Alþýðublaðið - 28.01.1993, Side 3

Alþýðublaðið - 28.01.1993, Side 3
Fimmtudagur 28. janúar 1993 3 Upphlaup Sturlunga Taugaveiklun í kjölfar afhroðs í skoðanakönnun. Sturla Böðvarsson var settur hjá við upphaf kjörtímabilsins. Minnir á sig fyrir vœntanleg uppskipti í ríkisstjórn Sturla Böðvarsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi réðist harkalega á Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaraðherra í kjölfar fjárveitinga úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Hann sakaði hana um að sólunda opinberu fé til að hygla pólitískum samherjum í stjóm sveitarfélaga. Asakanir Sturlu þóttu alvarlegar og þingmönnum Al- þýðuflokksins gramdist mjög fyrir ltönd félagsmálaráðherra. Tilhæfulausar árásir Tilefni árása Sturlu voru jöfnunar- greiðslur til tekjulágra sveitarfélaga af fjármunum sem sjóðurinn nýtti ekki í fyrra. Á meðal þeirra sveitarfélaga sem fengu greiðslur var Hafnarfjörður, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur hreinan meirihluta í bæjarstjóm. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hinsvegar seinheppinn í árásum sínum; hann leit nefnilega framhjá þeirri stað- reynd að fleiri sveitarfélög fengu greiðslur, þeirra á meðal Mosfellsbær, sem lýtur stjóm hans eigin flokks. Ekki nóg með það: Mosfellsbær sefn er með lágar tekjur í samanburði við ýmis önn- ur sveitarfélög fékk hlutfallslega hærra framlag en Hafnarfjörður. Einn elsti og reyndasti þingmaður flokksins, Salome Þorkelsdóttir, sem auk þess að vera forseti þingsins er fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- manna í Mosfellssveit, snupraði hins vegar flokksbróðir sinn fyrir óábyrgan Fréttaskýring: Hrafn Jökulsson málflutnig í Alþýðublaðinu í fyrradag. „Ég hef enga trú á að félagsmálaráðherra hafi gert þetta af flokkspólitískum ástæð- um,“ sagði Salome. „Einsog Jó- hanna hefur bent á, eru það ekki bara sveitarfélög sem Alþýðu- flokkurinn stjómar sem fá fram- lag úr sjóðnum heldur einnig sveitarfélög einsog Mosfells- bær.“ Hótanir um úrsögn Ymsum hefur þótt óeðlilegt að sömu reglur gildi um öll sveitarfélög varðandi jöfnunar- greiðslur; meðal annars telja margir að lítil sveitarfélög beri skarðan hlut frá borði. Af þeim sökum setti félagsmálaráðherra á laggimar nefnd sem á að gera tillögur um breyttar reglur. Sturla Böðvarsson á sæti í þeirri nefnd. Eitt af ádeiluefnum Sturlu á hendur Jóhönnu Sigurðardóttur var einmitt, að ákvörðun hennar um útdeilingu fjárins var tekin án samráðs við nefndina. í viðtölum við fjölmiðla hefur komið fram að Sturla Böðvarsson hefur af þessu tilefni hótað að segja sig úr nefndinni. Gunnlaugur Stefánsson, alþingis- Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráðherra maður á einnig sæti í nefndinni, og f viðtali við blaðið í gær kvað hann alveg Ijóst, að verkefni nefndarinnar væri einungis að móta nýjar reglur; það hefði alls ekki verið í hennar verka- hring að taka ákvörðun um útdeilingu fjár frá sfðasta ári. „Mér kom því vem- lega á óvart, að heyra kvartanir Sturlu í fjölmiðlum, enda hefur hann ekki tekið Sturla. Kveðinn í kútinn af Salome. Arni Mathiesen og Sigríður A. Þórðardóttir. Nýliðar á Alþingi cn fengu eigi að síður ábyrgðarstöður - en Sturla bar skarðan hlut frá borði. | HEYRT, SÉf> & HLERAÐ | „Svona eftir á að hyggja finnst mér nú að vafalaust sé skynsamlegt fyrir menn að vera ekki alveg svona lengi í staifi. “ - Jóhannes Nordal í viðtali við Morgunblaðið eftir tilkynningu um að hann láti senn af störfum. „ „ Við gerum okkur ekki leik að því að rukka látið fólk en það er hugsanlegt að eitthvað hafi misfar- ist.