Alþýðublaðið - 19.03.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.03.1993, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 19. mars 1993 R A AUGLYSIt <1 G A R Heilsugæslusamlag Hvammstangaumdæmis Útboð2 Endurinnrétting Sjúkrahúss Hvammstanga Forval verktaka Heilsugæslusamlag Hvammstangaumdæmis auglýsir hér meö forval verktaka til aö bjóða í endurinnréttingu Sjúkrahúss Hvammstanga, sem er tveggja hæöa hús, samtals 709 m2. Lýsing: Vegna skipulagsbreytinga er nánast allt tréverk fjarlægt úr byggingunni, söguö ný göt í steypta eöa hlaðna veggi, þar sem þess þarf með, en hlaðið upp í óþörf eldri göt og síðan innréttað upp á nýtt. Raflögn og lágspennulagnir eru mikið til endurnýjaðar, svo og frárennslislagnir, hitakerfi er lagfært og nýtt loftræstikerfi er sett í húsið. Húsið er allt málað upp á nýtt, öll gólfefni endurnýjuð svo og innréttingar og innihurðir.Tillit skal tekið til þess við framkvæmd verksins að húsið verður í fullum rekstri og skal verkið unnið á virkum dögum á tímabilinu frá 8.00 til 19.00. Fjöldi bjóðenda Fjöldi bjóðenda verður takmarkaður við fjóra. Greiðslur Þeir verktakar sem valdir verða til að taka þátt í útboðinu eftir forval, en hljóta ekki verkið, fá greitt fyrir tilboðsgerð sína kr. 50.000,—. Eftirfarandi uppiýsinga er óskað um væntanlega bjóðendur 1. Nafn, heimilisfang og kennitala verktaka. 2. Nafn, heimilisfang og kennitala undirverktaka. 3. Lýsing starfsferils verktaka og undirverktaka. 4. Ársuppgjör fyrir starfsemi verktaka og undirverktaka sl. þrjú ár. 5. Aðrar upplýsingar sem verktaki telur að gagni koma við val á verktaka. Frestur til að skila forvalsgögnum Forvalsgögnum skal skila á skrifstofu framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Hvammstanga, Spítalastíg 2, 530 Hvammstanga, fyrir kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 24. mars1993. Á sama stað eru allar nánari upplýsingar veittar í síma (95)—.12348, en á kvöldin hjá Guðmundi H. Sigurðssyni í síma (95)-i12393. Hvammstanga 15. mars 1993. F.h. framkvæmdanefndar, Guðmundur H. Sigurðsson. W Utboð Landgræðsla á Austurlandi 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í landgræðslu á Austurlandi árið 1993. Helstu magntölur: Nýsáning 130 hektarar og áburðardreif- ing 29 hektarar. Verki skal lokið 15. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 5. apríl 1993. Vegamálastjóri Útboð Útboð Markarfljót, varnargarðar við Tjarnir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð varnargarða við Tjarnir fyrir hönd Landgræðslu ríkisins. Helstu magntölur: Ýting í varnargarða 91.800 m3 og rof- varnir 8.700 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 5. apríl. 1993. Vegamálastjóri „NÝJAR ÁHERSLUR í VELFERÐAR- MÁLUM” Vinnuhópur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í velferðarmál- um kemur saman til næsta fundar mánudaginn 22. mars kl. 17.30. Fundurinn verður í skrifstofu flokksins í Alþýðuhúsinu. Sérstakt umræðuefni verður: Atvinnuleysisbætur og heilbrigðismál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Velkomin til Bandaríkjanna Sérstakt tilboð ríkisstjórnar Bandaríkjanna gefur þér nú tækifæri til að flytjast til Bandaríkjanna með innflytjenda- leyfi til frambúðar samkvæmt AA-1 kerfinu, verðir þú fyrir valinu. Þú getur fengið tækifæri til að lifa og starfa í Bandaríkjun- um með fast aðsetur (handhafi Græna kortsins). Síðasti frestur til að sækja um rennur út 31. mars 1993. Þú þarft því að bregðast við tímanlega til að vera réttu megin við umsóknarfrestinn. Þú eða annað hvort foreldra þinna verður að hafa fæðst á íslandi/Bretlandi/írlandi til að eiga möguleika. Sendið póstávísun upp á $45 fyrir hvern umsækjanda sem óskar eftir skjótri skráningarþjónustu ásamt eftirfar- andi upplýsingum, sem skrifa þarf skýrt og greinilega á ensku: Nafn umsækjanda, heimilisfang, fæðingardagur og ár, fæðingarstaður, nafn maka, ef umsækjandi er í hjóna- bandi, og nöfn og heimilisföng barna yngri en 21 árs, séu þau ekki í hjónabandi. Sendið póstávísun upp á 45 Bandaríkjadali fyrir hvern umsækjanda, sem stílaður er á: Visa USA, P.O. Box no. 822211, Dallas, Texas 75382, U.S.A. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Samningur milli íslands og Lúxemborgar um félagslegt öryggi Af gefnu tilefni tilkynnist að gagnkvæmur samningur um félagslegt öryggi milli íslands og Lúxemborgar öðlaðist gildi 1. janúar 1992 í báðum löndunum. Hann gildir þar til samningurinn um EES tekur gildi. Þær bætur Tryggingastofnunar ríkisins sem samningurinn gildir um eru: - sjúkratryggingar, - bætur í fæðingarorlofi, - slysatryggingar, - elli- og örorkulífeyrir, ásamt makabótum og barnalifeyri, - barnalífeyrir, ekkju/ekkilsbætur og ekkjulífeyrir (bætur til eftir- lifenda), - atvinnuleysisbætur Þær bætur í Lúxemborg sem samningurinn gildir um eru: - sjúkra- og fæðingartryggingar, - vinnuslysa- og atvinnusjúkdómatryggingar, - elli-ö og örorkulífeyrir og lífeyrir eftirlifandi maka, - atvinnuleysisbætur Samningurinn tekur til þeirra sem heyra eða hafa heyrt undir lög- gjöf íslands og Lúxemborgar, og þeirra sem rekja rétt sinn til þeirra aðila. Tryggingastofnun ríkisins. G.M. Bilaverkstæðið ItV Fossbálisl 2U - Súni Í7227Í. Nýtt verkstæði sérhæft í viðgerðum á GM, OPEL og ISUZU bifreiðum. Kynntu þérþjónustu okkar, verkstæðið verður opið í dag milii 14 og 16. Líttu við, kaffi er á könnunni og eitthvað fyrir börnin líka. Þjónusta ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík halda sameiginlega árshátíð 2. a p r í I Takið kvöldið frá svo þið missið ekki af eftirminnilegri skemmtun. Dagskrá og nánari tilhögun auglýst síðar. Skemmtinefndirt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.