Alþýðublaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 4
Skreytingar við 'ó(í tcekifm. Opið aíla daga tií kl- 22 STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B — SlMAR 610771 & 10771 MÞYÐUBMÐ19 Gœðaflísar á góðu verði I m Ekki látid fljóta - heldur brwgðist við ✓ - sagði Guðmundur Arni Stefánsson, bœjarstjóri, um vandann í atvinnumálum þegar fjárhagsáœtlun Hafnarfjarðar var lögð fram. Hér birtast kaflar úr ræðu bœjarstjórans sem snúa að atvinnumálunum „Eðlilega tekur sú fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar fyrir árið 1993, sem hér er lögð fram, mið af þeim aðstæðum sem nú eru í ís- lensku þjóðfélagi. Samdráttur þjóð- artekna með kreppu í atvinnulífí og auknu atvinnuleysi, hlýtur eðli máls- ins samkvæmt að sjást með einum eða öðrum hætti í fjárhagsáætlun sveitarfélags eins og Hafnarfjarðar. í þessari fjárhagsáætlun er hins veg- ar ekki látið fljóta í þeim farvegi sem þróun mála hefur almennt verið í, heldur er þvert á móti reynt eins og - Fréttir í hnots1{urn Átta s\ótarfá viður1{enningu Menntamálaráðherra veitti á dögunum sérstakt viðurkenningarskjal til átta skóla sem tóku þátt í norrænu verkefni til að finna nýjar leiðir í umhverfis- fræðslu. Skólamir spanna hin ýmsu aldurssvið, allt frá leikskólanum í Klettaborg upp í tvo framhaldsskóla, MR og Bændaskólann á Hvanneyri. Auk áðurtalinna skóla voru 5 grunnskólar með í leiknum, Fossvogsskóli, Árbæjarskóli, Æfingaskóli Kennaraháskólans, Laugargerðisskóli og Reyk- holtsskóli: Fyrstu verðlaun runnu til þeirra í Reykholtsskóla og gefst skólan- um kostur á að senda nemendur 10. bekkjar ásamt stjómendum verkefhisins á námsstefnu í Bergen í vor. Laugagerðisskóli á Snæfellsnesi fékk önnur verðlaun og fær að senda fimm nemendur og kennara til Bergen, og þriðju verðlaun hlaut Bændaskólinn á Hvanneyri og senda sömuleiðis 5 nemendur og kennara til Bergen. Appetsín styður menninguna Leikfélag Kópavogs og framleiðandi Egils appelsíns hafa gert með sér samning um fjárhagsstuðning við uppfærslu LK á leikgerð Harðar Sigurð- arsonar á Ottó nashymingi eftir samnefndri bamasögu eftir Ole Lund Kirk- egaard, sem nú á að frumsýna í Kópavogi. ,,Þetta er kærkomið tækifæri til að styðja við menningarstarf sem ætlað er að þjóna okkar yngri viðskipta- vinum“, sagði Benedikt Hreinsson, markaðsstjóri Ölgerðar Egils Skalla- gnmssonar við undirskrift samningsins. Landfrœðingar rtcða dreifingu byggðar Félag landfræðinga gengst fyrir ráðstefnu um byggðamál í Norræna húsinu 5. febrúar næstkomandi. Rætt verður um ýmsar breytingar sem nú eru að verða á dreifingu fslenskrar búsetu. Ráðstefnan hefst með ávarpi forsætis- ráðherra, Davíðs Oddssonar. Síðan taka við einir þrettán fyrirlestrar um margskonar byggðamál. Bó1{sata í Morrama húsinu Bókasafn Norræna hússins hefur verið opnað að nýju eftir ýmsar lagfæring- ar. Bókakosturinn verður nú grisjaður nokkuð til að rýma fyrir nýrri bókum. Um helgina verða eldri bækur seldar á vægu verði til þeirra sem áhuga hafa. Er þama mikið um fræðirit hverskonar, en auk þess skáldrit og bamabækur eftir norræna rithöfunda. Þá verða til sölu sýningarskrár og plaköt frá sýn- ingum sem haldnar hafa verið í húsinu. Bóksalan er á laugardag og stendur frákl. lOtil 18. Aulfinn hiti * minna vatnsmagn Ekki sitja allir landsrnenn við sama borð hvað varðar hagstæða orkureikn- inga. í Skagablaðinu segir frá raunum manna á Skaganum og raunar á orkuveitusvæði Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Margt er reynt til að lækka orkureikninga, - og þá jafnvel gripið til róttækra og ólöglegra aðferða, til dæmis að setja sterka segla á orkumælana. Sigmar Jónsson að Laugar- braut 5 tók rétta ákvörðun, hann fékk menn frá Húsaeinangrun hf. á staðinn og lét blása steinull ofan á loftplötuna. „Það hitnaði strax inni hjá okkur