Alþýðublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 3. desember 1992
Hörpuútgáfan á
mikilli siglingu
Bókaforlag sem gefur út skemmtilegafjölbreytt úrval bóka
og œtlar sér stóran skeif af jólabókasölunni í ár
Hörpuútgáfan á Akranesi, scm
Bragi Þóröarson stýrir, er tvímæla-
laust eitt af kröftugustu forlögunum
af niinni gerðinni. Bókaútgáfan
stendur í ströngu þetta árið, þrátt
fyrir erfiða tíma og atvinnuþref, og
gefur út fjórtán nýjar bækur auk
tveggja endurprentana. Allar eru
þessar bækur fýllstu athvgli verðar
og flestir bókaunnendur ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hérna er greinilega á ferðinni forlag
í mikilli sókn sem reynir þó að sníða
sér stakk eftir vexti. Enda er sam-
keppnin á bókamarkaðnum þetta
árið geysilega hörð og næsta óvíst
hvaða útgefandi stendur uppi sem
sigurvegari við jólatréð með flestar
söluháar bækur.
Urvalið hjá Skagamönnunum í
Hörpuútgáfunni er sem fyrr segir
skemmtilega fjölbreytt og spannar afar
vítt svið. Þar er að finna allt frá bókum
sem hafa að geyma skátasöngva og
sögur, Passíusálma Hallgríms, gaman-
mál og skopmyndir af stjómmála-
mönnum, yfir til ævisögu allsherjar-
goðans, erlendra spennusagna og bók-
ar um sorgarviðbrögð. Til glöggvunar
á þessu áhugaverða safni bóka skulum
við kíkja á yfirlit útgefinna bóka
Hörpuútgáfunnar á þessu ári.
Silungsveiði í Ameríku er nafn á
bók eftir bandaríska framúrstefnuhöf-
undinn frásagnarglaða, Kichard
Brautigan. Gyrðir Elíasson þýddi af
alkunnri snilld og ritar eftirmála. Þetta
er þriðja bók Richards Brautigans sem
Gyrðir þýðir.
Rósir í Mjöli, heitir Ijóðasafn Vil-
Ský:
Ljóðunum
rignir
Hið lífseiga og skcmmtilcga
tímarit um skáldskap, Ský, er kom-
ið út, 8. hefti. Þar kennir margra
grasa að venju. Dagur Sigurðarson
birtir Ijóðið „Saungur jötunsins“.
Þar syngur jötunninn um liðna tíð,
rifjar upp kynni sín af ýmsum
ferðalöngum sem rákust til íslands
gegnum árþúsundin, og harmar
mjög gamla friðarsemdartímann.
Úlfhildur Dagsdóttir er ung skáld-
kona (hún er ekki dóttir Dags Sigurð-
arsonar) sem hefur gefið út eina
Ijóðabók. I Skýi birtir hún fimm stutt
prósaljóð. Aðrir íslenskir höfundar
em Atli Harðarson heimspekingur,
Jón Hallur Stefánsson skáld og þýð-
andi, Stefán Snævarr heimspekingur
og skáld, Sveinn Yngvi Egilsson sem
áður hefur birt ljóð í tímaritum og
Sigurlaugur Elíasson skáld og mynd-
listarmaður.
Bragi Olafsson skáld og Sykurmoli
þýðir ljóð eftir Maurice Maeterlinck
(1862-1949). Sá var belgneskur að
uppruna en lét einkum að sér kveða í
Paris.
Þá þýðir Gunnar Harðarson heim-
spekingur þrjú prósaljóð eftir Elias
Canetti, Nóbelsverðlaunahöfund sem
er frá Búlgaríu; og skáldið Oskar Ami
Óskarsson þýðir eitt ljóð eftir Derek
Manon frá Norður- Irlandi. Kápu-
mynd tók Pétur Eiðsson og hann á
auk þess aðra ljósmynd í heftinu. Þá
er og dúkrista eftir mexíkanska
myndlistarmanninn José Guadalupe
Posada (1852-1913).
Ský fæst í bókaverslun Máls og
menningar, Laugavegi 18, og hjá Ey-
mundsson, Austurstræti. Og kostar
bara 400 kall.
