Alþýðublaðið - 11.02.1993, Qupperneq 2
2
Fimmtudagur 11. febrúar 1993
íll»\lllll!IÍIHII
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri: Fjrafn Jökulsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
RALLBORÐIÐ
Óhollusta
X
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90
Kjarasamningar
Viðræður um nýja kjarasamninga eru nú að hefjast og eflaust
verður það erfið samningagerð. Þjóðartekjur íslendinga hafa
stöðugt dregist saman á undanförnum árum og nú eru meiri vá-
boðar framundan í atvinnulífinu en oftast áður. Alþýðusamband
Islands hefur þegar kynnt kröfugerð sína á fundi með viðsemj-
endum sínum, Vinnuveitendasambandi Islands og Vinnumála-
sambandi samvinnufélaganna, auk fulltrúum ríkisstjómarinnar.
Þar kemur fram sú meginkrafa að í komandi kjarasamningum
verði náð því kaupmáttarstigi sem um var samið í síðustu kjara-
samningum.
Það má öllum ljóst vera að eins og staða mála er í dag er ekki
von til að um neinar umtalsverðar Iaunabætur verði að ræða í
þeirri samningagerð sem nú er að hefjast. Það hlýtur, við þær að-
stæður sem við búum við í 'dag, að vera umfram allt keppikefli
allra aðila að tryggja atvinnu fólks eins og hægt er og efla at-
vinnulífið. Reyndar leggur ASI áherslu á þau mál í kröfugerð
sinni og hafa forsætisráðherra og framkvæmdastjóri VSI fagnað
þeirri áherslu sem verkalýðshreyfingin leggur á uppbyggingu at-
vinnuveganna.
Gunnar Ingi Gunnarss
S
n þess að ætla að gerast viku-
legur pennavinur hins ágæta
flokksbróður, Sigurðar Péturs-
sonar, á síðum Alþýðublaðsins, sé ég
ástæðu til að gera athugasemdir við pe-
dagógískar ábendingar og það pólitíska
krossapróf, sem er að frnna í svargrein
hans í blaðinu, sl. þriðjudag.
I greininni virðist koma fram að SP
hafi séð í mér auðmjúkan undirsáta
heilbrigðisráðherra, fullan hollustu,
þegar hann las greinarstúf minn í blað-
inu þann 4. febrúar sl., en í þeirri grein
leyfði ég mér að gagnrýna SP fyrir
órökstudda ádrepu á ráðherrann, en
mörgum þykir reyndar flott um þessar
mundir að ata hann illmælgi og þá sér-
staklega stjómarandstæðingum allra
flokka.
I grein sinni segir SP m.a.: „Sé gagn-
rýni beitt með rökum og skoðanamun-
ur settur fram á hreinskilinn hátt, tapar
enginn.” Þetta er auðvitað hárrétt hjá
SP. Og hefði hann sjálfur ekki sýnt
þessari skoðun sinni óhollustu í ridd-
aragreininni, þá hefði ég ekki fundið
þar efnivið í skammir. I versta falli að-
eins þurft að koma með einhver mót-
rök.
Krossaprófið
I greininni setur SP fram fjórar stað-
hæfingar um ráðstafanir núverandi rík-
isstjómar í heilbrigðismálum og vill að
ég krossi við þær með jái eða neii.
Hann segist vilja leggja prólið fyrir
mig, en sýnir mér samt sjálfur, hvemig
rétt sé að krossa við þær allar. Þannig
telur hann sig geta sýnt mér fram á það,
að ráðstafanimar hafi ekki tekið tillit til
on skrifar
þeirra, sem minnst mega sín. Nú er það
svo, að prófinu verður ekki sinnt af viti
með jái eða neii einu saman, enda heil-
brigðisþjónustan fjölþætt og dygði að-
eins greinargerð með hverri staðhæf-
ingu, ef svara ætti ítarlega. En hér verð-
ur prófinu svarað þannig.
- Núverandi ríkisstjóm hefur komið
því á, að kostnaðarlegt öryggisnet heil-
brigðisþjónustunnar spannar ekki bara
sérfræðiþjónustuna, heldur einnig
heilsugæsluna alla. Þess vegna hefur
orðið veruleg lækkun á útgjöldum ör-
yrkja og aldraðra, varðandi ýmsa mik-
ilvæga þætti þjónustunnar. Hvort þessi
lækkun jafni út hækkanir, veit ég ekki,
en eftir 3000 kr. heildarútgjöld á ári
greiða þéssir skjólstæðingar l/9 af al-
mennu gjaldi.
