Alþýðublaðið - 30.03.1993, Síða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1993, Síða 2
2 Föstudagur 26. mars 1993 H liVlllilim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Mikilvægur sparnaður í heilbrigðiskerfinu Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur á köflum sætt mikilli gagnrýni fyrir spamaðaraðgerðir í heilbrigðismálum. Sú gagnrýni hefur komið úr ólíklegustu áttum, - meðal annars ítrekað úr röðum samstarfs- flokksins í ríkisstjóm. Þessa gagnrýni hefur ráðherrann staðið af sér. Hann hefur neitað að lúta í auðmýkt fyrir úrtölumönnum, og haldið ótrauður áfram frekari spamaði, þegar minni menn hefðu hörfað af leið til að kaupa sér frið og vinsældir. Nú er hins vegar smám saman að koma í ljós, að aðgerðir Sighvats Björgvinssonar hafa fyllilega skilað því sem að var stefnt: drjúgum spamaði og hagræðingu án þess að draga úr þjónustu við sjúklinga. Breytingar, sem heilbrigðisráðherra gerði í byrjun ársins á greiðslu fyr- ir lyf og þjónustu leiddu til þess að hann var átalinn sérstaklega fyrir að hafa þrengt að krabbameinssjúklingum. Formaður BSRB var til dæmis sérlega harðorður fyrir þeirra hönd. Bent var á, að þó krabbalyf og bein stoðlyf væm að vísu endurgjaldslaus, þá hefðu breytingamar leitt til þess að kostnaður vegna annarra lyfja gæti í sumum tilvikum reynst krabbasjúklingum illkleifur. En andlegt og líkamlegt álag vegna sjúk- dómsins sjálfs - og ekki síður meðferðarinnar - veikir því miður ónæm- iskerfíð og gerir krabbasjúklinga næmari fyrir sýkingum. Þeir þurfa því stundum á dýmm sýklalyfjum að halda, sem ekki teljast þó bein stoðlyf. Þetta, sögðu gagnrýnendur ráðherrans, gat gert sjúklingana fjárhagslega öreiga. Þctta reyndist rangt við skoðun, því reglugerðarbreytingin frá því í árs- byrjun fól einmitt í sér öryggisnet fyrir tilvik af þessu tagi. Gagnrýnin á ráðherrann var því óréttmæt, einsog læknar krabbameinssjúklinga geta staðfest. A síðasta ári beitti heilbrigðisráðherra sér fyrir umdeildri uppstokkun í sjúkrahúsmálum á höfuðborgarsvæðinu. Fæðingarstofnanir vom sam- einaðar, og bráðamóttaka var flutt frá Landakoti yfir á Borgarspítalann. Seinni þátturinn var sérstaklega gagnrýndur; margur smákóngur innan sjúkrahússgeirans reis upp á afturfætumar og andæfði harkalega. Innan Sjálfstæðisflokksins vom efasemdir um breytinguna, og hún var gagn- rýnd sérstaklega á þeim forsendum, að kostnaðurinn við breytinguna sjálfa væri stórlega vanmetin og þegar upp yrði staðið, kæmi í ljós að spamaðurinn yrði ef til vill enginn. Þessi gagnrýni hefur nú fallið um sjálfa sig. Hún reyndist út í hött. Rík- isendurskoðun var falið sem hlutlausum aðila að fara rækilega ofan í saumana á breytingunni, og niðurstaðan er sú, að árangurinn varð meiri en menn þorðu upphaflega að vona. Miðað við árið 1991 skiluðu að- gerðimar spamaði upp á liðlega 560 milljónir króna, eða raunlækkun á rekstrarkostnaði milli ára upp á næstum 5 af hundraði. Þennan spamað rekur Ríkisendurskoðun að verulegu leyti til þess spamaðarþáttar sem umdeildastur var; tilfærslu bráðavakta frá Landakoti til Borgarspítala. / I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur einnig fram, að þrátt fyrir þennan mikla spamað hafi legudögum ekki fækkað nema lítilsháttar, eða um l ,5 af hundraði, en biðlistar hafi þvert á móti styst í sumum tilvikum. I árs- lok 1991 biðu þannig 70 manns eftir hjartaaðgerðum, en þeim hafði fækkað í 48 í árslok 1992. Þrátt fyrir harða gagnrýni liggur því fyrir svart á hvítu, að aðhaldsað- gerðir heilbrigðisráðherra hafa skilað sér að fullu, án þess að þjónusta við sjúklinga hafi minnkað. Atlaga ráðherrans gegn sjálftökuliði sér- fræðinganna og tillögur hans um aukið frelsi í lyfjasölu munu