Dúkrista eftir José Guadalupe Posada frá Mexíkó sem birtist í nýjasta tölublaði
Skýs. Þar má líka finna skáldskap eftir höfunda á borð við Dag Sigurðarson og
Klias Canetti.
Ricbárd Brauiigan
hjálms frá Skálholli. Helgi Sæ-
mundsson bjó kvæði vinar síns lífs-
listamannsins, til prentunar og ritar
inngang bókarinnar. Það var Sigfús
Halldórsson, sá fjölhæfi listamaður,
sem myndskreytti.
Allsherjargoðinn, er ævisaga hins
umdeilda Sveinbjörns Beinteinsson-
ar, skálds, bónda, kvæðamanns - og
allsherjargoða. Merkileg bók um cftir-
tektarverðan mann. Berglind Gunn-
arsdóttir vann að ritun bókarinnar
ásamt goðanum.
Enn hlær þingheimur, gamanmál
og skopmyndir af stjómmálamönnum.
Ný bók eftir þá félaga frá Vestmanna-
eyjum, Arna Johnsen og Sigmund
Jóhannsson. Fyrri bókin varð met-
sölubók, kannski leikur þessi það eftir.
Lífsgleði, viðtöl og frásagnir um líf
og reynslu á efri ámm. Athyglisverð
bók urn hvemig upplifun það er að
fylla flokk eldri borgara. Bókin er sú
fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þór-
ir S. Guðbergsson skráði viðtölin og
bjó til prentunar.
Gimsteinar, er bók með úrvali ljóða
eftir sextán höfunda sem gáfu út fyrstu
bók sína á því tímabili er fsland var
fullvalda ríki í Danaveldi, 1918-1944.
Útkoman er safn ljóða sem endur-
spegla tíðaranda millistríðsáranna. Ól-
afur Haukur Arnason valdi Ijóðin og
ritar lörspjall. Bjarni Jónsson teiknaði
kápu og titilsíður.
Gettu nú, spumingabók. í þessari
bók em hvorki meira né minna en 700
spumingar sem framsettar eru og
flokkaðar á svipaðan hátt og í spum-
ingakeppni framhaldsskólanna. Höf-
undurinn er Rugnheiður Erla Bjarna-
dóttir sem er Iöngu landskunn fyrir
frábæra frammistöðu í spuminga-
keppnum.
Dagbók barnsins, ný minningabók
sem er til þess ætluð að færa inn í hana
skemmtileg atvik, myndir og minning-
ar frá fæðingu bams til skólaaldurs.
Falleg bók sem gaman er að. Bókin er
myndskreytt af Erlu Sigurðardóttur
myndlistarkonu.
Von, bók um viðbrögð við missi.
Höfundur er séra Bragi Skúlason
sjúkrahúsprestur. Efnið samanstendur
af persónulegri reynslu hans og ann-
arra. Bók um sorgina sem snertir alla
fyrr eða síðar á lífsleiðinni.
Tendraðu Ijós, safn söngva og
sagna Hrefnu Tynes, fyrrverandi
varaskátahöfðingja. Hún hefur lagt hug
sinn og hjarta í æskulýðsmálin og hér
er enn eitt afrekið: Einstakur fjársjóður
fyrir skáta og annað æskufólk.
Endurprentanimar eru tvær sem fyrr
segir.
Passíusálmar, 80. prentun snilldar-
verks séra Hallgríms Péturssonar.
Gullkorn dagsins, 3. prentun safns
fleygra orða og erinda.
Sfðast en ekki síst ber að geta fjög-
urrra skáldsagna eftir erlenda höfunda.
Annars vegar eru það tvær spennusög-
ur, hins vegar tvær ástarsögur og getiði
nú hverjar em hvað...
Örninn er floginn eftir Jack Higg-
ins.
Dauðagildran eftir Duncan Kyle.
Draumur um ást eftir Erling Poul-
sen.
Allar mínar þrár eftir Bodil Fors-
berg.
