Alþýðublaðið - 19.03.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. mars 1993 3 236 kvartanir vegna hundahalds í Reykjavík ífyrra Kostar 6500 að handsama hund Hundaeftirlitið og lögregla komu 226 seppum undir lás og slá ífyrra Hundaeftirlitsmenn og lögreglan í Reykjavík höfðu í nógu að snúast vegna kvartana og eltingaleikja við hunda á síðasta ári. Alls bárust 236 kvartanir þar sem hund- ar komu nærri. Þar af vom 101 kvörtun vegna óskráðra hunda, 5 vegna illrar með- ferðar, 11 vegna hundsbita, 67 vegna ónæð- is og 52 vegna óþrifa frá ferfætlingunum. Það getur verið dýrt spaug fyrir hundaeig- endur ef gæludýr þeirra sleppa. Samkvæmt 2.gr. gjaldskrár þurfa þeir að greiða 6500 króna handsömunargjald og 1020 króna geymslugjaid á dag ef hundar þeirra em handsamaðir og færðir í dýflissu Dýraspítal- ans í Víðidal. A síðasta ári vom 226 hundar handsamaðir af hundaeftirlitinu og lögreglu, og er það nokkur fjölgun hundaafbrota frá árinu áður. Samkvæmt nýrri gjaldskrá fyrir hunda- hald kostar 8800 krónur þetta árið að halda úti hundi í Reykjavík. Gjaldið er óbreytt frá því í fyrra, enda stóð það þá undir kostnaði vegna hundahalds í borginni. Nú em um 1000 hundar skráðir í Reykjavík, en sam- kvæmt upplýsingum Heilbrigðiseftirlitsins er talið að um 100 seppar til viðbótar séu í felum - óskráðir og ólöglegir. Hundurinn Skuggi kominn í bíl Hundaeftirlitsins eftir að hann var handsamaður í Skuggasundi í gær. „Það er alveg lágmark að maður komist öðru hvoru á villt lóðarí“, sagði Skuggi í samtali við Alþýðublaðið eftir handtökuna sem kostar eiganda hans minnst 6500 krónur. ✓ Safnáðarfélag Asprestakalls: Kirkjudagur! Árlegur kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls verður haldinn næstkomandi sunnudag, 21. mars. Um morguninn klukkan 11 verður bamaguðsþjónusta í Áskirkju og síðan hefðbundin guðsþjónusta klukkan 14. Svala Nielsen syngur einsöng, sóknarprestur prédikar og Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjóm Kristjáns Sigtryggssonar organista. Eftir guðsþjónustuna og fram eftir degi verður kaffísala og glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu. Þar kemur síðan Svala Nielsen fram og mun hún syngja nokkur kunn íslensk sönglög. Allur ágóði af kaffisölu þennan kirkjudag rennur til ffam- kvæmda við kirkjuna og henni til prýðis. Þess ber að geta að kirkjudagurinn hefur í fjöldamörg ár verið einn helsti fjáröfl- unardagur Safttaðarfélagsins. Miklu verki er þegar lokið við búnað kirkjuhússins. Nú er stefrit að því að fá til Áskirkju nýtt orgel og hefur af því tilefni verið samið við danska orgelsmiði um smíði vandaðs pípu- orgels. Afrakstur kafftsölu kirkjudagsins mun þvf styrkja og efla orgelsjóðinn. Sannarlega indælisdagur framundan í Ásprestakalli því ætla má að fjöldi sóknarbama og velunnara kirkjunnar leggi leið sína þangað á sunnudaginn og málefnið er gott; Stuðning- ur við starf safnaðarfélagsins. Sóknarbörn athugiö! Bifreiö mun flytja íbúa dvalarheim- ila og annarra stœrstu bygginga sóknarínnar til og frá kirkju. Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, um Maltauglýsingabannið Bannið ekki tilkomii vegna ytra þrýstings Ríkisútvarpið stöðvaði Hf. Ölgerðina Egill Skalla- grímsson í áframhaldandi „þjóðlegum auglýsingu" eins og þeim sem birtust fyrir skömmu og höfðu að geyma af- bakaðar Heilræðavísur séra Hallgríms Péturssonar. Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, tjáði Alþýðublaðinu í gær, að sú ákvörðun að stöðva þessa tegund auglýsinga, væri ekki til komin vegna bréfs frá Biskupi Islands, eins og lesa mátti í blaðinu í gær. Þessi ákvörðun nú væri al- farið ákvörðun Ríkisútvarpsins, án nokkurs ytri þrýst- ings. Sagði útvarpsstjóri að sér hefði áður borist bréf bisk- upsritara um þetta efni, en þá vildi svo til að Ölgerðin var sjálf búin að ákveða að hætta birtingum afbakaðra Heil- ræðavísa. Nú væri sú staða komin upp að Ölgerðin ætlaði af stað með aðrar auglýsingar, sem taldar væm í svipuð- um dúr. Allar afbakanir á bókmenntum okkar kæmu að lokuðum dyrunt hjá Auglýsingadeild RÚV, sagði út- varpsstjóri. vefur hlýju og fegurð (- Folduteppi er kjörgripur þar sem listileg hönnun, Quðrúnar Qunnarsdóttur er samofin kostum íslensku ullarinnar. Litafegurð teppanna og léttleiki fullkomnar heildarmynd hvers heimilis og Ijœr því hlýlegan blœ. Folduteppi er falleg íslensk ffámleiðsla, gjöfsem kemur sér vel. Folda hf. • P.O.Box 100 • 602 Akureyri Sími: 96-21900 "W ?AX 6Z 9144

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.