Alþýðublaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. janúar 1993 5 Marnát i meminyarbyltmgu - Það er sagt að byttingin éti börnin s/n. Sií futtyrðing öarð að hroðategum öeruteika á tínwm menningarbyttingarinnar i Kina. AJý gögn fíetta fwtnnni af diðbjöðstegu mannáti - sem öar tátið öiðgangast afœðstu mönnum Kommúnistaftokksins í menningarbyltingu Maós sáluga í Kína gaus upp pólitískt hreintrúarof- stæki og múgsefjun sem leiddu til grimmdarlega ofsókna. Áðuren yfir lauk var að minnsta kosti 10 milljónum slátrað í nafni hinnar guðlegu hugsjón- ar formannsins; líf milljóna til viðbótar var lagt í rústir. Og nú berast tíðindi af áratugnum hræðilega milli 1966 og 1976 sem slá öll met í villimennsku. Búið er að draga fram í dagsljósið gögn sem sýna, svo ekki verður um villst, að mannát var stundað í nafni hinnar göf- ugu byltingar. Sönnunargögn sýna að ýmsir flokks- broddar kommúnista bæði lögðu bless- un sína yfir og beinlínis hvöttu til mannáts. Þetta kom í ljós fyrir fáum dögum þegar kfnverska andófsmannin- um og skáldinu Zheng Yi tókst loks að komast til Bandaríkjanna; hann var hundeltur af kínverskum stjómvöldum eftir blóðbaðið hroðalega á Torgi hins himneska friðar í júní 1991. Á flóttanum tókst Zlieng Yi að taka með sér leyniskjöl kínverskra stjóm- valda, sem hann hafði varið löngum tíma til að komast yfir. Þessi skjöl vitna um hryðjuverk sem unnin vom á tím- um menningarbyltingarinnar. Skjölin sýna að æðstu menn kín- verska kommúnistaflokksins létu óá- talið þótt flokksbroddar í Guangxi-hér- aði í suðurhluta Kína hvettu félaga sína til að drepa „stéttaróvini" og éta þá síð- an á mannfundum. Zheng Yi byrjaði að safna þessum skjölum áðuren kínversk stjómvöld létu til skarar skríða gegn andófsmönn- unt á Torgi hins himneska friðar. En hann hafði ekki látið þar við sitja, held- ur safnaði vitnisburðum og talaði við tugi manna sem játuðu hreinskilnislega að hafa lagt sér mannakjöt til munns; og tók ennfremur viðtöl við ættingja fómarlambanna. Ekki er hægt að færa neinar sönnur á að Maó formaður hafi haft vitneskju um mannátið í menningarbyltingunni; það gerði hinsvegar Zhou Enlai forsæt- isráðherra sem þegar í stað fyrirskipaði að glæpamennskan yrði stöðvuð. En í ringulreið menningarbyltingarinnar voru orð hans að engu höfð og flest bendir til að mannát hafi viðgengist í Guangxi-héraði þau ár sent menningar- byltingin stóð. „Eg trúi fullyrðingum Zhengs,“ seg- ir Perry Link, prófessor í kínversku við Princetonháskóla. „Hann er vandaður höfundur og gögnin em sannfærandi." Kínverskir embættismenn harðneita hinsvegar að vita nokkuð um málið. „Ég hef aldrei heyrt neitt um þetta,“ sagði embættismaður í Bejing í samtali við blaðamann Time. Hryðjuverkin áttu sér ýmsar birting- armyndir, samkvæmt skjölunum sem Zheng hefur safnað: „fólk étið í eftir- rétt... lifrin úr fólki steikt... manna- kjötsveisla." í sömu skýrslu er greint nákvæmlega frá atburðum sem urðu í Wuxuan- sýslu. Þar segir: „14. maí 1968 tók 11 manna hópur, undir forystu Weibræðr- anna, mann að nafni Chen Guorong og drápu hann með stómm hnífi og skáru úr honum lifrina; síðan var kjötinu deilt með 20 öðrum.“ I sama mánuði var kennslukonan Wu Shufang barin til dauða; lifrin var steikt og étin. I júní 1968 voru þrír meðlimir Li-fjölskyldunnar drepnir með barsmíðum; nágranni þeirra, Hu- ang Chihuan, risti úr þeim lifrina og færði öðrum bæjarbúa, Yu Yuerong. Hann steikti liframar, skar þær í bita og útbjó níu litla pakka sem nota átti í lækningaskyni. I skýrslunni segir enn- fremur að árið 1968 hafi 91 félagi Kommúnistaflokksins í Guangxi verið rekinn úr flokknum en ekki refsað að neinu öðru leyti. Zheng Yi ferðaðist til Guangxi í tví- gang og fékk góða fyrirgreiðslu hjá yf- irmönnum flokksins þar. Ekki var nóg með að