Alþýðublaðið - 18.02.1993, Síða 2

Alþýðublaðið - 18.02.1993, Síða 2
Fimmtudagur 18. febrúar 1993 H ÞYIIIBUBllt HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verö í lausasölu kr. 90 Nauðganir sem vopn í stríði I gær efndu konur um gervalla Evrópu til mótmæla gegn nauðgunum og ofsóknum á hendur konum í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Rann- sóknamefnd Evrópubandalagsins hefur afhjúpað hroðalegar stað- reyndir um kerfisbundna kynferðislega misnotkun í Bosníu- Herzegóvinu. Nauðganimar eru þannig ekki fylgifiskur stríðsins; heldur beinlínis einn þáttur þess. Nefnd EB komst að þeirri niðurstöðu að líklega hefði um 20.000 kon- um verið nauðgað. Þá er sagt í skýrslu nefndarinnar að sérstakar „nauðgunarbúðir“ séu reknar víða í Bosníu. Þar er konum nauðgað daglega þangað til þær verða vanfærar. Þær em síðan hafðar í haldi uns of seint er að eyða fóstrinu. Serbar bera höfuðábyrgð á stríðinu í lýðveldum íýmim Júgóslavíu og þeir em sekir um verstu stríðsglæpina. Hinsvegar em hvorki Króatar né múslímar saklausir af voðaverkum. Það eru engar hetjur í stríðinu á Balkanskaga. Engar líkur em á friði í fyrrum Júgóslavíu á næstunni. Það er ekki til nokkur lausn sem allir aðilar geta sætt sig við. Allt bendir til að Króat- ar ætli að hefja stórfelldan hemað á hendur Serbum í Krajnahéraði í Króatíu. Árásir Króata síðustu vikur, í trássi við alla friðarsamninga, em þeim til vansa. Það verður að setja þeim stólinn fyrir dymar, ella er hætta á að allsherjarstríð hefjist í fyrmrn Júgóslavíu. Nú eru tíu mánuðir síðan helför Bosníu hófst. Um 200.000 manns, langflestir óbreyttir borgarar, liggja í valnum. Flóttamenn em á þriðju milljón - í landi þarsem íbúafjöldinn var innan við hálfa fímmtu millj- ón. Serbar hafa haldið mörg hundmð þúsund múslímum í herkví frá stríðsbyrjun. Stríðið í Bosníu-Herzegóvinu er smánarblettur á Evrópu, og sýnir hversu þunnur hjúpur siðmenningarinnar er. Nauðganimar em sví- virðilegur stríðsglæpur og mótmælum evrópskra kvenna verður að fylgja eftir. Það verður að senda Serbum skýr skilaboð. Þeim á að út- hýsa úr öllu félagi við umheiminn. Frjálsari önglaveiðar Skynsamlega rekin smábátaútgerð er ein traustasta stoðin undir hin- um dreifðu sjávarbyggðum á íslandi. Síðustu daga hafa birst fregnir af því að tvíhöfða nefndin svokallaða, sem á að móta tillögur að nýrri fiskveiðistefnu, muni leggja til að hert verði að trilluútgerð. Þetta hef- ur eðlilega valdið ólgu á meðal þeirra, sem eiga afkomu sína undir krókaveiði. Pað er hins vegar nauðsynlegt að árétta það, að innan stjómarliðsins hafa engar ákvarðanir verið teknar um þetta. Málið er rétt að komast á umræðustig í þingflokkunum. Formenn nefndarinnar hafa sömuleiðis ítrekað, að þær hugmyndir, sem hafa verið í umfjöllun fjölmiðla, em aðeins drög, og nefndin á eftir að taka lokaákvörðun. Pað má hins vegar minna á, að á flokksþingi Alþýðuflokksins síðasta sumar var ítarlega rætt um sjávarútvegsmál, og mikil skoðanaskipti áttu sér stað um smábátaútgerð. Niðurstaða þingsins var dregin saman í eftirfarandi setningum: „Sérstaklega þarf að bæta hlut smábátaútgerðar í fiskveiðunum, svo kostir hennar fái að njóta sín. Því er nauðsynlegt að gera samanburð á þjóðhagslegri hagkvæmni önglaveiða og annarra veiða, þar sem með- al annars erlendur tilkostnaður er metinn. Á gmndvelli þess mats verði svo tekin ákvörðun um hversu langt skuli ganga í að gera önglaveiðar frjálsari.