Alþýðublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 3. desember 1992
EINSTAKT
TÆKIFÆRI
aö eignast helstu dægurkög
Hauks Morthens
sem hljómaö hafa í eyrum þjóöarinnar í
gegnum árin.
Fundist hafa nokkur eintök úr hljómplötusafni
Hauks Morthens og veröa þau seld á
kostnaðarverði.
Þrjár plötur saman kosta aðeins 2300 krónur.
Allur ágóði rennur til ekkju Hauks Morthens.
Upplýsingar í síma 677053
Auglýsing
um innflutning á
landbúnaðarafuróum
Aö gefnu tilefni vill landbúnaöarráöuneytiö taka fram aö
innflutningur landbúinaöarafuröa takmarkast af lögum
nr. 46/1985 um framleiðslu, verölagningu og sölu á bú-
vörum. Innflutningur landbúnaöarvara í tollskrárnúm-
erum 1-24, sem lotiö hefur takmörkunum skv. auglýs-
ingu nr. 313/1990 um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi er
háöur leyfi stjórnvalda og því óheimill nema að fyrir liggi
heimild landbúnaðarráöuneytisins.
Landbúnaöarráöuneytinu,
1. desember 1992.
__ eftir Astrid Lindgren
Fnmisýiiing
annan í jólum ld. 15.00
Munið gjafakortin okkar, frábær jólagjöf.
Borgarleikhús
LEIKF5LAG
REYKJAVIKUR
m
sími: 680680
JAFNAÐARMENN
NORÐURLANDI EYSTRA
Hinn árlegi jólafundur veröur haldinn í Reynishúsi
Furuvöllum 1, Akureyri, laugardaginn 5. desember
kl. 19.30.
Matur - skemmtun - Veitingar á vægu verði.
Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudaginn 3. desember í
síma 96-22290.
Skemmtun okkur saman fyrir jólin - allir velkomnir.
Stjórnin.
un á fullveldi flokkanna
í samskiptum þeirra, og
hún leiðir í ógöngur, til
sambandsleysis og tor-
tryggni.“
Af þessu má sjá að sam-
þykkt landsfundar Al-
þýðubandalagsins hefur
fljótlega orðið umdeild.
Enn héldu nefndir til
Rúmeníu 1973 og 1976.
1972-1976 störfuðu
nefndir á vegum Alþýðu-
bandalagsins, sem sáu um
samskipti við erlenda
stjómmálaflokka. Ein-
stakir nefndarmenn lýstu
áhuga sínum á því að auka
samskipti við erlenda
flokka, t.d. með því að
stoíha aftur til tengsla í
Austur-Evrópu, en lagst
var gegn því.
„Getum lært ýmislegt af
A-Þjóðverjum“
Soffía Guðmundsdóttir hvatti til
þess að Alþýðubandalagið tæki upp
samskipti við austur-þýska kommún-
ista. f grein í Rétti 1978 sagði hún:
Nú er það rétt að fram komi, að
þessa flokka greinir á um veigamikil
atriði, en með leyfi að spyrja, stóð
það einhvern tímann til, að sósíalísk-
ir flokkar skvldu ævinlega vera sam-
mála íeinu og öllu?
Soffía taldi íslenska sósfalista geta
lært ýmislegt af Austur-Þjóðverjum,
enda væri siðferðisþreki stuðnings-
manna Alþýðubandalagsins teflt í tví-
sýnu vegna stöðugt návígis við „auð-
valdið". Austur-þýskir kommúnistar
gætu á hinn bóginn lært talsvert af ís-
lenskum „félögum". Valdið gæti „svif-
ið á" austur-þýska valdhafa, ekki síst
þar sem engin stjórnarandstaða væri í
alþýðulýðveldinu. íslendingar gerðu
sér ákveðnar hugmyndir um „lýðræðis-
legan veruleika". Raunar var það svo
að þótt margir alþýðubandalagsmenn
stilltu sig um að þiggja opinberlega
boð til austantjaldsríkja í nafni flokks-
ins var ekkert lát á ferðum þangað.
