Alþýðublaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 1
I Fjárhagsáœtlun Hafnaifjarðar Boðið upp ú heils- dagsskóla í haust „Meðal nýjunga má nefna að ákveðið hefur verið að bjóða upp á heils- dagsskóla í grunnskólum bæjarins frá og með haust- inu. Okkar keppikefli er að efla og bæta þá þjónustu sem íbúum bæjarins er boðið upp á“, sagði Guð- mundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri Hafnfirðinga, um fjárhagsáætiun bæjar- ins sem lögð var fram í vik- unni. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að heildarvelta Hafnarfjarðarbæjar á þessu ári verði um 3 milljarðar króna. Til reksturs bæjarins er áætlað að fari rúmlega 1,8 milljarðar króna eða um 61% af tekjum. Til fram- kvæmda em áætlaðar yfir 900 milljónir króna. Af einstökum stómm fhunkvæmdum sagði Guð- mundur Ámi, að 109 millj- ónir króna væm ætlaðar til að ljúka Setbergsskóla, tæp- ar 150 milljónir fæm til nýja tónlistarskólans og 66 millj- ónir króna færa til nýna leik- skólabygginga. Annars settu atvinnumálin mjög svip sinn á ræðu bæjar- stjóra þegar hann gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Hafnar- fjarðar en við birtum brot úr ræðu hans á bls. 3. A tímum stórfellds niðurskurðar íhfilbrigðiskeifinu er Landspítalinn að KAIIPA TOLVUKERFI FYRIR TU6IMILUONA Nýtt tölvukerfi kostar að minnsta kosti 80 milljónir. Pétur Jónsson jramkvæmdastjóri hjá Ríkisspítölum: „Kannski erþessi upplýsingabylgja gerviþörf. Það er akademísk spurning. “ Uppá síðkastið hefur stað- ið yfir allsherjar tölvuvæð- ing ríkisspítalanna og skipt- ir kostnaðurinn tugum milljóna króna. Pétur Jóns- son framkvæmdastjóri hjá ríkisspítölum sagði í samtali við Alþýðublaðið að þegar hefði verið fjárfest fyrir um 40 milljónir og ráðgert væri að kaupa tölvur fyrir að minnsta kosti 30-40 milljón- ir króna til viðbótar. Pétur sagði að meðal annars væri um að ræða vakta- og launakerfi. Þá gerði nýja tölvukerfíð starfsfólki kleift að senda niðurstöður rannsókna milli deilda og ef menn gleymdu að stimpla sig inn væri hægt að bæta úr því í tölvunum. Hann sagði nauð- synlegt að hafa viðamikið vakta- og launakerfi þarsem samningar opinberra starfs- manna yrðu æ flóknari. Aðspurður um hvort það væri ekki bmðl á tímum stór- fellds niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu að fjárfesta í tölvukerfi fyrir tugi milljóna, sagði Pétur: „Kannski er þessi upplýsingabylgja gerviþörf. Það er akademísk spuming." Fjármálaráðherra hýrudregur sjúkraliða vegna aðgerða þeirra í desember: Tyrknesk* réftqrfqr • - segir Gunnar Gunnarsson starfsmaður Sjúkraliðafélagsins. Laun dregin af sjúkraliðum sem voru ífríi „Þetta er ekkert annað en þjófnaður og eignaupptaka,“ sagði Gunnar Gunnarsson starfsmaður Sjúkraliðafé- lagsins um þá ákvörðun Frið- riks Sophussonar að draga tæp 10% af launum sjúkra- liða hinn 1. febrúar næstkom- andi. Ákvörðun Friðriks kemur í kjölfar kjaradóms sem úrskurðaði að aðgerðir sjúkraliða í desember hefðu verið ólögmætar. Gunnar sagði að um 600 sjúkraliðar hefðu tekið þátt í að- gerðunum en gera mætti ráð fyrir að þriðjungur þeirra hefði verið í frii þegar aðgerðimar stóðu yfir. Ekkert tillit væri tek- ið til þess. „Sönnunarbyrðinni er snúið við,“ sagði Gunnar, „miðað við það sem eðlilegt hefur talist: nú þurfa sjúkraliðar að sækja rétt sinn og sanna að þeir eigi rétt á launum fyrir þessa tvo daga. Þetta er tyrkneskt réttarfar." Mikil reiði er meðal sjúkra- liða vegna ákvörðunar Friðriks enda almennt talið að sam- komulag væri um að ekki yrðu eftirmál af aðgerðum þeirra í desember eftir að sættir tókust. „Þessu var ekki bætandi á ástandið á sjúkrahúsunum. Þar var allt logandi fyrir,“ sagði Gunnar. Hann sagði að sjúkra- liðar myndu leita réttar síns vegna ákvörðunar Friðriks Sop- hussonar. ■BQIl ÖFLUGRI • FJÖLHÆFARI • ÓDÝRARI -en nokkru sinni fyrr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.