Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. mars 1993 7 Barði Jóhannsson, nemi við MR hugleiðir hressingarhlaup menntskœlinga og umhverfisskaðvœnleg Y '| áhrif nútímasamfélagsins 76,5 TONN AF TRJÁM í SKOLABÆKUR MR-INGA Þegar almennir borgarar fá sér morg- ungöngu kring um tjörnina kemur oft fyrir að þeir mæta hópi föngulegra ung- menna kiædda ýmiskonar íþróttafatn- aði. Oftar en ekki eru þar á ferð nemend- ur í Menntaskólanum í Rcykjavík að stunda leikfimi. Sú námsgrein er einmitt nauðsynleg því samfélagi vélknúinna ökutækja sem við lifum í. Eru nemarnir annað hvort hlaupandi ellegar hlýðandi á lærdómsrík orð kennara um áiags- meiðsli og slæma líkamsbeitingu. Megin ástæða þess að nemendurnir fram- kvæma þessi hlaup er að þeir vita hversu hollt það er að anda að sér góðu ómeng- uðu lofti. En verður skokkið jafn heilsu- samlegt eftir nokkur ár? Flest vitum við hvað er óskaðlegt um- hverfi og hvað ekki. En við viljurn ekki missa þægindin sem fylgja því að menga. Til dæmis er mun þægilegra að setja allt rusl í eina tunnu í staðinn fyrir að þurfa ávallt að hugsa um í hvaða tunnu ruslið á að fara. Fólki með ungaböm finnst einfaldara að hafa einnota plastbleyjur á krökkunum sín- um en taubleyjur sem þarf í að þvo í gríð og erg. í MR var gerð lausleg könnun á því hve mörg tonn af trjám væm notuð í skólabæk- ur fyrir 900 nemendur. Niðurstaðan olli ófáurn andvökunóttum hjá nemendum þ.e. 76,5 tonn af trjám. Þegar þú bregður þér inn á hamborgara- stað færð þú hamborgarann og meðlætið í ýmsum umbúðum sem strax em íjarlægðar og þeim hent. Notkun umbúðanna var óþörf. Það em þó ekki eingöngu umbúðim- ar sem valda umhverfinu tjóni. Heilu regn- skógamir em felldir til að fá landsvæði á sem ódýrastan hátt til jtess að rækta naut í buffið (á ekki Við Island). Að sjálfsögðu em hamborgarar nauðsynleg vara fyrir menn eins og Bill Clinton. En bréfadraslinu mætti sleppa. Ef ekkert er að gert halda farartæki áfram að menga, ísskápar að spúla ósoneyðandi freoni og eiturefnum er sleppt í umhverfið. Þá gæti farið svo að leikfimigúrúin þyrftu að skrópa í leikfimi vegna mengunar og keyra á næsta hamborgarastað. Þessi grein er unnin m.a. upp úr kennslustundum í MRfrá 10.09.1992-16.01.1993. Barði Jóhannsson, - blöskrar pappírsbruðlið. RAÐAUGLÝSINGAR AÐALFUNDUR FULLTRÚARÁÐS ALÞÝÐU- FLOKKSINSÍ HAFNARFIRÐI verður haldinn mánudaginn 29. mars n.k. Fundurinn hefst klukkan 20.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins er Kjartan Jóhannsson sendiherra. Útboð Hálfdán III Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í nýlagningu Bíldu- dalsvegará Hálfdáni í Vestur-Barðastrandarsýslu. Helstu magntölur: Bergskeringar 10.000 m3, fyllingar og fláaafleygar 124.000 m3 og neðra burðarlag 11.700 m3. Lengd vegarkafla 5,8 km. Verki skal lokið 1. nóvember 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 5. apríl 1993. Vegamálastjóri '//'sm ^ Útboö Suðurlandsvegur - Vesturlandsvegur. Áfangi I Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í jarðvinnu við Suður- lands- og Vesturlandsveg milli Rauðavatns og Höfða- bakka, gerð vegamóta þessara vega og gerð hljóðmana og rofvarna í Reykjavík. Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlög 138.000 m3, skeringar í laus jarðlög 145.000 m3, skeringar í berg 154.000 m3, malbik 5.300 m2, regnvatnslagnir 3.000 m, hljóðmanir 35.000 m3 og rofvarnir 65.000 m3. Fyrsta áfanga verksins skal lokið 11. júní 1993, en verkinu skal að fullu lokið 29. apríl 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 23. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 og þann 5. apríl 1993. Vegamálastjóri Útboð Leirársveitarvegur að Leirá og vegir við Heiðarskóla 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla alls 3,1 km. Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlög 31.000 m3 og klæðningar 12.700 m2. Verki skal lokið 1. september 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 23. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 5. apríl 1993. Vegamálastjóri Útboð Velkomin til Bandaríkjanna Sérstakt tilboð ríkisstjórnar Bandaríkjanna gefur þér nú tækifæri til að flytjast til Bandaríkjanna með innflytjenda- leyfi til frambúðar samkvæmt AA-1 kerfinu, verðir þú fyrir valinu. Þú getur fengið tækifæri til að lifa og starfa í Bandaríkjun- um með fast aðsetur (handhafi Græna kortsins). Síðasti frestur til að sækja um rennur út 31. mars 1993. Þú þarft því að bregðast við tímanlega til að vera réttu megin við umsóknarfrestinn. Þú eða annað hvort foreldra þinna verður að hafa fæðst á íslandi/Bretlandi/írlandi til að eiga möguleika. Sendið póstávísun upp á $45 fyrir hvern umsækjanda sem óskar eftir skjótri skráningarþjónustu ásamt eftirfar- andi upplýsingum, sem skrifa þarf skýrt og greinilega á ensku: Nafn umsækjanda, heimilisfang, fæðingardagur og ár, fæðingarstaður, nafn maka, ef umsækjandi er í hjóna- bandi, og nöfn og heimilisföng barna yngri en 21 árs, séu þau ekki í hjónabandi. Sendið póstávísun upp á 45 Bandaríkjadali fyrir hvern umsækjanda, sem stílaður er á: Visa USA, P.O. Box no. 822211, Dallas, Texas 75382, U.S.A. Markarfljót, varnargarðar við Tjarnir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð varnargarða við Tjarnir fyrir hönd Landgræðslu ríkisins. Helstu magntölur: Ýting í varnargarða 91.800 m3 og rof- varnir 8.700 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 5. apríl. 1993. Vegamálastjóri VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bildshöfða 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Reykjavík SPRENGINÁMSKEIÐ ARSHATIÐ Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík haída sameiginlega árshátíð 2. a p r í I Takið kvöldið frá svo þið missið ekki af eftirminnilegri skemmtun. Dagskrá og nánari tilhögun auglýst síðar. Skemmtinefndin Fyrirhugað er að halda námskeið um notkun, meðferð og geymslu sprengiefna dagana 29. mars til 2. apríl nk. í Bílds- höfða 16. Reykjavík, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðsgjald er kr. 26.000. Greiða skal staðfestingar- gjald kr. 5.000 í síðasta lagi 25. mars. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueftirliti ríkisins í síma 672500. ALMmLAm JAX 619144

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.