þrátt fyrir aukið frost úti fyrir í kjölfarið og jafhframt hefur vatnsnotkunin minnk- að frá því sem var“, sagði Sigmar í samtali við Skagablaðið. Segir Sigmar að þessi aðgerð hafi þýtt 20% spamað í notkun heita vatnsins. unnt er að bregðast við þessum vanda með ýmsum hætti. Það sem mestum áhyggjum veldur, er sú mikla aukning atvinnuleysis sem orðið hefur á landinu öllu og við hér í Hafnarfirði höfum eðlilega ekki farið varhluta af. Það er skoðun mín, að við slíkar aðstæður sé nauðsynlegt fyrir opinbera aðila eins og Hafnarfjarðarbæ að reyna eftir því sem kostur er að flýta eigin framkvæmdum, hvetja aðra aðila í atvinnulífi til fjárfestinga og umsvifa eins og kostur er, og fá þannig í sam- einingu hjól atvinnulífsins á fullan gang á nýjan Ieik. Að sjálfsögðu dugir ffamtak bæjarfélagsins eitt og sér ekki í þessum efnum. Framlag Hafharfjarðar- bæjar í þessa vem er aðeins lóð á vogarskálamar. Misræmi í stefnu opinberra aðila Því er alls ekki að leyna, að sú niður- skurðarstefna sem haldið er fast við í ríkisgeiranum, þar sem hægt er á allri uppbyggingu og þjónustu, uppsagnir em tíðar, allt til að ná niður viðvarandi fjárlagahalla, gengur að vemlegu leyti á móti þeim viðhorfum, sem þessi fjár- hagsáætlun byggir á. Þetta misræmi í stefnu opinberra aðila er auðvitað vandamál sem á verður að taka. Staðreyndin er, að það er ekki ein- göngu Hafnarfjarðarbær meðal sveitar- félaga í landinu sem aðhyllast sömu stefnu og hér hefur lýst; það er að reyna að haida úti og draga ekki úr eðlilegri þjónustu og skapa almennar aðstæður Stúrhöfða 17. við (iullinbrú - simi 67 48 44 til sóknar á þeim samdráttartímum sem nú em. Enda er það svo, að sveitarfé- lögin og forsvarsmenn þeirra em í slíkri nálægð við fjárhagslega og fé- lagslega fylgikvilla stóraukins atvinnu- leysis, að áhrifa þeirra gætir mun fyrr á alhliða rekstri sveitarfélaga heldur en á þróun mála í ríkisbúskapnum. Þannig er því til að mynda háttað að félags- þjónusta er á hendi sveitarfélaga og hinar félagslegu og fjárhagslegu afleið- ingar atvinnuleysisins koma beinustu leið inn á borð stjómenda sveitarfé- laga.“ Þjónusta áfram efld og styrkt „Auk þess beina átaks í atvinnumál- um tiltekinna hópa á síðasta ári var að sjálfsögðu unnið áfram að alhliða styrkingu og eflingu ýmis konar þjón- ustuþátta í starfsemi bæjarfélagsins. Hafist var handa við framkvæmdir, sem að haldið verður áfram með á yfir- standandi ári. Sumum þeirra er að ljúka og starfsemi að hefjast í viðkomandi mannvirkjum. í öðmm tilfellum verður framkvæmdum fram haldið og tilætl- uðum áföngum mannvirkjagerðar náð á því ári sem nú er að nýhafið. I fyrra tilfellinu má nefna til sögu upphaf ffamkvæmda við leikskóla á s.l. ári að Hlíðarbergi, sem er fjögurra deilda leikskóli. Þar munu milli 130- 140 böm eiga sér skjól. { sfðara tilfellinu má nefha upphaf framkvæmda við byggingu fyrir tón- listarskóla og safnaðarheimili. Þar er um viðamikla framkvæmd að ræða, sem að standa sameiginlega Hafnar- fjarðarbær annars vegar og sóknar- nefnd Hafnarfjarðarkirkju hins vegar. Fyrsta verkþætti þessa mannvirkis verður lokið um n.k. áramót og verður þá húsinu fulllokið að utan ásamt lóð, en tilbúið undir tréverk að innan. Þá munu hinar sameiginlegu framkvæmd- ir aðila verða á enda runnar og hvor byggingaraðili um sig sjá um innri gerð síns eigin húsnæðis en skipting mann- virkisins er á þann veg, að Hafnarfjarð- arbær er með rétt 55,1% en söfnuður- inn aftur á móti með um 44,9%.