Alþýðublaðið - 27.10.1992, Síða 2

Alþýðublaðið - 27.10.1992, Síða 2
2 Þriðjudagur 27. október 1992 fihiiiiiimnii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Jómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verö í lausasölu kr. 90 Ríkið og þjóðlífíð Þjóðfélagsumræðan um niðurskurð ríkisins í ýmsum mála- flokkum hefur verið nær undantekningarlaust á neikvæðum nót- um. Mest ber á fulltrúum ýmissa nkisstofnana eða annarra vinnustaða og samfélagshópa sem verða fyrir barðinu á niður- skurðinum. Þegar niðurskurður er hins vegar til umræðu sem al- menn nauðsynleg aðgerð til að stemma stigu við sjálfvirkni og þenslu ríkisútgjalda eru flestir á einu máli um að umfang ríkisins sé orðið alltof mikið. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum hvers og eins verður hljóðið annað í strokknum. Það sem vekur eftirtekt á niðurskurðartímum er hve mótmælin eru kröftug og hve víða þau koma. Það sýnir hið umfangsmikla svið sem ríkið hefur teygt sig til. Allar helstu atvinnugreinar eru háðar ríkisstyrkjum, mestallt menningar - og listalíf virðist vera undir ríkisforsjá komið, heilbrigðismál, samgöngur, félagsleg þjónusta og tryggingar: Allt er meira og minna háð ríkinu og rík- isútgjöldum. Sérhvert samfélag þarf aðstoð ríkisins til að halda uppi öryggi og velferð. En erum við íslendingar ekki komnir alltof langt í ríkisforsjánni? Erum við komnir á það stig að ef rík- ið minnkar útgjöld sín og dregur saman seglin, þá hriktir í öllu þjóðfélaginu og það riðar til falls? Ef svo er, þá er samfélagið byggt upp á vitlausum grunni. Þá er ríkisforsjáin orðin of mikil. Menn verða að átta sig á að ríkisfor- sjá er tvíeggjuð. Um leið og ríkisstyrkir koma atvinnugreinum og þjónustu til góða, drepur opinber forsjá einnig frumkvæði, dregur úr hugrekki og dregur úr athafnakrafti. Á þessum erfiðu þrengingartímum þegar niðurskurðar er þörf, er með ólíkindum hve lítið frumkvæði til sjálfbjargar kemur í ljós hjá forráða- mönnum ríkisstofnana og atvinnufyrirtækja. Þess í stað upplif- um við eintóna barlóm. Er ríkið orðið það mikil slagæð í þjóðfé- lagi voru að skattfé almennings haldi nánast uppi öllu þjóðlífi? Allur almenningur hefði efalítið óskað sér að almenn samstaða myndist um minnkun ríkisútgjalda og hvemig best er að sækja fram á við og finna nýja tekjustofna í stað þess að sitja ráðalaus og biðja ríkið um meira fé. Ríkið er í kreppu. Erlendar skuldir hlaðast upp. Hagvöxtur er í stöðnun. Auðlind sjávarins minni en fyrr. Úrlausnir stjómarandstöðunnar em ábyrgðarlausar. Þær ganga fyrst og fremst út á að lofa almenningi óbreyttum ríkisút- gjöldum. Óbreytt eða aukin ríkisútgjöld em hins vegar ávísun á aukna skuldasöfnun ríkisins. Með öðmm orðum: Ávísun á lak- ari stöðu þjóðarbúsins. Dæmið frá Færeyjum blasir við okkur. Þar lifði þjóð um efni fram uns hún stóð berstrípuð og blönk fyr- ir framan lánardrottna sína. Færeyingar eru nú sviptir heima- stjóm sinni. Þeir eru á ný orðnir amt í Danmörku. Það er þunn lína milli efnahagslegs ósjálfstæðis þjóðar og ófrelsis hennar. ís- lendingar hafa lifað um efni fram í marga áratugi. Við höfum velt skuldunum á undan okkur, treyst á óþrjótandi auðlind hafs- ins og byggt upp ómettandi ríkiskerfi. Verkefnin framundan em aðallega tvö: Að skera niður ríkisútgjöldin og byggja upp nýjar atvinnugreinar. Það gerir hins vegar ekki ráðþrota þjóð í ríkis- fjötrum. Og það er óneitanlega verkefni ríkisstjómarinnar að þerra tár þjóðarinnar og blása henni kjark í brjóst. MINNING Haukur Morthens Fæddur 17. maí 1924 - Dáinn 13. október 1992 „Þetta er tónlist sem mér líkar við“, heyrðist í mömmu, þegar Haukur Morthens söng „Heim í heiðardalinn" í útvarpið. Ekki þannig að hún vænti mikils stuðnings, þegar rokkið og Presley áttu hug og hjörtu ungu kyn- slóðarinnar. Sjálf hafði hún áðurdregið okkur ítrekað í Stjömubíó til þess