Alþýðublaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 15. janúar 1993
15.'~
Atburðir dagsins
1559 Elísabet I er krýnd Englands-
drottning. Hún er 26 ára, fögur, vel
menntuð og hrífandi; dóttir Hinriks
VIII og annarrar konu hans, Önnu
Boylen, sem hann lét taka af Iífi á sín-
um tíma.
nr i* r
Bandaríkjamenn grimmilegar loft-
árásir sem kostuðu þúsundir líftð.
Þeim var ætlað að knýja leiðtoga Víet-
kong til að slaka á kröfum sínum á
væntanlegum samningafundi í París.
1990 Þúsundir æstra Austur-Þjóðverja
brjóta sér leið inní höfuðstöðvar Stasi,
hinnar illræmdu öryggislögreglu.
Battettdansarinn
sem breytti heimimm
1759 British Museum í Lundúnum
opnað. Það var einkum kostað með
300.000 sterlingspundum sem söfnuð-
ust með happdrætti.
1790 Fletcher Christian og uppreisn-
arseggir hans af Bounty taka land á
Pitcaimeyju í Kyrrahafi.
1815 Emma Hamilton, fyrrum ást-
kona Nelsons lávarðar, deyr í fátækt í
Frakklandi.
1867 40 manns drukkna í London
þegar ís brestur á vatni.
1878 Konur eru útskrifaðar í fyrsta
skipti frá Lundúnaháskóla.
1971 Sadat, forseti Egyptalands, opn-
ar formlega hina miklu Aswanstíflu í
Nílarfljóti.
1973 Nixon Bandaríkjaforseti gefur
flughemum fyrirskipun um að hætta
loftárásum á Víetnam. Um jólin gerðu
16.' -
Atburðir dagsins
1547 Ivan grimmi krýndur fyrsti keis-
ari Rússlands.
1780 Breskur herafli sigrar Spánverja
og nær yfirráðum á Gíbraltar.
1919 Rósa Lúxembúrg og Karl
Liebnecht, leiðtogar uppreisnar
kommúnista í Berlín, drepin af for-
ingjum í þýska hemum.
1920 Áfengisbann tekur gildi í Banda-
ríkjunum. Margir spá mikilli glæpa-
öldu. Lögreglustjórinn í New York
segir að auka þurfi um 250.000 manns
í lögregluliðinu.
1924 BBC útvarpar fyrsta leikritinu
sem sérstaklega er samið fyrir útvarp,
Danger eftir Richard Hughes.
1932 Duke Ellington hljóðritar It
Don't Mean a Thing í New York.
1942 Bandaríska leikkonan Carole
Lombard, eiginkona Clark Gable,
ferst í flugslysi.
1944 Eisenhower hershöfðingi verður
yfirmaður herafla Bandamanna í Evr-
ópu.
Afmœlisbörn dagsins
Jean-Baptiste-Poquelin Moliere
1622, franskt leikritaskáld, meðal ann-
ars höfundur Aurasálarinnar sem
Halaleikhúsið frumsýnir á morgun,
laugardag.
Aristotle Onassis 1906, grískur
skipakóngur; elskhugi Maríu Callas
og seinni eiginmaður Jacquelene
Kennedy, ekkju Bandaríkjaforseta.
Lloyd Bridges 1913, bandarískur
kvikmyndaleikari.
Gainal Nasser 1918, fyrsti forseti eg-
ypska lýðveldisins.
Martin Luther King 1929, leiðtogi í
réttindabaráttu blökkumanna t' Banda-
ríkjunum; handhafi friðarverðlauna
Nóbels 1964.
#7 /i r
1970 Khadaffí hershöfðingi verðuryf-
irmaður Byltingarráðsins í Libýu.
1975 Angóla öðlast sjálfstæði frá
Portúgal.
1979 íranskeisari deyr í útlegð í Eg-
yptalandi.
1979 Bandaríska söngkonan Cher
sækir um skilnað eftir aðeins níu daga
hjónaband með Greg Allman.
1991 Bandamenn gera stórkostlegar
árásir á Baghdad, höfuðborg íraks.
Afmœlisbörn dagsins
André Michelin 1853, franskur hjól-
barðaframleiðandi.
Alexander Knox 1907, kanadískur
kvikmyndaleikari, lék meðal annars í
The Sea Wolf.
