Alþýðublaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. nóvember 1992
5
Hafnarfjörður
Fyrir örfáum árum
settu fæstir Hafnar-
fjörð sérstaklega í
samband við listir og
menningu. í bænum
búa þó ótalmargir af
okkar mætustu lista-
mönnum á hinum
ýmsu sviðum. Otrúleg
breyting hefur hins-
vegar orðið á í þessum
efnum - og það á að-
eins örfáum árum. I
dag koma þúsundir
og aftur þúsundir ut-
anbæjarmanna til
Hafnarfjarðar til að
teyga í sig þá lista-
strauma sem um bæ-
inn lcika, auk þess
sem bæjarbúar
kunna vel að mcta það
sem í boði er. Breyt-
ingin til batnaðar er
gífurleg á svo skömm-
um tíma.
PÉTRÚN PÉTURSDÓTTIR, - hún stýrir menningar- og listastofnuninni Hafnarborg, eftirsóttum sýningarsölum og
aðstöðu til tónleikahalds. - A- mynd E. Ól.
Gjöf lyfsalahjónanna
HAFNARBORG, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, á ekki hvað
minnstan þátt í því að hér hafa orðið
slík straumhvörf. Uppbygging Hafnar-
borgar hófst í kjölfar þess að þau hjón-
in, Sverrir Magnússon, lyfsali Hafn-
firðinga um áratuga skeið, og kona
hans, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, gáfu
Hafnarfjarðarbæ árið 1983 húseign
sína við Strandgötu. Auk þess gáfu þau
hjón bænum ntikið safn listaverka, á
annað hundrað verk. Innan fárra ára tók
listalíf að dafna í húsinu, sem var mjög
í anda gefendanna.
Pétrún Pétursdóttir er forstöðumaður
í Hafnarborg. Hún segir að árið 1986
hafi verið opnaður lítill sýningarsalur í
húsinu, sem kom að góðum notum, því
slíkan sal vantaði mjög í bæinn. Einnig
var komið upp gestavinnustofu á efstu
hæð hússins, og hefur hún komið að
góðum notum. Þar gista erlendir lista-
menn hálft árið og vinna við listsköp-
un, en innlendir hinn helminginn.
Einkum eru það norrænir listamenn,
sem notfært hafa sér aðstöðuna, en
einnig listamenn miklu lengra að
komnir. Rekstur gestavinnustofa var
óþekkt fyrirbæri þar til Hafnfirðingar
hófust handa. í dag er
Reykjavíkurborg með
svipaða hugmynd uppi í
listahúsinu í Laugardal.
Hafnarfjörður inn á
kortið
„Það var 21. maí 1988,
sem Hafnarborg var form-
lega opnuð“, segir Pétrún.
„Það má alveg orða það
svo að þarmeð hafi Hafnar-
fjörður komist inn á kortið
í menningarlegum skiln-
ingi. Allavega er ljóst að
margt skemmtilegt hefur
síðan gerst í menningu og
listum í bænum“.
Þegar Hafnarborg var
opnuð hafði bæjarfélagið
látið byggja sjávarmegin
við húsið viðbyggingu all-
stóra.
Það verk var ekki með
öllu vandalaust. Gamla
húsið frá því snemma á
þriðja áratugnum er verk
eftir okkar frægasta arki-
tekt, Guðjón Samúelsson.
Ingimar Hauki Ingimarssyni, arki-
tekt, var því án efa vandi á höndum,
þegar hann hannaði viðbygginguna. En
þessi viðbót hefur heppnast vel og er
grundvöllur fyrir þeirri góðu starfsemi
sem í Hafnarborg hefur dafnað á sfð-
ustu árum.
í viðbótarhúsnæðinu er kaffistofa og
lítill sýningarsalur, þannig að yfirleitt
eru tvær myndlistarsýningar í gangi f
Hafnarborg.
