Alþýðublaðið - 19.03.1993, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 19.03.1993, Qupperneq 5
Föstudagur 19. mars 1993 5 Æ fleiri fara í golfferðir til útlanda. getur leynst á ótrúlegustu stöðum! Eldri böm hafa reyndar gaman af því að koma til staða sem veita þeim meiri þroska en að busla í sjónum og sleikja ís, þótt það sé skemmtileg iðja í sjálfu sér. Foreldrar verða oft forviða hvað bömin hafa mikinn áhuga á söfnum og gömlum sögulegum bygging- um. Ferðir em þroskandi og lifandi valkost- ur í samanburði við þurrar skólabækur. Eldra fólk á oft meiri tíma en yngra fólk. Ellilífeyrisþegar sem lokið hafa starfsæ- vinni em margir hverjir við hestaheilsu og þola langar og strangar ferðir. Því er það að eldra fólk leggur land undir fót í meiri mæli en nokkm sinni fyrr og leitar oft lengra frá heimaslóðum en fjölskyldufólkið. Sérferðir: Frá Móseldalnum ti! Kúbu Flestallar ferðaskrifstofur bjóða uppá sérferðir sem bæði em spennandi og skemmtilegar. íslenskur fararstjóri er nær undantekningarlaust sjálfgefínn í slíkar ferðir og þar er bæði um að ræða styttri ferðir til nálægari landa sem dulúðlegri ferðir til fjarlægari staða. Þannig býður Ur- val/Utsýn upp á ýmsar tegundir sérferða: Páskaferðir til Edinborgar og Washington, golf í Skotlandi, vor í París eða á Rívíe- mnni, sumar í Svartaskógi eða skemmti- siglingu frá íslandi til Bretlands, ferðir til Jersey, Norður - Italíu eða vínuppskemferð til Móselsdalsins eða alla leið til Asíulanda fjær. Að ógleymdum siglingum á lystiskip- um um Karabíska hafíð sem verður æ vin- sælla meðal íslendinga og flestallar ferða- skrifstofur hafa á sölulistum sínum. Heimsferðir býður upp á ódýrar sérferð- ir til ýmissa staða. Heimsferðir bjóða upp á ódýrar ferðir til Mexíkó við Karabíska haf- ið með beinu leiguflugi fyrir tæpar 60 þús- und krónur, til Cancun við Mexíkóflóa. Þar em bæði strendur, skemmtistaðir, menning, listmunir, skartgripir og góður nratur. Og fyrir aðeins 16 þúsund krónur aukalega er hægt að skreppa til Kúbu í þrjá daga og tvær nætur og allt innifalið. Kannski síðasta tækifærið að upplifa Kúbu undir stjóm Ka- strós! Sjái menn ekki skeggið á Kastró fær fólk alla vega að heimsækja hinn fræga Tropicana næturklúbb. Heimsferðir sem reyndar flytja einnig inn erlenda ferðamenn og geta þar með lækkað llugverð á leiguflugi bjóða upp á lágt verð til Parísar í júlí: Aðeins 19.900 kr. og það skal tekið fram að sætin eru ekki ntörg. Flug til Barcelona, höfuðborgar Katalóníu, er einnig á mjög sanngjömu verði eða 26.900 kr. Margar ferðaskrifstof- ur leggja einmitt áherslu á Barcelona. Þann- ig kynnir Ferðaskrifstofa Reykjavíkur ströndina Costa Dorada rétt fyrir utan Barc- elona sem frábæran baðstað með góða að- stöðu fyrir böm og eldtjömgt næturlíf fyrir fullorðna. Fyrir þá sem vilja upplifa sérstakar heimsferðir skal bent á Heimsklúbb Ing- óifs (Guðbrandssonar) sent sérhæfir sig í lengri ferðum til fjarlægra landa eins og Suður - Ameríku. Þjónusta og skipulag Heimsklúbbsins þykir til fyrimiyndar. Ævintýraferðir ti! draumalanda Samvinnuferðir - Landsýn er með stærstu ferðaskrifstofu landsins og hefur upp á margar og mismunandi ferðir að bjóða. Samvinnuferðir gerðu mikinn leigu- samning við mosfellska flugfélagið Atlanta sem þykir hafa gefið hagstæð flugferðakjör. Auk hefðbundinna ferða bjóða Samvinnu- ferðir upp á nýja áfangastaði svo sem Or- Fjölskyldufcrðir jafnt sem sérferðir eru á boðstólunum hjá ferðaskrifstofunum. Skemmtisiglingar á Karabíska