að gráta úr sér augun út af kamelíufrúnni í La Traviata. Hauki Morthens kynntust margir í gegnum útvarpið og þótt hann væri ekki rokkari eða Alfredo, þá náði list hans til allra. Kynni mín af Hauki Morthens urðu meiri en í gegnum útvarpið. Þegar Heiðardalurinn og Lóa litla á Brú gagntóku þjóðina ákváðu tveir skóla- strákar að gefa út tónlistartímarit, „Do re mí“ hét það, og leiðin lá til Hauks, sem skrifaði þá tónlistarþátt fyrir Tím- ann. Ritið kom bara einu sinni út, en Haukur tók okkur vel. Svo var það pólitíkin. I þrjátíu ára samfelldri hugsjónabaráttu minni í Al- þýðuflokknum, höfum við Haukur allt- af verið í sömu klíkunni. Ekki var það af heimssögulegum heimspekistraum- um eða meiri háttar innanlandsátökum. Einfaldlega, við enduðum alltaf saman í prófkjömm, sveitarstjómarkosning- um, Alþingiskosningum, Landsþing- um og árshátíðum. Vorum saman í skemmtinefnd með Emmu, í stjóm flokksfélagsins hér í Reykjavík, og meira að segja líka á ættarmótum Lækjarbotnaættarinnar uppi í Lands- sveit. Mæður okkar voru nefnilega frænk- ur. Þegar Haukur hélt þúsundum föngnum með tónblæ, augnlyftingu og fótsveiflu, lét þjóðina taka andvörp af hrifningu, þá fannst mér ekkert eðli- legra af uppeldisáhrifum sveitar með Heklu við höfðalagið, landskjálftana sem mggustól og kliðinn af Þjórsá og Rangá beggja vegna. Hvaðan listin kemur getur enginn svarað, list er það sama og að vera maður. Alveldissálin, friðurinn, huggunin, gleðin og endur- lausnin, allt þetta gaf Haukur í list sinni og svo miklu meira, hvort sem við kynntumst honum í gegnum útvarp, á ættarmótum eða allt þar á milli. Ég votta konu hans, sonum, fjöl- skyldu, ættingjum og vinum, mína dýpstu samúð. Yndislegum vini, félaga og frænda bið ég guðs blessunar og friðar við móður skaut. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Sumarið 1950 var drengur á tíunda ári ( sveit í Suðursveit. Þar var daglegt líf eins og gekk og gerðist í þann tíð, lítið um vélar og hraða, og mennimir, skepnumar og náttúran í miklu betri tengslum hvað við annað en nú er. Þama var drengurinn oft löngum stundum einn með sjálfum sér á rölti úti við, ýmist í erindisleysu eða að huga að kindum, sækja kýmar eða fara í sendiferðir. Þama urðu þjóðsögumar að lifandi vemleika og tekinn krókur fram hjá stöðuvötnum af hræðslu við nykurinn. Frá þessu sumri er honum tvennt minnisstæðast. Annars vegar vom það hestamir og reiðmennskan og hins veg- ar Haukur Morthens. Á þessum bæ eins og öðmm var út- varpið sá gluggi sem umheimurinn sást í. Þar leitaði drengurinn eftir tónlist frekar en töluðu máli og þar var rödd sem bar af. Það var rödd Hauks Mort- hens, sem nú er látinn fjörtíu og tveim- ur söngámm síðar. Þetta sumar var eitt þeirra laga sem hann söng langvinsælast. Það hafði drengurinn á heilanum og kom það í góðar þarftr í einverunni. Drengurinn var sá sem þetta skrifar og þótt nafnið á laginu sé gleymt hljómar það í hugan- um hvenær sem til er kallað. Sumarið 1950 var ekki fyrsta sumar- ið sem Haukur Morthens söng. Hann hafði þá þegar skemmt fólki i sex ár svo alls urðu söngárin fjömtíu og átta. Starfsævi manna sem miklu em tald- ir hafa til leiðar komið er oft tfundað þegar hún er öll. En það er misjafnt sem mennimir láta eftir sig og mæli- kvarðinn er einnig misjafn. I þetta sinn held ég þó að flestir séu á einu máli. Framlag Hauks Morthens var ómetan- legt. Hann var listamaður allrar þjóðar- innar og orðinn goðsagnakennd per- sóna. Fágun hans og látlaus innlifun ásamt hófsemi í túlkun og öryggi í flumingnum gerði það að verkum að allir höfðu unun af að heyra hann og sjá þegar hann söng. Það er varla of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé, að starf Hauks Morthens hafi verið ígildi mikil- vægrar velferðarstofnunar, sem þjóðin fékk að njóta áratugum saman. Velferð er nefnilega ekki bara menntunin og