Alþýðublaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. jartúar 1993 7 Fór Steingrímur með rangfærslur? Þorsteinn Pálsson ásakar Steingrím Hermannsson um aðfara með rangt mál. Bauð Steingrímur veiðiheimildir að fyrra bragði? Bauð hann einungis vannýtta stofna? Sannleikann er aðfinna ífundar- gerðumfrá 18. apríl 1990. Heimilar Stein- grímur birtingu þeirra? Alþýðubandalagið vissi um tilboð Steingríms - en sat áfram í ríkisstjórn. Harðar deilur spunn- ust á Alþingi í síðustu viku um tvíhliða samn- ing Islands og Evrópu- bandalagsins (EB) um fiskveiðimál. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, staðhæfði að Steingrímur Hermanns- son, formaður Fram- sóknarflokksins, færi með staðleysur í frá- sögnum af tilboði sínu til formanns framkvæmda- stjómar EB, sem hann setti fram á fundi f Brus- sel 18. apríl 1990. Þor- steinn Pálsson vísaði í fundargerðir af fundun- um máli sínu til stuðn- ings, þar sem hann kvað koma fram að fyrrver- andi forsætisráðherra hefði fyrstur gert EB til- boð sem gat ekki annað en leitt til þess að útlend- um togurum yrði hleypt innfyrir lögsöguna. Þeg- ar formaður Framsókn- arflokksins mótmælti orðum sjávarútvegsráð- herra svaraði Þorsteinn Pálsson með að óska eft- ir því að Steingrímur Hennannsson heimilaði að fundargerðimar yrðu birtar. Alþýðublaðið tók undir áskorun Þorsteins í ritstjómargrein. Stein- grímur Hermannsson hefur ekki enn svarað undanbragðalaust, hvort hann hyggst verða við áskoruninni. Það er einkum þrennt sem ber á milli Þorsteins og Steingríms Her- mannssonar, þegar um- ræðumar af þinginu em skoðaðar: Óvanaleg henti- stefna Meginrök Steingríms Hermannssonar gegn tvíhliða samningnum voru þau að ríkisstjómin hefði fómað hagsmun- um Islendinga með því að heimila að togarar EB fengju að veiða innan ís- lensku fiskveiðilögsög- unnar. I ræðu sinni taldi hann að með þessu hefði Steingrímur Hermannsson: Fyrstur íslcnskra forsætis- ráðherra til þess að bjóða EB uppá veiðar í íslenskri fisk- veiðilögsögu. Þorsteinn Pálsson: Skorað á Steingrím að láta birta fundargerðirnar. ríkisstjómin í raun bmgðist málstað Is- lendinga og gert að engu iandhelgissigra sjötta og áttunda ára- tugarins: „Og raunar er sorglegt það undanhald,1' sagði Steingrímur, “sem felst í þessum samn- ingi frá því að við náðum fullum yfir- ráðum yfir íslenskri fiskveiðilögsögu og höfum talið okkur sjálfráða full- komlega um það hvemig hún verður nýtt.“ Formaður Framsóknarflokksins ýj- aði jafnframt að því að ríkisstjómin kynni að hafa enn verri áform á prjón- unum: „Ég vil leyfa mér að vona að þetta sé ekki byrjun á einhverju jafnvel enn meiru og verra,“ sagði hann. Þorsteinn svaraði fullum hálsi. Hann kvað furðulegt að hlusta á málflutning Steingríms, því núverandi ríkisstjóm hefði ekki gert annað en útfæra það sem Steingrímur hefði sjálfur boðið EB meðan hann var forsætisráðherra. Máli sínu til stuðnings vísaði Þorsteinn til fundargerðanna, sem enn em trún- aðarskjöl, þar sem fram kæmi að Stein- grímur Hermannsson hefði gert EB til- boð ,,..sem hlaut að fela það í sér, hvernig sem á það er litið, að togurum þess yrði hleypt inn til gagnkvæmra veiða." Síðan spurði sjávarútvegsráðherra: „Er það frambærilegt að saka nú aðra um að hafa gefið eftir í landhelgissigr- inum eftir að hafa opnað viðræður með yfirlýsingu af þessu tagi í apríl 1990?“ Orð Þorsteins er erfitt að skilja öðru vísi en svo að fundargerðimar sýni að Steingrímur Hermannsson hafi að fyrra bragði gert EB þetta sögulea til- boð. Sé það rétt lýsir það vægast sagt óvanalegjum pólitískum galgopahætli hjá formanni Framsóknarflokksins að ásaka ríkisstjóm fyrir geming sem hann er sjálfur upphafsmaðurinn að. Hæpin vörn Undir hörðum atlögum Þorsteins dró Steingrímur nokkuð í land og beitti þeim vömum að á fundinum í Bmssel hefði hann aldrei rætt um annað en vannýtta stofna. Hann kvaðst nú hafa hafa tekið skýrt fram að „við gætum ekki með nokkru móti samþykkt veið- ar á öðrum fiskstofnum en þeim sem vannýttir væru.