða á rök útgerðar- manna og talsmanna heildarsamtaka þeirra þegar fiskveiðigjald er til umræðu. Þau rök hafa einhliða verið með kvótakerfinu sem viðheldur eignaupptökunni á mestu auðlind þjóðarinnar. Við- brögðin úr þessari átt við niðurstöðum skoðanakönnunar Gall- ups á fískveiðigjaldi voru fremur dapurleg. Kristján Ragnarsson, formaður LIU, sagði orðrétt við Fiskifréttir er niðurstöður skoð- anakönnunarinnar voru birtar: „Það veldur mér vonbrigðum að svona mikið fylgi skuli vera með þjóðinni við þessar hugmynd- ir um veiðileyfagjald. Þeir sem eru meðmæltir slíkri gjaldtöku hafa ekki velt fyrir sér afleiðingunum." A öðrum stað í viðtalinu segir Kristján: „Við erum að keppa á erlendum mörkuðum við stórlega ríkisstyrktan sjávarútveg nágrannalandanna, þar sem veiðileyfi eru keypt af hinu opinbera og afhent einkaaðilum.“ Sannleikur málsins er sá, að þjóðin hefur skilið rökin gegn kvótakerfinu og með veiðileyfagjaldi. Það sýnir og sannar skoð- anakönnun Gallups fyrir Fiskifréttir. Staðreyndin er einnig sú, að opinberir styrkir til sjávarútvegs eru alls staðar á undanhaldi erlendis. Nýlegar fréttir um stórfelldan niðurskurð norska ríkis- ins til sjávarútvegsins er aðeins eitt dæmi af mörgum. Samruna- ferli EB - ríkjanna og samræming EB - og EFTA - ríkja í EES - samningnum þýðir einnigjafnari samkeppnisstöðu framleiðslu - og útflutningsgreina með stórminnkandi ríkisafskiptum. Það eru þessar nýju staðreyndir sem menn verða að horfast í augu við í stað þess að einblína á sérréttindi sægreifa kvótakerfísins. Það er rétt hjá formanni Alþýðuflokksins, að það stríði gegn réttlætis- kennd þjóðarinnar að einstakiingar og fyrirtæki geti selt sam- eign þjóðarinnar án þess að þjóðin fái nokkuð í sinn hlut. Þess vegna hefur þjóðin risið upp gegn kvótakóngunum. Þjóðin vill fiskveiðigjald. IM FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR TÆKNA- VÆÐINC N ú eru röntgentæknar og meinatæknar að hóta verkfalli og helmingurinn af veðurtæknunum bú- inn að segja upp á Veðurstofunni. Af hverju er þessi órói? Eg spurði heim- ilistækninn sem ég er kvæntur að þessu í morgun og hún sagði að or- sökin væri hjá Alþingistæknunum. Hér hefði einfaldlega ekki tekist að hafa lífskjörin nægilega góð. Er þetta svona einfalt? spurði ég. Er ekki einhver sök hjá verkalýðs- tæknunum og atvinnutæknunum sem semja um launin? Hvað með út- gerðartækni eins og Kristján Ragn- arsson eða fiskvinnslutækni eins og Magnús Gunnarsson? Ráða þeir ekki miklu um lífskjörin? J ú, jú, hún sagðist ekki geta neit- að því. Hún varð auðvitað að viður- kenna líka að líðan fólks í landinu mótaðist sömuleiðis af því hvemig blaða- og fréttatæknar matreiddu hlutina. En svo lifum við ekki bara á brauðinu einu saman. Menningin skiptir máli. Hún skilgreinir okkur sem þjóð. En nú eru allir listatækn- amir að mótmæla lfka. Bókmennta- tæknamir krefjast þess að sleppa við skatta á sinni framleiðslu og blaða- og fjölmiðlatæknar hafa rekið upp ramakvein. það er ekki á neitt að treysta, hélt fjölskyldutæknirinn sem giftist mér, áfram. Meira að segja trúar- tæknamir rífast út af kirkjubygging- um og kaupinu sínu. Og ofan á allt saman em traustir sveitarstjómar- tæknar búnir að glata stillingu sinni og hóta vinslitum við ríkisvaldið. En það þýðir ekki að velta sér endalaust upp úr erftðleikunum. Þá endar maður í meðferð hjá heila- tæknum. taðreyndin er auðvitað sú að við eigum mikla möguleika. Ef kúa- og kindatæknar lækka landbúnaðarvör- umar lagast lífskjörin hjá okkur. Ef þorsktæknamir fara að selja út til- búna rétti í raspi og fíneríi lagast lífs- kjörin. Og ef ferðatæknarnir laða hingað fleiri ríka Ameríkana lagast líka lífskjörin. á er bara að fínna bjartsýnis- tækna og drífa í þessu. H ún klykkti út með því að ráð- tæknamir í ríkisstjóm yrðu að reyna að vekja björtu vonimar. Til þess væm stjómmálatæknar yfirleitt. Sambandsþing ungra jafnaðarmanna verður haldið í Munaöarnesi, Borgarfirði, 6.- 8. nóvember nk. Rétt til þátttöku hafa allir fullgildir meðlimir í félögum ungra jafnaðarmanna sem hafa verið félagar í tvo mánuði áður en þingið hefst, enda séu þeir skuldlausir við félög sín. Félagar skulu tilkynna þátttöku á sambandsþingi til stjórnar viðkomandi félags tveimur vikum áður en þingið hefst. Stjórn hvers aðildarfélags SUJ skal síðan senda lista yfir þá fulltrúa, sem svo skrá sig, til sambandsstjórnar tíu dögum fyrir þingið. Teljast þeir vera fulltrúar viðkomandi félags. Sambandsstjórn getur einnig heimilað þeim félögum í Alþýðuflokknum, sem búa á svæðum þar sem ekki starfar félag ungra jafnaðarmanna, þátttöku á þinginu, enda fullnægi þeir að öðru leyti sömu skilyrðum og aðrir þingfulltrúar og sæki um þátttökurétt eigi síðar en tveimur vikum áður en þing hefst. F.h. framkvæmdastjórnar SUJ, Sigurður Pétursson. FLOKKSSTJÓRNARFUNDUR ALÞÝÐUFLOKKURINN - JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS boöar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 3. október frá kl.10.00 til 16.00 í Borgartúni 6. Dagskrá: 1. Stjórnmálaviöhorfiö — Jón Baldvin Hannibalsson 2. Önnur mál. Sveitarstjórnarfulltrúar Alþýöuflokksins eru sérstaklega hvattir til þess aö mæta vegna fundar sveitarstjórnarráðs sem haldinn veröur eftir flokksstjórnarfundinn. Formaöur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.