heilbrigðisþjónustan heldur er menn- ingin það líka. Sú iðkun andlegra verð- mæta, sem felst í því að njóta menning- ar og lista er undirstöðuatriði fyrir hvem mann og fyrir hverja þjóð. Hauk- ur Morthens var einn þeirra manna, sem gátu miðlað þessum verðmætum á þann hátt sem fáum er gefið. Þess vegna var ævistarf hans svo mikils virði. Það em ekki nema rúm þrjú ár síðan ég hitti Hauk Morthens í fyrsta sinn. Það var þegar við vorum báðir kjömir til sætis í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Haukur var jafnaðarmað- ur af lífi og sál og fylgdi því eftir með dyggu starfi í þágu málstaðarins um áratuga skeið. Þar var ljúfmennska hans og greiðasemi slík að fáir voru jafningjar hans að því leyti. Við í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Við vitum að við eigum öll eftir að njóta hans og listar hans um ókomin ár þótt hann sé allur. Skúli G. Johnsen MINNING Jónas Þórólfsson Lynghaga, Miklaholtshreppi Fæddur 15.október 1925 - Dáinn 1. október 1992 Jarðsunginnfrá Fáskrúðarbakkakirkju 10. október Gamall skipsfélagi er genginn á vit feðra sinna og var jarðsunginn síðast- liðinn laugardag, 10. þessa mánaðar. í sambandi við ritverk sem er í smíðum og Jónasi tengist, langar mig að birta lítið brot úr upphafskafla þess. Vil ég með því votta ekkju, bömum og bamabömum Jónasar samúð mína og minningu gamals vinar virðingu. Kaflabrotið hefst: -Sem hjálparkokkur hjá Alla, kom það oft fyrir að hann var sendur fram í neðri lúkar, búrið um borð, aðallega notað undir þurrmat, kex, sykur, hveiti og fleira. í þetta sinn átti hann að sækja í stærðar vaskafat, beinakex og kringlur. Framhjá opnum dyrun- um að vélarrúminu lá leiðin og í kýr- auganu á kyndiklefanum blasir við honum sveittur og sótugur haus kyndarans með glottandi ásjónu. Hann hafði nokkrum sinnum átt í erj- um við kauða svo hann gekk greiðum skrefum framhjá ögrandi smettinu. I bakaleið sem hann nálgast vélarrúm- ið, veitir hann því athygli að kýraug- að er hauslaust og uggir ekki að sér. Skörungi með meters löngu skafti er bmgðið leiftursnöggt út um augað og lýstur vaskafatið sem hann bar, með þeim afleiðingum að hann fellur með dynk og innihaldið skoppar um rakt dekkið. Án þess að hirða um það sem niður fór snarast hann inn á ristina yf- ir vélinni og hjólar í kyndarann sem ekki átti á slíku von. Hefjast nú mikl- ar sviptingar þama hátt yfir vélinnni sem er í gangi. Reiðin sauð og vall í brjósti hans og gaf honum aukið afl og fyrr en varði er hann kominn með kyndarann illan viðureignar út á dekkið, þar sem þeir stappa og veltast um í kaffimeðlætinu. Skipið var á fullri ferð, mannskapurinn í bátunum að glfma við síldarkast, kallinn í efri- brúnni með sjónauka, skimandi eftir haffletinum og dekkmaðurinn Jónas að sinna sínum störfum uppi á hval- bak, bograndi við vinduna. Nú fór að segja til sín aldurs- og stærðarmunur. I ofsabræði hafði kyndaranum aukist máttur og tókst að koma honum upp á lunninguna, yfir hana, út fy rir borðstokkinn og þar hélt hann sér af öllum kröftum, lafhrædd- ur með freyðandi sjóinn fyrir neðan sig og kyndarann brjálaðan yfír sér, berjandi á handarbök hans. Hér var barist upp á líf og dauða. Jónasi á hvalbaknum er augnablik litið upp frá vinnunni og sér hvað fram fer. í löngu stökki aftur af bakk- anum niður á blautt, hált dekkið, flýg- ur Jónas, líkt og Skarphéðinn forðum og rennir sér fótskriðu á kyndarann, sem við það fellur hljóðandi á þilfarið og kippir „honum“ innfyrir borð- stokkinn. Aumur og sneyptur, skjögr- aði kyndarinn inn í vélarrúmið að katlinum þar sem honum bar að vera, en „hann“ gat vart fundið nógu fögur orð til að þakka Jónasi lffgjöfina og stoltur og rígmontinn var „hann“ lengi eftir þetta af að eiga annan eins kappa (garp) og Jónas að vini. Hassi, Matthías Ólafsson I t IM

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.