Alþýðublaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 3. desember 1992
fimiiiiíifiiin
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90
Besta kjarabótin, -
betri innkaup
s
A n efa eru góð innkaup verslunarinnar í landinu sú besta kjarabót,
sem launþegar eiga kost á um þessar mundir. Aðeins bryddar á að
kaupmenn snúist til varnar verslunum sínum, en langt í frá er að nóg sé
að gert. Alþýðublaðið hefur margoft á síðustu mánuðum bent á versl-
anir, sem hafa Iækkað verð sín til muna. I stétt kaupmanna eru til ein-
staklingar sem skilja kall tímans og freista þess að semja betur við
framleiðendur á erlendri grund. Sumum hefur tekist það og bjóða nú
til muna betra verðlag en áður og er það vel.
Það er dýrt að vera íslendingur. Við höfum lengi þurft að greiða lífs-
nauðsynjar okkar mun hærra verði en fólk í menningarlöndum allt í
kringum okkur. Verslunin hefur ekki staðið sig sem skyldi, auk þess
sem dagvaran er háð virðisaukaskatti. Fyrir neytandann er verð mat-
vörunnar stærsti liðurinn í útgjöldunum, og þar af er landbúnaðarvar-
an langþyngsti liðurinn. Það er því sérkennilegt að skoða t.d. helgar-
steikumar í bandarískum stórmörkuðum á 150-200 krónur kflóið, epli
á 75 krónur kflóið, mjólk á 30 krónur lítrinn og annað í þá veruna, og
bera saman við verðlag á íslandi.
iNúna fyrir þessi jól er reiknað með að allt að 15 þúsund ábyrgðar-
menn fjölskyldna á fslandi taki sér far með flugvélum og fari í inn-
kaupaferðir til útlanda. Þetta er furðuleg þróun svo ekki sé meira sagt.
Hinsvegar þarf engan að undra að þetta gerist. Fatnaður og ýmis tæki
og gjafavara, fæst á mun lægri verðum í erlendum borgum, allavega
telja forsvarsmenn fjölskyldnanna að með ferðalögum þessum megi
spara fjölskyldunni stórfé.
JVIorgunblaðið gerði úttekt, að vísu mjög óvísindalega, á sunnudag-
inn var og komst að raun um að fatnaður fyrir 5 manna fjölskyldu kost-
aði nærri 200 þúsund krónum meira hér á landi en í ensku borginni
Newcastle. Þessu hefur Mikligarður nú svarað eins og kunnugt er af
fréttum. Þeir segjast geta boðið betur. Þetta staðfestir, að það getur ver-
ið fullt eins hagkvæmt að versla á íslandi og erlendis og það ættu menn
að hafa hugfast í jólavertíðinni. En til þess að svo megi verða, þurfa
neytendur að gera vandaðan samanburð á hinum einstöku verslunum.
Sjúkraliðar síst of sælir
Flestir eða allir eru sammála um að sjúkraliðar hafí síst of góð kjör og
eru illa launaðir. Þeir sem eru innan vébanda Sjúkraliðafélags Islands
standa nú í viðkvæmri launadeilu við fjármálaráðuneytið. Félagið
kaus að standa utan við þjóðarsáttarsamningana í vor og hafur ekki
enn náð samningum við ríkið eftir að samningar þeirra hafa verið laus-
ir í á annað ár. Eflaust hefur félagið ætlað sér betra hlutskipti en þjóð-
arsáttarsamningamir buðu upp á en ekki fengið. Launastefna ríkisins
hefur hins vegar verið á þann hátt að víða eru starfsmenn ríkisins með
lægri laun en fólk í sambærilegum störfum hjá öðrum aðilum. Þannig
hafa sjúkraliðar sem voru í starfsmannafélögum sveitarfélaga og eru
enn, eftir breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, mun betri kjör
en þeir sjúkraliðar sem nú standa í kjaradeilu við ríkið. Þann launamun
hafa sjúkraliðar innan Sjúkraliðafélagsins eðlilega viljað jafna sér í
hag.
