Alþýðublaðið - 06.01.1993, Page 2

Alþýðublaðið - 06.01.1993, Page 2
2 Miðvikudagur 6. janúar 1993 fmiiiiiimnii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö f lausasölu kr. 90 Filibuster Þjóðin hefur fylgst agndofa með málþófí stjómarandstöðunnar í um- ræðum um hinn mikilvæga EES-samning á Alþingi. Öll sjónarmið í málinu em löngu komin fram; sérhver blæbrigðamunur í skoðunum innan allra flokka stjómarandstöðunnar er ræddur út í hörgul. Engu að síður halda þingmenn stjómarandstöðunnar áfram að eyða dýrmætum tíma þingsins í ófijóar og staglkenndar umræður um mál, sem er kann- að og þekkt til hlítar. Það er nú ljóst, að hluti stjómarandstöðunnar hef- ur ákveðið að beita ofbeldi málþófsins til að hindra löglega kjörinn meirihluta þingsins í að ná fram stefnu sinni. IVÍálfrelsi þingmanna er dýrmætur þáttur þingræðisins. En það er brothætt og viðkvæmt. Aldagamlar hefðir liggja að baki starfsháttum íslenska þingsins, sem um margt er frábmgðið þingum ffændþjóð- anna. Afgerandi einkenni alþingis er sú hefð - sem ekki er til fullnustu varin með ákvæðum þingskapalaga - að þingmenn geta nánast talað eins lengi og þeir vilja um mikilvæg mál. Þessu er öðm vísi farið í flestum öðram þingum, þar sem þingforseti getur ákveðið hversu lengi umræða skal standa, og hvenær henni skal lokið. Málfrelsishefðir alþingis gefa rúm færi á að beita málþófí til að tefja framgang mála, sem minnihlutinn er á móti. En það er vandmeðfarið vopn - og afar umdeilt. Þær kringumstæður geta eigi að síður skapast sem réttlæta málþóf. Þegar harðdrægur meirihluti hyggst beita lítinn minnihluta ofríki og knýja í gegn mál sem stjómarandstaða telur bein- línis í andstöðu við vilja og hagsmuni þjóðarinnar, þá er málþóf rétt- lætanleg nauðvöm. En sagan og samtíðin réttlæta ekki notkun þess nema í ítrastu neyð; misbeiting ófyrirleitins minnihluta á hinu um- deilda vopni málþófsins hlýtur að leiða til að eggjar þess verði slævð- ar með breyttum lögum um þingsköp. Það er sú ábyrgð sem hvflir á herðum þeirrar óþroskuðu stjómarandstöðu, sem í dag misbýður lýð- ræðinu með óréttlætanlegu málþófi. Hún er að kalla á breytt lög, og þannig að knýja fram lokun á leið, sem við sérstakar en afar sjaldgæf- ar aðstæður er þrautalending stjómarandstöðu, sem beitt er ofríki. Það er hins vegar ekki sneffll af ástæðu fyrir því að beita málþófi í af- greiðslu samningsins um EES. Málið er að sönnu umdeilt, en það hef- ur langan aðdraganda. Það var yfirlýstur vilji beggja stjómarflokkanna fyrir síðustu þingkosningar að ljúka samningagerð um EES. Málið fékk mikla umfjöllun í kosningabaráttunni, og formaður stærsta flokks núverandi stjómarandstöðu kaus á lokadögum hennar að gera það að stærsta máli baráttunnar. Þjóðin vissi því að hverju hún gekk, þegar hún veitti núverandi stjómarflokkum umboð til að taka að sér lands- stjómina. Sömuleiðis hafa öll mikilvægustu samtök atvinnulífsins hvatt alþingi til að samþykkja aðildina sem allra fyrst. Að auki hefur þingið þegar eytt mjög miklum tíma í umræður um EES. Þegar þingmenn héldu í jólahlé höfðu þeir notað lengri tíma í ræðuhöld um EES en 1500 þingmenn EFTA ríkjanna þurftu samtals til að afgreiða samninginn í sínum þingum, og þó var alþingi ekki nema rétt hálfnað. Vinnubrögð af þessu tagi rýra virðingu alþingis; þau minna á lélegan farsa sem í upphafí er hægt að brosa að, en verður síð- an langdreginn og leiðinlegur, og snýst að lokum upp í tragikomedíu. Þetta er það sem stjómarandstaðan hefur staðið fyrir síðustu vikur. A erlendum tungum er málþóf sama og filibuster. En í orðabókum merkir það líka hið sama og að beita yfirgangi. Nákvæmlega það er að gerast á alþingi Islendinga; ábyrgðarlaus stjómarandstaða er að beita lýðræðislega kjörinn meirihluta yfirgangi. Menn hljóta að læra af reynslunni og spyrja sjálfa sig, hvort ekki sé kominn tími til að breyta lögum um ótakmarkað ræðufrelsi á alþingi? Lakkrísverksmiðjan í Kína Deilt um hver á verksmidjuna Allt er í uppnámi vegna íslensku eigendur Sjónvals hf. telja sig vera lakkrísverksmiðjunnar í Kanton í eigendur verksmiðjunnar sem Uni- Kína. Kínverjar viðurkenna ekki mark á Akureyri keypti og á auk aðra eigendur að lakkrísgerðinni en Stefáns Jóhannssonar sem áður gjaldþrotafyrirtækið Sjónval sf. en starfaði hjá Handsali hf. ✓ Islensk heilbrigðisyfirvöld Sflyðja Letfla á heilbrigðissviðinu Heilbrigðisráðherra og Land- læknisembættið færðu heilbrigðisyf- irvöldum í Lettlandi 5.000 dollara að gjöf til kaupa á bóluefni. Landlækn- ir afhenti gjöfina á fundi fyrir sköm- mu sem Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin í Kaupmannahöfn og heii- brigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjun- um stóðu fyrir. A fundinum var rætt um aðstoð við Eystrasaltsríkin á sviði bólusetninga og farsótta og var landlækni boðið á fund- inn ásamt nokkrum fulltrúum frá Norð- ur-Evrópu. Finnar veita Eistlendingum verulegan stuðning og Danir Litháum. Þá var rætt um áframhaldandi stuðning Norðmanna við Letta. Undirtektir við þessa aðstoð voru góðar á fundinum og hefur Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin tekið upp málið við Alþjóðabankann en hann hefur sýnt því mikinn áhuga. Málið hefur verið allt hið undarleg- asta frá byrjun. Frumhvatamenn að því að reisa verksmiðjuna voru þeir Guð- mundur Viðar Friðriksson sem nú dvelst í Kína, Birgir Halldórsson og Er- lingur Þorsteinsson sem gerðu með sér samning í upphafi að þeir þrír skyldu deila jafnt á milli sín eignarhlut í vænt- anlegri verksmiðju. Þá hefur komið að málinu síðan Stefán Jóhannsson við- skiptafræðingur sem áður vann hjá Handsali. Erlingur sakar hann um að reyna að sölsa undir sig eignarhlut í verksmiðjunni m.a. með skjalafalsi sem kært verði til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Að sögn Erlings liggur fyrir tilboð í lakkrísverksmiðjuna af hálfu kínversks stórfyrirtækis sem myndi gera mun betur en að borga allar kröfur sem eru í þrotabú Sjónvals sf. Hins vegar hafi bústjóri Sjónvals sf. ekki tekið mark á því og telur ekki að það sé lögmætur eigandi verksmiðjunnar. Hins vegar voru samningar við Kínverja í upphafi gerðir við Sjónval sf. og hafa Kínvetjar ekki fallist á að aðrir tækju við þeim samningum. Norðurlönd Aukinn gagnkvæmur gjaldeyrisstuðningur Seðlabankar Norðurlanda hafa ákveðið að efla verulega samninga sín á milli um gjaldeyrislán til skamms tíma en miklar sviptingar áttu sér stað í gjaldeyrismálum á Norðurlöndum á síðasta ári. Samn- ingurinn á sér langa sögu eða til ársins 1962 en hann var endur- skoðaður árin 1976 og 1984. Hinn nýendurskoðaði samningur gekk í gildi um áramótin og er ætlað að gilda um ótakmarkaðan tíma. Samkvæmt samningnum geta seðla- bankar Danmerkur, Finnlands, Sví- þjóðar og Noregs hver um sig fengið gjaldeyrislán að jafnvirði allt að tveimur milljörðum ECU og Seðla- banki íslands að 200 milljónum ECU. Bankamir skuldbinda sig til að geta reitt fram helming þess fjár sem þeir eiga kost á. Samkvæmt samningnum skulu seðlabankamir fjalla með jákvæðum hætti um beiðnir um gjaldeyrislán umfram ofangreindar fjárhæðir. Skil- yrði íyrir lánveitingu er að áður en lánsfé er notað hafi lántökuland gert ráðstafanir á gjaldeyrismarkaði og gripið til viðeigandi aðgerða í pen- ingamálum. Lánstími þessara lána er þrír mánuðir en hann má framlengja. Yölsungar frægir í Evrópu Ættartaflan sem hollensku listamennirnir tveir mál- uðu í Jökulsárgljúfrum gæti endað sem eitt frægasta listaverk landsins. Stórblaðið The European birtir flennirstórar litmyndir á baksíðu af ættartöflunni undir yfirfyrirsögninni „Fjöl- skyldumynd vikunnar“. Þar segir að orðstír tveggja hollenskra listamanna sé nú mjög í hættu eftir að risastóra ættartaflan varð lýðum ljós, og að umhverfisráðuneytið fliugi rnálsókn. Þá er og greint vel og skilmerkilega frá Völsungum þeim sem Hollending- amir máluðu á bjargið. Höfundur greinarinnar er Bima Helgadóttir en hún hefur verið blaðamaður á The European í nokkur ntisseri og get- ið sér afar gott orð. Óhætt er að fullyrða að ekkert evrópskt stórblað birti jafn oft greinar og myndir frá íslandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.