Alþýðublaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 22. janúar 1993 Sjúlirahús Vestmannaeyja 99 fœðin^ar á síðasta ári Guðný Bjarnadóttir starfar við það að taka á móti nýjum Vest- mannaeyingum sem koma í heim- inn. „Hér voru 99 fæðingar á síð- asta ári en konum er aðeins í örfá- um tilvikum vísað til Reykjavíkur til að fæða“, segir Guðný. Guðný er varabæjarfulltrúi í Eyj- um og situr þar í félagsmálaráði. Hún Guðný Bjarnadóttir Ijósmóðir sinnir ungu Eyjabarni. er önnur af tveimur ljósmæðrum sem starfa við Sjúkrahús Vestmannaeyja. Þær sjá jafnframt um ungbamaeftir- litið. Guðný er aðflutt í Eyjum, gifist þangað og hefur búið þar frá árinu 1980. „Mér hefur líkað dvölin vel og það er mjög gott að búa hér“, segir Guðný. Guðný segir að Sjúkrahús Vest- mannaeyja sé stórt sjúkrahús miðað við hvað gengur og gerist enda ekki hægt um vik að leita annað. Sjúkra- húsið er með bráðaþjónustu en það er deildarskipt, annars vegarer lyflækn- inga- og skurðdeild og hins vegar öldrunardeild. „Það hefur bætt mikið öryggi okk- ar hér í Eyjum að nú er hér á staðnum flugvél sem getur farið í sjúkraflug þegar mikið liggur við,“, segir Guð- ný. „Eins og alþjóð veit þá er stund- um erfitt um flug héma en oft er hægt að fljúga héðan þótt ekki sé hægt að fljúga hingað. Flugvél á staðnum eykur því öryggi okkar til muna þurft að leita með sjúkling til Reykjavík- ur.“ Varðandi félagsmálin segir Guðný að því miður hafi sú uppbygging í öldrunarmálum sem átti sér stað á síðasta kjörtímabili nú stöðvast. Nú megi finna fyrir erfiðari tímum og meira um fjárhagsaðstoð til einstak- linga og fjölskyldna vegna þessa en áður. Þá hafi félagsmálaráð bama- vemdarmálin á sinni könnu. I Allt kapp var lagt á að bjarga höfninni í Eyjum. Gufumökkur liggur yfir - enda varð sjórinn 35 gráðu hcitur. (Ljósmynd: Guðjón Eggertsson. Úr bókinni Eldgos í Eyjum.) Styttum hafhargarðinn öfugt við atta aðra - segir Ágúst Bergsson, hafharstjómarmaður í Vestmannaeyjum Læknisþjónusta og heilsugæsla 1993 Almennt gjald: Lífeyrisþegar: Koma á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma kr. 600 kr. 200* Koma á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma " 1000 " 400* Vitjun heilsugæslu- eða heimilislæknis á dagvinnutíma " 1000 " 400 Vitjun heilsugæslu- eða heimilislæknis utan dagvinnutíma " 1500 " 600 Krabbameinsleit hjá heimilislækni eða á heilsugæslustöð " 1500 " 500 Koma til röntgengreiningar eða rannsókna " 900 " 300 Koma til sérfræðings, á göngudeild, 1200 kr. fastagjald + 1/3 af fullu slysadeild eða bráðamóttöku sjúkrahúss 40% umframkostnaðar alm. gjaldi Ekki þarf að greiða fyrir komu vegna mæðra- og ungbarnaverndar eða heilsugæslu í skólum. * Börn og unglingar undir 16 ára, í öðrum tilvikum greiða þau almennt gjald. Börn með umönnunarbætur greiða sama gjald og lífeyrisþegar. Hámarksgreiðslur - Geymið kvittanir! Hámarksgreiðsla einstaklings fyrir þessa þjónustu, fullu verði, er 12.000 kr. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega 3.000 kr. Sameiginlegt hámark allra barna yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu er 6.000 kr. Afsláttarkort fæst gegn kvittunum að hámarki náðu. Afgreiðsla þeirra er hjá Tryggingastofnun, Tryggvagötu 28, og umboðum hennar utan Reykjavíkur. Afsláttarkort veita ókeypis læknisþjónustu og heilsugæslu til 1. mars 1993. Eftir það greiðist lægra gjald fyrir þessa þjónustu, gegn framvísun afsláttarkorts. TRYGGINGASTOFNUN KjO RÍKISINS 0$ Þessar reglur ganga í gildi 25. janúar 1993. Það er ekki oft sem menn fara út í stórframkvæmdir við að stytta hafn- argarða. Sú var reyndin hins vegar í Vestmannaeyjum og segir Agúst Bergsson hafnarstjórnarmaður í Eyjum að innsiglingin hafi verið orð- in mjög þröng eftir að hraunið frá gosinu 1973 rann út í höfnina og skip þurft að taka krappa beygju. „Ofugt við alla aðra styttum við hafnargarð- inn enda má segja að við séum svolít- ið sérsinna hér í Eyjum“, sagði hann. Agúst segir að það sé ekkert vafamál að höfnin hafi orðið miklu öruggari eft- ir gosið. „Þær lagfæringar hefði engin getað gert nema skaparinn sjálfur", segir Ágúst. Hörgeyrargarðurinn sem hefði verið lengdur fyrir löngu var orðinn erfiður fyrir stór skip. Því hafi verið farið út í að stytta hann um 45 metra og innsigl- ingarrennan hafi jafnframt verið dýpk- uð. Það hafi kostað um 60 milljónir króna. Ágúst segir að nú bíði menn eftir því í Eyjum að vertíðin komist í gang og vona menn að vel aflist. Veðrið hafi sett strik í reikninginn en það hafi verið mjög leiðinlegt upp á síðkastið. At- vinnulífið standi hins vegar og falli með sjávarútveginum og lítið um vinnu meðan ekki gefur á sjó. Ágúst Bergsson, hafnarstjórnarmaður í Vestmannaeyjum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.