- Þar að auki kom þessi ríkisstjóm á
sameiginlegu kostnaðarþaki fyrir öll
böm sömu fjölskyldu, þ.e., þegar heild-
arútgjöld allra bama sömu fjölskyldu
hafa náð 6000 kr., fá þau nú sameigin-
legt afsláttarkort og ókeypis þjónustu á
heilsugæslustöðvum að degi til.
- Varðandi láglaunafólk gildir sama
og um aðra, sem ekki falla undir
ákvæði Iífeyrisþega og öryrkja, að af-
sláttarkort fæst við 12000 kr. ársút-
gjöld. Þó er sú nýjung bundin í reglu-
gerð, að gefinn er kostur á sérstökum
lyfjaskírteinum, þegar kostnaður við
lyfjakaup em skjólstæðingum fjárhags-
leg ofraun.
Að lokum
Alþýðuflokkurinn er í ríkisstjóm á
tímum alvarlegs ástands í efnahags-
málum þjóðarinnar. Uppsafnaður
skuldabaggi óráðsíunnar liggur á slig-
andi þjóðinni. Við þessar aðstæður hef-
ur það orðið hlutverk Alþýðuflokksins,
að halda utan um mikilvægustu þætti
íslenskrar velferðar. Til þessara mála-
flokka hafa nú fengist minni fjámiunir
en áður. Um það, hvort þama hafi ver-
ið rétt gefið, eða ekki, má deila, en fjár-
lögin em þama. Færri krónur í heil-
brigðisþjónustuna kölluðu annað hvort
á aukna gjaldtöku eða skerta þjónustu.
Lántaka kom ekki til greina. Menn
vom sammála um að skerða ekki þjón-
ustuna. Þess vegna var gerð nauðvam-
aráætlun um aukna gjaldtöku með áð-
umefndum öryggisnetum og öðrum
ráðstöfunum, til að verja þá sem minnst
mega sín. í stefnuskrá Alþýðuflokksins
er engin neyðaráætlun af þessu tagi.
Það varð að semja hana í tímaþröng
versnandi afkoinu þjóðarbúsins. Það er
ekki öfundsvert pólitískt hlutverk. En
óttinn við hlutverkið sjálft á þó að vera
minni en hinn, sem skapast við tilhugs-
unina eina unt það, að verkefnið lenti í
höndunr þeirra andstæðinga okkar,
sem ekkert skynja af samúð og réttlæt-
iskennd jafnaðarmanna.
Þess vegna segi ég við Sigurð Pét-
ursson í mestri vinsemd: Beittu rökum
í gagnrýni þinni, eins og þú segist raun-
ar vilja gera, og sýndu okkur hinum,
hvaða aðrar og þá betri leiðir þú kýst að
velja, þegar þú fordæmir gjörðir
flokksbræðranna. Annars skín f óholl-
ustu stjómarandstæðinganna.
Gunnar Ingi Gunnarsson er
læknir.
Auk beinnar launahækkunar gerir ASÍ kröfur um breytingar á
skattakerfinu, lækkun virðisaukaskatts á matvæli, hækkun per-
sónuafsláttar og lækkun tekjuskattsins. Þá vilja þeir láglauna-
bætur á mánaðarlaun undir 80 þúsundum og kaupmáttaitrygg-
ingu. Þá er krafa um að dregið verði úr þeim álögum sem settar
hafa verið á notendur heilbrigðiskerfisins og að greiðslur vegna
tannlækninga barna og ellilífeyrisþega verði endurskoðaðar. Af
þessu má ljóst vera að kröfur verkalýðshreyfingarinnar snúa
ekki síður beint að ríkisvaidinu en samtökum vinnuveilenda.
Ríkisvaldið og atvinnurekendur hafa stundum verið sakaðir um
að etja saman hinum ýmsu launþegahópum þegar svo ber undir.
Eins og framsetning krafna ASI er núna má segja að það sé að
etja saman vinnuveitendum og ríkisvaldinu. Eftir því sem ríkis-
valdið verði tregara til að koma til móts við kröfur þeirra um
lægri skatta og minni þjónustugjöld mun verkalýðshreyfingin
gera meiri kröfur um launahækkanir á hendur vinnuveitendum.
