Alþýðublaðið - 15.01.1993, Page 3
Föstudagur 15. janúar 1993
3
VERÐ SNARLÆKKAR
ÁÚTSÖLUM
Herraskyrta sem menn festu kaup
á fyrir jólin og allt fram á þennan
tíma, kostaði 5 þúsund krónur eða
svo, - á útsölunni er hægt að selja
hana á 3 þúsund krónur.
Þannig ganga kaupin á eyrinni. Vit-
að er að álagning á fatnað í tískubúðum
er allt of há. Utsölufatnaðurinn er
nefnilega seldur með ágætum hagnaði,
enda þótt verðin hafi dottið svona mik-
ið niður. Gallabuxur hjá Levis-búðinni
kosta núna allt niður í tæpar 3 þúsund
krónur, verðinu hleypt niður um helm-
ing.
Eins og ævinlega er mikil örtröð
fólks á útsölunum, og sannkallaður
hamagangur í öskjunni. Útsölur Herra-
garðsins og Gallerís-Evu vom lífleg-
astar af Kringlu- útsölunum t gær-
morgun.
Nýr vettvangur og Kvennalisti leggja til
að launakjör borgarstarfsmanna
verði gerð opinber:
„Sjálfsögð og
eðlileg krafa"
- segir Ögmundur Jónasson
formaður BSRB
„Ég er mjög fylgjandi því að upp-
lýsingar um launakjör fólks séu uppi
á borði en ekki ofaní skúffu,“ sagði
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, þegar hann var inntur álits á
tillögu Ólínu Þorvarðardóttur og
Guðrúnar Ögmundsdóttur í borgar-
ráði, þess efnis að upplýsingar um
launakjör borgarstarfsmanna verði
gerðar opinberar.
I greinargerð með tillögunni segir að
þessi tilhögun hafi tíðkast um tíma hjá
bæði ríki og borg en verið felld niður af
óskilgreindum ástæðum.
Þá segir orðrétt: „Ein helsta forsenda
launajafnréttis er sú að launþegar haft
möguleika á að fylgjast með því hvem-
ig samningum er framfylgt og hvort
kjör þeirra séu sambærileg við kjör
annarra í sambærilegum störfum.
Kvikni grunur um launamisrétti hvílir
sönnunarbyrðin yfírleitt á launþegan-
um.“
Ögmundur Jónasson sagði að ekki
ætti nein leynd að hvíla yfir launakjör-
um, síst hjá opinberum stofnunum.
„Þetta er sjálfsögð og eðlileg krafa,“
sagði hann.
Tillögu Ólínu og Guðrúnar var vísað
til umsagnar starfsmannastjóra.
Fiskmarkaður Suðurnesja - metverð
eftir ótíðina
Matgoggar
Evrópu bíða eftir
góðri fiskmóltíð
Langvarandi bræla í Norðursjó
og gæftaleysi hér við land gerir það
að verkum að sá fiskur sem berst
fiskmörkuðum er sleginn á óvenju-
lega háu verði. Kaupendur í Evrópu
bíða nú óþreyjufullir eftir góðum
fiski, matgoggar Evrópu, í París,
Brussel og víðar munu fá góða send-
ingu með flugvél á laugardaginn.
I Fiskmarkaði Suðumesja var met-
dagur í gær, lítið framboð en góður
línufiskur og seldu menn óslægðan
þorsk á 150 krónur kílóið, og lúðuna á
hvorki meira né minna en 750 krónur
kílóið. Þessi verð em langt fyrir ofan
meðalverð. Þorskurinn er oft í þetta 90
krónum kílóið.
Bjóðendur vom ekki hvað síst aðilar
sem senda fiskinn utan til veitingahúsa
heimsborganna í Evrópu.
„Þetta er framtíðin, að flytja út fisk
sem unninn hefur verið hér á landi fyr-
ir erlenda neytendur, fluttur utan í flug-
vélum, við stöndum þar vel að vígi,
Suðumesjamenn", sagði Ólafur Þór Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri Fisk-
markaðar Suðumesja í gærkvöldi.
Allt sett í viðbragðsstöðu hjá Almannavörnum
Risaþota sendi
út neyðarkall
Neyðarkall barst frá Boeing 747
risaþotu í námunda við ísland rétt
í þann mund sem aimannavarna-
æfingu á kjarnorkuslysi lauk í
gærdag. Flugstjórinn boðaði nauð-
lendingu á Ketlavfkurflugvelli, en
þota hans var á ieiðinni frá Gatw-
ick í Englandi til Houston í Texas.
Almannavamir settu kerfi sitt þeg-
ar í gang, og sagði Guðjón Petersen
að það hefði aðeins tekið 3 mínútur.
Sjúkrahús f Reykjavík og í Keflavík
vom í viðbragðsstöðu, sjúkrabílar
óku að Straumsvík og biðu átekta, og
björgunarsveitir vom kallaðar út á
Suðumesjum.
Ekki kom til þess að þotan reyndi
lendingu hér á landi. Flugstjórinn til-
kynnti að hann hefði ákveðið að snúa
aftur til Gatwick og lenda þar. Ekki er
blaðinu kunnugt um hvemig til tókst
þar. Almannavamir og aðiiar tengdir
þeim fengu hinsvegar aukaæfingu,
sem ekki hafði verið fyrirhuguð.