Verkalýðsfélögin héldu uppi austur-
tengslum til dæmis í tengslum við
Eystrasaltsvikuna langt fram á níunda
áratuginn. Ferðir í sumarbúðir í Aust-
ur-Þýskalandi vom vinsælar ferming-
argjafir á Neskaupstað allt þar til sum-
arbúðimar lögðust af með austur-
þýska ríkinu. Þröstur Olafsson sem þá
var félagi í Alþýðubandalaginu fór sem
fulltrúi íslensks verkalýðs til Moskvu
eftir miðjan níunda áratuginn og svo
mætti lengi telja.
Vildi Lúðvík flokksleg tengsl?
Það var þó ekki fyrr en á þessu ári
sem ljóst var að efasemdir um þá
ákvörðun að slíta flokkstengslin austur
hefðu verið jafnmiklar og raun ber
vitni. Af sendiráðsbókum sovéska
sendiráðsins er ljóst að eftir 1968 létu
forystumenn Alþýðubandalagsins með
Lúðvík Jósepsson í broddi fylkingar í
veðri vaka við Sovétmenn að þá og
þegar yrðu tekin upp flokkstengsl að
nýju.
Sovéskir kommúnistar sendu oft-
sinnis fulltrúa til Islands á ámnum um
og upp úr 1970 í því skyni að fá ís-
lenska sósíalista til að ganga á ný inn í
alþjóðahreyfingu kommúnista. Ein
ástæða þess að Sovétmenn vom áhuga-
samir um flokkstengsl var sú hve Al-
þýðubandalagsmenn virtust gera sér
dælt við rúmenska og júgóslavneska
kommúnista.
Lúðvík Jósepsson hefur í blaðavið-
tali viðurkennt að hafa rætt við a.m.k.
einn fulltrúa alþjóðadeildar miðstjóm-
ar sovéska flokksins en vísað því á bug
að þær viðræður hafi verið formlegar.
Haustið 1970 sendi miðstjómin þá
V.S. og Y. Zhilin til íslands til „óopin-
berra viðræðna" til að kanna hvemig
Sovétmenn gætu komið ár sinni best
fyrir borð. Savko virðist hafa hitt Lúð-
vík Jósepsson að máli í
þessari ferð. Heim
komnir mæltust fulltrú-
arnir tveir til þess að
tengsl við Alþýðubanda-
lagið og Sósíalistafélagið
yrðu þróuð áfram. Tekið
var þó fram að um venju-
leg flokkstengsl yrði
ekki að ræða fyrr en
landsþing Alþýðubanda-
lagsins hefði tekið aftur
samþykkt um samskipta-
rof. Ekki var talið raun-
sætt að stefna að „opin-
bemm flokksnefnda-
skiptum" við flokkinn
eins og ástatt væri. Þess í
stað var sendiráði Sovét-
manna falið að reyna að
sætta Alþýðubandalags-
og Sósíalistafélagsmenn
í þeirri von að nýr flokk-
ur gæti litið dagsins ljós
sem stjómað væri „samkvæmt gmnd-
vallarreglum marx-lenínismans".
Haustið 1970 barst þannig sendiráð-
inu í Reykjavík skeyti þar sem því er
skilað til Lúðvíks að hugmyndir hans
um „óopinbert samband" flokkanna
geti orðið grunnur að nýju samstarfi.
Af þessu skeyti má einnig ráða að for-
ystumenn Alþýðubandalagsins hefðu
tjáð Sovétmönnunum að ákvörðun
fiokksþingsins 1968 um sambandsslit
hefði verið „djúpstæð mistök". Ynnu
þeir að því að breyta þeirri ákvörðun.
Ragnar Arnalds sagður
áhrifalaus
I sendiráðsbókununum sovésku var
lögð áhersla á að Alþýðubandalagið
væri gamalt vín á nýjum belgjum. Nýi
formaðurinn, Ragnar Amalds, hefði
„formlega" ekki verið í sósíalista-
flokknum (hann var í Æskulýðsfylk-
ingunni) og starfi flokksins væri í raun
stjómað af þeim, Lúðvík Jósepssyni,
Eðvarði Sigurðssyni og Magnúsi
Kjartanssyni.