Sinfónían:
Veisla með
Mahler í kvöld
- Fimmta sinfónían sem gerði allt vit-
laust árið 1904 en telst nú eitt afstór-
verkum aldarinnar
í kvöld verður 5. sinfónía Gustavs
Mahlers (1860-1911) leikin á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói. Stjórnandi tónleikanna
verður Petri Sakari, aðalhljómsveit-
arstjóri. Efiaust hafa margir aðdá-
endur Mahlers beðið þessara tón-
leika með óþreyju. Sinfónían er eitt
tónverka á efnisskrá kvöldsins cnda
tckur hún um 75 mínútur í flutningi.
Fimmta sinfónía Mahlers var frum-
flutt árið 1904 í Köln undir stjóm tón-
skáldsins. Viðtökur áhorfenda voru
nánast fjandsamlegar og einnig munu
hljóðfæraleikaramir hafa haft ýmislegt
við verkið að athuga; Mahler lenti
raunar oft í útistöðum við hljóðfæra-
leikara.
En það er víst óhætt að segja að síð-
an hafi viðhorf manna breyst til þessa
verks, og nú er það talið eitt af stór-
verkum tónbókmennta 20. aldar.
Fimmtu sinfóníu Mahlers hefur stund-
um verið líkt við Eroicu Beethovens og
vi'st má finna samsvömn, þrátt fyrir
ólíka samsetningu; dýpstu örvæntingu
og himinsælu.
Sinfónían er í þremur hlutum sem
skiptast í fimm þætti. Þannig mynda
fyrstu tveir þættimir fyrsta hluta. I öðr-
um hluta er þriðji þáttur verksins en
fjórði og fimmti þáttur mynda þriðja
7
Listasafn Islands:
Sýningu
Jóhanns
Eylells að
Ijúka
- Finnsk aldamótalist
til 13. desember
Sjálfsmynd frá 1903 eftir Elin Dani-
elson-Gambogi. Eitt glæsilegra verka
á sýningunni Finnsk aldamótalist í
Listasafni Islands.
Tvær sýningar standa nú yf-
ir í Listasafni íslands. Á
annarri eru málntverk eftir
Jóhann Eyfells en hin er á
finnskri aldamótalist, sem lánuð
hefur verið frá Listasafninu í
Ábo.
Ákveðið hefur verið að fram-
lengja sýningu Jóhanns til 6. des-
ember. Á sýningunni em skúlptúr-
verk unnin úr málmi og em þau
sýnd á efri hæð Listasalnsins í
tveimur sölum þess, og í glerbygg-
ingu. Sýningunni hefur verið vel
tekið enda gefst hér einstakt tæki-
færi til að kynnast skúlptúmm Jó-
hanns. Hann hefur verið búsettur á
Flórída í rúm 20 ár og því hafa verk
hans sjaldan verið sýnd hér á landi.
Þegar hafa rúmlega 10.000
manns séð sýninguna Finnsk alda-
mótalist. Verkin eru fengin að láni
frá Listasafninu í Ábo sem á eitt
merkasta safn aldamótalistar í Finn-
landi. Fengin hafa verið til sýningar
mörg af merkustu verkum Finna frá
þessu skeiði.
Verkin em frá tímum sjálfstæðis-
baráttunnar í Finnlandi 1880 til
1910 og em þau samofin sjálfstæð-
isvitund Finna. Þetta tímabil í
finnskri myndlist er oft nefnt gull-
öldin af Finnum sjálfum. Höfuðein-
kenni tímabilsins er náttúruróman-
tík og táknhyggja og sýnir aldamó-
talistin sambland þessara ólíku
strauma.
Sýningunni lýkur 13. desember
og verður hún ekki framlengd.
Gustav Mahler. Mjög persónulegt tón-
skáld, og má finna mörg merki um innri
baráttu og sársaukafulla leit í tónverkum
hans.
hluta.
Þriðji hlutinn hefst á hinum undur-
fagra Ádagiettoþætti. Sá þáttur var not-
aður á áhrifamikinn hátt í kvikmynd
Luigi Visconti, „Dauðinn í Feneyjum".
Mahler skrifaði sín tónverk yfirleitt
fyrir mjög stóra hljómsveit, og þess má
geta að á tónleikunum í kvöld verður
sinfóníuhljómsveitin stækkuð og telur
þá tæplega 90 hljóðfæraleikara.
+
1