Af reynslu fyrri ára má ætla að vinnuveitendur muni gera kröfur
um að það verði ríkisvaldið sem greiði mest fyrir nýja kjara-
samninga og beri við slæmri stöðu atvinnulífsins sem þoli ekki
frekari byrðar.
At vinnuleysið er hins vegar tvímælalaust sá vágestur sem al-
mennt launafólk óttast hvað mest. Það er að komast á það stig að
hver og einn verður var við það innan fjölskyldunnar eða í nán-
asta vinahópi. Fólk sem missir atvinnu sína á oft erfitt með að
standa við þær skuldbindingar sem það hefur á sig tekið og ef
þeim tekst ekki að losa sig undan þeim eru nánustu vinir og ætt-
ingjar oft í ábyrgðum. Það er því ekkert einkamál hvers og eins
að hafa atvinnu og geta þannig séð sér og sínum farborða.
Oraunhæfar kaupkröfur verða því að víkja fyrir kröfunni um
vinnu fyrir sem flesta og helst alla sem hafa vilja og getu til að
vinna. Sérstaklega verður að taka tillit til þeirra sem lægst hafa
launin og þeir sem búa við betri kjör verða að sætta sig við litlar
eða engar kjarabætur. Við þær aðstæður í efnahags- og atvinnu-
líFi sem við búum við, er ekki raunhæft að gera sér vonir um
miklar almennar kjarabætur svo ekki sé talað um vilji menn
freista þess að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Það á jafnt
við um kröfur um almennar launahækkanir og breytingar á
tekjujöfnunarkerfi ríkisvaldsins.
Atburðir dagsins
1810 Napóleon keisari Frakka kvænist Maríu Lovísu, dótt-
ur Franz I Austurríkiskeisara.
1858 Benito Juarez kjörinn forseti Mexíkó af þingsamkomu
f Vera Cruz.
1929 Píus XI páfi og stjóm Mussolínis undirrita samning
sem gerir Vatíkanið að sjálfstæðu ríki.
1945 Churchill, Stalín og Roosevelt hittast í Jalta. Þar
ákveða leiðtogar Bretlands, Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna þá heimsmynd sem þeir ætla að koma á, þegar Hitler
og kónar hans verða endanlega yfirbugaðir.
1958 Sálkönnuðurinn frægi frá Wales, Emest Jones, deyr;
79 ára að aldri.
1975 Breski Ihaldsflokkurinn velur Margréti Thatcher sem
leiðtoga sinn; þetta er í fyrsta skipti í 300 ára sögu flokksins
sem kona leiðir íhaldsmcnn. Thatcher bar sigurorð af fjór-
um keppinautum í fonnannsslagnum. Hún hefur setið á
þingi síðan 1959 og er þekkt fyrir að hafa ákveðnar skoðan-
ir. Forgangsverkefni hennar verður allsherjar uppskurður á
velferðarkerfinu.
1990 James „Buster" Douglas verður heimsmeistari í hnefa-
leikum; vinnur Mike Tyson í hörkuspennandi viðureign í
Tokyo.
1990 Nelson Mandela, leiðtogi blökkumanna í Suður-Afr-
íku, gengur útí frelsið eftir að hafa verið í fangelsi í 26 ár.
Winnie, eiginkona hans, og fjöldi stuðningsmanna tók á
móti honum og allsherjar gleði ríkti í Höfðaborg. Skilaboð
Mandela til umheimsins voru um „frið, lýðræði og frelsi".
Afmœlisbörn dagsins
Thomas Edison 1847: bandarískur uppfinningamaður sem
meðal annars færði heiminum ljósapemna, plötuspilarann
og kvikmyndina.
Joseph Mankiewicz. 1909: Bandarískur kvikmyndaleik-
stjóri sem vann til Oskarsverðlauna fyrir kvikmyndimar
Letter to Three Wives (1949) og All Ahout Eve (1950).
Mary Quant 1934: enskur hönnuður, leiðandi í tískunni á
sjöunda áratugnum.
Burt Reynolds 1936: bandarískur kvikmyndaleikari.
UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA
- Verkefnin framundan -
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráö-
herra og Jóhanna Siguröardóttir félags-
málaráöherra veröa á opnum fundi í
Átthagasal Hótel Sögu, þriöjudaginn 16.
febrúar kl.20.30.
Fundarstjóri veröur Össur Skarphéðins-
son formaöur þingflokks Alþýöuflokksins.
Allir velkomnir
(Vinsamlegast athugið að fundurinn er 16. en ekki 11. eins og áöur var auglýst)
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands