Alþýðublaðið - 19.03.1993, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.03.1993, Qupperneq 1
Um 12% atvinnuleysi á Suðurnesjum, en samt er: Fiski ekið frá Sand- gerði til Sigluf jarðar - afleiðing afóréttlátu kvótakerfi segir Guðmundur Finnssonframkvœmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Þratt fyrir að um 12-14% at- vinnuleysi sé nkjandi í stærstu byggðarlögunum á Suðumesjum eru dæmi þess að fiski sé landað í Sandgerði og honum ekið á bílum þvert yfir landið til Siglufjarðar, um 500 kílómetrá leið. Þannig vill það til að Amey GK úr Sandgerði hefur verið að veiða kvóta frá Útgerðar- fyrirtækinu Þormóði Ramma h.f. á Siglufirði og er aflanum ekið norð- ur til vinnslu þar. Mörgum atvinnulausum Suður- nesjamanninum þykir súrt í brotið að horfa á horfa á eftir fullum flutn- ingabílum af fiski aka nteð „vinn- una“ norður. Guðmundur Finnsson fram- kvæmdastjóri Verkalýðs- og sjó- mannafélags Kellavíkur segir að það sé því miður lítið við þessu að gera, bátamir á Suðumesjum séu ekkert annað en leiguliðar fyrir stóru útgerðarfyrirtækin á Norður- landi. „Kvótinn er í eigu norðan- manna, en þetta er bara kvótakerfið í hnotskum. Þetta er auðvitað eins óréttlát kerfi og hugsast getur og við hljótum að mótmæla því að hægt sé að selja kvóta svona á milli landsvæða. Ég tek auðvitað undir stefnu Alþýðuflokksins í fiskveiði- málum, þar sem gert er ráð fyrir að allur afii sé seldur á mörkuðum og allir hafi þannig jöfn tækifæri á að kaupa hráefni til vinnslu. Reynslan sýnir að bæði sjómenn og útgerðar- menn fá hærri tekjur ef afii er seld- ur á frjálsum mörkuðum", sagði Guðmundur Finnsson. Mikil vinna hefur hins vegar ver- ið í frystihúsinu á Siglufirði að und- anfömu og nú er unnið þar í 10 tíma á dag. Róbert Guðfmnsson fram- kvæmdastjóri segir að fyrirtækið hafi gengið vel undanfarin ár, en það þurfi verulega að taka á til þess að ná endum saman í dag. Hann segir kvótakaup eina leið til þess að auka hráefni til vinnslu og bæta af- komuna. Frumvarp fjarmalaraðherra Einkavæðing Lyfja- verslunar ríkisins Hefur velt um 500-800 milljónum á ári Búast má við því að nýtt hlutafé- lag verði stofnað um rekstur Lyfja- verslunar ríkisins þann 1. júlí í sum- ar. Fjármálaráðherra hefur kynnt stjómarflokkunum fmmvarp þess efnis og verður það væntanlega af- greitt í þingflokkum stjómarflokk- anna í næstu viku. 1 fmmvarpinu er einnig gert ráð fyrir að fjármálaráð- herra fái heimild til að selja hluta- bréf í félaginu. og er það í samræmi við niðurstöður nefndar sem haft hefur þetta mál til athugunar. Niðurstöður nefndarinnar benda til þess að Lyfjaverslun ríkisins starfi í samkeppni við fyrirtæki á sviði framleiðslu og dreifingar á lyfjum á innlendum ntarkaði. Þá bendir ýmislegt til þess að einka- væðing fyrirtækisins geti orðið til góðs fyrir ríkissjóð, fyrir rekstrar- eininguna sem slíka og lyfjamark- aðinn í heild. Starfsemi Lyfjaverslunar ríkisins skiptist í framleiðslu og dreifingu lyfja, auk þjónustu við opinbera að- iía. Síðastliðin fjögur ár hefur velta fyrirtækisins numið um 500-800 milljónum króna. Hagnaðurinn hefur verið á bilinu 20-100 milljón- ir á ársgrundvelli. Um 60 manns starfa hjá fyrirtækinu og verður þeim boðið áframhaldandi starf hjá nýja hlutafélaginu. Þessar breytingar em í fullu sam- ræmi við ákvæði frumvarps sem heilbrigðis- og tryggingaráðherra het'ur lagt fram um lyfjamál. Þing- flokkur Alþýðuflokksins hefur þeg- ar lagt blessun sína yfir það frum- varp, en nokkur andstaða hefur komið fram við það í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ekki er ljóst hvort frumvarpið um einkavæðingu Lyfjaverslunar ríkisins muni fá svipaðar móttökur hjá Sjálfstæðisflokknum. Sakadómari í Istanbul: Brazaul Forseti Litháens í vinnuheimsókn á Islandi: Möguleikar á sam- vinnu landanna miklir Telur erlendar fjáifestingar forsendu efnahagsbata í Litháen Forseti Litháens, Algirdas Brazaukas, hefur verið í heimsókn hérlendis frá því á miðvikudag. I gær átti hann viðræður við ráðherra í ríkisstjórn íslands, embættis- menn og íslenska athafnamenn. A blaðamannafundi í stjómarráðinu