Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. mars 1993 5 Þingflokkarnir funda um Herjólfsdeiluna Verða setf lög? Deiluaðilarfáifrest til l.júnítil að leysa málið, annars vísað til Gerðardóms Samgönguráðherra hefur látið semja drög að lögum um bann við verkfalli og verkbanni áhafnarinnar á Vestmannaeyja- ferjunni Herjólfi. Þingflokkamir funduðu um Herjólfsdeiluna í gær og samkvæmt upplýsingum Alþýðublaðsins em skiptar skoðanir um setningu laga til þess að stöðva deiluna í öllum þingflokkum. Það má því búast við að það skýrist ekki fyrr en síðar í þessari viku hvort Alþingi samþykkir laga- setningu. í frumvarpsdrögum samgönguráðherra er gert ráð fyrir að sett verði lög á alla áhafnarmeðlimi Herjólfs og stéttarfélögin sem að málinu koma fái frest til 1. júní tii þess að semja um kjör sinna umbjóðenda. Ef ekki næst samkomulag fyrir þennan tíma verður Hæstiréttur fenginn til þess að skipa þriggja manna gerðardóm sem mun úr- skurða í málinu í síðasta lagi 1. ágúst í sum- ar. Gerðardómur á að hafa gildandi kjara- samninga á kaupskipunum til samanburðar við ákvörðun sína. Það gæti haft í för með sér launalækkun fyrir ýmsar starfsstéttir á Herjólfi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru efasemdir hjá einstökum þingmönnum Al- þýðuflokksins um setningu laga. Menn vilja helst ekki beita lögum við það að leysa kjaradeilur og þá eru uppi efasemdir hvort nauðsynlegt sé að setja lög á alla áhöfnina vegna þess að stýrimenn séu í verkfalli. Þó má búast við að meirihluti sé fyrir frum- varpinu í þingflokknum. Heimamenn í Vestmannaeyjum leggja mikla áherslu á að lögum verði beitt og á kjarasamninga allra stéttafélaga sem aðild eiga að deilunni. Bæjarstjóm Vestmanna- eyja hefur sent þingmönnum bréf þess efn- is. Herjólfur sem er helsta samgöngutæki Eyjanna, hefur verið úr rekstri í 6 vikur og því hefur skapast hálfgert neyðarástand á staðnum. Nú er farið að bera á þvf að verðlag sé farið að hækka verulega í verslunum í Vest- mannaeyjum. I fyrstu tóku kaupmenn ^jálf- ir á sig aukakostnað vegna vörufluminga til Eyja, en nú hafa þeir ekki burði til þess lengur. Þá eru ýmis smáfyrirtæki hætt kom- in fjárhagslega vegna minnkandi eftir- spumar eftir þjónustu þeirra. Stœrstu myndlistar- verðlaun Evrópu Sigurður í Itópi sjö útnefndra Sigurður Guðmundsson, myndlist- armaður, sem lengi hefur alið manninn í Holiandi, er útnefndur til Ars Fennica - verðlaunanna í Finn- landi. Sjö listamenn frá öllum Norður- löndunum hafa fengið tilnefningu. Verðlaununum er nú úthlutað í þriðja sinn, og í fyrsta skipti eru listamenn ut- an Finnlands tilnefndir. Stjómamefnd verðlaunanna segir í fréttatilkynningu að í raun sé það tilviljun að listamenn allra Norðurlandanna séu nú tilnefndir, aðeins sé farið eftir gæðum verkanna, ekki landafræði eða pólitík norrænnar samvinnu. Tveir Finnar og tveir Norðmenn, Svíi, Dani og íslendingu eru tilnefndir. Verðlaunaféð er um 2 milljónir króna, en auk þess verður gefin út bók um sigurvegarann og efnt til farand- sýningar á verkum hans í Finnlandi. Hér er um að ræða stærstu árlegu myndlistarverðlaunin