Leikfélag gamla
fólksins slær í gegn
Eldri borgarar Reykjavíkur stofn-
uðu í fyrra sinn eiginn ieikklúbb, sem
heitir Snúður og snælda. Klúbburinn
frumsýnir á morgun, laugardag, leik-
ritið Sólsetur eftir Sólveigu Trausta-
dóttur frá Djúpuvík á Ströndum,
gamanleik í þrem þáttum.
Leikstjóri er Bjami Ingvarsson. Sýnt
er í Risinu að Hverfisgötu 105 þriðju-
daga, miðvikudaga og laugardaga kl. 16
og sunnudaga kl. 17.1 fyrra sýndi hópur-
inn Fugl íbúri eftir systumar Kristínu og
Iðunni Steinsdætur 20 sinnum, alltaf fyr-
ir fullu húsi.
Með hlutverk í Sólsetri fara Þorsteinn
Ólafsson, Brynhildur Olgeirsdóttir, Sig-
rún Pétursdóttir, Anna Tryggadóttir, Ár-
sæll Pálsson, Iðunn Geirdal, Sigurbjörg
Sveinsdóttir, Sveinn Sæmundsson og
Björg Þorleifsdóttir. Margir aðrir leggja
lið við sýninguna.
Úr leikritinu Sólsetur, sem eldri borgarar
Reykjavíkur setja nú á svið.
Breytt hlutdeild sjúkratiyggðra í lœkniskostnaði
Hamlað gegn óhóflegum
kostnaði við sérfræðinga
- greiðslur fyrir börn samrœmdar og afsláttarkort í staðfríkorta
„Með hlutfallsgreiðslum er leitast
við að auka kostnaðarvitund neyt-
endanna og veita aðhald að reikn-
ingsfærslu þeirra sem veita þjónust-
una“, sagði Sighvatur Björgvinsson,
heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
en hann hefur sett nýja reglugerð
um hlutdeild sjúkratryggðra í kostn-
aði við heilbrigðisþjónustu. Megin-
breytingin lýtur að greiðslum fyrir
sérfræðilæknishjálp og teknar verða
upp hlutfallsgreiðslur.
Sighvatur Björgvinsson segir að
kostnaður vegna læknishjálpar, eink-
um vegna sérfræðilækninga og rann-
sókna, hafi farið vaxandi á liðnum ár-
um, á sama tfma og tekist hefur að
hemja kostnað við flesta aðra þætti
heilbrigðismála, meðal annars hvað
varðar rekstur sjúkrahúsa.
Ein meginástæða þess að örðugt er
að takmarka útgjöld vegna sérfræði-
læknishjálpar segir ráðherrann vera þá
að kerííð er opnara en víðast í ná-
grannalöndunum . Þannig fá nýir lækn-
ar viðstöðulaust samning við Trygg-
ingastofnun og sjúklingar geta leitað
beint til sérfræðinga án þess að gengið
hafi verið úr skugga um hvort leysa
megi vanda þeirra hjá heilsugæslu- eða
heimilislæknum. Um áramótin gekk í
gildi heimild til heilbrigðisráðherra,
sem fengin var með Iagabreytingu,
þess efnis að setja megi það sem skil-
yrði fyrir greiðsluþátttöku Trygginga-
stofnunar í sérfræðilækniskostnaði að
fyrir liggi tilvísun frá heimilislækni.
Tilvísanakerfi svipað því sem áður var
við lýði, er því til athugunar í ráðuneyt-
inu.
Eftir sem áður verður visst fastagjald
upp á 1.200 krónur þegar fólk leitar til
sérfræðinga en það var áður 1.500
krónur. Hins vegar eiga þeir sem leita
til sérfræðings að greiða 40% af þeim
kostnaði sem fer umfram 1.200 krónur
en Tryggingastofnun greiðir afgang-
inn.
Hvað varðarkomurtil heimilislækna
eða á heilsugæslustöðvar þá verður
gjaldskráin óbreytt nema hvað varðar
böm sem verður 200 krónur fyrir öll
böm sem ekki em komin með afsláttar-
eða fríkort. Áður þurfti að greiða 600
krónur fyrir böm eldri en 6 ára og ekk-
ert gjald var fyrir yngri böm.
Afram verður þó fast gjald fyrir
rannsóknir og röntgenskoðanir en það
hækkar úr 600 kr. í 900 kr. og úr 200
kr. í 300 kr. hjá lífeyrisþegum.
I stað fríkorta sem í gildi hafa verið,
þegar ákveðnu hámarki hefur verið náð
vegna kostnaðar við læknishjálp, verða
þann 1. mars tekin upp afsláttarkort
sem veita 2/3 afslátt. Mörkin verða
hins vegar óbreytt, 12.000 kr. fyrir al-
menning, 6.000 kr. vegna bama í sömu
fjölskyldu og 3.000 kr. hjá lífeyrisþeg-
um.
VILHJÁLMUR í FORYSTU
Skipt hefur verið um formann í
nefnd sem vinnur að mótun stefnu
í sjávarútvegsmálum.
Vilhjálmur Egilsson, alþingis-
maður, hefur verið skipaður til að
veita nefndinni forystu ásamt Þresti
Ólafssyni. Fyrr gegndi Magnús
Gunnarsson, forstjóri SÍF for-
mennskunni, en hann hefur beðist
undan því að gegna formennsku
áfram vegna anna við önnur störf.
Hann mun hinsvegar starfa áfram í
nefndinni.