Alþýðublaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 1
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra HVALVEIÐAR UNDIRBUNAR - „Æskilegt að byrja strax á nœsta ári. Hrefnuveiðar forgangsverkefni. Aldeilis fráleitt að viðförum að beygja okkur undir alþjóðalögregluvald Bandaríkjanna. “ Kvennalistinn klofinn í málinu Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi æskilegt að hvalveiðar við Island hæfust á næsta ári, og að allur undir- búningur ætti að miða að því að svo gæti orðið. Sjávarútvegsráðherra sagði það „eitt af mikilvægustu verk- efnum sem við stöndum frammi fyrir að tryggja rétt okkar til þess að nýta auðlindir sjávarins og hefja hvalveiðar að nýju.“ í máli Þorsteins kom fram að Aðeins tímabundið ástand - segja þróunarmálaráðherrar Norðurlandanna um minnkandi framlög sumra Norðurlandanna til þróunaraðstoðar samstarf er hafíð við helstu út- flytjendur á sjávarafurðum til þess að afla upplýsinga um markaðsstöðu og viðhorf helstu seljenda á mörkuðum „þegar ákvörðun verður tekin um veið- ar. Markmið okkar eru alveg skýr. Ég þarf ekki að fara mörg- um orðum um það. Ég hef áður greint frá því að forgangsverk- efni í þessu efni verður að hefja veiðar á hrefnu.“ Þetta kom fram í svari Þor- steins við fyrirspumum Ingi- bjargar Pálmadóttur, sem einnig vildi að hvalveiðar hæfust á nýj- an leik. Fimm aðrir þingmenn tóku til máls og voru allir hlynntir veiðum nema Kristín Astgeirsdóttir, Kvennalista, sem kvaðst á „þveröfugri skoð- un“. Kvennalistinn reyndist hins- vegar klofinn í málinu og þann- ig talaði Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir mjög eindregið með hvalveiðum. Kristín Astgeirsdóttir varaði við viðbrögðum Bandaríkja- manna, sérstaklega í ljósi þess að A1 Gore, nýkjörinn varafor- seti, „er einn af þeirra helstu umhverfisvemdarmönnum.“ Þorsteinn Pálsson gaf aftur á móti lítið fyrir áhyggjur Kristín- ar og sagði „aldeilis fráleitt að við förum að beygja okkur und- ir slíkt alþjóðalögregluyfirvald Bandaríkjanna, hverju nafni sem forsetar eða varaforsetar þess ríkis nefna sig.“ Ráðherrar þróunarmála á Norðurlöndum hörmuðu það á fundi sínum í Osló í vikunni að sum Norðurlandanna þurfa nú tímabundið að draga úr þróunaraðstoð sinni vegna cfnahagsþrcnginga heima fyrir. Sérstök áhersla var lögð á að hér væri aðeins um tímabundið ástand að ræða og að þróunaraðstoð flokkurinn hlustar A næstunni munu þing- menn og ráðherrar Al- þýðuflokkins verða með viðtalstíma á skrifstofu Alþýðuflokksins að Hverf- isgötu 8-10 í Reykjavík. Að sögn Sigurðar Tómas- ar Björgvinssonar fram- kvæmdastjóra Alþýðu- flokksins hefur verið hefð fyrir því á undanfömum ár- um að þingmenn flokksins sitji fyrir svömm á skrifstofu hans einu sinni til tvisvar á ári. Hann segir að mikið hafi verið hringt á skrifstofu flokksins í haust og margir hafi sýnt áhuga á að hitta þingmenn og ráðherra flokksins varðandi hin ýmsu málefni. Þess vegna muni þingmenn flokksins gefa al- menningi kost á sérstökum viðtölum á næstunni. Össur Skarphéðinsson þingmaður Reykvikinga og þingflokks- formaður Alþýðuflokksins mun fyrstur gefa kost á viðtölum í þessari atrennu og geta flokksmenn og allur almenningur hitt hann á skrifstofu Alþýðuflokksins næslkomandi þriðjudag frá kl. 17.00 til 19.00. iandanna mundi, þegar til lengri tíma er litið, verða áfram í háum gæðaflokki. I sameiginlegri fréttatilkynn- ingu frá fundinum segir að endalok kalda stríðsins hafi