Ethel Merman 1909, söngkona og
leikkona, fræg úr ýmsum söngva-
myndum, meðal annars There’s No
Business Like Show Business.
r
Atburðir dagsins
1852 Bretar viðurkenna sjálfstæði
Búa í Transvaal.
1912 Kapteinn Scott og félagar kom-
ust á Suðurpólinn eftir mikla hrakn-
ingaferð - til þess eins að fá að vita að
þeir voru ekki fyrstir á staðinn.
Norskt tjald sýndi að Roald Amund-
sen hafði skotið Scott ref fyrir rass og
varð heilum mánuði á undan. „Guð
minn guð, þetta er ömurlegur staður,“
skrifaði Scott í dagbók sína.
1934 Pohl, fátækur og flestum
óþekktur, finnur 500 karata demant, í
grennd við Pretóríu í Suður-Afríku.
1961 Lumumba forseti Kongó ferst í
sprengjutilræði.
1977 Fyrsta aftakan í tíu ár fer fram í
Bandaríkjunum. Gary Gilmore var
leiddur í rafmagnsstólinn. Síðustu orð
hans voru: „Dn'fum í þessu“. Heyrst
hefur að rithöfundurinn frægi Nor-
man Mailer sé þegar byrjaður á bók
um Gilmore. - Sú bók átti síðar eftir
að slá rækilega í gegn; sömuleiðis
kvikmyndir.
1988 Daníel Ortega, leiðtogi Sandín-
ista í Nigaragua, býður Kontraskæru-
liðum vopnahlé.
1989 Vitfirringur með „Rambógrill-
uf ‘ drepur fimm manns á skólalóð
með kúlnahríð.
1991 írakar skjóta „sköddflaugum" á
Israel.
Afmœlisbörn dagsins
AI Capone 1899, frægasti glæpamað-
ur aldarinnar.
Muhammad Ali 1942, heimsmeistari
í hnefaleikum í þrígang.
Davíð Oddsson 1948, forsætisráð-
herra.
Sigurjón Magnús Egilsson 1954,
blaðamaður.
Ballettdatisaritin Núreyei? do í síðustu ríku í Parts
aðeins 54 ára, - en goðsöynin tifir.
Arftaki Nijinskys 04 skóta Diagitetfs.
Mollulegur júnídagur árið 1961 á
Le Bourget ílugvellinum utan við
París. Hópur sovéskra ballettdansara
bíður flugs til Lundúna, eftir sýningar
í París, þar sem hefð rússneska ball-
ettsins lifði góðu lífi frá dögum Dia-
gilevs, sem fyrir byltinguna flutti
ballettskóla sinn til höfuðborgar hinn-
ar frönsku hámenningar. Kvöldið áð-
ur hafði fólleitur, ungur karldansari úr
hópnum fengið áhorfendur til að rísa
úr sætum sínum í hrifningarvímu;
gagnrýnendur hylltu hann í blöðum
sem arftaka Nijinskys; gerseminnar í
safni Diagilevs á sínum tíma og fræg-
asta karldansara aldarinnar. Tveir
lögreglumenn stóðu álengdar í hitan-
um, þegar hetja kvöldsins áður hljóp í
fangið á þeim: „Ég vil vera kyrr."
Þannig hófst frægðarferill hins
ógleymanlega ballettdansara, Rúd-
olfs Núreyevs, á Vesturlöndum.
Hann var 24 ára gamall, og átti eftir
að breyta balletthefð heimsins áður
en hann dó 54 ára gamall í sinni elsk-
uðu París í síðustu viku, að öllum lík-
indum fómarlamb eyðni.
Fæddur á hreyfingu
Núreyev fæddist árið 1938 um
borð í lest á fleygiferð eftir bökkum
Baikal vatnsins nálægt Mongólíu;
eins konar forspá um líf, sem átti eftir
að vera á stöðugri hreyfingu í orðsins
fyllstu merkingu. Móðir hans var þá á
leið að hitta mann sinn, sem var her-
maður í her Sovétríkjanna. Fjölskyld-
an festi að lokum rætur í Ufa, af-
skekktri borg sem var fjarri iðu lista-
lífsins, sem blómstraði í stórborgum
Sovétríkjanna. Þau voru fátæk, og
Núreyev sleit bamsskónum meðan
heimsstyrjöldin geisaði. „Helsta
minning mín er hungur - stöðugt
hungur," skrifaði Núreyev síðar í
sjálfsævisögu sinni.