“ - Guömundur Ólafsson hjá Pósti og síma í viötali við DV um rukkun sem stofnunin sendi manni sem lést fyrir 11 árum. „Því miður Bill, þér varð á fmgurbrjótur í utanrík- ismálum nokkrum sek- úndum eftir að þú tókst við embœtti. “ - Breska stórblaðiö The Inde- pendent um þau ummæli Bills Clintons í setningarræðu sinni að Bandaríkin séu elsta lýðræöisríki heims. Fingur- brjótur Bills var sá að gleyma að elsta þing heims er á Islandi. Vissir þú að í þjóðfélag- inu er í gangi samsœri, þaulskipulagt samsœri beint gegn sjálfstœðri hugsun hins almenna borg- - Lesendabréf í Velvakanda frá Sigurði Harðarsyni. ara' l>etta er símsvarinn hjá Slobodan Milosovic... Vinsamlega komiö hinum innihaldslausu hótunum ykkar á framfæri eft- ir að hljóðmerki heyrist... vdlwe mcveotve AMSweRihJ6AMatlÓECF SLCfcCvWMILOÉÉdlC'" FteASe LFAVÉ 'rfeUR IDLf THPEATý AFlEP THÉBfEp. þetta upp í nefndinni. Mér finnst það heldur ekki boða gott í stjómarsamstarfinu að mæt- ustu menn skuli með þessum hætti beita hótunum opinber- lega áður en málið hefur verið rætt í þaula innan stjómarliðs- ins.“ Sturla minnir á sig Menn hafa leitt ýmsum get- um að því, hvað haft vakað fyr- ir Sturlu með árásunum á fé- lagsmálaráðherra. Það vekur at- hygli, að þær koma fram í kjöl- far skoðanakönnunar, þar sem Alþýðuflokkurinn hélt sínu en Sjálfstæðisflokkurinn galt af- hroð. Sú skoðun var sett fram opinberlega af þekktum mark- aðsráðgjöfum að skýringin á fylgishmni Sjálfstæðismanna væri meðal annars, að ráðherrar flokksins hefðu ekki náð að koma stefnu sinni skýrt til þjóðarinnar. I leiðara DV tók Jónas Kristjánsson dýpra í árinni og taldi að staða Sjálf- stæðisflokksins væri ekki síst slæm vegna þess hversu lélegir ráðherrar flokksins væm. Þessar vangaveltur og deilur á ráð- herra Sjálfstæðisflokksins hafa ýtt und- ir hugmyndir um uppstokkun í ráð- herraliði stjómarinnar. En bæði Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Odds- son hafa oft og einatt gefið til kynna að slíkrar uppstokkunnar væri að vænta á kjörtímabilinu. Sú skýring hefur því verið sett fram á upphlaupi Sturlu, að hann sé að minna á sig með tilliti til væntanlegrar uppstokkunár í ráðherraliðinu. En Sturla hefur farið varhluta af vegtyllum innan Sjálfstæðisflokksins; hann er fyrsti þingmaður Vestlendinga, er þar að auki með mikla reynslu úr starfí flokksins og af vettvangi sveitarstjóm- armála og hefði því getað vænst þess að fá ábyrgðarstöður í þinginu í sinn hlut. Það vakti hinsvegar eftirtekt, að Sturla var ekki einu sinni gerður að for- manni þingnefndar meðan aðrir þing- menn, yngri og reynsluminni, hafa fengið formennsku í mikilvægum nefndum. Þar má nefna Áma M. Mat- hiesen, sem var fonnaður samgöngu- nefndar, og Sigríði Önnu Þórðardóttur, sem veitir menntamálanefnd þingsins forstöðu. Sá munur var að vísu á þeim tveim- ur og Sturlu, að þau fylgdu Davíð Oddssyni að málum í erfíðu uppgjöri á landsfundi, þar sem sitjandi formanni var velt, en Sturla hefur ævinlega verið talinn einna dyggastur í sveit Þorsteins Pálssonar. Margir telja því, að Sturla sé með árásum sínum á Jóhönnu Sigurðardótt- ur að minna á sig fyrir væntanlega upp- stokkun í ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar. ERLENDAR FJÁRFESTINGAR IÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Ráðstefna á vegum Félags ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík í samvinnu við Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. í dag - 28. janúar - kl. 17:30 Komhlöðuloftið við Bankastræti 2 í Reykjavík. F ramsögumenn: Einar Oddur Kristjánsson - framkvæmdastjóri HJÁLMS á Flateyri Logi Þormóðsson - framkvæmdastjóri TROS í Keflavík Pétur Bjarnason - framkvæmdastjóri Fél. rækju- og hörpudiskframleiðenda Pétur Reimarsson - framkvæmdastjóri ÁRNESS í Þorlákshöfn Fundarstjóri: Össur Skarphéðinsson, form. þingflokks Alþýðuflokksins RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN JAFNAÐARMENN - FJÖLMENNUM!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.