á Norðurlöndunr og trúlega í allri Evrópu. Verðlaunin verða afhent þann 15. aprfl við mikla athöfn í Helsinki. Fjögurra daga norræn kvikmyndaveisla í Reykjavík Aðalfundur Flugleiða 18. mars: Tap fyrir skatta 298 milljónir -Þetta kom fram í rœðu Harðar Sigurgestssonar, stjórnarformanns Flugleiða, á aðalfundi Flugleiða. Einnig: „Afkoman á árinu er ekki viðunandi. “ TUnUGU BESTU KVIK' Eins og flestum er kunnugt um þá héldu Flugleiðir aðalfund sinn 18. mars síðastlið- inn. Mesta athygli á þeim fundi vöktu vita- skuld tvær ræður: Ræða Sigurðar Helgason- ar forstjóra Flugleiða, og ræða Harðar Sig- urgestssonar stjómarformanns Flugleiða. Greinin hér að neðan er byggð á þessum tveimur sögulegu ræðum. Sögulegu, vegna þess að mikill taprekstur varð á rekstri Flug- leiða á árinu 1992, í annað sinn á undanföm- um 10 ámm. Hvemig hyggjast forráðamenn Flugleiða taka á málinu? Jú, með spamaði og hagræðingu annars vegar og hins vegar með stórsókn á fjölmörgum sviðum. En fyrst að „bókhaldinu" sem var inntak ræðu Sigurðar Helgasonar... Sú umskipt- —■ -^Mj| ing hefur orð- ið á rekstri fé- lagsins ntiðað við 1992 að þrátt fyrir stór- aukin umsvif þá minnkuðu tekjur Flug- leiða árinu. Heildartapið á rekstrinum eftir skatta var þannig um 134 milljónir króna, en það er þegar tekju- skattsskuld- binding félags- ins frá liðnum árurn hefur að hluta verið leyst upp. Þegar afkoman fyrir skatta er skoðuð kemur f ljós að tap Flugleiða á árinu 1991 er heilar 298 milljónir króna en sambærilegur reikningur sýndi hagnað upp á 257 milljón- ir króna árið 1991. 4% fjölgun á farþegum varð á milli ára og er heildarfarþegafjöldinn fyrir 1992, 807.551. Meðalfargjöld á síðast- liðnu ári lækkuðu um hvorki meira né ntinna en 10% í það heila. Heildarvelta Flugleiða á árinu 1992 var 12.417 milljónir króna. Það er minnkun á veltu milli ára um því sem næst 5% að raun- gildi. Eigið fé í árslok 1992 var 4.137 millj- ónir og eiginfjárhlutfallið var 18%. Þessi taprekstur leiðir það af sér að breyt- ing verður gerð á arðgreiðslum til hluthafa í fyrirtækinu. Þetta er vitaskuld neyðarúrræði og mun það fela í sér að nú fá hluthafar greidd 7% í arö af skráðu nafnverði bréf- anna í árslok vegna ársins 1992. Undanfarin ár hafa þessar arðgreiðslur hins vegar ætíð numið 10%. Jafnframt hefur nafnverð hlutabréfanna sem arðurinn er Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flug- leiða. greiddur af verið hækkað með útgáfu jöfn- unarbréfa. Flugleiðir hyggjast hins vegar blása til stórsóknar gegn taprekstrinum á næstu 12-18 mánuðum og ná fram hagræðingu og spamaði upp á alls 500 milljónir króna. Enn fremur hyggjast þeir meðal annars bæta tíðni í utanlandsfluginu og verja sam- keppnisstöðuna hér innanlands með öllum tiltækum ráðum. Þessu lýsa þeir yfir þrátt fyi ir að staða Flugleiða hér innanlands haft aldrei verið sterkari. Einnig er fyrirhuguð sókn inn á nýja markaði og áframhaldandi sókn inn á Evrópumarkaðinn. Norður- Atl- antshafsflugið verður þróað enn frekar, skipulagið á Islandssölu erlendis endur- skoðað ásamt þátttöku í ferðaþjónustu- rekstri á