“ URKLIPPUSAFNID Garri spáir í borgarspilin Garri Tímans spáir miklum „skrautsýningum“ í borgarstjómar- kosningunum á næsta ári og ekki færri en átta framboðum. Garri spáir því ennfremur að til klofnings komi á einum bæ, og færir þessi rök meðal annars að því: „Þetta má meðal annars ráða af yf- irlýsingum þess fólks, sem skipaði efstu sætin hjá framboði Nýs vett- vangs fyrir síðustu kosningar. I við- tali við Tímann í gær lýsa þær báðar, Olína Þorvarðardóttir og Ragnheiður Davíðsdóttir úr Nýjum vettvangi, því yfir að hreinsanir á vinstri-krötum útúr Alþýðuflokknum muni efla þá viðleitni þessara krata til að bjóða á ný fram lista undir merkjum Nýs vettvangs. Nýr vettvangur er sem kunnugt er samkrull fólks úr Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi, en móð- urflokkamir virðast fyrir þessar kosn- ingar báðir ætla að bjóða frant í eigin nafni. Þannig mun ástæða hreinsana í Alþýðuflokki meðal annars vera sú að þannig megi auðvelda ómengað Alþýðuflokksframboð. Fastlega verður að gera ráð fyrir að Alþýðu- bandalagið bjóði fram í eigin nafni nú einsog síðast, þó einhver hluti flokksmanna muni áfram fylkja sér undir merki Nýs vettvangs. Þannig má búast við þremur framboðum frá A-flokkunum: Alþýðuflokksfram- boði, Alþýðubandalagsframboði og svo klofningsframboði úr báðum þessum flokkum undir merki Nýs vettvangs.“ Átta framboð? Garri veltir líka upp þeim mögu- leika að sjálfstæðismenn gangi til kosninga í tvennu lagi; með því að margir búast við að Albert Guð- mundsson hasli sér völl á nýjan leik í pólitíkinni. Þá segir hann að af göntlu flokkunum sé það „aðeins Framsókn sem virðist korna óskipt til leiks á næsta ári“. Garri reiknar einnig með þátttöku Kvennó og græningja í kosningunum og þarmeð er heildartala framboða komin upp í átta. I lokin gerist félagi Garri svo eink- ar spámannlegur: „Albertsmenn munu sjá til þess að allt óánægjufylgi Sjálfstæðisflokksins hafi valkost sem það getur unað við. Alþýðuflokkur- inn - eftir sína hundahreinsun - er vart greinanlegur frá Sjálfstæðis- flokki og mun gjalda samstarfsins við hann. Það er því fyllsta ástæða til að hlakka til kosninganna á næsta ári, því þá verða vatnaskil í borgarstjóm- armálum." Hreinsanir í DV í DV í gær er leitað álits þeirra Ragnheiðar Davíðsdóttur og Þor- Afogfrá „Nei, ég tel þaö af og frá að einhverjar hreinsanir eigi sér síað í Alþýðu- flokkniuB. Hitt er annað aö í Alþýðu- flokknuffi er fólfe sem er ósátt við Njj- Þortðkur Heisason an wttvsno «<*»■-* - ** nokfenuni ot, tel þœr haía I byvjaö \ Virottrekstn I mtaum v* Ekki tíxfœr f mMsr skrxutsyrúngar í hxasbobsmShim iytir taesSa bo«gars46nudaMaínður í Reyfóa vacÓÖa*rfyriradíramboó*ii*tar vcrfti flcrri en od&ni tírœi fyrr og nozmnjptr fsocta vwot rq’a n\at3cr Þetia má ou rífta af y&rtýsing- um þess fúðu, sxsn fjpfpaÁj cfstu œtm hji fmxásoAi Sýs vettvanjgs fylir X&KJStu { VÍÖtaíl VÍA Tfaaa t tmt tfca þw Mlar Óím» tXKvaxtaráMr og Ki)<nhtVi«r iMMttir úr lyjjuœ jnsyftr aft hmnsanír S vbutritknK- um úí úr AlþýSufloUauici Sxfi&Ntk mmii rtU [v. vw'.U’iíni Nuan fcnt> til aft btfði í n# fcam mr* mfrnMMot c« momsniOSm- A n,.-XI-JJ-.f.-, n-fcu-A Curt /UBv®«)WCSmtínW«. rnucp verdur tb $tr* rib fyrix ad AJþýöo bfóöí fmn í eiátn nafnt nú dn* og ííöast. þö eánhwer hhrfj ttnðír Nýn raá buw.1 vfó \ssvtxmr fastáx&um *-* a r*. t *. ..