hafínu njóta vaxandi vinsæjda. lando í Flórída og einnig vandaðar ferðir til Parísar, Dublin, New York og Washington. Samvinnuferðir bjóða einnig upp á sigling- ar með glæsilegum skemmtiskipum um Karíbahafið og ævintýraferðir fyrir þá sem hafa góðan tíma (og dálítið af peningum) til Kína, Malasíu, Mexíkó, Taflands og Ind- lands. Bæklingur Samvinnuferða er mjög vandaður og mikill að vöxtum og við mæl- unt með því að allir sem ætla til útlanda kynni sér hann vel. Talandi um ævintýraferðir til drauma- landa: Úrval/Útsýn verður með sérstaka fagurkeraferð frá 14. október til 2. nóvem- ber til Malasíu, Singapore og Bali þar sem listvinurinn og sjónvarpsmaðurinn Arthúr Björgvin Bollason mun verða fararstjóri og kynna landanunt litróf Austurlanda fjær. Verðið: 240 þúsund kr. og innifalið flug og gisting ásamt morgunverði og ýmsum skoðunarferðum, töskuburði og fleiru. Ferðir fyrir golfgeggjara Sérstakar golfferðir verða æ vinsælli eft- ir því sem íþróttinni vex fískur um hrygg á Islandi. Samvinnuferðir bjóða upp á ýmsa möguleika, svo sem vor - og haustferðir til Flórída, votferð til Skotlands og haustferð til Bretlands á Ryder Cup keppnina. Sam- vinnuferðir eru meira að segja búnir að stofna eigin golfklúbb „Golfferðaklúbb SL“ sem allir geta gengið í. Mönnurn gefst kostur á að fara í sérstakar hópferðir eða leggja land undir fót á eigin vegum með golfkylfumar undir hendinni, „við bókum hótel, rástíma á hinum ýntsu golfvöllum, bílaleigubfla og annað sent til þarf,“ eins og segir í bæklingnum frá SL. Úrval/Útsýn sinnir einnig golfgeggjur- unt sérstaklega með útgáfu sérstaks golf- bæklings sem allir golfarar ættu að lesa áð- ur en þeir taka endanlega ákvörðun hvar Það er meira að segja hægt að komast til Kúbu fyrir lítinn pening. kúlumar eigi að falla. Urval/Útsýn býður upp á golfferðir til Portúgals að haustlagi; 10 daga ferð til Algarve þar sem golfaðstað- an þykir einstök. Sama ferðaskrifstofa býð- ur einnig haustferð tii Myrtle Beach í S - Karólínufylki í Bandaríkjunum sem hefur af að státa 65 golfvöllum! I þessari ferð er boðið upp á fararstjóm ásamt gistingu og ferðir milli hótels og golfvalla. Fleiri ferða- skrifstofur bjóða golfferðir til Myrtle Beach eins og Ferðaskrifstofa Reykjavíkur sem reyndar mælir einnig með 18 holu golfvelli á Costa Dorada ströndinni fyrir utan Barc- elona. Sjálfsagt að bera saman alla valkosti! Þá verður farin vorferð frá Úrval/Útsýn til Skotlands, sérstök afmælisferð því 25 ár eru liðin frá því að Henning Bjamason, flugstjóri, lagði í fyrstu golfferðina með kylfinga til Skotlands. Henning verður að Dulúðlegar ævintýraferðir heilla margan. sjálfsögðu fararstjóri í þessari afmælisferð hjá Úrval/Utsýn. Flug og bíll - og ból og biti Ferðamátinn llug og bfli verður æ vin- sælli. Þessi ferðamáti er bæði praktískur og hlutfallslega ódýr. Ferðamenn fá ákveðið frelsi og hreyfanleika sem fast aðsetur býð- ur ekki upp á. En þá er einnig mikilvægt að nota bflinn en láta hann ekki bara standa ónotaðan! ist flestum langt fram á daginn! Ból, bfll og biti í Bretlandi krefst undirbúnings, og því mælt með að hinir sjálfstæðu ferðalangar skipuleggi ferðaleiðina nteð tilliti tii skoð- unarferða og akstursleiða. Það skal einnig haft f huga að á sumarleyfistímanum eru Bed & breakfast staðimir vinsælir og þvf ágætt og stundum nauðsynlegt að vera bú- inn að bóka fyrirfram. Fyrsta boðorðið er góður undirbúningur Hér hefur verið stiklað á ýmsurn valkost- um sem bjóðast ferðaglöðum íslendingum