íslandi. Rekstur innanlandsflugsins verður skoð- aður ásamt öðru því það flug skilaði tapi ár- ið 1991 upp á 150 milljónir króna og árið 1992 var tapið komið upp í 200 milljónir króna. Áætlað er að marka nýjar „víglínur" vegna þess að íslenski markaðurinn sé svo gött sem fullmettaður. Varðandi þróun alþjóðlegs flugiðnaðar var bent á að undanfarin þrjú ár hafi verið tnestu umbrotaár í alþjóðaflugi frá upphafi. I árslok 1991 lýstu stjómendur flugfélaga um allan heim ]dví yfir að árið hefði verið hrikalegt fyrir flugrekstur. Ástæðumar fyrir slæmu árferði í flugiðn- aðinum voru sérstaklega þessar fjórar: Harðnandi samkeppni, lækkandi flugfar- gjöld, auknar kostnaðarhækkanir og skatta- hækkanir. Undir þetta allt saman taka Flug- leiðamenn. Sömu aðilar voru svartsýnir um árið 1992. Þær spár gengu eftir því að á árinu 1992 var heildartap flugfélaga innan IATA, Alþjóðasambands flugfélaga, um 480 rnillj- arðar króna. Einn stærsti þátturinn í tapi Flugleiða á árinu var hlutur sem fáir gátu -séð fyrir. Breyting varð á gengi gjaldmiðla og töpuðu Flugleiðir um 1140 milljónum á því en græddu 182 milljónir á gengisbreytingum árið 1991. En Flugleiðir eru stórt og mikið flugfélag, þótt á íslenskan mælikvarða sé. Fyrir nokkr- um ámm gerðu Evrópusamtök áætlunar- flugfélaga samanburð á veltu helstu flugfé- laga sem hlutfall af veltu þjóðarframleiðslu í hverju landi. í þeini úttekt kom í ljós að rekstur Flugleiða var þrisvar sinnum um- fangsmeiri, sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu, en nokkurs annars flugfélags. Síðan sú könnun var gerð hefur mikið vatn runnið til sjávar og Flugleiðir sífellt aukist að umfangi, er nema von að einstaka mjóróma rödd heyrist mjálma um „ítök Kol- MYNDIRNAR TIL SÝNIS Sigurður Helgason, forstjóri, þakkar Kristjönu Millu Tliorsteinsson, fyrir vel unnin störf innan stjórnar Flugleiða. Oft var samstarflð þó stirt og róstusamt. -A-myndir E.ÓI. 1 kvöld verður sett í fyrsta skipti í Reykja- vík Norræna kvikmyndahátíðin. Til leiks em mættir hátt á annað hundrað kvik- myndasérfræðinga af ýmsu tagi, kvik- myndagerðarfólk, framleiðendur, bíóstjórar og blaðamenn sent skrifa um kvikmyndir. Á hátíðinni keppa 20 norrænar kvikmyndir auk stuttmynda. Þá gefst mönnum tækifæri á að sjá rjómann af norrænni kvikmynda- gerð síðustu 10 árin, myndir sem margar hverjar hafa öðlast alþjóðlega upphefð. Hátíðin stendur næstu fjóra daga. Byrjað verður að sýna myndimar á morgun, mið- vikudag kl. 13, í Háskólabíói. Sýnt verður fram á laugardagskvöld og ekki við öðru að búast en að sýningarvélamar verði orðnar vel heitar undir lokin. Meðal mynda sem sýndar verða á morg- un eru þrjár íslenskar, Böm náttúrunnar, Hrafninn flýgur og Ingaló. „guðfaðir Kolkrabbans eða eldklár biss- nessnuuður"...? Úr flnnsku myndinni Ást Söru, nútíma ástar- sögu um stúlku sem hættir til að líta sjálfa sig augum annarra. Erflöleikar hennar við að slaka á í unaöi kvnlífsins leiða hana út í öfgar lauslætis. y krabbans í íslensku þjóðlífi“? Og hVer er þar hlutur Harðar Sigurgestssonar? Er hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.