-.. »«iL.ii-m . rt _«„» .... M rupyOJujOKKS* _ r a .. «« (aommgsmraeoot ur Kihssm íktóasffl layBr og Óðteai^r 5jáíístacötvmsms cm unnberfór ura aö K»hi mm>| tffmfa $ér wS f bnrjmtjMnm, «ida befur Afctrl stálte gefiö { gicyfi aö haan jctS sér að jjaa slðta hinri i isknskn pótítík í fnxotfr mni. Spvcmkt^n tx ab íkstra ttóml aöems um fced bvort Atbcrt býdttr fmn uncSr merfóum Sjðfstsiib- ðofóss, Jms- PP hvwt um s£á&&*&tut Bst» vvrdur ab rae&a. óvínwd rfldss^ónún og innbyrói* í umdurfyTuli h*>rgaifuHtritít Sjátf- tte&wfiokks h*h rnm tfl þm aö ASmtÍBás&totik&mögtáda íainí góóum irmgrí i borgxr- miídrav tóofrtmí* i þcim raöum. Mh g&tu bvs. wdíó iíta fesm- hob tem berAuat um iwctbí 15 i horgentjótxu eða nkok^& iwafflw ryrur nvcr tvo latu i ncerg- »Oj6rmtmL «cm þó vir&st acÖa a& vct&a iamff^eríríat vx> s borgarsöómErkmniiigar. er ebki drtvöróungu ab vtröí fieiri to nokkru sinni fwr, hddur bcnák aM tfi aft awtfiur aa-tu oriift njcht « iixtr htfur þelte. ÓviœaeWIr thAbri.. { vmtktgt bí nrAvúJitjin sjáífeíaeá- inmMMitm, ihA þfM tem &od~ sö&iowntfyrías&mfkikkxintí bt/rginni er iiru&io tS jtrucaa. AÍ* berttmeon munu stíi tii besa að a£& láks Helgasonar á ásökunum Ólínu Þorvarðardóttur um „hreinsanir í Alþýðuflokknum". Ragnheiður Davíðsdóttir er afar stóryrt, og segir það „kjaftæði" í Jóni Baldvin Hannibalssvni að Alþýðu- flokkurinn „innihaldi breiðan hóp fólks með ólíkar skoðanir". Hún seg- ir að „hið besta fólk í flokknum hefur látið berja sig til hlýðni.“ Afleiðingamar eru þær, segir Ragnheiður, að margt fólk hefur hrakist úr flokknum og á ekkert fast land í pólitík. Þetta fólk lítur nú von- araugum til Nýs vettvangs, segir Ragnheiður. Þorlákur Helgason kveður það „af og frá að einhverjar hreinsanir eigi sér stað í Alþýðuflokknum. Hitt er annað að í Alþýðuflokknum er fólk sem er ósátt við Nýjan vettvang og það fylkir sér eitthvað sarnan í kosn- ingum. Eg get ómögulega kallað það hreinsanir þótt uppi séu átök innan stjórnmálaflokka. Ég þekki ekki þann stjórnmálaflokk þarsem ekki eru ein- hver átök um menn í stjómir og ráð án þess að menn kalli það hreinsan- ir.“ /o • Atburðir dagsins 1478 Georg, hertoga af Clarence, er drekkt í ölámu í Tower of London. 1546 Marteinn Luther, mestur siðbótarmaður allra tíma, deyr; 63 ára að aldri í fæðingarbæ sínum, Eisleben í Þýska- landi. 22 ára að aldri varð elding honum næstum að bana, og hann gekk í klaustur. Árið 1511 varð hann prófessor í Wittenberg. Hann lenti í deilum við Páfagarð vegna skoðana sinna og var bannfærður; Friðrik III af Saxlandi neitaði að senda hann til Rómar þarsem átti að taka hann af lífi. Siðbót Luthers fólst meðal annars í því að leggja niður klaustur; hann leyfði prestum að kvænast og afnam skriftir. Hann færði alþýðunni biblíuna; og lifði þá tíma að sjá næstum ger- valla Norður- Evrópu segja skilið við Vatíkanið. 1564 Michelangelo, einn höfuðsnillingur endurreisnarinnar, deyr. 1855 Nikulás I Rússakeisari deyr. 1876 Skeytasendingar hefjast millum Bretlands og Nýja- Sjálands. 1930 Níunda reikistjaman kemur í leitim- ar; Plútó, köld, dimm og lífvana. 1948 Fianna Fail, flokkur Eamon de Val- era, tapar kosningunum á Irlandi. 1967 Faðir atómsprengjunnar, Róbert Oppenheimur, deyr. 1990 Mótmælendur krefjast afsagnar Ion Ilescu, forseta Rúmeníu, og Petre Roman forsætisráðherra. Afmœlisbörn dagsins María Tudor 1517: ensk drottning, kölluð „Blóð-María“ vegna ofsókna hennar á hendur mótmælendum. Niccolo Paganini 1784: ítalskur tónsmiður sem hafði um- talsverð áhrif á Franz Liszt og Róbert Schumann. Milos Forman 1932: tékkneskur kvikmyndaleikstjóri, kunnastur fyrir Gaukshreiðrið, þarsem Jack Nicholson fór á kostum. John Travolta 1954: bandarískur leikari sem sló í gegn í myndunum Saturday Night Fever og Grease; sfðan hefur sól hans lækkað mjög. Yoko Ono 1933: japönsk fjöllistakona, seinni eiginkona John Lennon. 1991 Bandarísku herskipin Tripoli og Princeton verða fyrir sprengjum í Persaflóastríðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.