Alþýðublaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. nóvember 1992
11
FERSK FRAMTÍÐARSÝN
UNGRA JAFNAÐARMANNA
- Lífskjaraályktun 40. þings SUJ -
Viðamesta ályktunin sem sam-
þykkt var á fertugasta Sambands-
þingi ungra jafnaðarmanna var sú
sem vinnuhópur SUJ um lífskjör
sendi frá sér. Mjög var vandað til
verksins og enda ríkti mikill einhug-
ur meðal þingfulltrúa um þessa af-
dráttarlausu stefnumótun innan
SUJ varðandi lífskjörin.
Hér á eftir verða tekin út úr plagg-
inu athyglisverðustu atriðin og þar
stiklað á stóru. Enginn vegur er að
birta ályktunina í heild sinni í þessu
blaði vegna lengdar hennar. Nánar
verður fjallað um lífskjaraályktun
40. Þings SUJ í næstu viku. Áhuga-
sömum skal bent á að hægt er að
nálgast gripinn eða fá upplýsingar
um innihald hans á skrifstofu SUJ.
LÍFSKJÖR
FRAMTÍÐARINNAR
íslendingar verða að bregðast við
vexti erlendra skulda og átta sig á að
ofvöxtur velferðar þessarar kynslóðar
kemur niður á þeim næstu. Ungir jaffi-
aðarmenn vilja ekki einungis réttlátari
tekjuskiptingu á meðal Islendinga í
dag, heldur líka á milli núverandi og
komandi kynslóða. Þess vegna verður
að takast á við ríkishallann og halda
gengi krónunnar sem stöðugustu.
Gróskumikið og hagkvæmt atvinnu-
líf er forsenda góðra lífskjara til fram-
búðar. SUJ krefst breytinga á skipan
helstu atvinnuvega Islendinga. SUJ
styður lækkun veltuskatta á fyrirtæki
sem skammtímalausn, en endurskipu-
lagning atvinnuveganna verður áfram
óumflýjanleg.
TEKJUSKIPTING Á ÍSLANDI
Lffskjörum er misskipt á Islandi í
dag og stöðugt versnar ástandið.
Spoma verður við fótum svo að varan-
leg gjá myndist ekki á milli þjóðfélags-
hópa.
Atvinnuleysið er og verður óvinur
samfélagsins númer eitt. Atvinnuleysi
er undirrót fátæktar og skal aldrei ná
fótfestu á Islandi. Þess vegna er ekki
nóg að auka ríkisútgjöld til atvinnu-
skapandi og arðbærra verkefna, heldur
þarf að fiska ný atvinnutækifæri og
örva nýsköpun. Lág verðbólga og elfia-
hagslegur stöðugleiki er forsenda bar-
áttu gegn atvinnuleysi til langframa.
SKATTAKERFIÐ
Ungir jafnaðarmenn leggja áherslu á
einfalt, skilvirkt og réttlátt skattakerfi,
sem hvom tveggja aflar hinu opinbera
tekna og stuðlar að réttlátari tekjuskipt-
ingu.
TEKJUSKATTUR: Tekjuskatts-
kerfið á fyrst og ffemst að verka sem
tekjudreifingartæki. Tekjur af tekju-
skatti skulu einungis koma af hátekj-
um. Ungir jafnaðarmenn vilja: I.) - að
makar geti nýtt sér persónuafslátt beg-
gja að fullu II.) - að einstæðir foreldrar
fái nýttan persónuafslátt bama sinna
III. ) - að bamabætur verða að fullu
tekjutengdar og tekjumörkin hækkuð
IV. ) - að vaxtabætur verði tekjutengdar
og komið verði á húsaleigubótakerfi.
NEYSLU- OG UMHVERFIS-
SKATTAR: Virðisaukaskattur er
heppilegur sem aðaltekjuöflunarleið
hins opinbera. Við aukið samstarf og
markaðssammna við erlendar þjóðir
verður þó að tryggja að verðlag hér á
landi verði ekki of hátt. Tilfærsla tekju-
öflunaráherslu skattakerfisins frá tekju-
sköttum til neysluskatta kemur þeim
tekjulægstu ekki síst til góða.
Virðisaukaskatt skal innheimta af
allri sölu á vöru og þjónustu í einu
þrepi og undanþágulaust. Með því má
lækka núverandi skattprósentu án þess
að minnka skatttekjumar.
Áfram skal endurgreiða hluta virðis-
aukaskatts af matvælum. Aðstoð við
menningu á að koma fram á öðmm
sviðum en með niðurfellingu virðis-
aukaskatts.
Tímabært er að ríkið leggi aukna
áherslu á skattheimtu á umhverfísspill-
andi þætti. „Umhverfisparadísirí1 ís-
land á að vera í fararbroddi við upptöku
mengunarskatta, en ekki aðeins áhorf-
andi.
FJÁRMAGNSTEKJUSKATT-
UR: Án fjármagnstekjuskatts verður
alltaf óréttlæti í skattheimtu. Þeir ein-
staklingar sem hæstar hafa tekjumar fá
þær iðulega ekki í formi launatekna.
Nauðsynlegt er við upptöku fjár-
magnstekjuskatts að lækka ekki eigna-
skatta. Alþýðuflokkurinn þarf að stan-
da fast á sínu í þessu máli.
Þau rök að fjármagnstekjuskattur
hefti spamað duga ekki ef aukin áher-
sla yrði lögð á skattheimtu af neyslu.
SKATTAR Á FYRIRTÆKI:
Nauðsynlegt er að fyrirtæki landsins
beri sinn skerf af skattheimtu. Þó verð-
ur að einhverju leyti að taka tillit til
samkeppnisstöðu fsjensks atvinnulífs.