i lok vetrar með fannfergi. Greinin er þó eng- an veginn tæmandi lýsing á þeim ferðunt sem í boði eru. Lesendum skai bent á að kynna sér bæklinga ferðaskrifstofa, bera saman verðlista og skilmála og undirbúa sumarfríið vel. Það sparar bæði peninga og tíma þegar á hólminn er komið. Það er til dæmis alveg óvitlaust að vera búinn að kynna sér verðlista Fríhafnarinnar í Kefla- vík fyrir brottför. Verðlistinn liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum og er bæði ítarleg- ur og læsilegur. Merkið við þau kaup sem heilla og eyðið ekki óþarfa tíma í vanga- veltur á staðnum. Heimurinn er heillandi og leiðimar margar. Valkostir ferðalaga eru næstum því óendanlegir í dag. Það er freistandi fyrir sjálfstæðari hluta þjóðarinnar að ferðast upp á eigin spýtur en hafið í huga að ferða- skrifstofur hafa oft náð sérsamningum sem gera ferðir og gistingu mun ódýrari valkost en ella. Þess vegna er undirbúningur og skipulag áríðandi. Það eykur líkumar á ferðasælunni og jafnvel á suntrinu og sól- inni. Góöa ferÖ! Hvað varðar sum lönd eins og Bandarík- in, er nánast ómögulegt að komast leiðar sinnar nema að vera akandi á bfl. Almenn- ingssamgöngur em það strjálar og erfiðar að engum skal ráðlagt að treysta á þær ein- vörðungu þegar til Bandaríkjanna kemur. Betra er að krækja sér í leigubíl, sérstaklega ef um styttri fjarlægðir er að ræða. En eig- inn bfll er auðvitað besti kosturinn - og sá ódýrasti. Bensínið er ódýrt í Bandaríkjun- um og verðið fyrir bflaleigubflinn er hið sama hversu mikið sem ekið er. Bflamir em í mismunandi stærðar - og gæðaflokkum. Flug og meðalbfll kostar um 46 - 47 þúsund í viku (miðað við 3 í bfl) til Bandaríkjanna en hækkar lítið ef ein vika eða tvær bætast við. Þannig kostar t.d. Ford Tempo 4 dyra (eða sambærilegur) 46.800 kr. ásamt flugi frá íslandi til Orlando í Flór- ída (miðað við 3 farþega) en 50.500 ef um tveggja vikna ferð er að ræða og 54.200 í þriggja vikna ferð. (Verð Flugleiða / Bílar frá Hertz). Verð á flugi og bfl til Evrópu er u.þ.b. tíu þúsund krónum ódýrara. En verðið hækkar hlutfallslega meira eftir því sem öku - og dvalartíminn lengist. Þannig kostar Citroen XM (eða sambærilegur)í Luxemborg ásamt flugi ffá íslandi 37.500 kr. (miðað við 3 far- þega), 48.800 kr. í tvær vikur en 59.100 í þrjár vikur - og þá erurn við komin yíir þrig- gja vikna verðið í Orlando! Og bensínið er dýrara í Evrópu! Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hefur gert góða samninga við bandarísku bflaleiguna Alamo og vel þess virði að kynna sér kjör þeirra. Bandarískir bflar em vel búnir og til í öllum stærðum og gerðum. Það er einnig auðveldara að aka í Bandaríkjunum en margan gmnar; vegamerkingamar em ein- faldar og góðar og alls staðar hægt að verða sér úti unt vegakort og sem sýna auðveldar og spennandi ökuleiðir. Ferðaskrifstofa Reykjavflcur býður upp á eftirtektarverðan ferðamáta þar sem bfla- leigubflarem annars staðar: Ból, biti og bfll - í Bretlandi! Ferðaskrifstofan sameinar þar flug og bfl og Bed & breakfast staði í Bret- landi. Bed & breakfast eða Ból og (morg- unjbiti er kannski vægt til orða tekið, því fyrir tiltölulega lítinn pening má fá þægi- lega, persónulega og góða þjónustu á svo- nefndum Bed & breakfast stöðum. Morg- unbitinn er ekki skorinn við nögl heldur velútilátinn breskur morgunmatur sem end- Flórída býður upp á Disney World, vatns- skemmtigarða og annað gaman fyrir unga jafnt sem aldna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.