Sjúkraliðar eru síst of sælir af þeim launum sem þeim er ætlað að lifa
af og vinnutími þeirra er óreglulegur. Þjóðarsáttarsamningamir vom
hins vegar þess eðlis að ekki var farið út í neinar leiðréttingar á laun-
kjömm einstakra hópa þrátt fyrir að full ástæða hefði verið til. Þannig
hafa launþegar almennt mátt sætta sig við þá 1,7% kauphækkun sem
samið var um í vor burt séð frá öllum sérkröfum. Hins vegar hefur nú
hlaupið harka í kjaradeilu Sjúkraliðafélags Islands og fjármálaráðu-
neytisins sem verður að leysa. Fyrsta skrefið verður að vera það að að-
ilar ræðist við og reyni að komast að ásættanlegri niðurstöðu. Þegar
mál em komin í hnút sem þennan verða aðilar að gleyma fyrri væring-
um og horfa fram hjá formlegheitunum en einbeita sér þess í stað að
leysa málið. Það verður að höggva á hnútinn.
S
Ævisögur aÖ minnsta kosti 25 Islendinga koma út þessa dag-
ana. Þær eru helmingur afmest seldu hókunum. Það virðist
réttnefni að tala einfaldlega um
ÆVISAGN AF LÓÐ
Samantekt: Hrafn Jökulsson
"iNDRimii I'ORSTKINSSON
jgTTJÖBÐ
mm isami
UPPHÁTT
"Íí» - 'V*
<eviNryp.A'BOKiN urn
Ævisögur 25 íslend-
inga koma út nú fyrir
jólin, samkvæmt Bóka-
tiðindum. Fjórtán þess-
ara bóka eru samtals-
bækur, sex gera látnum
Islendingum skil en að-
eins fimm skrá endur-
minningar sínar sjálfir.
Eigi færri en fjórar
bækur koma út um
látna stjómmálamenn:
Asgeir Asgeirsson eftir
Gylfa Gröndal (Forlag-
ið, 3980 kr.), Dóms-
málaráðherrann annað
bindi verks Guðjóns
Friðrikssonar um Jónas
frá Hriflu (Iðunn, 3.480
kr.), Jón Þorláksson eft-
ir Hannes Hólmstein
Gissurarson (AB, 3995
kr.) og Ættjörð mín
kæra, seinna bindi ævi-
sögu Hermanns Jónasson-
ar eftir Indriða G. Þor-
steinsson (Reykholt,
3.480 kr.)
Þá koma út tvær
ævisögur merkilegra
og óvenjulegra lista-
manna sem dóu um
aldur fram: Ævin-
týrabókin um Al-
freð Flóka eftir Nfnu
Björku Ámadóttur
(Foriagið, 2.980 kr.)
og Minn hlátur er
sorg, ævisaga Ástu
Sigurðardóttur eftir
Friðriku Benónýs (Ið-
unn, 2.980 kr.)
Aðeins fimm Islend-
ingar skrá endurminn-
ingar sínar sjálftr.
Dansað í háloftunum
er frásögn Þorsteins E.
Jónssonar flugmanns
(Setberg, 3.350 kr.),
Horft til lands er eftir
Þorstein Stefánsson
rithöfund sem lengst
af hefur búið í Dan-
mörku (Skjaldborg,
2.480 kr.), Hugsað
upphátt er eftir
Svavar Gests (Fróði,
2.980 kr.),
Kaddir í garð- T
inum er heiti
endurminninga I
Thors Vil-
hjálmssonar
(Mál og menn-
ing, 2.880 kr.)og
Stormur strýk-
ur vanga eru
endurminningar
Guðjóns Símon-
arsonar sem Olaf-
ur Haukur Símon-
arson bjó til út-
gáfu (Forlagið,
3.480 kr.)
Og þá eru það samtalsbæk-
umar. Þar kennir svo sannar-
lega margra grasa. Allsherj-
argoðinn Sveinbjöm Bein-
teinsson segir Berglindi Gunn-
arsdóttur frá (Harpa, 2.980
kr.), Alltaf til í slaginn er
tninningabók Sigurðar Þor-
steinssonar skipstjóra
(Vaka-Helgafell, 2.980 kr.),
Eyrnatog og steinbítstak er
nafn á samtalsbók Guð-
brands Hlíðars dýralæknis
eftir Ásgeir Guðmundsson
(Skjaldborg, 2.990 kr.), Guð-
bergur Bergsson metsölu-
bók er skrásett af Þóru Krist-
ínu Ásgeirsdóttur (Forlagið,
2.980 kr.), Guðni rektor er
eftir Ómar Valdimarsson
(Vaka-Helgafell, 2.980 kr.),
Ingólfur Margeirsson skráir
minningar Bám Sigurjónsdótt-
Lffssaga
RaggaBJama
sangmra og spmgrna
ur í Hjá Báru (Öm og
Örlygur, 2.980 kr.),
Helgi Hallvarðsson
segir Atla Magnússyni
frá f bókinni I kröpp-
um sjó (Öm og Örlyg-
ur, 2.880 kr.), Eðvarð Ingólfsson setur
saman Lífssögu Ragga Bjarna, Helga
Guðrún Johnsen skráir Lífsgöngu
Lydiu, ekkju Guðmundar frá Miðdal
(Vaka-Helgafell 2.980 kr.), Lífsins
dómínó er nafn á samtalsbók Ömólfs
Ámasonar við Skúla Halldórsson
tónskáld (Skjaldborg, 2990 kr.),
Óskar Guðmundsson er höfundur
viðtalsbókar við Guðlaug Bergmann
kaupmann, Og náttúran kallar og
hrópar (Iðunn, 3.480 kr.), Rósumál
fjallar um líf og störf Rósu Ingólfs-
dóttur, Jónfna Leósdóttir skrásetti
(Fróði, 2.980 kr.), Thelma er ævi-
saga Thelmu Ingvarsdóttur fyrirsætu,
eftir Rósu Guðbjartsdóttur (Iðunn,
2.980 kr.) og loks Þórunn Maggý,
bók um miðilsstörf hennar, skráð af
Guðnýju Þ. Magnúsdóttur (Skjald-
borg, 2.990 kr.)
Tólf bókafor-
lög - að minnsta
kosti - gera út á
þennan ævi-
sagnamarkað.
Iðunn, Forlagið
og Skjaldborg
gefa út fjórar
ævisögur, hvert
forlag, Vaka-
Helgafell er
með þrjár;
Hörpuútgáfan,
Öm og Órlygur
og Fróði með
tvær, en Set-
berg, Mál og
menning, Almenna bókafélagið,
Æskan og Reykholt gefa út eina ævi-
sögu.
Og þetta vill fólk. Samkvæmt
fyrsta metsölulista DV em ftmm ævi-
sögur meðal tíu söluhæstu bókanna.
Hjá Báru trónaði í fyrsta sæti, Rósu-
mál númer þrjú, Lífsganga Lydíu í
fjórða sæti, Dansað í háloftunum í
sjöunda sæti og Ásgeir Ásgeirsson í
því tíunda.
V'YLH CltONFMt
Ásgeir Asgdrsson
“4 »«!-f
Þrjár af fjórum
söluhæstu bókunum hingað
til era sem sagt viðtalsbækur
við konur; játningabækur má
sjálfsagt kalla þær, enda verður
forvitni okkar vfst seint svalað.
Metsölulistinn er varla
marktækur ennþá og áreiðan-
lega eiga fleiri ævisögur eftir
að blanda sér f toppbaráttuna.
Fróðlegt verður að fylgjast
með afdrifum bókanna um
Alfreð Flóka og Ástu Sigurð-
ardóttur. Ekki hafa áður verið
skrifaðar ævisögur um lista-
fólk af þessari kynslóð án þess
að það hefði sjálft hönd í
bagga. Báðar hafa bækumar
fengið prýðilega dóma.
En samtalsbækumar hafa
ávallt vinninginn og litlu virð-
ist skipta þótt þær séu í mörg-
um tilvikum einsog teygð tíma-
ritsviðtöl. Því opinskárri, því
betra. Og menn hljóta að dást
að bókaútgefendum sem ævin-
lega finna nýjar viðtalsbóka-
hetjur þegar aðrir geta haldið að
nú loks sé kvótinn búinn.