“ Þessi yfirlýsing er afar merkileg, - með henni viðurkennir Steingrímur að hafa fyrstur íslenskra forsætisráðherra boðið togurum EB til veiða í íslenskri lögsögu. Dylgjur hans um að núver- andi ríkisstjóm hafi svikið landhelgis- sigrana með samningi af sama toga Hrafn Jökulsson skrifar hitta því engan fyrir nema hann sjálfan. Svar Þorsteins Pálssonar við þessu var hins vegar óvænt, og kom Stein- grími bersýnilega í opna skjöldu. Hann vísaði til trúnaparskjalanna af fundin- um og sagði: „Ég hef ekki séð gögn um að í þessum viðræðum hafi þetta við- ræðutilboð verið takmarkað við van- nýtta fiskistofna..." Á sinn hógværa máta var Þorsteinn með þessu að lýsa yfir að Steingrímur Hermannsson færi með ósannindi. Alþýðubandalagið samsinna Talsmaður Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsmálum, Steingrímur J. Sigfússon, reri á jafn gmggug mið og nafni hans Hermannsson. Hann ásak- aði ríkisstjómina fyrir að „opna ís- lensku landhelgina fyrir flota ÉB“ og sagði jafnframt: „Það er verið að opna landhelgina í fyrsta sinn á nýjan leik fyrir erlendum flota sem ekki hefur átt hér nein rétt- indi, ekki hefur verið hér.“ Síðan réðist hann harkalega að Þorsteini Pálssyni, og sagði að hans yrði minnst á spjöld- um sögunnar fyrir að vera „... fyrsti ís- lenski sjávarútvegsráðherrann á þessari öld, sem stýrir undanhaldi í þessum efnum, sem afsalar réltindum sem við höfum áður haft...“ Össur Skarphéðinsson, fonnaður sjávarútvegsnefndar taldi þennan mál- flutning fráleitan. Fyrir lægju gögn, sem staðfestu ótvírætt að fyrri ríkis- stjóm hefði boðið EB gagnkvæmar veiðar; þessi gögn sýndu ,,..það ein- faldlega að stjómarandstaðan getur ekki vikist undan því að bera pólitfska ábyrgð á því að hafa átt aðild að upp- hafinu að því að hleypa þessum togur- um hingað inn. Hún getur ekki vikist undan því." Þorsteinn Pálsson tók í sama streng. Hann taldi litla reisn yfir framferði Al- þýðubandalagsins, sem kæmi nú og tæki undir ásakanir Steingríms Her- mannssonar, en hefði þó setið í ríkis- stjóm, þegar hann bauð EB veiðiheim- ildir í fiskveiðilögsögu okkar. í þessu sambandi væri ástæða til að spyrja, sagði Þorsteinn Pálsson, „...hvort þing- mönnum Alþýðubandalagsins, ráð- hermm í fyrrverandi ríkisstjóm hafi verið ókunnugt um þessar viðræður forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Brussel í aprílmánuði 1990.“ Alþýðublaðið getur staðfest að svo var ekki. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns forsætisráðuneytisins var fundargerð af fundinum í Brussei lögð fyrir ríkisstjómina hinn 20. apríl 1990. Forystu Alþýðubandalagsins var því fullkunnugt urn, að Steingrímur Her- mannsson bauð EB upp á gagnkvæmar veiðar, sem gátu ekki annað en leitt til þess að veiðiskipum úr flota EB yrði Steingrímur J. Sigfússon: Gerði engar athugasemdir þegar Steingrímur Hermanns- son, þáverandi forsætisráðherra, bauð EB veiðihcimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu. Össur Skarphcðinsson: Alþýðubanda- lagið bar fulla ábyrgð á tilboði Stein- gríms til EB. hleypt innfyrir 200 mflumar. Væri flokkurinn í grundvallaratriðum á móti skiptum á gagnkvæmum veiðurn við EB - einsog kom glögglega fram í ntáli talsmanna Alþýðubandalagsins í um- ræðunum - þá hefði flokkurinn vita- skuld farið úr ríkissljóm. En Alþýðubandalagið sat sent fast- ast. I ríkistjóm hafði því flokkurinn greini- lega aðra skoðun en núna. Tvöfeldni Eftir stendur, að Þorsteinn Pálsson hef- ur ásakað formann Framsóknarflokksins um ósannindi og tví- skinnung. Hann hlýtur þv{ að heimila birtingu fundargerðanna frá Bmssel; ella er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að stað- hæfingar sjávarútvegs- ráðherra eigi við rök að styðjast. Hrafn Jökulsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.