Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. mars 1993 Fundur Alþýðuflokksins um landbúnaðarmál í Rósinni 500-700 bændur hverfa eignalitlir á næstu árum - meðal annars vegna þess að alltoffáir vildu selja framleiðslukvóta, sagði Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra Búast má við því að 500 til 700 bændur muni bregða búi og hvcrfa eignalitlir frá verðlitlum jörðum sínum á næstu árum vegna hagræðingar og samdráttar í land- búnaði. Þetta kom m.a. fram í máli Sigur- geirs Þorgeirssonar aðstoðarmanns land- búnaðarráðherra á fjölmennum og at- hyglisverðum fundi sem Alþýðuflokksfé- lag Reykjavíkur stóð fyrir í Rósinni í lok síðustu viku. Sigurgeir sagði að helsta ástæðan fyrir því að bændur stæðu nú frammi fyrir þessari hræðilegu staðreynd væri að alltof fáir hefðu fengist til þess að selja framleiðslu- kvóta sína þegar ríkið bauðst til að kaupa þá á árunum 1991 og 1992. Þá væru ákvæði inn í núverandí búvörusamningi sem skuld- bindi bændur til þess að lækka frantleiðslu- kostnaðinn um 20%, sem myndi leiða til umtalsverðar grisjunar í bændastéttinni. Sigurgeir sagði ennfremur að horfur væru á að sumir eldri bændur hættu búskap en héldu samt sem áður nánast óskertum laun- um. Þá væm uppi hugmyndir unt að ein- hverjum gefist tækifæri á að fara út í skóg- rækt og breyta þannig búskaparháttum sín- um. Á fundinn mætti einnig Jónas Þór Jónas- son matreiðslumaður og kjötkaupmaður með meiru. Hann bauð fundarmönnum upp á lambaT og nautakjöt í fundarhléi, þannig að menn kæmust nær sjálfu efninu á eftir. Jónas Þór hefur ákveðnar skoðanir í land- búnaðarmálum og lét aðstoðarmann land- búnaðarráðherra óspart heyra sfn viðhorf varðandi útflutning á íslensku kjöti. Jónas sagði að sölu- og dreifingarkerfið á íslensk- um landbúnaðarvömm væri nánast stjóm- laust. Það væri alveg ljóst að sumir aðilar fengju kjöt á lægra verði en aðrir, og ákveðnum aðilum væri nákvæmlega sama hvaða verð þeir fengju fyrir kjötið erlendis. Það fyrsta sem þyrfti að gera, segir Jónas, er að hætta að selja íslenskt kjöt á útsöluverði á erlenda markaði. Þá kvartaði Jónas Þór einnig yfir því að erfitt væri að fá staðfestingu á því að hægt væri að fá kjöt upp í þá samninga sem ein- stakir aðilar hafi verið að koma á erlendis. „Ég get fengið mjög gott verð fyrir íslenskt lambakjöt erlendis og ég sé það fyrir mér að bændur geti farið að framleiða sérstaklega fyrir útflutning. Eg fæ hins vegar aldrei nein svör frá landbúnaðarkcrfinu unt verð eða hvort ég yfirhöfuð fæ eitlhvert kjöt til út- flutnings. Það sem er kannski verst í öllu þessu er að á meðan ég er að selja kjötið fyr- ir nokkuð hátt verð þá eru íslenskir aðilar um allan heim að selja sama kjöt á niður- greiddu verði, jafnvel hálfu heimsmarkaðs- verði. Það er gert grín að þessu á erlendum mörkuðum og þetta er ekkert annað en skemmdarverk á góðum útflutningsmark- aði“, sagði Jónas Þór. NORDJOBB aðfara í gang: Gengur þokkalega ai útvega störf / / segir Asa Hreggviðsdóttir, verkefnisstjóri NORDJOBB á Islandi. Undanfarin ár hefur verið starfrækt á Nórðurlöndunum atvinnuskiptaverkefnið NORDJOBB, en það gefur norrænunt ung- mennum á aldrinum 18-26 ára, tækifæri til að komast í sumarvinnu á einhverju öðru Norðurlandanna. Verkefnið er styrkt af nor- rænu ráðherranefndinni og er í umsjá lands- samtaka Norrænu félaganna í hverju landi fyrir sig Alþýðublaðið hafði samband við Ásu Hreggviðsdóltur, verkefnisstjóra Nordjobb á íslandi og grennslaðist fyrir um hvemig horfumar væru á vinnu erlendis sem hér- lendis næsta sumar. Ása sagði að það gengi þokkalega að útvega störl' hérlendis þrátt fyrir slæmar horfur í atvinnumálum. „At- vinnuleysið hefur vissulega áhrif, en fólk er bara svo opið fyrir norrænni samvinnu", sambærileg fyrirtæki á fastráðnu vinnuafli, sem dæmi má nefna Póst og Síma.“ Mikil aðsókn er í að komasl í Nordjobb og hafa 470 íslensk Ungmenni sótt um slíkt sumarstaif. En hverskonar vinna er í boði hérlendis? „Hún er ýmiskonar eins og gengur og ger- ist“, sagði Ása. „Venjuleg sumarvinna námsmanna í þéttbýli og einnig er algengt að þessir krakkar fari á sveitabæi. Islensk ungmenni eru hætt að vilja fara í sveit og því taka bændurnir fagnandi við þessu harð- duglega norræna vinnuafli, sem vill ólmt og uppvægt kynnast þessu nálæga en framandi landi sent Island er í augum frændfólks okk- ar á Norðurlöndum." „Við þurfum ekkert að niðurgreiða þetta ljúffenga kjöt ofan í útlendinga, smakkaðu bara sjálfur", gæti Jónas Pór niatrciðslumaður vcrið að segja við Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðarmann landbúnaðarráðherra, þegar sá fvrrnefndi bauð upp á kjötrétti á fundi um landbúnaðarmál í Rósinni í síð- ustu viku. Fundarmenn voru sammála þcssu. A-mynd E.