Alþýðublaðið - 15.01.1993, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 15.01.1993, Qupperneq 7
Föstudagur 15. janúar 1993 7 Ströndum, þvf næst á Eskifirði og loks í Reykjavík. Föðurafi Amþórs var Jens Peter Jensen, beykir og veitingamaður, sem fluttist ungur frá Danmörku til Austfjarða. Amþór fluttist með foreldrum sínum heim til íslands bamungurog ólst upp á Eskifirði frá þriggja ára aldri. Á Eski- firði bjó Amþór í 74 ár og skiidi eftir sig djúp spor í sögu staðarins. Amþór kvæntist árið 1931 Guðnýju Önnu Pét- ursdóttur, prests að Eydölum og átti með henni fjögur böm, sem sum urðu þjóðkunn: Gauta yfirlækni á Akureyri, Val kaupfélagsstjóra KEA, Hlíf lög- giltan skjalaþýðanda í Kaupmanna- höfn og Guðnýju Önnu hjúkrunarfor- stjóra í Reykjavík. Að loknu gagnfræðaprófi frá Akur- eyri 1923 hóf Amþór framhaldsnám í skóla lífsins þaðan sem hann útskrifað- ist með láði. Það var í öndverðri heim- skreppunni sem Eskfirðingar leituðu fyrst til Amþórs um forystu í atvinnu- lífi byggðalagsins. Hann var þá aðeins 26 ára að aldri. Hann brást ekki trausti þeirra og reyndist best, þegar mest á reið. Þá stofnaði hann samvinnufélag um fiskverkun ásamt samstarfsfólkinu og sá þannig bæjarbúum fyrir atvinnu þegar mest þurfti við. Það var Amþóri líkt að þegar félaginu var slitið var eignum þess skipt upp milli stofnenda í anda samvinnuhugsjónarinnar, sem var Amþóri annað og meira en orðin tóm. 1933 beitti Amþór sér fyrir stofnun pöntunarfélags Eskfirðinga og veitti því forstöðu í 44 ár. Eins og Ásgeirs- verslun á Isafirði forðum rak Amþór milliliðalausa inn- og útflutningsversl- un í nafni pöntunarfélagsins og tryggði þannig félagsmönnum sínum betri þjónustu við lægra verði en fáanlegt var annars staðar á landinu. Það lýsir Amþóri vel að hann gætti þess að halda pöntunarféiaginu utan við pólitíska flokkadrætti sem þjónustuaðila fyrir alla - og gekk því ekki í SÍS. Á stríðsár- unum stofnaði Amþór í félagi við aðra útgerðarfélagið Hólmaborg h.f. og var framkvæmdastjóri þess til ársins 1955. Undir lok stríðsins gerðist pöntunarfé- lagið annar stærsti hluthafmn í Hrað- frystihúsi Eskifjarðar. Það er til marks um það traust sem Amþór naut alla tíð í viðskiptum að Eggert Kristjánsson lánaði honum lilutfjárframlagið, án trygginga umfram það, að Amþór lof- aði að sleppa ekki hendinni af fyrirtæk- inu þann tíma sem tæki að endurgreiða lánið. í byrjun sjötta áratugarins var Am- þór f.h. Pöntunarfélagsins aðalhvata- maður að stofnun Austfirðings h.f. sem var sameiginlegt útgerðarfélag Fá- skrúðsfirðinga, Reyðfirðinga og Esk- firðinga. Það var til þess stofnað að tryggja hlut Austfirðinga í nýsköpunar- togumnum. Þegar sfldarævintýrið hófst aftur upp úr 1960 greip Amþór tækifærið og lét byggja sfldarplan í fjömnni til hliðar við hús sitt til þess að tryggja að sfldargróðinn færi ekki allur út úr plássinu. Þetta sem nú er nefnt er aðeins nokkrar stiklur á ferli óvenjulegs og sérstaklega farsæls athafnamanns og byggðarstólpa. Þar að auki lét Amþór sér alla tíð mjög annt um velferðarmál síns byggðarlags. Hann tók að sér for- mennsku skólanefndar og