Alþýðublaðið - 19.03.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1993, Blaðsíða 2
0?Ö4tccdaycct 19. vnan& ‘93 H WÐIIMIIIIH HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöf. Verö i lausasölu kr. 90 Atburðir dagsins 721 fkr. Babýlóníumenn gera fyrstu þekktu skrásetninguna á sól- myrkva. 1791 Frönskumælandi íbúum Kanada veitt jafnrétti á við hina enskumælandi. 1920 Bandaríska öldungadeildin kýs að ganga ekki í þjóðabanda- lagið. 1930 Arthur Balfour, fyrrum forsætisráðherra Breta (1902-6) deyr. 1931 Meltingameðalið Alka - Seltzer er sett á markað í Bandaríkj- unum. 1976 Margrét prinsessa, systir Elfsabetar Englandsdrottningar, skil- ur við eiginmann sinn Snowdon lávarð eftir 15 ára hjónaband. Afmœlisdagar Dr. David Livingstone, 1813: Skoskur trúboði og landkönnuður og fyrsti hvíti maðurinn sem uppgötvaði Viktoríufossa í Zambíu - Zimbabwe Wyatt Earp, 1848: Bandarískur löggæslumaður. Kom á röð og reglu í bænum Legsteini í Arizona. Adolf Eichmann, 1906: Ofursti í SS sveitum Hitlers og einn af höf- undum „Lokalausnar á Gyðingavandamálinu." Ursula Andress, 1936: Svissnesk leikkona. Verndun villtra dýra ✓ Islendingar hafa að mörgu leyti verið eftirbátar annarra þjóða hvað varðar löggjöf um vemd náttúninnar og dýralífs. Veiðimannahefðin er rík á meðal þjóðarinnar, og fram á hin síðari ár hefur mönnum þótt lítil þörf á að setja reglur um veiðar villtra dýra á grundvelli upplýsinga um stofnstærð þeirra. Lög, sem taka til veiða og vemdunar dýra hafa til þessa einkennst af nokkm virðingarleysi gagnvart tilverurétti sumra teg- unda, og miðað við eyðingu þeirra og jafhvel útrýmingu, ef frá em tald- ir selir og hreindýr. Eigi að síður hafa íslendingar talið sig í orði kveðnu vera vemdarsinna. Þess sjást þó ekki mikil merki í ríkjandi löggjöf þjóðarinnar. Þannig er athyglisvert, að íslendingar, sem búa við fjölbreyttara fuglalíf en flestar aðrar þjóðir, og em stoltir af því, hafa ekki tekið upp aðild að Alþjóða- fuglavemdarráðinu til þessa. Sömuleiðis em lagaákvæði, sem varða fdðun fágætra tegunda, alls ekki nógu sterk. Núverandi umhverfisráðherra hefur góðu heilli beitt sér skörulega fyr- ir bómm á lögum sém varða umhverfisvemd, og á þeim skamma tíma sem Eiður Guðnason hefur gegnt því embætti hefur hann haft fmm- kvæði að fjölmörgum nýjum lögum, sem renna styrkari stoðum undir vemdun náttúm og dýralífs á íslandi. LFm þessar mundir hefur Alþingi til meðferðar fmmvarp frá honum um vemdun og veiðar villtra dýra, sem jafnt veiðimenn sem vemdarsinnar hljóta að taka opnum örmum. s I fmmvarpi umhverfísráðherra er sú jákvæða gmndvallarregla mótuð, að næstum öll dýr skuli njóta vemdar. Hinsvegar séu veiðar heimilar, ef viðkomandi stofn er talinn þola veiðar, eða tii þess að koma í veg fyrir skaða af völdum hans. Með þessu er hagsmuna allra aðila gætt: Veiði- mönnum er heimilað að nytja stofna, upp að því marki sem tegundin þolir. Viðkoma stofnsins verður að vera nægileg til að vega upp á móti veiðunum. Um þetta hlýtur að nást góð sátt, því enginn veiðimaður með snefil af sjálfsvirðingu getur ætlast til þess að slakað sé á heimildum til veiða á stofnum sem eru í hættu. Mál af þessu tagi em ævinlega viðkvæm. Þessvegna er það sérstakt fagnaðarefni, að ráðherrann hefur tekið tillit til ábendinga forystumanna skotmanna í þeim mæli, að þeir hafa lýst ánægju með meginatriði fmm- varpsins. Það er að vonum, enda hefur það sem betur fer verið aðall ís- lenskra veiðimanna að fara með nærgætni að viðkvæmum stofnum, og ólíkt því sem gerist víða erlendis, þá heyra ólögmætar veiðar á friðuðum tegundum nánast til undantekninga hér á landi. Það atriði, sem hefur verið umdeildast í fmmvarpinu varðar útgáfu veiðikorta, en þar er lagt til, að skotmenn þurfí árlega að afla sér veiði- leyfís, og án þess mega þeir ekki stunda veiðar. Á leyfishafa hvílir jafn- framt sú kvöð, að áður en hann fær árlega endumýjun á leyfinu, þarf hann að skila inn skýrslu um veiðamar. Veiðikort fyrir skotmenn em mjög til bóta. Með þeim gefst tækifæri til að meta sókn í stofnana, en íslendingar hafa til þessa verið eftirbátar annarra þjóða hvað varðar eftirlit og söfnun upplýsinga um veiðar villtra dýra. Rjúpan er lýsandi dæmi; hún hefur áratugum saman verið tilefni deilna um áhrif veiða á stofninn, en upplýsingar um árlega rjúpnaveiði og fjölda veiðimanna hafa verið svo takmarkaðar, að engin leið hefur verið að meta þau. Það má jafnframt vekja athygli á því, að flestar þjóð- ir hafa svipað kerfi nú er lagt til að Islendingar taki upp. Ein mesta veiðiþjóð í nágrenni Islands, Grænlendingar, áforma til dæmist að taka upp veiðileyfi með mjög strangri skýrslugjöf veiðimanna. Tillögur umhverfisráðherra er þörf nýbreytni, sem styrkir mjög vemd villtra dýra, án þess að athafnafrelsi veiðimanna sé takmarkað umfram skynsamleg mörk. Með því er stigið stórt spor til bættrar umgengni við lífríki, sem er að mörgu leyti veikburða, og þarf að hafa stuðning af skynsamlegri vemdarstefnu hins opinbera. *&<ictaanctaacci 20. Atburðir dagsins 1413 Hinrik IV. Englandskonungur deyr. 1653 Oliver Cromwell, hæstráðandi Englands leysir upp þingið. 1792 Franska þingið samþykkir fallöxina sem aftökutól byltingar- innar 1793 Her konungssinnaðra bænda sigrar heri lýðræðisstjómarinnar í Vendée héraði í Frakklandi. 1934 Ratsjá er reynd í fyrsta skipti í höfninni í Kiel í Þýskalandi. 1969 Bítillinn Jón Lennon giftist Jókó Ónó. 1974 Skotið á Önnu prinsessu, dóttur Englandsdrottningar í tilraun til að ræna henni á götu í London. 1815 Napóleon Bonaparte ríður inn í Parísarborg eftir árs útlegð á eynni Elbu. fjórum mínútum. 1990 Imelda Marcos, eiginkona fyrrum einræðisherra á Filippseyj- um, er leidd fyrir rétt í New York fyrir svik. \ Afmælisdagar Ovid, 43 f.kr.: Rómverskt skáld, best þekktur fyrir rit sitt Ham- skiptin. Sir Isaac Newton, 1727: Enskur vísindamaður, uppgötvaði þyngd- arlögmálið. Henrik Ibsen, 1823: Norskt leikskáld. Beniamino Gigli, 1890: ítalskur tenór sem debútteraði á Scala í Mefístófelesi eftir Boito. Sir Michael Redgrave, 1908: Breskur leikari. Scccutccdaýcvt 21. mevtb ‘93 Atburðir dagsins 1556 Fyrsti mótmælaendabiskup Bretlandseyja brenndur á báli af Maríu Skotadrotthingú. 1788 Eldur geysar í New Orleans. 1871 Kommúna er stofnuð í frönsku borginni Lyon. 1871 Kanslarinn Otto von Bismarck setur fyrsta þing hins nýstofn- aða þýska ríkis. 1908 Franski flugmaðurinn Henri Farman flýgur yfír París með fyrsta flugfarþegann. 1933 Fyrsta þing Þýskalands nasismans, með Adolf Hitler sem kanslara, er sett í herkirkjunni í Potsdam. Afmœlisdagar Johann Sebastian Bach 1685: Þýskt tónskáld og organisti. Benito Pablo Juarez, 1801: Forseti Mexíkó, sem bauð Frökkum og Bretum byrginn. Paul Tortelier, 1914: Franskur Sellóleikari. Peter Brook, 1925: Breskur leikstjóri. ‘THáctudaycvt 22. ‘93 Atburðir dagsins 1622 Þrjúhundruð og fimmtíu amerískir landnemar drepnir af indíánum við James River. Þetta var fyrsta indíánaárásin í mörg herrans ár. 1687 Franska tónskáldið Jean Baptiste Lully deyr úr ígerð í fæti. 1824 Breska þingið samþykkir að kaupa 38 málverk til að koma upp þjóðlistasafni. 1888 Knattspymusamband Englands var stofnað í Lundúnum. 1903 Niagara fossamir verða vatnslausir vegna þurrka. 1904 “Daily Illustrated Mirror", birtir fyrstu lit- myndina í dagblaði í Bandaríkjunum. 1907 Fyrstu gjaldmælamir settir í leigubíla í Lund- únum. 1942 BBC byrjar að senda út skilaboð á morse lykli til frönsku andspyrnunnar. 1945 Jórdanía fær sjálfstæði. Afmœlisdagar Sir Anthony van Dyck, 1599: Flæmskur listmálari sem varð hirðmálari Englandskonungs, sem aðlaði hann fyrir vikið. Nicholas Monsarrat 1910: Breskur rithöfundur. Marcel Marceau 1923: Franskur látbragðsleikari. Andrew Lloyd Webber, 1948: Breskt söngleikja- skáld. Aðalfundur M8ÍSTEX. ÍSLENSKUR TEXTILIÐNAÐUR HF. Aöalfundur ÍSTEX hf. veröur haldinn lau- gardaginn 3. apríl, kl. 14 í Bændahöllinni/Hótel Sögu, 3. hæö í sal Framleiðsluráðs. Dagskrá: 1. Almenn aðalfundarstörf samkv. 16. grein sam- þykkta félagsins. 2. Aukning hlutafjár samkv. tillögum stjórnar fél- agsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Mosfellsbæ 18. mars, 1993 Stjórn ÍSTEX hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.