Pilturinn ungi sá ballett í fyrsta
sinn þegar balletthópur í héraðinu
= kom og sýndi á gamlárskvöld í Ufa.
Eftir það snerist hugur hans einungis
um dans. Hann æfði sig með dönsur-
um í héraðinu, en byrjaði ekki ballett-
þjálfun af hreinni alvöru fyrr en hann
var orðinn 17 ára, þegar honum tókst
nteð harðfylgi að brjótast til St. Pét-
ursborgar, sem þá hét Leníngrad, og
komst til náms í hinum fræga Kírov-
skóla, sem þá var þekktasti ballett-
skóli hins sovéska heimsveldis. Þar
var hann í strangri þjálfun í þrjú ár,
þegar hann var tekinn inn í sýningar-
hóp Kírov-skólans. Óumdeildir hæfi-
leikar hans vöktu strax athygli yftr-
valda; en ekki síður uppreisnarandinn
sem einkenndi hann, en á sínum tíma
hélt hann uppi vömum fyrir nauðsyn
þess að þróa listhæfileika einstak-
lingsins fremur en hópsins. í Sovét-
ríkjum þess tíma var þetta álitinn
villutrú, sem að vísu var skrifuð á
reikning ungæðis og vanþroska, en
eftir það höfðu yfirvöld strangar gæt-
ur á hinum upprennandi karldansara.
Þegar hann flúði til Vesturlanda
1961 hafði hann unnið sinn fyrsta
stóra danssigur á Vesturlöndum með
sýningum hópsins í París. Gagnrýn-
endur áttu ekki orð til að lýsa aðdáun
sinni á hinum efnilega dansara, og
hópsins biðu fleiri sýnigar í Lundún-
um. En þegar stjómendur hópsins
komu skyndilega til hans og sögðu
honum að hann mætti ekki fylgja fé-
lögum sínum til Lundúna, heldur
hefði borist skipun um það frá stjóm-
1 völdum að hann kæmi þegar í stað til
| Moskvu til að dansa í Kreml, þá
skildi Núreyev þegar í stað, hverjum
i klukkan glumdi. Hann var sannfærð-
ur um, að yfirvöld óttuðust að hann
j myndi flýja, og hlýðnaðist hann nú
i: boði valdhalanna í Kreml yrði honum
Goðsöqn
sem
atdrei deyr
ekki hleypt aftur út fyrir landsteinana.
Hann greip því til sinna ráða án þess
að hugsa sig um tvisvar, og leitaði
hælis í París.
Glæstur ferill
Með þessu hófst þriggja áratuga
samfelldur frægðarferill, þar sem
Núreyev dansaði linnulaust. Eftir
flóttann kom hann fyrst fram í The-
atre des Champs-Elysee í París. Það
var nóg að nefna nafn hans til að
áhorfendur dreif að í hálfgerðu æði.
Þegar hann steig inn á sviðið klöpp-
uðu þeir í hálfa mínútu samfleytt;
þegar hann lauk dansinum var hann
kallaður fram þrjátíu sinnum.
Núreyev var ótrúlega fjölhæfur
dansari; jafnvígur á klassíska ballett-
inn sem nýrri balletta. Hann gæddi
Iíft ljölmarga af ballettum Balanchi-
nes, hins þekkta kóreógrafs, en blés
einnig nýjum þrótti eldri balletta.
Hann unni klassíska ballettinum, og
strax á sínum fyrstu árum vestra hófst
samband hans við Konunglega ball-
ettinn, sem þá var í lægð, þótti staðn-
aður og hugmyndasnauður. Konung-
legi ballettinn hafði hins vegar á að
skipa ballerínu, sem komin var að
lokum ferils síns, en hafði haft yfir-
burði í röðum kvendansara á Vestur-
löndum. Þetta var ballerínan Margot
Fonteyn.
Rúdolf Núreyev kom sem gesta-
dansari til Konunglega ballettsins í
Lundúnum að dansa í „Giselle", þar
sem hann hitti Fonteyn í fyrsta sinni.