Vorið 1971 var Lúðvík enn á ferð-
inni í sovéska sendiráðinu og ræddi við
S.T. Astavin sendiherra. Þar var haft
eftir honum að flokkamir f Sovétríkj-
unum og á Islandi „hefðu fjarlægst
hvor annan vegna aukaatriða”. Sendi-
herrann hafði eftir Lúðvík að hægt væri
að taka upp flokksleg tengsl þegar að
loknum þingkosningum á Islandi.
I næsta skipti sem Lúðvík ræddi við
Astavin sendiherra var það á skrifstofu
sjávarútvegsráðherra en því embætti
gegndi Lúðvík í vinstristjóminni 1971-
1974.1 þessu samtali sagði ráðherrann
að lagt yrði fyrir næsta landsfund Al-
þýðubandalagsins að tekin yrðu upp
eðlileg flokkstengsl austur.
Sovétmenn virðast hafa talið nauð-
synlegt að grípa til nýrra aðgerða til að
tryggja áhrif sin í íslenskum stjómmál-
um árið 1972 enda hafði ekkert gengið
eftir af því sem haft var eftir foringjum
hans. Sjö foringjum Alþýðubandalags-
ins var boðið til Moskvu. í þeim hópi
vom Ragnar Amalds og eiginkona
hans, Adda Bára Sigfúsdóttir varafor-
rnaður, Ólafur R. Einarsson (Olgeirs-
sonar), formaður framkvæmdastjómar,
og Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráð-
herra, auk tveggja manna frá Þjóðvilj-
anum. Formaðurinn og varaformaður-
inn a.m.k. höfnuðu boðinu.
Alþjóðadeild miðstjómarinnar taldi
ástæðu til að fá leyfi til að breyta áætl-
unum sínum um samskipti við íslenska
stjómmálaflokka. Vafalaust var það
ekki tilviljun að í sömu ákvörðun mið-
stjómar var að finna boð til Framsókn-
arflokksins um að senda þriggja manna
nefnd til Sovétríkjanna á vegum „Fé-
Iags um vináttu og menningartengsl
við útlönd".
Lúðvík í „hressingarferðir“
Sovéskar sendiráðsbækur kunna að
vera ótraustar heimildir en vafasamt er
að sendiráðsmenn á íslandi hefðu
blekkt yfirboðara sína í sovéska utan-
ríkisráðuneytinu svo að árunt skipti.
Hitt er svo annað mál að Lúðvík kann
að hafa dregið sendiráðsmennina á
asnaeyrunum, hugsanlega í þeim til-
gangi að afla íslandi stuðnings í land-
helgisdeilunni sem fór í hönd. Hins
vegar er það forvitnilegt að Lúðvík, sá
forystumaður Alþýðubandalagsins
sem oftast hitti sovéska sendimenn, var
einnig sá sem bcitti sérgegn samþykkt-
um um Tékkóslóvakíu og samskipta-
banni við innrásarflokkana. Hann þáði
einnig boð um „hvfldar- og hressingar-
ferðir" til Sovétríkjanna hvað eftir ann-
að á þeint tíma sem hann hélt Sovét-
mönnum volgum.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
HLUSTAR
Jóhanna Siguröardóttir
félagsmálaráöherra, veröur
meö viötalstíma á skrifstofu
Alþýöuflokksins, Hverfisgötu
8-10, fimmtudaginn 3. des-
ember næstkomandi frá kl.
16.30 til 18.30.
Pantið tíma í síma 29244.
Alþýöuflokkurinn - Jafnaöarmannaflokkur íslands
Bæjarmálaráö
Alþýðuflokksins í
Hafnarfiröi
Fundur veröur haldinn í bæjar-
málaráði mánudaginn 7. des-
eber í Alþýöuhúsinu viö Stand-
götu og hefst fundurinn kl.
20:30
Fundarefni: Undirbúningur fjár-
hagsáætlunar Hafnarfjarðar
fyrir áriö 1993
Framsögumaöur:
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri
Allir Alþýðuflokksfélagar velkomnir og fólk í nefndum,
ráöum og stjórnum á vegum þæjarins er sérstaklega
hvatt til aö mæta.
Bæjarmálaráö