þeir leyfðu honum að lesa rannsóknarskýrslur Kommúnista- flokksins um mannát heldur komu þeir líka í kring viðtölum við vitni. „Þegar ég var skilinn eftir einn gat ég ljós- myndað skýrslumar," segir Zheng Yi. Þegar Zheng kom í Shanglin-sýslu komst hann að því að mannátið var rætt á opinskáan hátt, mörgum ámm eftir að voðaverkin gerðust. Fólk minntist þess til dæmis þegar maður var ristur á kvið- inn og lifrin fjarlægð meðan hann var enn á lífí. Zheng hitti líka gamlan mann sem ekki fór í neinar felur með fortíðina: „Já, ég játa allt,“ sagði skröggurinn Yi Wansheng, og lýsti hvemig hann drap eitt fómarlamb, son landeiganda. „Ég notaði hníf til að vinna á honum. En hnífurinn var vita bitlaus svo ég henti honum frá mér; með öðrum og beittari kuta tókst mér að skera upp á honum brjóstið. En þegar ég reyndi að rífa hjartað og lifrina út var blóðið svo heitt að ég þurfti að fara eftir vatni til þess að kæla það. Þannig tókst mér að ná úr honum innyflunum, sem ég skar í bita og deildi þeim með bæjarbúum.“ Éftir að menn- ingarbyltingunni lauk hefur hulunni verið svipt af mörgum voða- verkum. Það er hluti af þeirri við- leitni Deng Xiaop- ing að varpa rýrð á pólitíska rétttrún- aðarkirkju Maós. Hversvegna var þá sögum um mannát haldið leyndum? „Sumir þeirra sem tengjast mál- inu eru enn við völd í Guangxi," segir Zheng. „Þetta fólk sagði mér að ég yrði að passa mig vel, ella gæti forvitnin orðið mér að aldurtila.“ Zheng bendir líka á að mannáts- sögumar hefðu orðið mjög auð- mýkjandi fyrir kín- versk stjómvöld. Bejing á sjöunda áratugnum: Milljónum var slátraö ■' nafni pólitískra trúarbragða. Rannsókn hans bendir til að mannáts- faraldurinn hafi valdið titringi í efstu þrepum flokkskerfisins. Zhou Enlai forsætisráðherra sendi yfirmanni hers- ins í Guangxi kristaltær skilaboð: „Verði einn maður til viðbótar étinn, mun ég drepa þig.“ Hótuninni var ekki fy lgt eftir og ekk- ert bendir til þess að mannátsveislunni hafi lokið. Flokksbroddamir þorðu ekki að fordæma mannátið opinber- lega; til þess vom glæpimir of við- bjóðslegir. „Æðstu menn flokksins hafa alltaf vitað af þessu,“ segir Zheng, „en þeir vildu ekki að neinn annar byggi yfir vitneskjunni." HJ/Byggt á Time Hafðu staðreyndimar ** / 1 f a hreinul Landshagir 1992 hafa aö geyma tölulegar upplýsingar um ísland Hagstofa íslands Ritið er til sölu í afgreiðslu Hagstofunnar, Skuggasundi 3, sími 91-609860 og 91-609866, bréfasími 91-623312 og Bóksölu stúdenta, Félagsstofnun stúdenta, Hringbraut, sími 91-615961, bréfasími 91-620256. Verö 2.100 kr. Einnig er ritið fáanlegt á tölvudisklingum. Landshag'r ^ -1992 Nú er komiö út hjá Hagstofu íslands ársritið Landshagir. Landshagir 1992 er ómissandi rit öllum þeim sem þurfa að fá réttar upplýsingar um hag lands og þjóðar. í ritinu, sem er afar víðtækt, er að finna tölur um mannfjölda, atvinnu- vegi, félags- og heilbrigðismál, menntamál, þjóðarbúskap, verslun og margt fleira. Landshagir svara spurningum um ólíkustu svið samfélagsins, eins og t.d. þessum: Hve margir fæðast á ári hverju? Hver hefur verið þróun launa, verðlags og tekna? Hve margir eru utan þjóðkirkjunnar? Hver er nýting gistirýmis og af hvaða þjóðerni eru gestirnir? Hvernig er peningunum varið f heilbrigðis- og félagsmálum? Hvað hefur kjörsókn verið mikil í kosningum? Hve mikið skulda íslendingar erlendis? Hve gamlir verða íslendingar? Hvort var atvinnuleysi meira á Suðurnesjum eða Vestfjörðum sl. áratug? Hvað borða íslendingar mörg kíló af kjöti á ári? Hversu mörg dagsverk eru unnin á togaraflotanum? Hvað eru margir bílar á hverja 1000 íslendinga? Hve miklum hluta þjóðarútgjalda er varið til neyslu? Hversu margir eru í framhaldsskólum? Hve þungt vegur olían í orkunotkun landsmanna?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.