í gær- morgun sagði forsetinn að fundurinn með ís- lenskum ráðamönnum hefði verið uppbyggi- legur og snúist um þá samleið sem íslending- ar og Litháar gætu átt, til dæmis á sviði frí- verslunar. Einnig sagði hann að rætt hefði verið um praktísk atriði í samskiptum þjóð- anna svo sem það að Litháar sem vilja kom- ast til Islands þurfa að sækja um vegabréfs- áritun í Kaupmannahöfn o.s.frv. Forsetinn taldi að reynsla íslendinga af hitaveitu byði upp á mikla möguleika í sam- vinnu landanna, en í Litháen er talsvert af heitum uppsprettulindum. „Það að ætla að nýta þessa auðlind krefst mikilla fjárfestinga, en einnig reynslu og hana hafa fslendingar í ríkum mæli“, sagði Brazaukas. Forsetinn sagðist einnig telja að viðskipti milli landanna gætu verið á þann veg að Lit- háar seldu okkur timbur og keyptu af okkur fisk. Aðspurður um efnahagsástandið heima fyrir sagði Brazaukas að verðlag hefði farið lækkandi síðustu mánuði, en vitaskuld væri langt í land fyrir Litháa að ná svokölluðum vestrænum lífskjörum. Hann taldi forsenduna fyrir frekari efnahagsbata vera erlenda fjár- festingu, sem hann sagði vera á leiðinni með auknum stöðugleika á stjómmálasviðinu. Um stjómmálaástandið í Rússlandi hafði forsetinn það að segja að hann teldi það óstöðugt en ekki komið á neitt hættustig. ,Jeltsín hefur stjóm á hlutunum, og stjómar- far eins og á ámnum 1988-89 kemst örugg- lega ekki á aftur“, sagði forsetinn. Hann sagði hinsvegar ríka þörf á þingkosningum í Rúss- landi á næstunni. Sigling með Baldri yfir Breiðaíjörðinn er ekki bara hagkvæm stytting á langri leið, heldur ógleymanleg ferð með fagra fjallasýn og viðkomu perlu Vesturlands, Flatey. gærmorgun var Halim Al, fyrr- um eiginmaður Sophiu Hansen og annar aðili forsjárdeilu þeirra, dæmdur í eins mánaðar óskilorðs- bundið fangelsi hjá sakadómara í Istanbul í Tyrklandi. Halim var dæmdur fyrir endur- tekin brot á umgengnisrétti þeim sem Sophiu Hansen var dæmdur við dætur sínar í febrúar 1992. Ha- lim braut þennan umgengnisrétt alls tólf sinnum á síðasta ári. Samkvæmt fréttatilkynningu frá samtökunum „Bömin heim” var lögmaður Sophiu Hansen mjög óánægður með að dómurinn skyldi ekki vera þyngri, en heimild er til þess í tyrkneskum lögum að dæma ntenn í allt að sex mánaða fangelsi fyrir hvert skipti sem umgengnis- rétturinn er brotinn. Þær fréttir berast af for- ræðismálinu sjálfu að ógildingardómur hæsta- réttar hafi borist undirrétti í Istanbul og ákvörðunar um hvenær málið verður tekið fyrir að nýju er að vænta eftir hálfan mánuð. BAL JR FERJA YFIR BREIÐAFJÖRÐINN Dæmir Halim Al í mánadarfangelsi Lögmaður Sophiu Hansen segir dóminn alltofvœgan Drakúla i Reykjavík Hinn eini og sanni Drakúla greifi er staddur í Reykjavík um þessar mundir. Hér er um að ræða kvik- myndaleikarann góðkunna, Christ- opher Lee. Hann er hingað kominn til að sitja í dómnefnd Norrænu kvikmyndahátíðarinnar. í tilefni af þessu er sýnd fyrsta Drakúla-mynd leikarans í Háskólabíói í kvöld kl. 23.15 og verður Lee viðstaddur sýninguna. Myndin er sögð góð, fyrir alla blóðflokka! Þá verður „blóðrauð hátíð“ í Tunglinu. Flugleiðir í eifiðleikum: milljóna tap Flugleiðir héldu í gærdag blaðamannafund í tilefni af að- alfundi félagsins. í máli Sigurð- ar Helgasonar forstjóra Flug- leiða kom meðal annars fram að heildarveltan var tæpur tólf og hálfur ntilljarður sem er 5% minni velta en 1991. Þannig varð sú breyting á rekstraraf- komu Flugleiða á árinu 1992, miðað við reksturinn 1991, að 134 milljóna tap varð á rekstr- inum og telur Sigurður þá stöðu algjörlega óviðunandi. Annað var uppi á teningnum árið 1991 þegar 154 milljóna hagnaður var af rekstri félags- ins. Ein afleiðing þessa taps ár- ið 1992 er 500 milljóna „rekstr- arhagræðing", sem reynt verður að ná fram á næstu 12-18 mán- uðum. Önnur afleiðing tapsins er að undanfarin átta ár hefur verið greiddur út 10% arður til hlut- hafa en nú verða þessar arð- greiðslur minnkaðar niður í 7%. Fréttaskýring um það sem fram kom á fundinum birtist í Al- þýðublaðinu eftir helgina. ALÞÝÐUBLADID - Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.