Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 2
2 Þriöjudagur 23. mars 1993 HMIIBLtlM HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Frísvæði á Suðurnesjum Vaxandi atvinnuleysi hér á landi hefur komið einna verst við Suðumesin, þar sem atvinnulaust fólk hefur verið allt að því helmingi hærra hlutfall en annars staðar á landinu. Orsakimar em margþættar. Suðumesin vom að fornu og nýju ein mikilvægasta verstöð landsins, en í kjöl- far kvótakerfisins hafa veiðiheimildir tapast í vemlegu magni af svæðinu. Samdráttur í heildarafla landsmanna hefur líka komið illa niður á fiskvinnslu á Suðumesjum, - ekki síst vegna áhrifa þeirra á fiskmarkaðina. En Suðumesja- menn voru einna fyrstir til að skilja mikilvægi fiskmarkaða, og í skjóli þeirra spruttu upp fjölmörg smá en efnileg vinnslufyrirtæki, sem sóttu sér hráefnið á markaðina og notfærðu sér svo nálægðina við Keflavíkurflugvöll til að koma unnum afurðum á markað erlendis. Samdrátturinn í kvóta hefur hins vegar leitt til þess að miklu minna magn fiskjar fer yfir markaðina en áður, og skortur á hráefni hefur knúið mörg vinnslufyrirtækjanna til að draga vemlega úr rekstri, eða stöðva hann alveg. Þessi uggvænlega þróun í sjávarútvegi hefur leitt til þess, að mun fleiri störf hafa hlutfallslega tapast í greininni en annars staðar á landinu. Þetta á sinn stóra þátt í atvinnuleysi á Suðumesjum, ekki síst á meðal kvenna. I ofanálag hafa umsvif í tengslum við vamarliðið á Keflavíkurflugvelli minn- kað stórlega á síðustu árum, og enn er óséð hvemig sú þróun endar. Á hitt ber að líta, að frá herfræðilegum sjónarhóli er staðsetning Islands milli austurs og vesturs enn jafn mikilvæg og þegar Lenín áréttaði hemaðarlegt mikilvægi landsins nokkrum ámm fyrir byltinguna í Rússlandi, og líklegt að herstöðin í Keflavík verði enn um sinn mikilvæg fyrir starfsemi Atlantshafsbandalagsins. Aukin áhersla bandalagsins á möguleika til að flytja herlið til átakasvæða í mið- og austurhluta Evrópu undirstrikar mikilvægi herstöðarinnar og ekki ólíklegt, að frekari framkvæmdir verði nauðsynlegar þar á næstu árum til að treysta hlutverk hennar í slíkum flutningum. Allt er þó óljóst um þær ennþá. Við þessar aðstæður er því rökrétt, að ríkisstjómin grípi til sérstakra ráðstafana til að efla atvinnu á Suðumesjum. Nú þegar er í bígerð að setja á stofn sérstakan þróunarsjóð fyrir svæðið, þar sem ríkisstjómin hefur beitt sér fyrir að íslenskir aðalverktakar, sem ríkissjóður á meirihluta í, Ieggi fram drjúgan skerf. Til viðbótar þessu hefur nú ríkisstjómin einnig ákveðið að koma á laggimar frísvæði í tengslum við Keflavíkurflugvöll. Sú hugmynd er raunar ekki ný af nálinni; hinn ötuli þingmaður Suðumesja til margra ára, Karl Steinar Guðnason, var upphafsmaður að henni, og barðist ámm saman fyrir henni á Alþingi. Hver ríkisstjómin á fætur annarri lét hins vegar málið daga uppi, þar til núverandi landsstjóm ákvað fyrir nokkmm missemm að hrinda málinu úr vör, enda ljóst að sérstakir möguleikar skapast fyrir frísvæðið með tilkomu evrópska efna- hagssvæðisins. Tillögur utanríkisráðherra að frísvæðinu fela í sér, að erlend fyrirtæki, sem íjár- festa í frísvæðinu, fá