Alþýðublaðið - 27.10.1992, Page 8

Alþýðublaðið - 27.10.1992, Page 8
Gœðaflísar á %óðu verði llllllPIMKl PBnamiriMiLiJiJ t^iiasa Stórhölða 17, vift (íullinbrú - sími 67 48 44 UMBVBLinil MúS-9Jkrgcítni Jítýhugur Útfararþjónustan Rúnar Geirmimdsson útfararstjóri símar 67 91 10 og 67 27 54 Fagnaðarfundir með Vilnjálmi frá Skáhelti Hann var skáld strœtisins og málsvari útigangsfólksins, stórbrotinn maður og einstœtt skáld. Ljóðasafn Vilhjálms er nú loksins komið út Aðfaranótt 10. maí 1940 mark- aði upphaftð að einhverjum örlaga- ríkustu atburðum Islandssögunnar. Þá ösluðu bryndrekar Georgs Bretakonungs inn á ytri höfnina í Reykjavík með sjálfan nútímann í farteskinu handa fátækri smáþjóð sem um þær mundir háði vonlitla baráttu við erfíða tíma og atvinnuþref. Her- menn Georgs höfðu að sönnu ekki fengið fyrir- mæli um annað en að hemema fsland og í morgunsárið streymdu pasturslitlir og vanbúnir dátar í land. Borgin svaf grunlaus og enginn reyndi að verja heiður íslands gegn hemáms- liðinu. Og þó. Niðri við höfn var einn lang- dmkkinn og vökubleik- ur nátthrafn á stjái; reffí- legur ungur maður sem sópaði að. Hann gekk einn gegn bresku dátun- um, sem vom ringlaðir af volki og sjóriðu; steytti hnefann og hróp- aði hljómmikilli röddu: Ég fyrirbýð ykkur að stíga á land! Þessi eini landvama- maður íslands í seinni heimsstyrjöldinni var Vilhjálmur frá Skáholti: skáld, drykkjumaður, þjóðsagnapersóna, kon- ungur strætisins og mál- svari utangarðsfólksins. Það væri hægt að telja upp mörg skáld sem hafa kafað dýpra eða flogið hæmi; skáld sem höfðu betri tök á forminu, voru meiri listamenn í meðferð tungu- málsins eða höfðu auðugra ímynd- unarafl. En Vilhjálmur frá Skáholti verður ekki nema að nokkm leyti mældur með sömu stiku og önnur skáld: hann var öðruvísi, ljóðin hans vom öðruvísi. Vilhjálmur er eitt sérstæðasta skáld aldarinnar. Engu öðru skáldi hefur tekist það sem Vilhjálmi tókst: að ganga á hólm við breyskleika sinn og tapa - en hafa samt sigur. Vilhjálmur laut í duftið; hann var drykkjumaður sem snemma varð viðskila við mannorð sitt og skipaði sér í félag með utangarðsmönnum. Að sönnu valdi hann ekki kvöl uppgjafarinn- ar heldur var hann fangi í þeim vítahring sem sumir kenna við lífs- nautnir. En Vilhjálmur sigraðist á beiskjunni yfir hlutskipti sínu og varð fyrir vikið vígreifur baráttu- maður í undirdjúpunum: ómetan- legur heimildarmaður um lífið á botninum. Af takmarkalausu hisp- ursleysi orti hann um eymdina og kvölina og af jafn tilfínningaríkri einlægni kvað hann ljóð um feg- urðina, ástina og gleðina sem gátu svo sannarlega blómgast í útjaðri mannlífsins. Á þennan hátt gaf hann undirmálsfólki tilverurétt í mannfélaginu; hann komst að því, eins og Tómas Guðmundsson, að hjörtum mannanna svipar alls stað- ar saman. Vilhjálmur gaf út fjórar ljóða- bækur: Næturljóð (1931), Vort daglega brauð (1935 og 1950), Sól og menn (1948) og Blóð og vín (1957). Hann fæddist 29. desember 1907 og lést 4. ágúst 1963; að- eins 55 ára gamall. Ljóð hans hafa verið ófáan- leg um áratuga skeið en þau hafa aldrei fallið með öllu í gleymskunn- ar grimma dá. Vil- hjálmur sjálfur er ógleymanlegur þeim Reykvíkingum, sem eru öfugum megin við fímmtugt: hann var að- sópsmikill bandingi Bakkusar og lét að sér kveða á götum borgar- innar, gjaman í komp- aníi við þá sem líka fet- uðu hinn breiða veg syndarinnar. Og margir muna líka eftir skáldinu í hlutverki blómasala; það mun hann hafa leyst af hendi með við- eigandi tilþrifum. En nú er loksins búið að gefa okkur aftur perlumar hans Vil- hjálms. Á dögunum kom út hjá Hörpuútgáfunni bók sem hefur að geyma allar ljóðabækumar, og ber heitið Rósir í mjöll: það er tekið úr minningarljóði Kristjáns frá Djúpalæk sem hann orti um Vil- hjálm. Helgi Sæmundsson, skáld og fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins, hefur veg og vanda af útgáfunni og ritar merkilegan inngang um skáld- ið og