Alþýðublaðið - 19.03.1993, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1993, Síða 4
4 Föstudagur 19. mars 1993 Það styttist í sumar og sól: . ’.Cr : ... / V _ Sól, sumar og ferðasæla / Þrátt fyrir krepputal eru Islendingar farnir að pakka niður í ferðatöskurnar Orðinn þreyttur á íslenska vetrinum? Þá ert þú, kæri lesandi, örugglega far- inn að horfa með öðru auganu eða báð- um á auglýsingar ferðaskrifstofanna. Fá- klæddar mannverur á sólarströnd, ham- ingjusöm fjölskylda buslandi í hlýjum sjónum, sundlaugar í hótelgarði, opnir jeppar með fagnandi mannskap á leið í ævintýraferð, glæsileg og þrifaleg gisti- herbergi eða sumarhús, dunandi nætur- líf, grænir golfvellir eða skemmtigarðar fyrir aldna sem unga. Og alls staðar sumar og sól. ólarvana Islendingar sem skríða undan fargi vetrar eru að sjálfsögðu langeygir eftir einmitt sól og sumri. Blikur á lofti í efna- hagslífi þjóðarinnar hafa þó gert landann aðeins varkárari og íhaldssamari í peninga- málum. En þeir sem fyrst hafa kynnst sum- arleyfi erlendis eiga erfitt með að neita sér um ferð til sólarlanda eða annarra erlendra staða í páska - eða sumarleyfinu. Talsmenn ferðaskrifstofanna segja að íslendingar séu famir að pakka niður í ferðatöskumar hvað sem öllu krepputali líður. Ferðir til erlenda landa em ekki eins dýr- ar og menn halda, sérstaklega ef hugsað er fyrir þeim í tíma og peningar lagðir til hlið- ar. Sum lönd eru einnig einfaldlega miklu ódýrari en Island. Okkar ráð til þeirra sem hugsa sér til útlanda er einmitt þetta: Skipu- leggið fríið með góðum fyrirvara og takið með í reikninginn hvað þið mynduð eyða á Islandi ef þið fæmð ekki til útlanda. Ut- koman mun koma ykkur á óvart! Vitið þið til að mynda að spaghettimáltíð á Mallorca kostar aðeins 320 kr. íslenskar, hamborgar- inn 220 krónur og kjötmáltíð með víni urn 900 kr.? Og enn ódýrara er auðvitað að versla í verslunum. A Benidorm á Spáni kostar til að mynda bjórdósin 38 krónur, kílóið af kjúklingnum 92 krónur og kíló af úrvals nautakjöti um 700 krónur! Sparið - nteð því að fara að heiman! Kynnið ykkur ferðir, verð og skilmála Fruntskógur ferðaskrifstofanna er auð- vitað mikill hér sem erlendis. Þess vegna er mikilvægt að kynna sér vel alla möguleika, Sértilboð. þjónustu og hugsanlegan afslátt áður en ákvörðun er tekin. Það er óhætt að segja að allar íslenskar ferðaskrifstofur em Vegir liggja til allra átta Þá kemur stóra spumingin: Hvert á að fara? Ferðaskrifstofumar bjóða upp á ferðir um allan heim. Þorri fólks fer þó á þekktar slóðir: Til sólarlanda Suður - Evrópu þar sem Spánn (að meðtöldum Mallorca og Sumar, sól og strönd: Draumur iandans. Kanarí) og Ítalía eru enn efst á vinsældalist- anum en Grikkland og Eyjahafið. Portúgal, Frakkland eru einnig vinsælir staðir. Flór- ída verður æ vinsæjli staður; bein flug til Orlando þar sem Disney World, Kennedy geimstöðin og ýmsir vatnsleikjagarðar og hvítar strendur heilla íslenskar fjölskyldur. Lönd okkur nær hafa einnig verið að vinna sér sess í hugum íslendinga: írland verður æ vinsælla og margir sækja London heim vegna auðugs leiklistarlffs, verslana og menningaratburða, auk þess sem tungu- málaskólar á Bretlandi hafa ávallt notið vinsælda. Sumarhús í Evrópu hafa einnig fengið mikinn og góðan hljómgmnn meðal þjóðarinnar, einkum í Hollandi og Þýska- landi en einnig víðar. Og Norðurlöndin eiga ávallt sess í hjarta okkar: Sigling eftir vest- urströnd Noregs eða um skerjagarð Stokk- hólms er ógleymanlegt ævintýri. Og hver segir nei við sælkeradögum í Kaupmanna- höfnl? Fjölskyldufólk, barnlaust fólk og elda fólk - með hestaheilsu Sumarfríið er auðvitað háð tíma og pen- ingum eins og allt annað í heiminum. Það má því segja, að fjölskyldur með yngri böm leiti helst til hefðbundinna sólarstaða eins og Spánar, Ítalíu eða Flórída þar sem krakk- amir fá sitt og þeir fullorðnu líka. Bamlaus pör eða einstaklingar hafa hins vegar frelsi til að velja staði sem bamafjölskyldur hafa minni áhuga á. En það skaí tekið fram að böm eru betri og seigari ferðafélagar heldur en margan gmnar og velheppnað sumarfrí Mexíkó er orðinn nýr ferðamannastaður í hugum Islendinga, ótrúlega ódýr og góður kostur. komnar með þá reynslu og sambönd er- lendis að þær gefa vönduðum, erlendum ferðaskrifstofum ekkert eftir. Smæðin gerir það einnig að verkurn að íslenskar ferða- skrifstofur geta boðið upp á mun persónu- legri þjónustu en margir risamir í ferða- mannaiðnaðnum. Það er mikilvægt að kynna sér allar upp- lýsingar áður en ferð erlendis er bókuð. Best er auðvitað að ræða við söluskrifstofur ferðaskrifstofanna eða Flugleiða og fá allar upplýsingar um ferðir og flugverð. Þannig er mikilvægt að kynna sér staðfestingu bók- unar, forfallagjald, greiðslu staðfestingar- gjalds og breytingagjaid (ef farþegi breytir .... Bílaleigubíllinn gefur ferðamönnum aukið frelsi. einhverju eftir staðfestingu bókunar), al- menna ferðaskilmála og eins er mikilvægt að vita hvað er ekki innifalið í verðinu sem þú borgar, svo sem fiugvallarskattur á ís- landi og erlendis, innritunargjald í Kefla- vík, ýmsar tryggingar, skoðunarferðir er- lendis o.s.frv. Það er einnig stundum hægt að lækka ferðakostnaðinn með því taka þátt í sérstökum hópferðunt sem tengjast aðild- arfélögum eða sérstökum kjörum, eins og afslætli til eldri borgara, sem sumar ferða- skrifstofumar veita. Um að gera að spyrja! Allar þessar upplýsingar færðu hjá sölu- skrifstofunum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.