Hann dansaði eins og hann væri inn-
blásinn af guðdómlegum þrótti; sýn-
ingin var rafmögnuð og fagnaðarlát-
unum ætlaði aldrei að linna. „Það var
eins og villtu dýri hefði verið sleppt
lausu inni í virðulegri stofu," skrifaði
einn gagnrýnandinn. Þannig hófst
samband hans við bresku ballerínuna
frægu, sem átti eftir að verða goðsögn
í ballettheiminum. Það var að mörgu
leyti undarlegt; hann var að komast á
hátind sinn sem dansari, aðeins 24 ára
gamall, en Fonteyn var 18 árum eldri,
og sól hennar að hníga til viðar. Núr-
eyev gaf Margot Fonteyn nýtt líf; í
dansi þeirra sameinaðist sá feikilegi
kraftur sem karldansarinn ungi bjó
yftr og mýktin og fullkomnar hreyf-
ingar bresku stjömunnar. Þau áttu eft-
ir að dansa saman um allan heiminn,
áður en Fonteyn dró sig í hlé. Ballett-
inn varð aldrei jafn magnþrunginn og
rafmagnaður eins og í dansi þeirra
saman. Eftir fyrstu sýningu með Kon-
unglega ballettinum varð Núreyev
fastur gestadansari með hópnum, og
þar með hófst nýtt blómaskeið í
breskum ballett.
Rafmagnaður kraftur
Stökkkraftur hans var með ólíkind-
um, og eins og Nijinsky á sínum tíma
virtust stökkin fullkomlega áreynslu-
laus og báðir áttu þann eiginleika, að
það var eins og þeir staðnæmdust í
miðju stökkinu, og brytu öll lögmál
þyngdaraflsins. Frægt var, þegar Nij-
insky var eitt sinn spurður hvemig
hann færi að því að stoppa í miðju
stökki og eins og hanga í lausu lofti.
„Það er auðvelt," svaraði Nijinsky.
„Fyrst stekkur maður, og svo stoppar
maður í stökkinu." Núreyev vísaði
stundum í þetta svar, þegar hann var
spurður sömu spumingar. Hinn hrái
og dýrslegi kraftur sem birtist í dansi
Núreyevs fékk áhorfendur til að
missa stjóm á sér í sætunum; í heimi
þar sem ballettmeistarinn, George
Balanchine, hafði búið til lögmálið
„ballett er kona" hóf Núreyev karl-
dansarann aftur til vegs.
Með aldrinum sneri Núreyev sér
að þvf að setja upp, semja og endur-
semja balletta. I sex ár stjómaði hann
Operuballettinum í París. Hann hætti
þó aldrei alveg að dansa. Á áttunda
áratugnum, þegar hann nálgaðist fer-
tugt, fóm gagnrýnendur og vinir að
spyrja, hvenær hann ætlaði að leggja
ballettskóna á hilluna. Hann hataði
spuminguna, en dans hans fór smám
saman að sýna merki aldurs. Tækni
hans hafði alltaf verið svolítið ábóta-
vant, ef til vill vegna þess hversu seint
hann byrjaði raunvemlegt ballettnám.
En það sem hann skorti á tæknina
bætti hann upp með krafti og dýrs-
legu segulmagni. Sýningamar versn-
uðu, - og hann gat ekki hætt. Ef til vill
bjargaði ótímabær dauði því sem
honum var annast um; þjóðsögunni
um Rúdolf Núreyev.
Dauðinn í París
Sögusagnir höfðu gengið ámm
saman um að hann væri sjúkur af
eyðni. Hann staðfesti það aldrei, og
við andlát hans sagði læknir hans að
hann hefði dáið úr hjartatruflunum í
kjölfar alvarlegs sjúkleika. „Sam-
kvæmt óskum Núreyevs get ég ekki
sagt meira," sagði læknirinn. Náinn
vinur hans í París hafði eftir Núreyev,
að hann hefði ekki viljað opinbera
sjúkleika sinn. „Hann neitaði ekki að
hann hefði eyðni, en hann vildi ekki
gera sjúkleika sinn opinberan. Hann
vildi ekki að það yfirskyggði listina."
Núreyev kom síðast fram í október
á síðasta ári, þegar nýr ballett eftir
hann, „La Bayadere", var fmmsýndur
af Óperuballettinum íParís. Hann var
í hjólastól, og átti erfitt með að rísa á
fætur. Tveir leikarar studdu hann. Um
leið og hann kom fram á sviðið fyllt-
ist það af blómum, sem áhorfendur
lleygðu í þakklætisskyni. Fagnaðar-
lætin stóðu í tíu mínútur. Dauði hans í
síðustu viku breytti ekki dansheimin-
um. Líf hans gerði það hins vegar.
HJ/Newsweek