Alþýðublaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 14
+ 14 Föstudagur 22. janúar 1993 Cheko mæjor líkist ekki þingmanni I við fyrstu sýn. Fúlskeggjaður og með hárlubba niðrá herðar minnir hann frekar á Raspútín; vitfirringinn djöful- lega sem var einna valdamestur í Rúss- landi þegar sól keisaradæmisins var að hníga til viðar. En Cheko - sem raunar heitir Milika ÍDacevic - er einn þeirra manna sem hafa örlög þúsunda í hendi sér: tilheyr- ir nýrri stétt manna sem kölluð er stríðsherramir á Balkanskaga. Cheko situr að vísu í fangelsi í Svartfjalla- landi um þessar mundir, en þaðan var kröftugri kosningabaráttu stjómað í desember. Cheko flaug inná þing enda kynntu stuðningsmenn hans, vopnaðir Ifantar sem skírðir voru í blóði Króatíu og Bosníu, óspart undir hatur og for- i!5 dóma hæstvirtra kjósenda gagnvart „óæðri“ þjóðabrotum í Júgóslavíu heit- inni. Burt með þjóðabrotin! Serbía og Svartfjallaland em einu lýðveldin sem eftir eru í „Júgóslavíu". Svartfellingar hafa verið taglhnýtingar Serba í stríðsrekstrinum: fyrst gegn Króötum og síðan gegn Bosníumönn- um. Þess er væntanlega skammt að bíða að uppúr sjóði í Kosovohéraði þarsem tvær milijónir Albana mynda 90% meirihluta. Cheko mæjor og aðrir stríðsherrar hafa einna efst á stefnu- skránni að flæma Albanina burtu; enda líta þeir á Kosovo sem heilaga jörð þarsem slær hjarta Serbíu. Það á rætur að rekja allar götur aftur til ársins 1389 þegar Tyrkir gereyddu liði Serba í stórkostlegri orrustu: öllum er hulið af- Ihverju Serbum er þessi tapaða ormsta heilagri viðburður en samanlögð saga 1 þeirraönnur. Cheko er 36 ára, lítt menntaður, fyrmrn kokkur á sjúkrahúsi í Belgrad. Þegar stríðið í Króatíu byrjaði lagði hann frá sér sleifina og tók sér byssu í 5 hönd; og barðist á nálega öllum blóð- ugustu vígvöllunum. Síðan sneri hann til Pljevlja í norð- urhluta Svartfjallaland en þangað á hann rætur að rekja. Þetta var að undir- lagi Vojislavs Seselj, einhvers grimm- asta morðingjaforingja Balkanstríðs- ; ins: Seselj er leiðtogi cétníka í Serbíu, hefur á sínum snæmm illvígan og mis- ; kunnarlausan einkaher sem ber ábyrgð ; á fjölmörgum ómannlegum hryðju- f| verkum. Framhald heimsstyrjaldarinnar Cétníkamir. já. Stríðið innan Júgó- slavíu heitinnar nú er aðeins framhald i; seinni heimsstyijaldarinnar. Hlé varð á átökum í 45 ár en að öðm leyti hefur 1 lítið breyst. Þá börðust cétníkar við vf kommúnistasveitir Títós í grimmilegri borgarastyrjöld. Tító vann og cétníkar | hurfu af sjónarsviðinu. Flestir héldu að þeir heyrðu sögunni til. En nú er annað komið á daginn. Cétníkamir biðu síns tíma, ólu upp nýjar kynslóðir í hatri og undirbjuggu enn nýtt uppgjör. Og það er kaldhæðnislegt að nú em þeir vopnabræður og vinir, fasistinn Seselj og Slobodan Milosovic, forseti Serbíu, fyrmrn kommúnisti sem skírðist til öfgafullrar þjóðemisstefnu. Slobodan er undarlegur maður og á fáa vini, en Seselj er semsagt í þeim litla hópi. Það er sagt að Seselj segi það sem Slobodan hugsar. Hvað segir Seselj? Þetta til dæmis, þegar hann var spurður um áramótaóskina fyrir 1992: Stríð! Stríð! Stríð! Honum varð að ósk sinni. Særðist sex sinnum Seselj bemski, sem svo er kallaður af því honum vex ekki skegg, fól Cheko mæjor að „hreinsa" Pljevlja af múslímum. Cheko safnaði saman 4000 manna her og hófst handa. Dusko Doder, hinn kunni blaðamað- ur sem eitt sinn sendi stórfréttir frá Kreml, hitti