Öllu máli skiptir hvemig fyrirtækin
em skattlögð. Sköttum sem leggjast á
veltu fyrirtækja, eða einstaka útgjalda-
þætti eins og laun, er æskilegt að halda
í lágmarki, nema í tilfelli umhverfis-
skatta, og þá á kostnað skatta af tekjum
og eignum.
Til að efla nýsköpun í landinu er
heppilegt að veita skattafríðindi vegna
fjárútláta til rannsóknar- og þróunar-
verkefna.
AÐGERÐIR GEGN SKATT-
SVIKUM: Tímabært er að bregðast
við hverskonar skattsvikum, sem óneit-
anlega em algeng hér á landi. Gera þarf
eftirfarandi: I.) Einfalda verður skatta-
kerfið og fækka undanþágum. II.) Lög-
um skal breyta svo hægt sé að rannsaka
fjárhag einstaklinga og fyrirtækja með
skoðun á gögnum banka og annarra
fjármálastofnana. III.) Koma þarf á
stofn skattalögreglu.
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA
Heilbrigðiskerfið á að veita bestu
mögulegu þjónustu, öllum til handa, án
tillits til efnahags. Forðast verður að
kostnaður fari úr böndunum með öfl-
ugu aðhaldi og ábyrgðarvæðingu.
Skoða á möguleika á aukinni einka-
væðingu í heilbrigðisþjónustu í formi
útboða. Auka þarf vægi forvama í
skipulagningu heilbrigðismála.
ALMANNATRYGGINGAR
Nauðsynlegt er að taka almanna-
tryggingakerfið, sem jafnaðarmenn
eiga heiðurinn af, til endurskoðunar.
Ungir jafnaðarmenn vilja meðal ann-
ars: I.) - tekjutengingu elli- og örorku-
lífeyris II.) - endurskoðun á upphæð
sjúkradagpeninga III.) - samræmingu á
réttindum sambýlisfólks og hjóna IV.)
- lengd fæðingarorlofs V.) - aukningu á
hlut foreldris í bamameðlagi, t.d. með
tekjutengingu.
Samband ungra jafnaðarmanna
fagnar framtaki heilbrigðisráðherra í
málefnum bamafjölskyldna að undan-
fömu. Nauðsynlegt er að jafna kjör
fólks burtséð frá hjúskaparstöðu. Það
er gallað þjóðfélag sem gerir mála-
myndaskilnaði að eftirsóttum valkosti.
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR
Lífeyrissjóðimir á Islandi em alltof
margir. Margir sjóðir eyða alltof stór-
um hluta iðgjalda félaga sinna í rekstr-
arkostnað.
Hugmyndir um einn sameiginlegan
lífeyrissjóð geta skapað einstefnu á ís-
lenskum íjáimagnsmarkaði. Af þeirri
ástæðu og öðmm er rétt að veita fólki
sjálfsákvörðunarrétt um val á lífeyris-
sjóði.
Fólki verði skylt að greiða ákveðna
lágmarksupphæð, svipaðri og nú, í líf-
eyrissjóð að eigin vali. Slíkt frelsi
myndi leiða af sér aukna hagræðingu í
rekstri sjóðanna og þar með fækkun
þeirra.
SAMEINING
SVEITARFÉLAGA
I samræmi við breytta tíma, og að
fenginni góðri reynslu nágrannaþjóða
okkar, styðja ungir jafnaðarmenn
fækkun sveitarfélaga niður í u.þ.b. 20-
30. SUJ leggur til að sameiningu sveit-
arfélaga verði flýtt, þannig að strax á
fyrri helmingi næsta árs verði hægt að
kjósa í sveitarfélögum landsins um
sameiningu.
Tryggja verður með öllum ráðum að
áform stjómvalda nái fram að ganga í
sameiningarmálunum. f því sambandi
er nauðsynlegt að taka upp nýja tegund
kosningafyrirkomulags.
SAMGÖNGUR
Forsenda fyrir sameiningu sveitarfé-
laga eru bættar samgöngur. Til þessa
hefur megináhersla í skipulagningu
samgöngumála falist í eflingu sam-
gangna á milli landsbyggðarinnar og
höfuðborgarsvæðisins.
Nú er nauðsynlegt að leggja aukna
áherslu á bættar samgöngur innan
væntanlegra atvinnusvæða og/eða
sveitarfélaga til að sveitarfélögin geti í
raun sameinast.
TEKJUSTOFNAR
SVEITARFÉLAGA
Tryggja verður sveitarfélögum
tekjustofna á móti auknum verkefnum.
Ungir jafnaðarmenn benda á aukið
vægi útsvars í staðgreiðslu, tekjur af
veiðileyfagjaldi og umhverfisskatta á
fyrirtæki og einstaklinga sem hugsan-
lega tekjustofna sveitarfélaga.
Bjórkvöld!!!
Jafnaðarmenn fjölmennum á bjórkvöid í Rósinni í
kvöld, föstudaginn 13. nóvember.
Húsið verður opnað kl. 20.30 og seldar verða léttar
veitingar á afar vægu verði.
Gestgjafar verða ungir jafnaðarmenn í Reykjavík.
ALÞYÐUFLOKKURINN
HLUSTAR
Össur Skarphéðinsson for-
maður Þingflokks Alþýðu-
flokksins verður með viðtals-
tíma á skrifstofu Alþýðu-
flokksins, Hverfisgötu 8-10,
þriðjudaginn 17. nóvember
frá kl. 17.00 til 19.00.
Vinsamlegast hafið sam-
band í síma 29244.
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands