Alþýðublaðið - 11.02.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1993, Síða 1
sex milljónum - segir Lárus Einarsson byggingameistari sem hefur kœrt SH- verktaka fyrir svik í viðskiptum. Segir SH-verktaka hafa stundað óeðlilega viðskiptahœtti við gerð ferjulœgis Herjólfs „Hér var um að ræða hreinan þjófn- að, þeir stálu frá mér 6 milljónum króna,“ sagði Lárus Einarsson bygg- ingameistari í Mosfellsbæ í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hann segir að Vita- og hafnamála- skrifstofan hafi í góðri trú afhent full- trúa SH-verktaka 6 milljón króna ávís- un vegna stálþils sem hann hafi alfarið annast um að kaupa og setja upp í Þor- lákshöfn við ferjulægi Herjólfs á síðasta sumri. Sjá viðtal og frétt á baksíðu: „Hver skíthællinn upp af öðrum við stjórnina“ ✓ Utboðið áfatapakka einkennisklœddra ríkisstaifsmanna - sparnaður upp á 15 milljónir, segir Innkaupastofnun Klædast biöfar senn löqguiokkum? - eigandi hönnunarinnar gœti hugsanlega hafið framleiðslu á löggujökkum fyrir almennan markað í lok vikunnar verða undirritað- ir samningar um kaup á einkennis- fatnaði fyrir lögreglumenn, sýslu- menn, fangaverði, presta. Að sögn Asgeirs Jóhannessonar, forstjóra Innkaupastofnunar ríkisins, voru kaup þessi síðast boðin út árið 1989 og námu kaup einkennisfata á grundvelli þeirra tilboða 55 millj- ónum króna á síðasta ári. Alþýðu- blaðið hefur eftir góðum heimild- um að eftirmál kunni að verða vegna löggujakkanna, - hönnun þeirra og vöruþróun tilheyri Max hf., og ekki þyki það sjálfsagt mál að nota vinnu þess fyrirtækis í út- boðinu, eins og gert hefur verið. Ásgeir segir að 18 tilboð hafi bor- ist. Búið er að ákveða hvaða tilboðum verður tekið að fengnum tillögum frá hlutaðeigandi ríkisstofhunum og að höfðu samráði við þær. Fatapakkinn að þessu sinni kostar aðeins 40 millj- ónir króna, og er gerður samningur til þriggja ára með heimild til framleng- ingar um eitt ár. Þessi samningur lækkar árleg út- gjöld ríkisins á sambærilegu magni um 15 milljónir króna eða um 26% frá fyrra ári“, segir Ásgeir. Hann seg- ir ennfremur að stærsti hluti fram- leiðslunnar eigi sér stað hér á landi. Ein tegund einkennisfatnaðar er að hluta til framleidd erlendis og er að verðmæti 2,2 milljónir króna eða um 5,5% af heildarkaupunum. Lægsta innlenda tilboðið í þá tegund var 4 milljónir króna og er verðmunur því 80%, segja þeir hjá Innkaupastofnun. Lögreglubúningar, eða hluti þess búnings, em langstærsti hluti samn- ingsins og um sölu á þeim hefur verið bitist hart. Þar kemur til innflutningur Hexa hf. ffá Litháen, og mun nokkuð ljóst að tilboði þess fyrirtækis verður tekið að hluta, þ.e. á sumarúlpum lög- reglumanna, en hinsvegar að Sólin í Kópavogi fái að sauma kuldaúlpum- ar. Úlpur löggæslumanna em hannað- ar og þróaðar af Max hf. og hafa ver- ið framleiddar þar undanfarin ár. Sig- mundur M. Andrésson, forstjóri, sagðist ekki vilja segja neitt um út- boðið að sinni. Hann viðurkenndi hinsvegar aðspurður að ekkert væri því til fyrirstöðu að hefja ffamleiðslu á löggujökkum fyrir almennan mark- að. Því gætu þjófar allt eins klæðst löggujökkum í framtíðinni! Guðlaugur Bergmann í Sólinni sagði að samkvæmt útboðinu væri honum uppálagt að sauma flíkur sem væm nákvæmlega eins og þær sem Max hefur þróað. Hann sagðist vel geta skilið að þeir hjá Max væm kannski ekkert yfir sig ánægðir með það. Þetta væri hinsvegar ekki hans mál, hann gæti framleitt hvað sem væri. Inn í fatakaupadæmið kemur enn ein óvænt hlið, sú að lögreglumenn hafa talið fatakaupin vera kjaramál. Þeir skipta ekki unt búninga á hverju ári, en hafa getað tekið annan fatnað til persónulegra nota út á einkennis- fataávísanir sínar til þessa. Sjálfstœðismenn í Hafnaifirði BullandS ágreiningur Jóhanns og Þorgils Otta Prófkjörsslagur í uppsiglingu Til hvassra orðaskipta koni millum tveggja bæj- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Jó- hanns Bergþórssonar og Þorgils Óttars Mathiesens, á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld. I umræðum um uppbyggingu í miðbænum áréttaði Jóhann þá skoðun sína að rétt væri að ráðast sem fyrst í framkvæmdir. Hann gagnrýndi þá harðlega sem hafa lagst gegn framkvæmdunum og talaði um þá sem „nið- urrifsmenrí' sem stæðu úrbótum í atvinnumálum fyrir þrifum. Þorgils Óttar svaraði fyrir sig og sagði Jóhann „ómál- efnalegan“ og líkti honum Guðmund Áma Stefánsson bæjarstjóra í þeim efhum. Heimildamaður Alþýðublaðsins úr röðum sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði sagði að deila Jóhanns og Þorgils Óttars væri undanfari prófkjörsbaráttu þeirra íyrir næstu bæjarstjómarkosningar. Jóhann var í fyrsta sæti listans 1990. í samtölum við Alþýðublaðið kváðust bæði Jóhann og Þorgils ætla að gefa kost á sér aftur. Jóhann sagði að afstaða hans í miðbæjarmálinu helgaðist fráleitt af því að hann væri byrjaður í prófkjörsslag. Þorgils Óttar vildi ekki útiloka að hann að myndi stefna á efsta sætið. Þingvallavatn Ránbleikjur éta 21 milljón hornsíla á ári. Alls 50 tonn af hornsílum í vatninu. Fjöldi hornsfla í Þingvallavatni er talinn vera um 85 milljónir. Þá er ein- ungis miðað við þau sfli sem verða að minnsta kosti eins árs, en ungsflin ó- talin. Samanlögð þyngd hornsflanna í vatninu er áætluð um 50 tonn. Líf þeirra er hins vegar ekki dans á rós- um; árlega bíður 21 milljón síla bana í skoltum sísoltinna sílableikja, sem stundum eru kallaðar ránbleikjur, en þær eru eins konar stærri útgáfa af Þingvaliamurtunni frægu. Þetta kem- ur fram í grein í Þingvallabókinni, sem kom út á síðasta ári, en höfundur greinarinnar er Sigurður Snorrason, líffræðingur, ásamt tveimur erlendum fræðimönnum. Aðferðimar sem þeir notuðu vom einkar hugvitsamlegar. Veiðitilraunir gerðu kleift að meta, hversu mikið af sflableikju væri árlega framleitt í vatninu og jafnframt vissu þeir, að homsfli væm - einsog naíhið gefúr til kynna - uppi- staðan í næringu sflableikjanna. Miðað við að tilteknum hluta af orkuþörf bleikj- anna væri fullnægt með því að éta hom- sfli, og að 7 grömm af homsflum þyrfti til að framleiða 1 gramm af bleikju, þá reiknuðu vísindamennimir út, að árlega ætu ránbleikjumar 24 tonn af homsflum. En meðalþyngd homsflis er 1,14 grömm, þannig að alls veiddu bleikjum- ar 21 milljón sfla á ári. Þeir áætluðu jafn- framt að um helmingur fullorðnu sflanna yrði ár hvert bleikjunum að bráð, þannig að heildarfjöldi þeirra væri tvöfalt meiri, eða 42 milljónir. A grundvelli reynslu má hins vegar ætla, að fullorðnu sflin séu aðeins helm- ingur af öllum homsflunum sem ná eins árs aldri, þannig að samanlagður fjöldi homsfla sem lifir eins árs afmælið er um 85 milljón talsins!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.