manninn Vilhjálm frá Ská- holti. Enginn hefði getað leyst þetta verkefni betur af hendi, Helgi þekkti Vilhjálm og er þar að auki einn mestur umhyggjumaður í ís- lenskum bókmenntum þegar kem- ur að því að halda verkum og minningu liðinna skálda á lofti. Sá sem þetta skrifar kynntist Ijóðum Vilhjálms fyrir talsvert mörgum árum enda alinn upp í sama húsi og skáldið, Skáholti við Drafnarstíg í Vesturbænum. Ég fylltist í senn undmn og aðdáun á þessu skáldi sem sagði alveg tæpi- tungulaust frá huldufólki samtím- ans; opnaði sýn inn í heim sem flestum var hulinn eða menn lok- uðu augunum fyrir. Þótt Vilhjálm- ur gæti verið dómharður í gagnrýni á broddborgara og fyrirlíti hræsni og tvöfeldni alveg takmarkalaust, þá var hann að eigi að síður skáld umburðarlyndisins. Af einlægni og elskusemi sagði hann okkur frá þeim fjársjóðum hjartans sem ekki rýma þrátt fyrir valt veraldargengi. Hrafn Jökulsson Braggahverfi í Reykjavík á skálda- dögum Vilhjálms frá Skáholti. Vil- hjálmur var alltaf talsmaður þeirra sem minna máttu sín. Vinningstölur 24. október 1992 (2 jj(í v VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5a!5 0 6.450.614 2. 4SH W 7 100.027 3. 4af5 147 8.216 4. 3aí5 5.412 520 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 11.172.795 Æ ■ upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulína991002 Aðstandendur bókarinnar um Vilhjálm frá Skáholti, þeir Helgi Sæmundsson rithöfundur, Sigfús Halldórsson og Bragi Þórðarson, bókaútgefandi hjá Hörpuútgáfunni. Vilhjálmur frá Skáholti, - eins og listamaðurinn Sigfús Halldórsson sér hann fyrir sér. Vilhjálmur þótti með glæsilegri mönnum á götu, og oft sópaði að honum svo um munaði. Ljóð Vilhjólms Mörg ljóða Vilhjálms frá Skáholti eru fleyg í textum við lög tónskálda okkar í dag. Má þar minnast á Reykjavík, textann sem hefst á orð- unum Ó, borg mín, borg, ég lofa ljóst þín stræti... og Haukur heitinn Morthens gerði á sínum tíma ódauðlegt; eða íslenskt ástarljóð, sem hefst á orðunum Litla, fagra, ljúfa vina o.s. frv., menn þekkja án efa framhaldið. Einnig það lag söng Haukur heitinn manna af sinni miklu smekkvísi, og Sigfús Halldórsson sömuleiðis. En hér á eftir birtum við nokkur lítil sýnis- hom af kveðskap Vilhjálms frá Skáholti, fyrst upphaf einræðna skáldsins við frelsara sinn: Jesús Kristur og ég Hérsit ég einn, með sjálfstraustið mitt veika á svörtum kletti, er aídan leikur við. Á milli skýja tifar tunglið bleika, og trillukarlar róa fram á mið. Afsynd ogfleiru sál mín virðist brunnin. O, sestu hjá niér, góðiJesús, nú, því bæði ertu afœðstu œttum runninn og enginn þekkir betur Guð en þú. Ég veit þú þekkir einnig eðli fjandans, sem alla daga siturfyrir mér. Og þótt ég tali vart í auðmýkl andans, ber enginn dýpri respekt fyrirþér. Hvað sem trú vor týndum sauði lofar, ef taglsins auðmýkt nœr í hjartað inn, mig langar til, er tunglið fœrist ofar, að tala við þig eins og bróður minn. Bæn Skáldið yrkir tregafullt ljóð til Fjólu Jónsdótt- ur, hér kemur Ijóðið: Gefðu mér, drottinn, dýrlega sólskinið þitt og dálítið regn til að vökva jurtir mínar, verndaðu fjóluna, fegursta blómið mitt, Fjólu Jónsdóttur, eins og nunnurnar þínar. Verndaðu hana, sem hló að trú minni ígær, hana semforboðið eitrið í leyni drekkur, og byggðu okkar höll í landi, sem lindin tœr líður fallega niður grœnar brekkur. Veittu okkur snauðum gull úr grœnum mó, gimstein úr hjarta, perlu afsnjöllum orðum, fallegan bíl ogföt með engri ló, freyðandi vín og mat á glœstum borðum,- Bœn mín er helguð blóði manns, sem dó, bjargi það mér sem rœningjanum forðum. Öreigi Og loks upphafið að ljóðinu Öreigi: Ég er einn úr öreigastétt, allslaus ég flœkist um torg. Afkulda mig nœðir. Afnáð varð ég til, svo nísti mig hiylling og sorg. Afklœðnaði fár ogfegurðargnótt um fölnaðar vonir ég syng. Það blœðir úr iljum, bölið er mitt, á botnlausum skónum ég geng.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.