enn frek- ar lækka kostnað skattborgaranna við heilbrigðiskerfið, og þannig treysta undirstöður þess að mun. Þegar litið er yfir sviðið, þá kemur í ljós að enginn ráðherra í núverandi ríkisstjóm hefur náð svipuðum árangri og Sighvatur Björgvinsson. Eng- inn. PALLBORÐIÐ Björn Baldvinsson,formaðurLandssambandsfiskeldis- og hafbeitarstöðva Við skulum snúa vörn í sókn! Auðvitað eigum við að horfa til fram- tíðar í þessari ungu atvinnugrein og við eigum meira að segja að viðurkenna, að allur sá kostnaður og öll sú fyrirhöfn og fórnir, sem við höfum þurft að færa hver á sínu sviði, megi verða okkur gott vega- nesti inn í framtíð fiskeldis á Islandi. Við skulum snúa vörn í sókn. Við skulum koma okkur niður á jörðina. Við skulum í samvinnu við opinbera aðila varðveita þau miklu verðmæti sem nú eru fólgin í fjárfestingum vegna fiskeldis og sjá til þess að nú liggi vegurinn upp á við en ekki áfram niður. Dýrmæt reynsla Ég sem af flestum hef verið talinn bjart- sýnismaður verð að viðurkenna að stundum hef ég farið alla leið á bjartsýninni einni saman. En það er liðin tíð. Ég og margir fleiri, hafa hinsvegar öðlast dýrmæta reynslu í gegnum þennan rekstur, reynslu sem ekki kemur aftur á næstunni, reynslu sem við verðum að virkja til framtíðar. Ber þar hæst þá ómetanlegu þekkingu, sem afl- að hefur verið á líffræði eldisfisksins. Á ég þar við þá þekkingu og tækni við að gelda fisk og þar með að koma f veg fyrir að fisk- urinn fari í kynþroska ástand á eldisferlin- um. Þetta skapar öryggi sem þarf til þess að koma í veg fyrir blöndun eldisfisks við villta stofna. Samfara þessari þekkingu hefur skapast sá möguleiki, og við reyndar náð utan um þá tækni líka, að hraðala seiði, sem ég tel að sé einn mikilvægasti áfangi sem nokkru sinni hefur náðst við eldi lax og silungs. Hér er um slíkt framfaraspor að ræða að það jaðrar við byltingu. Þetta felst meðal annars í því að stytta allan eldisferli í sjó og/eða við dælingu, samfara gífurlegri hagræðingu og spamaði við fastan og breytilegan kostnað, að ekki sé nú talað um minnkun áhættu og þar með lækkun tryggingagjalda vegna eld- is í sjó. Við skulum heldur ekki gleyma því að við höfum náð góðum árangri í eldi silungs, bæði bleikju og regnbogasilungs. Bleikju- eldið hófst síðar hér á landi en laxeldið og af þeim sökum náðum við að læra af ýmsum mistökum sem urðu í laxeldinu. Menn hafa farið hægar í sakimar í bleikjueldinu og freistað þess að framleiða ekki meira en sá markaður getur tekið við, sem búið er að vinna á hverjum tíma. Nágrannaþjóðimar, einkum Norðmenn, hafa sömuleiðis byrjað tilraunaeldi á ýms- um sjávarfiskum sem lofa góðu, bæði á þorski, lúðu, steinbít og fleiri tegundum. Is- lendingar þurfa að fylgjast náið með, því hafbeit á þorski gæti í framtíðinni orðið mikilvægur stuðningur við náttúrulega stofna og þar með sjávarútveg okkar Islend- inga. Ég tel það mjög jákvætt að hér á landi hafa menn þegar hafið tilraunir með eldi sjávarfiska, sem lofa góðu. Ég vil samt vara við því að of miklar væntingar séu tengdar því strax. Við eigum að gera okkur grein fyrir því að það þarf tíniá og þolinmæli áð- ur en tilraunastigið fer að skila árangri. íslendingar hafa líka öðlast mikla reynslu í hafbeit. Raunar hefur engin þjóð eins mikla þekkingu í dag á hafbeit Altantshafs- laxins og við. Ég er sannfærður um að á næstu ámm ntuni hafbeitinni vaxa fiskur um hrygg og verða vaxandi þáttur í fram- leiðslu eldisfiskjar hér á landi. í þessu tel ég jafnframt að verulegur ávinningur sé nú fóginn; í því að geta mark- aðssett smærri fisk en áður var, þar sem eld- iskostnaður smærri fisks er nú mun minni. Nú þarf að miða eldi við þessar aðferðir og hefjast handa við öflun nýrra markaða. Óhætt er að fullyrða að með þessu móti get- um við nýtt jarðvarma við hraðeldi seið- anna til styttingar á eldistíma fisksins. Það er að sjálfsögðu krafa okkar að nú þegar verði gengið í að ná niður verði á orku, - í það minnsta þar sem um umframorku er að ræða. Við skulum hafa í huga að öll aðföng til þessarar framleiðslu em innlend, bæði orka og fóður, og þá stendur eftir sú fullyrðing að í fiskeldi er um hreina gjaldeyrisöflun að ræða, þar sem mestur hluti framleiðslunnar fer til útflutnings. Það er í raun athyglisverð staðreynd að samdráttur varð f öllum útflutningsgreinum á Islandi árið 1992, nema í fiskeldinu, þar varð aukning. Nýtum ónolaðar f jórfestingar, þær eru ekki glataðar Það er stundum talað um að fjárfestingar í mannvirkjum fiskeldisstöðvanna séu glat- aðar. En það er rangt. Þær em enn á sínum stað, en flestar stöðvanna komnar í eigu rík- isins. Ríkið getur hinsvegar ekkert við stöðvamar gert og kaupendur hafa hingað til ekki fundist. Það er því mín skoðun að hið opinbera eigi að lýsa því yfir, að svo fremi einkaaðilar geti kornið með nægjan- legt eigið fé til að hefja rekstur fiskeldis, þá sé ríkið reiðubúið til að láta þeim stöðvam- ar í té endurgjaldslaust í tíu ár á meðan ný fyrirtæki em að ná upp framleiðslu. Tíminn er réttur, verðið hefur hækkað, og allt bendir til að uin fyrirsjáanlega framtíð verði framboð og framleiðsla í bærilegu jafnvægi. Með þessu móti væri hægt að ná nýtingu á fjármagnið, sem liggur án ávöxt- unar í ónotuðum stöðvum, og styðja þannig hressilega við grein, semþrátt fyrir allt get- ur skilað umtalsverðum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. I dag hefur ríkið engin not fyrir auðar stöðvar. Það hefur því allt að vinna, engu að tapa. Við skulum taka höndum saman og sann- færa þá ráðamenn, sem ekki vita það nú þegar, að allt eldi í heiminum, hvort heldur er á laxi, silungi, eða öðmm fisktegundum, er eina leiðin, sem fær er til að mæta auk- inni fiskneyslu í heiminum. Ljóst er að ekki verður lengur gengið á hina náttúrulegu stofna hafsins. Við íslendingar, sem emm þrátt fyrir fá- mennið, ein af 20 mestu fiskveiðiþjóðum heims, megum ekki koðna niður f ráðaleysi við minnkandi sjávarafla. Við skulum nýta okkur þær auðlindir, þekkingu og tækni, sem við eigum og búum yfir. Með því móti munum við áfram gegna forystuhlutverki meðal þjóða og halda áfram að vera ein af stærslu framleiðsluþjóðum heims á sviði fiskvinnslu. 36. \a\6m '93 Atburðir dagsins 1842 í fyrsta skipti er eter notaður til svæfinga. Það gerir bandarísk- ur skurðlæknir, Dr. Crawford Long. 1858 Einkaleyfi fyrir blýantinn gefið út í Bandaríkjunum. 1951 Julius og Ethel Rosenberg em talin sek um að hafa komið hemaðarleyndarmálum um kjamorkusprengjuna til Sovétríkjanna. 1980 Tuttugu láta lífið þegar útför hins byltingarsinnaða biskups, Oscar Romero, snýst upp í blóðbað. 1986 James Cagney, amerískur kvikmyndaleikari, er látinn, 87 ára að aldri. 1989 Leikarinn Kurt Russel ber fram bónorð til Goldie Hawn, frammi fyrir 1500 milljónum sjónvarpsáhorfenda, sem fylgdust með parinu útdeila Óskarsverðlaunum. Afmœlisdagar Fransesco Goya, 1746, Spænskur listmálari og í hópi stærstu meistara listsögunnar. Vincent van Gogh, 1853 Hollenski málarinn sem á sinni tíð seldi aðeins eina mynda sinna. Hann lést aðeins 37 ára að aldri, frantdi sjálfsmorð í geðveikikasti. Sean O’Casey, 1884 írskt leikritaskáld, en þekktasta verk hans var Júnó og páfuglinn, skrifað fyrir hið þekkta Ábbey-leikhús í Dublin. Warren Beatty, 1937 Amerískur leikari og leikstjóri, bróðir leik- konunnar Shirley MacLaine. Eric Clapton, 1945, Breskur gítarleikari og rokkari, sem allir munu kannast við.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.