Cheko laust áður en hon- um var stungið í svartholið. „Hann var svartklæddur til minningar um eldri bróður, sem drepinn var í Vukovar," segir Doder. Við hús mæjorsins var hið gamalkunna merki cétníka: Kross með fjórum s-um á kýrflsku letri. Fyrir neðan stóðu orðin: Bog cuva Srbe: Guð vemdar Serba. Merki cétníka voru hvarvetna og fólk talaði um mæjorinn í sérstökum tóni. Yngri bróðir Chekos sagði að mæjorinn væri langtímum saman í símanum að leggja á ráðin með Seselj. Þegar stjömufféttamaðurinn hitti hinsvegar mæjorinn var hann að huga að sári á fæti sem leyniskytta hafði veitt honum í grennd við hina hrjáðu borg Gorazde í Bosníu. Hann var stolt- ur yfir því að hafa særst sex sinnum en hafði engan áhuga á að ræða smáatriði. „Þarsem ég hef særst sex sinnum geturðu notað ímyndaraflið," sagði Cheko við Doder. „Við skulum segja að ég hafi lent í varhugaverðum að- stæðum." Herferðir í gin Ijónsins Síðan setti Cheko á langar tölur um hina hugrökku liðsmenn sína sem hverja nótt fara yfir landamærin til Bosníu; í sjálft bæli Ijónsins, að þeirra eigin mati: Gorazde, þarsem 37.000 íbúar hafa verið í herkví mánuðum saman. Er það hetjudáð að læðast í skjóli myrkurs til þess að varpa sprengjum á óbreytta borgara f umsetinni borg? Greinilega. Múslímamir í Pljevlja, um 18% af íbúunum, lýsa hvemig Cheko safnaði um sig gengi af byssumönnum. „Þetta er lítill bær. Við vitjum hverjir þeir em. Þeir vita hver við erum,“ sagði múslímskur kennari í samtali við Do- der. „Þetta em aðallega atvinnuleysingj- ar og smáglæpamenn. Margir þeirra eru fyrrum nemendur mínir sem tókst ekki að ljúka námi.“ Cheko handtekinn !)) Cheko sigaði rökkum sínum á músl- ímana í Pljevlja: rúður vom brotnar í verslunum og fólki var hótað dauða. Flestir múslímamir tóku saman fóggur sínar í flýti og fóm. Aðrir freistuðu þess að bíða lengur; eftir að Cheko var handtekinn íyrir að rífa niður myndir af Jósef sáluga Tító og setja í þeirra stað myndir af Seselj. Cétníkar mæjorins bmgðust hart við, settu upp vegartálma og tóku her- skildi opinberar byggingar í Pljevlja. Stjómvöld í Svartfjallalandi, sem höfðu ætlað að sýna vott sjálfstæðis og viðleitni til að halda uppi lögum og reglu, létu undan. Cheko var látinn laus og menn hans fógnuðu með linnu- lausri skothríð og fýlleríi. En þrátt fyrir að Cheko hefði ljóm- andi góð sambönd við æðstu menn í Belgrad var hann handtekinn aftur nokkmm vikum síðar. Enn reyndu stjómvöld í Svartfjallalandi að halda í síðustu tutlur sjálfsvirðingarinnar. Fasistar í oddaaðstöðu En Cheko er nú kominn á þing og lögfræðingar hans heimta að hann verði látin laus; enda njóta þingmenn hvarvema friðhelgi. Hann var einn af mörgum öfgamönnum sem náðu kjöri; Ínú er svo komið að Slobodan Milosov- ic þarf að reiða sig á fasistaflokk þeirra til að koma málum í gegnum þingið. Leiðtogar Serba hafa undirritað óteljandi samninga um vopnahlé en það em ævinlega Cheko og hans líkar sem eiga síðasta orðið: og þeir kjósa !j fremur geltið f vélbyssunum og sprengjudrunumar. Kokkurinn fyrrverandi af sjúkrahús- Jinu í Belgrad er þannig einn af þeim mönnum sem í reynd ráða því hvort Í stríðinu lýkur á Balkanskaga. Það gcf- | ur hvorki góð né fögur fyrirheit. HJ/Að nokkru byggt á The European II „Guð tfemdar Serba" - k/örorð hintta \ ittrœnutu cétníka 1 sem ftestir hétttu I að fieyrðu 1 söyunni tii & 1 .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.