Alþýðublaðið - 06.01.1993, Side 6
6
Miðvikudagur 6. janúar 1993
LÍÚ er ekki í takti vid
aðra í þessu þ|óðfélagi
Það verður að teljast einkennilegt
með LIU hvað helstu forsvarsmenn
samtakanna virðist gersamlega
óf'ærir um að meðtaka ríkjandi
stefnur og strauma í íslensku þjóð-
félagi. Það sést best á málflutningi
þeirra í hinum ýmsu málum líðandi
stundar, sem varða sjávarútveginn
beint eða óbeint. Það er orðið þannig
að svo virðist sem þaðan sé einskis að
vænta nema hroka og skætings og
hugmynda, sem ganga þvert á sjón-
armið flestra annarra í þessu þjóð-
félagi.
Það hafa fáir eða engir aðilar barist
jafn hatrammlega gegn öllum hug-
myndum um upptöku veiðileyfagjalda
í sjávarútvegi og hefur engu breytt
mjög vaxandi stuðningur við þær hug-
myndir, jafnt meðal almennings sem
og ýmissa forsvarsmanna í greininni
sjálfri. LÍÚ hefur ekki hlustað á nein
rök í þessu máli né heldur hin
siðferðilegu sjónarmið, sem öll hníga í
átt til veiðileyfagjalda.
Gengisfellingu og afskriftir!!!
I þessum farvegi einnig hefur
málflutningur landssambandsins í um-
ræðunni um aðgerðir í efnahagsmálum
Ganga þvert á
umhvernssjónarmiðin
Nærtækasta dæmið um falska tóninn
í kór LÍÚ er skoðun þeirra á banni við
sökkvun skipa í sjó. I Fiskifréttum,
skömmu fyrir áramót, lýsa þeir bann-
inu sem algeru rugli þvf það hafí ekkert
nema aukinn kostnað í för með sér fyrir
verið. í langan tíma hefur LÍÚ barist
fyrir því að afkomu sjávarútvegsins
verði bætt aflaleysi undanfarinna ára
með gengisfellingu og ekki síst með
stórfelldum afskriftum á skuldum.
Kjami málsins í þeirra hugum er að
þeir eigi að vera fullkomlega frjáls-
ir hvað varðar fjárfestingar í grein-
inni, en að öðru leyti jafn fullkom-
lega án ábyrgðar þegar illa fer.
Þegar til kastanna komi eigi
almenningur að borga brúsann.
Þetta eru einu úrræðin, sem LÍÚ
virðist koma auga á í aðgerðum til
að bjarga greininni.
Forsvarsmenn annarra atvinnu-
greina og ekki síst almenningur treystir
á að sem mestur stöðugleiki níci í
verðlagi hér á landi. Stöðugt gengi
hefur þar mjög mikið að segja. Þess
vegna ganga gengisfellingarkröfur
LIÚ nær þvert á þau markmið stjóm-
valda að tryggja það. Allar aðrar
atvinnugreinar, nema LIÚ, mæla mjög
gegn gengisfellingum sem aðferð til að
efla iðnað og atvinnu.
LÍÚ:
Segja
bannið við
sökkvun
skipa í sjó
algjört rugl!
Bolli Runólfur Valgarðsson,for-
maður Félags ungra jafnaðar-
manna, skrifar
útgerðina. LÍÚ stendur algerlega á
sama um öll umhverfissjónarmið, sem
sífellt skipa stærri sess á öllum sviðum
í hinum vestræna heimi.
íslendingar hafa mikilla hagsmuna
að gæta í þessum málum og hafa látið
mjög á sér bera á alþjóðlegum vett-
vangi á sviði umhverfismála. Það
skiptir verulegu máli að vera sjálfum
sér samkvæmur í þeirri umræðu; að
vera ekki að húðskamma aðra
fyrir slæpingjahátt og vera
svo engu betri sjálftr. Is-
lendingar hafa mjög bar-
ist gegn losun geisla-
virks úrgangs í sjó og
orðið mjög ágengt.
íslendingar eru að-
ilar að samkomulagi,
sem m. a. bannar
úreldingu
LÍÚ:
Hafa barist lengi fyrirþví að af-
koma sjávarútvegsins verði bætt
með gengisfellingu.
skipa með sökkvun í sjó. Þær þjóðir,
sem einnig eru aðilar að samkomulag-
inu, leggja mikla áherslu á að
staðið sé við ákvæði samn-
ingsins því þær verða að
lúta mjög ströngum skil-
yrðum heima fyrir. Allir
sjá að Islendingar geta
ekki staðið áfram í
fremstu víglínu í þeirri
umræðu og vera svo
sjálfir með flest allt niður
um sig.
LOKAÐ
Skrifstofur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
lokaöar eftir hádegi í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
Helga E. Guðbrandssonar.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
KOPAVOGUR
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanessvæði leitar
eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Kópa-
vogi. Um er að ræða einbýlis- eða raðhús, 150-220 m2
að stærð að meðtalinni bílgeymslu, helst í vesturbæn-
um.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingaár og -
efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, af-
hendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármála-
ráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 14. janú-
ar 1993.
Auglýsing ráðuneytisins, dags. 18. desember s.l.,
sama efni, er hér með afturkölluð.
Fjármálaráöuneytið,
30. desember 1992.
um
*-* mim
Hafnargata 90, Keflavík
Tilboð óskast í innréttingu á hæfingarstöð fyrir fatlaða
að Hafnargötu 90, Keflavík.
Stærð húsnæðisins er 270 m2.
V'erktími ertil 1. maí 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7,
Reykjavík frá og með mánudeginum 4. janúar til og með
fimmtudeginum 14. janúar gegn 10.000,- kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar
ríkisins Borgartúni 7, þriðjudaginn 19. janúar 1993 kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 - 105 REYKJAVÍK