skapað nýja möguleika fyrir lýðræðisþróun og vaxandi markaðsbúskap í þróunarlönd- unum. A sama tíma hafi átök aukist, fátækt breiðst út og um- hverfísvandamál orðið erfiðari en áður. A fundinum var lögð áhersla á að þróunarstarfinu þarf að fylgja stöðug umræða og áminning um aukið lýðræði, mannréttindi og styrkingu rétt- arfars í löndunum. Ennfremur lögðu ráðherram- ir til að löndin ykju framlög sín til umhverfismála í þróunar- löndunum i samræmi við ákvarðanir Ríó- ráðstefnunnar. Þá var lögð áhersla á að styrkja þurfl neyðaraðstoð og gera meira til að reyna að koma í veg fyrir átök og vandamál vegna aukins fjölda flóttamanna. Ráðherrafundinn sat Þröstur Ólafsson fyrir hönd utanríkis- ráðherra, Jóns Baldvins Hanni- balssonar. ffaffó Hafnarfjörður! Alþýðublaðið er í dag tileinkað Hafnarfirði og íþví aðfinna margvíslegt efni úrþeim góða bœ. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Guðmund Arna Stefánsson bœjarstjóra, Petrúnu Pétursdóttur, forstöðumann Hafnarborgar, Báru Sigurjónsdóttur kaupkonu og Arna Guðmundsson œskulýðsfull- trúa, auk greinar Tryggva Harðarsonar, bæjaifulltrúa, um hinafræknu íþróttamenn Hafnaifjarðar og samvinnu þeirra við bæinn sinn. Myndin hér að ofan var tekin í Suðurbœjarlaug íHafnarfirði þar sem list og leikurfara saman. Mósaík-verkið á vegg innilaugarinnar er eftir Svein Björnsson listmálara en krakkarnir voru bara að busla í lauginni þegar Ijósmyndara okkar, Einar Ólason, bar að garði. Lausn fyrir loðdýrabændur - ríkið gefur eftir töpuð lán, og hefur frumkvœði að heildarlausn á vanda loðdýrabœnda. Samkomulag hefur náðst milli stjórnarflokkanna um að loðdýrabændur verða ekki hraktir út í gjaldþrot, heldur mun ríkið leggja fram fé til greiðslu á lánum, sem þeir hafa áður tekið með ríkis- ábyrgð. Skilyrði ríkisins er hins vegar að Stofnlánadeild landbúnaðarins afskrifí sem svarar helmingi af heildarlán- um til greinarinnar, og að sveitarfélög gefi eftir fast- eignagjöld og aðstöðugjöld í vanskilunt. Þetta kom fram í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra á Alþingi f gær. En ríkisábyrgðin var gefin á sínum tíma, og nú er komið í Ijós að bændur geta ekki borgað lánin. Baktrygging ríkisins vará vonlausunt veðréttum í fast- eignum bænda, og rannsókn leiddi í ljós, að jafnvel þó hið opinbera færi fram á uppboð fengist lítt eða ekkert upp í kröf- ur þess. I raun tapar ríkið því ekki meiru en orðið er. Ríkisstjómin ákvað því að hafa frumkvæði að lausn á vanda bændanna, bæði þeirra sem enn reka bú, sem og þeirra sem eru hættir. Þó stofnlána- deildin verði að gefa eftir helm- ing af heildarskuldum bænd- anna, þá verður samið við sér- hveni bónda fyrir sig, þannig að þeir sem skulda lítið og eru af- lögufærir borga mikið, meðan aðstoð til mjög skuldugra loð- dýrabænda getur numið mun meira en helmingi skulda þeirra við deildina. Bændumir verða hins vegar að geta sýnt fram á skuldaskil, eða niðurfellingu skulda, hjá öðrum lánadrottnum en hinum opinberu til að fá fyr- irgreiðsluna. Snörp orðaskipti urðu milli Guðna Agústssonar (F) og Öss- urar Skarphéðinssonar (A) en Guðni kvað tillögumar óljósar og ekki nægar. Össur kvað for- vígismenn bænda _ hlynnta lausninni, og sagði að legðist Guðni gegn hugmyndum stjómarinnar væri ekki hægt annað en líta á hann sem fyrsta talsmann gjaldþrotastefnu í iandbúnaði. ALÞÝDUBLAÐIÐ - Hverfisgöfu 8-10, 101 Reykiavik - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.