“ Starfsemi bæjarins aflvaki í atvinnulíflnu „Hafnarfjarðarbær er langstærsti einstaki vinnuveitandinn í bænum. Eins og hér verður nánar gerð grein fyrir í kaflanum um mannahald, eru þeir sem að koma nærri starfsemi bæj- arins með beinum hætti sem launþegar á þriðja þúsund talsins. Vissulega er þar um að ræða stóran hóp fólks sem er aðeins um skamma hríð á ári hverju við störf á bæjarins vegum, svo sem ungt fólk í sumarstörfum. Engu að síður er það fyrirliggjandi og ljóst að Hafnarfjarðarkaupstaður er mjög veigaþungur og mikilvægur at- vinnuveitandi hér. Það birtist enn og aftur í þeirri staðreynd að útgreidd laun bæjarsjóðs til launafólks, þ.e.a.s. laun greidd starfsmönnum bæjarins, voru um 765 milljónir króna á síðasta ári. Þessu til viðbótar greiðir Hafnarfjarð- arbær fjölmörgum seljendum þjónustu fyrir þeirra vinnuframlag. Má þar nefna verktaka fjölmarga, bygginga- menn, iðnaðarmenn af ýmsum toga og óhætt er að fullyrða að jafn umfangs- mikil starfsemi og bærinn heldur úti er mikill aflvaki í bæjarlífinu hvað at- vinnumöguleika fólks snertir. Þessu til viðbótar koma öflugar stofnanir bæjar- ins, s.s. Rafveita og Hafnarsjóður." HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN HEIMSPEKIDEILD Kvöldnámskeið fyrir almenning JÓNAS HALLGRÍMSSON: Líf, Ijóð og áhrif í ís- lenskum bókmenntum. Leiðbeinandi: Guðmundur Andri Thorsson, auk gesta- fyrirlesara. Fimmtudagskvöld, 18. febrúar-25. mars, kl. 20.00-22.00. Þátttökugjald er kr. 6.800,-. NJÁLA OG NÚTÍMINN Leiðbeinandi: Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur, auk gestafyrirlesara. Mánudagskvöld, 8. febrúar-29. mars, kl. 20.00-22.00. Þátttökugjald er kr. 7.800,-. DÝRGRIPIR ÚR SÝNIS3ÓK TÓNLISTARINNAR Leiðbeinandi: Ingólfúr Guðbrandsson, söngstjóri og forstjóri Heimsklúbbs Ingólfs. Á mánudagskvöldum 8. fcbrúar-26. apríl, kl. 20.00- 22.00 (8 kvöld). Þátttökugjald er kr. 7.800,-. JAPAN — LAND SÓLARUPPRÁSARINNAR: Kynning á mannlffí og menningu. Leiðbeinandi: Ragnar Baidursson, Asíufræðingur og rit- höfúndur, auk gestafyrirlesara: Thor Vilhjálmsson, Jón Ormur Halldórsson, Baldur Hjaltason o.fl. Miðvikudagskvöld, 10. febrúar-31. mars, kl. 20.00- 22.00. Þátttökugjald er kr. 7.800,-. HIN HVIKULA JÖRÐ: Jarðfræði íslands og lan- drekskenningin. Leiðbeinandi: Ari Trausti Guðmundsson, cand. mag. í jarðfræði. Þriðjudagskvöld, 16. febrúar-23. mars, kl. 20.00-22.00. Þátttökugjald er kr. 6.800,-. EGILS SAGA haldið í samstarfí við Tómstundaskólann. Leiðbeinandi: Jón Böðvarsson íslenskufiæðingur, ritstj. Iðnsögu íslendinga. Fimmtudagskvöld, 11. febrúar-29. apríl, kl. 20.00-22.00. Þátttökugjald er kr. 8.800,-, auk kostnaðar við ferð á söguslóðir. ENDURREISNARTÍMINN Á ÍTALÍU 1400- 1600 — Listasaga, hugmyndasaga og samfélagsgerð. Leiðbeinandi: Ólafur Gíslason, blaðamaður og listgagn- rýnandi. Miðvikudagskvöld, 17. febrúar-31. mars, kl. 20.00- 22.00. Þátttökugjald er kr. 7.800,-. í ráði er að bjóða upp á viku listskoðunarferð til Flórens um páskana, ef næg þátttaka fæst. HEIMSPEKI TRÚARBRAGÐA: Þekking, sannleikur, rök og trú. Leiðbeinandi: Mikael M. Karlsson, dósent í heimspeki við H.f. Fimmtudagskvöld, 11. febrúar-1. apríl, kl. 20.00-22.00. Þátttökugjald er kr. 8.200,-. „NUOVO CINEMA SENZA PARADISO" HIN NÝJA KVIKMYND ÁN PARADÍSAR. Leiðbeinandi: Roberto Tartaglione, Studio di Italiano í Róm. Kennt á ítölsku. Þriðjudags- og fimmtudagskvöld, 23. febrúar-11. mars, kl. 20.00-22.00. Verð kr. 7.200,-. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ í ÍSLENSKU FYRIR ÚTLENDINGA 1. febrúar-7. maí, mánudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga, kl. 17.15-19.30. Verð kr. 35.000,-. ÍTALSKA — 22. febrúar til 13. mars. Leiðbeinandi: Roberto Tartaglione, sendikennari frá Studio di ltaliano, Róm. Hámarksfjöldi þátttakenda er 20 manns. Byrjendanámskeið: Síðdegis, alls 45 kennslustundir. Þátttökugjald er kr. 15.500,-. Framhald II. Mánudaga og miðvikudaga, kl. 20.00- 22.45 og laugar- daga kl. 13.00-16.00, alls 27 kennslustundir. Þátttöku- gjalderkr. 10.500. Skráning i síma 694940 og nánri upplýsingar ísimum 694923, 694924 og 694925. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.