Eftirsótt aðstaða, líka hjá
tónlistarmönnum
Listamenn hvaðanæva að hafa lokið
miklu lofsorði á Hafnarborg sem góða
sýningaraðstöðu fyrir myndlist. Þar
hafa á stuttum tíma sýnt verk sfn fjöl-
margir okkar bestu listamanna. Og
ekki leið á löngu að meðal hljómlistar-
manna var talað um Hafnarborg sem
einhvem besta konsertsal landsins
vegna góðs hljómburðar. Pétrún segir
að mikil eftirspum sé eftir að fá að-
stöðu fyrir myndlistarsýningar og tón-
leika í Hafnarborg. Þannig sé biðlisti
með nöfnum um 70 myndlistarmanna,
sem óska eftir að sýna í sýningarsölum
menningar- og listastofnunarinnar, auk
þess sem fjölmargir tónlistarmenn óski
eftir að fá aðstöðu í húsinu fyrir tón-
leika sína.
Aðsókn almennings að viðburðunt
Hafnarborgar hefur verið góð, - og
mun betri en menn reiknuðu e.t.v. með
i' byrjun.
Tala sýningargesta fer líka vaxandi
ár frá ári, í fyrra og hitteðfyrra komu
um 40 þúsund manns í Hafnarborg, og
að sögn Pétrúnar verður þetta ár trúlega
metár í aðsókn.
Bíóbærinn Hafnarfjörður
A árum áður bauð Hafnarfjörður
upp á annarskonar menningu. Þá var
Bæjarbíó framsæknasta kvikmyndahús
landsins. Þar vom sýndar perlur hins
ítalska kvikmyndavors, nokkm eftir
heimsstyrjöldina. Þar fylgdust menn
með fyrstu spomm ítalskra kvik-
myndastjama eins og Sophiu Loren og
Önnu Magnani. Þar voru líka sýndar
myndir Ingmars Bergmans og ótal-
margar kvikmyndir sem löðuðu að sér
tugi þúsunda manna. í þá daga komu
menn í bíó í Firðinum úr Reykjavík og
öðmm nágrannabyggðum, og Land-
leiðastrætó var með sérstakan tengi-
vagn aftan í sér á bíótímunum, svo
mikil var aðsóknin í hafnfirsk kvik-
myndahús.
Og nú hefur Hafnarborg ásamt ann-
arri ágætri menningarviðleitni orðið til
þess að nágrannar Hafnfirðinga koma
aftur í heimsókn, - núna koma þeir á
sínum gljáfægðu einkabílum, og ferð í
Fjörðinn þykir ekki ntikið tiltökumál.
AÐALFUNDUR FULLTRÚARÁÐS
ALÞÝÐU FLOKKSFÉLAG AN NA
í REYKJAVÍK
Veröur haldinn miðvikudaginn 18. nóvember n.k. í Borgartúni 6 og hefst fundurinn kl.
20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórn Fulltrúaráös Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík.
CAFLARA-&
EYJAKVÖLD
MED VÍKINöAÍVAFI
HALLI & LADDIVERDA HEIDURSVÍKINCAR N.K. FÖSTUD.KVÖLD
ATHUGIÐ AD UPPSELT HEFUR
VERIÐ Á HIN VINSÆLU
GAFLARA- OG EYJAKVÖLD
SÍÐUSTU HELGAR. VIÐ
MINNUMÁ AÐ NÚ ERU
AÐEINS EFTIRTVÆR
HELGAR:
FÖS. 13. NÓV. IAUS BORÐ
LAU. 14. NÓV. uppseit
FÖS. 20. NÓV. uppselt
LAU. 21. NÓV. laus BORÐ
FÖS. 27. NÓV. LAUS BORD
LAU. 28. NÓV. laus borð
FJÖRUGARÐURINN ER
TILVALINN STAÐUR FYRIR
HÓPA SEM VILJA REYNA
EITTHVAÐ NÝTT.
ÞRÍRÉTTUÐ MÁLTÍÐ
FYRIR KR.2600,-
GÓMSÆTIR GRILL-
RÉTTIR FRAMREIDDIR
AF SYNGJANDI
GENGILBEINUM OG
VÍKINGUM. LÍFLEG
TÓNLIST OG STEMNING
SEM ENGU ER LÍK.
TÖRUKRAIN
FJORUGARÐURINN
Sími 651213 - 651890
Nýir ilmir
ESCADA
frá Margretha iey
VOLUPTÉ
Oscar de la Renta
VENEZIA
frá Laura Biagiotti
GIÓ de GIORGIO
ARMANI
ásamt frábærum
snyrtivörumerkjum
CHANEL
HELENA RUBENSTEIN
CLARINS
ORLANE
Strandgötu 32 x 52615