sóknar- nefndar; var formaður byggingafélags verkamanna og formaður byggingar- nefndar og framkvæmdastjóri sam- komuhússins Valhallar. Þar að auki var hann í fjölda ára formaður Jafnaðar- mannafélags Eskifjarðar og hrepps- nefndamtaður í 4 ár. Á 200 ára afmæli Eskifjarðarkaup- staðar var hann kjörinn heiðursborgari Eskifjarðar og sama árið jafnframt heiðursfélagi í Alþýðuflokknum. Mér er minnisstætt frá þessu ári að Amþór var heiðursgestur á árshátíð kjördæm- isráðs Alþýðuflokksins og aðalræðu- maður, en hátíðin var haldin í sam- komuhúsinu Valhöll, sem hann hafði beitt sér fyrir að reisa. Þrátt fyrir stutt kynni duldist mér ekki að heiðursgest- ur okkar var ekki einasta traustur at- hafnamaður heldur einnig heillandi persóna við nánari kynni. Þessi aldraði maður var í fullu fjöri, andlega lifandi frásagnameistari með fjölbreytt áhuga- mál. Það gleður mig að heyra að hann hélt reisn sinni til hinstu stundar. Fyrir hönd Alþýðuflokksins, Jafnað- armannaflokks íslands færi ég honum þakkir fyrir samfylgdina og flyt afkom- endum hans, vinum og vandamönnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson Fatlaðir takast á við meistara Moliere „Ef persónur í leikritum eru fatlaðar, þá eru þær yFirleitt leikn- ar af ófötluðum. Við snúuin dæm- inu við: I uppfærslu okkar á Aura- sálinni eftir Moliere fara leikarar í hjólastólum með hlutverk sem vitaskuld voru skrifuð fyrir ófatl- aða,“ segir Sigurður Björnsson, félagi í nýjum leikhópi, Halaleikhópnum, sem frumsýnir á laugardaginn. Halaleikhópurinn var stofnaður síðast- liðið haust og eru fé- lagar nú eitthvað á sjötta tuginn, að sögn Sigurðar. Félagamir eru á öllum aldri, fatl- aðir sem ófatlaðir. „Fyrst og fremst eru þetta áhugamenn um leiklist. Hópurinn er að því leyti ffá- brugðinn öðrum að við miðum alla starf- semi við aðgengi og möguleika fatlaöra," segir Sigurður. Um 60% félaga í Hala- leikhópnum eru fatl- aðir. Það er vitaskuld áhuginn og leikgleðin sem er •aflvaki Hala- leikhússins einsog annarra áhugaleikfé- laga; flestir leikar- anna þreyja frumraun á laugardaginn. Fjöldi fólks stend- ur að uppfærslunni, leikarar eru alls fimmtán og leikstjór- ar eru tveir, Guð- mundur Magnússon og Þorsteinn Guð- mundsson. Frumsýningin verður semsagt á laugardaginn, 16. janúar, klukkan 20.30 í félagsmiðstöðinni Árseli. Önnur sýning verður miðvikudaginn 20. janúar og sú þriðja annan sunnu- dag. Sannarlega forvitnilegur nýr leikhópur sem ekki ræðst á garðinn þarsem hann er lægstur. HJ Aurasálin sjálf, Harpagon. Með hlutverkið fer Ómar B. Walderhaug. Glæsilegt par. Sigurður Björns- son og Kolbrún Dögg Kristjáns- dóttir í hlutverk- um Valére og Elise. Frá Alþýðuflokksfélagi Kópavogs Aðalfundur félagsins verður haldinn 25. janúar nk., kl. 20,30 í Hamraborg. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin LANDBÚNAÐARRÁnUNEYTIÐ Til ábúenda og eigenda lögbýla Á síöastliðnu hausti var fullviröisréttur til framleiöslu mjólkur og sauðfjárafuröa færöur niöur til aö laga hann aö innanlandsmarkaöi samkvæmt ákvæöum búvöru- samnings frá 11. mars 1991 og samnings um mjólkur- framleiöslu frá 16. ágúst 1992. I þeim samningum og i lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 22. desember s.l. um breytingar á búvörulögum nr. 46/1985, er kveöið á um greiöslur fyrir niöurfærslu fullvirðisréttar. Greiðslur vegna niöurfærslu fullviröisréttar veröa greiddar hand- hafa beinna greiöslna á lögbýlinu, en greiöslur þessar á að greiöa 31. janúar n.k. vegna niöurfærslu fullviröis- réttar til framleiöslu sauöfjárafuröa og 31. mars n.k. vegna niðurfærslu fullviröisréttar til framleiöslu mjólkur. Þær skulu þó ekki greiddar handhafa beinna greiöslna, geri ábúandi og eigandi lögbýlis samkomulag um aö viötakandi veröi annar aöili, enda berist skrifleg tilkynn- ing þess efnis til landbúnaöarráöuneytisins fyrir greiösludaga, þ.e. 31. janúar og 31. mars n.k. Landbúnaöarráöuneytiö, 11. janúar 1993. Örn Falkner, lengst til hægri á myndinni, tekur við styrknum úr hendi Hauks Guð- laugssonar söngmálastjóra, en vinstra megin á myndinni eru þau Sigrún Karlsdóttir og Jakob F. Magnússon. Byrjaði í bílskúrsbandi, - varð organleikari Lærir hjá aðalorganista Péturskirkjunnar í Róm Orn Falkner, 32 ára organisti í Hveragerði, hlaut styrk til náms- dvalar í Rómaborg úr Minningar- sjóði Karls J. Sighvatssonar, sem af- hentur var á föstudaginn var. Jakob Frímann Magnússon trúnað- armaður sjóðsins greindi frá niður- stöðu sjóðsstjómar í hófi sem haldið var í tilefni þessarar annarrar úthlutun- ar úr sjóðnum. I stjóminni em þau Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri, formaður, Sigurður Rúnar Jónsson, El- len Kristjánsdóttir og Sigrún Karlsdótt- ir. Strax á laugardag hélt Öm utan þar sem hann ntun njóta tilsagnar aðalorg- anista Péturskirkjunnar í Róm, Þjóð- verjans James Goettsche, næstu sjö mánuðina. Öm hefur tvívegis áður not- ið tilsagnar hans, en þar áður var Hauk- ur Guðlaugsson í læri hjá þessum mikla hljómlistannanni. Öm Falkner er langt kominn í gull- smíðaiðn, á aðeins sveinsstykkið eftir. En hljómlistin á hug hans allan. Hann segir að hann hafi á unga aldri byrjað að leika með bflskúrsböndum, en 17 ára sneri hann sér að námi í orgelleik. Hann tók við staríi af Karli heitnum Sighvatssyni austan fjalls og er drif- fjöður í söng- og tónlistarstaifi bæði í Hveragerði og í Þorlákshöfn. Ekki er það heiglum hent að komast að hjá aðalorganista í höfuðkirkju kaþ- ólskra manna í heiminum. ,^Etli þeim þyki það ekki eitthvað forvitnilegt að fá að kenna eskimóunurrí', sagði Öm Falkner og kímdi við, þegar hann ræddi við blaðamann Alþýðublaðisins á föstudaginn. Kratakvöld i Rósinni miðvikudaginn 20.janúar kl. 20.30. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 Innlausnardagur 15. janúar 1993. 1. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 12.284 100.000 122.843 1.000.000 1.228.429 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 10.931 100.000 109.306 500.000 546.532 1.000.000 1.093.065 Innlausnarstaður; Veðdeild Landsbanka íslands ; Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS ! LJ HÚSBRÉFADEILD SUDURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SiMI 696900 S

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.