tímabundnar skattaívilnanir, sem ná til ársins 2000. Samkvæmt þeim mun fyrirtækjunum verða heimilt að afskrifa fjárfestingu á helmingi styttri tíma en tíðkast; fasteignir verða undanþegnar fasteignasköttum og byggingargjöldum; sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði mun ekki ná til þeirra, auk þess sem stimpilgjöid af kaupum, sölu og veðsetningu fasteigna á frísvæðinu verða felld niður. Erlendis hafa frísvæði af þessu tagi í tengslum við alþjóðlega flugvelli gefist mjög vel. Skattafríðindin hafa nægt til að laða þangað fyrirtæki, sem vilja í senn notfæra sér hagstæð ákvæði um skatta innan svæðisins, og jafnframt nýta sér nálægðina við þjóðbrautina til annarra landa. Aðild fslands að evrópska efna- hagssvæðinu gerir frísvæðið enn gimilegra í augum fjárfesta utan EES, þar sem þeir geta gegnum frísvæðið komið framleiðslu sinni á markað í löndum evróp- ska efnahagssvæðisins á grundvelli sömu tolla og íslendingar njóta innan þess. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra. Sveitarst jórnarinenn dást að langlundargeði hennar í sameiningarmálum sveitarfélaganna. Hlutur félagsmálaráðherra í sameiningarmálum rangtúlkaður Miðstýringartilraunir aldrei verið stundaðar -“ogflestir sammála um að sameining sveitarfélaga gangi hratt og vel fyrir sig segir Sigfús Jémsson formaður sameiningarnefndar „Það er ekki rétt að nefnd um samein- ingu snúist gegn miðstýringartilraunum ráðuneytisins, því slíkar tilraunir hafa ekki verið til staðar. Þvert á móti hafa öll skref í þessu máli verið stigin í nánu sam- ráði við Samband íslenskra sveitarfé- laga“, sagði Sigfús Jónsson formaður sveitarfélaganefndar, þegar hann var spurður um ásakanir Vikublaðsins og al- þýðubandalagsmanna um að fulltrúaráð sambandsins hefði snúist gegn tillögum félagsmálaráðherra í málinu. „Þegar nefnd um skiptingu landsins í sveitarfélög var sett á fót í ársbyrjun 1991 var það gert í samstarfi við sambandið sem átti einn fulltrúa í nefndinni. Þegar nefndin skilaði af sér haustið 1991 og lagði fram þrjár mismunandi leiðir var það fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga sem valdi þá leið sem nú er stefnt að“, sagði Sigfús. Þessi leið felst í sameiningu allra sveitarfé- laga innan héraðs eða sýslu. 1 því felst að sveitarfélögin nái yfir mjög stór svæði og aðeins í undantekningartilvikum yrðu þau með færri en 1.000 íbúa. Samkvæmt þessari tillögu yrðu sveitarfélögin í landinu 30- 35. „Eg skil reyndar ekki í þessum árásum Vikublaðsins á Jóhönnu því hún féllst á nið- urstöðu fulitrúaráðsins og skipaði nýja nefnd, sveitarfélaganefnd, í ársbyrjun 1992 og átti sambandið þrjá fulltrúa í henni. Nefndin skilaði áfangaskýrslu s.l. haust þar sem fyrmefnd leið var útfærð. Þá kom f ljós að sveitarsljómarmenn voru ekki tilbúnir að stíga svo stórt skref nema á Vestfjörðum. Einnig skilaði nefndin mjög athyglisverð- um hugmyndum um reynslusveitarfélög og hefur sú hugmynd hlotið góðar undirtektir. Síðan má geta þess að fulltrúaráðið ályktaði um áfangaskýrsluna í lok febrúar s.l. og þar segir m.a. að fulltrúaráðið telur brýnt að sameining sveitarfélaga gangi hratt og vel þannig að sveitarfélögin geti