Ó1. sagði Asa. Undanfarin sumur hafa farið nokkuð fleiri íslensk ungmenni til starfa á hinum Norðurlöndunum, en hafa komið hingað eða rúmlega hundrað. Ása sagðist búast við því að sú tala héldist í ár, en hingað kæmu aftur á móti á milli 70 og 80 krakkar frá Skandinavíu. „Fonnið á þessum ungmennaskiptum er að þróast mikið í þá átt í dag að sveitarfélög og fyrirtæki skiptast á vinnuafli, þannig að krakkar úr Hafnarfirði fá vinnu hjá vinabæj- um þess sveitarfélags á Norðurlöndunum og til Hafnarfjarðar korna svo krakkar frá þeim bæjum.“ sagði Ása.“ Einnig skiptast Kerfið gegn kirkjunni? TOLLUR Á KERTI I jólamánuði á síðasta ári herti hið opinbera að kristnihaldi landsmanna með því að setja reglur um innflutn- ingsgjöld á ýmsum aðföngum til kirkna og kristilegs starfs í landinu. Frá þessu segir í Kaþólska kirkju- blaðinu. Nefnd eru dæmi um aðföng sem áður voru gjaldfrjáls en bera nú toll: 10% gjald var lagt á kerti, - og ob- látur eru ekki lengur gjaldfrjálsar eins og þær voru áður, segir Ragnar Brynj- ólfsson í blaði kajiólskra. Lifandi starfíLaugarneskirkju: Geðlægð - greining og meðferð —algengur en lœknanlegur sjúkdómur á dagskrá frœðslukvölds í Laugarneskirkju: fyrirlestur um geð- lœgðir, leikið á altflautu og helgistund. „Geðlægðir eru mjög alvarlegt vandamál og ástæðan fyrir því að við fáum Grétar Sig- urbergsson tii okkar að halda fyrirlestur er sú að honum er einkar lagið að útskýra geð- ræna sjúkdóma á mjög einfaldan, skýran og aðgengilegan hátt. Grétar hefur áður haldið erindi á vegum Laugameskirkju og margir hafa notið leiðsagnar hans“, sagði séra Jón Dalbú Hróbjartsson í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær. I dag, þriðjudaginn 23. mars, verður safn- aðarkvöld í Safnaðarheimili Laugames- kirkju og hefst það klukkan 20:30. Af dag- skrá kvöldsins ber helst að nefna erindi Grétars Sigurbergssonar geðlæknis. En hann mun ræða efnið: Geðlægð - greining og meðferð. Eftir erindið mun Grétar svara fyrirspumum. Einnig verður flutt tónlist, Guðmn Laufey Guðmundsdóttir mun leika á altflautu. Boðið verður upp á kaffiveiting- ar og í lok kvöldsins verður stutt helgistund í kirkjunni í umsjá sóknarprestsins, séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Aljiýðublaðið vildi vita hverju sætti að geðlæknir væri fenginn til að halda fyrirlest- ur á safnaðarkvöldi. Séra Jón Dalbú sagði að aðsóknin og viðbrögðin við fyrirlestrum Grétars hafi ávallt verið mjög góð og þetta hefði gengið svo vel að hann hafi verið fenginn að minnsta kosti einu sinni á ári til að halda erindi. „Sennilega er þörfin á upplýsingum um þennan sjúkdóm enn meiri um þessar mund- ir þegar atvinnuleysið, sem er stór áhrifa- valdur varðandi geðlægðir, er svo mikið“, sagðir séra Jón Dalbú. Það er nýstárlegt að sjá slíka umfjöllun f kirkjum. Skyldi þetta ef til vill vera liður í kirkjusveiflunni sem nú virðist vera í gangi? „Já, það má segja það. Við höfum til dæmis verið með svokallaðar kyrrðarstund- ir hér í Laugameskirkju í hádeginu á fimmtudögum. Það er góður 50 manna hóp- ur sem kemur saman, nýtur bænastundar og síðan altarisgöngu einu sinni í viku. Á eftir er svo boðið upp á súpu og brauð. Kyrrðarstundin tekur um það bil klukku- stund og mestmegnis er það fólk sem býr og vinnur í nágrenni kirkjunnar sem sækir þessar kyrrðarstundir. Samskonar stundir eru líka haldnar í Seltjarnameskirkju, Dóm- kirkjunni og Grensáskirkju. Einnig veit ég til þess að Hafnarfjörður og Akureyri ætla að vera með í þessu og hafa tekið þetta upp í sínum kirkjum." Til nánari útsjtýringar má geta þess að geðlægð eða þunglyndi (depurð) er sjúk- dómur sem injög rnargir þjást af, sumir án þess að leita sér aðstoðar og jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því að í dag er hægt að lækna þennan sjúkdóm í nær öllum tilfell- um. Það er von aðstandenda safnaðar- kvöldsins að fræðsla og upplýsingar um sjúkdóma sem þessa geti orðið mörgum til hjálpar, leitt þá á rétta braut og til betri heilsu. j Að lokum skal það tekið fram að á fræðslukvöldin í Laugameskirkju eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fróðlegt starf unnið í Laugarneskirkju: í kvöld verður þar fyrirlestur um „Geðlægð - greiningu og meðferð“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.