sem fyrst tekið við auknum verkefnum frá ríkinu“. Það er hins vegar alveg ljóst að fulltrúaráðið er ekki tilbúið að stíga eins stór skref í samein- ingarmálum nú og haustið 1991. Ástæðan er sú að andstæðingar sameiningar risu upp gegn samþykkt fulltrúaráðsins". En á ráðherrann einhverja sök á því hvernig komið er? „Það að kenna félagsmálaráðherra um hvaða stefnu málið hefur tekið er ósann- gjamt, því hún hefur f einu og öllu farið eft- ir þeim ályktunum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið frá sér fara um mál- ið. Sannleikurinn er sá að margir af forystu- mönnum sveitarfélaganna í landinu skilja nauðsyn sameiningar og treysta sér ekki til átaka við andstæðinga sameiningar sem eru aðallega úr fámennum sveitahreppum. Guðmundur Ingólfsson, gamalreyndur sveitarstjómarmaður af Vestfjörðum, sagði nýlega í sjónvarpsviðtali að langlundargeð félagsmálaráðherra gagnvart sveitarstjóm- armönnum væri orðið mikið. Þetta er frekar sannleikurinn í málinu en það að félagsmálaráðherra hafi beitt sér fyr- ir miðstýringartilraunum", sagði Sigfús Jónsson formaður Sveitarfélaganefndar að lokum. „Það að kenna félagsmálaráðherra um hvaða stefnu mál- ið hefur tekið er ósanngjarnt, því hún hefur í einu og öllu farið eftirþeim ályktunum sem Samhand íslenskra sveitar- félaga hefur látiðfrá sérfara um málið. 13» ***** ‘93 Hér á landi hafa innlendir framleiðendur gjaman haft fyrirvara gagnvart frísvæði á Keflavíkurflugvelli og talið það skapa óeðlilegt misræmi milli þess og annarra fyrirtækja á íslandi. Tillögur utanríkisráðherra taka hins vegar mið af þessu, og opna íslenskum fyrirtækjum leið til að nýta sér frísvæðið, að því tilskildu að þau uppfylli skilyrði, sem gerð verða til fjárfesta á svæðinu. Vonandi mun það greiða leið íslenskra útflytjenda til að koma vörum sínum á erlenda markaði með sem minnstum tilkostnaði, og verða þannig enn frekar til að efla atvinnu í landinu. Atburðir dagsins 1369 Pétur grimmi, konungur Kastilíu og León á Spáni, myrtur af bróður sínum, Hinriki. 1752 Fyrsta dagblað Kanada, Halifax Gazette, kemur út. 1918 Stóra Berta, risavaxin fallbyssa Þjóðverja hefur skothríð á Parísar- borg úr 100 kílómetra fjarlægð. 1933 Lög sem þýska þingið samþykkir gera Hitler unnt að stjóma samkvæmt tilskipunum. ensku biskupakirkjunnar í 400 ár fer fram í Rómaborg. Afmælisdagar Joan Crawlörd, 1908, Amerísk kvikmyndaleikkona, fræg fyrir góðan leik í fjölda sígildra kvikmynda. Akira Kurosawa, 1910, Japanskur kvikmyndaleikstjóri, í röð hinna fremstu í heiminum. Ríkisstjómin lofaði í upphafi vetrar að tekið yrði með sérstökum hætti á hinu mikla atvinnuleysi á Suðumesjum. Þróunarsjóðurinn, sem fyrr er nefndur og frísvæðið á Keflavíkurtlugvelli sýna svart á hvítu, að hún hyggst láta orðin tala. 1962 Fyrsta kaupskipinu, sem knúið er kjamorku, The Savannah, hleypt af stokkunum í New Jersey, Bandaríkjunum. 1966 Fyrsti fundurinn milli æðstu manna kaþólsku kirkjunnar og Donald Campbell, 1921 Breskur heimsmethafi í hraðakstri. Sir Roger Bannister, 1929 Frægur frjálsíþróttamaður, sem hljóp eina enska mflu fyrstur manna undir 4 mínútum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.