Alþýðublaðið - 31.03.1993, Síða 8

Alþýðublaðið - 31.03.1993, Síða 8
V í K G K LOTT# • • alltaf á nridvikudögum L«TT* • • alltaf á íiriðuikudögum Miðbœjarkjarninn í Hafnarfirði Veqghæð hússins lækkuð um 8 metra Gert til að koma til móts við óskir þeirra bæjarbúa sem vildu lœkka húsið þannig að sátt náist um uppbyggingu í miðbœ Hafnarfjarðar, segir Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnaifirði Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., kvnna teikningar af nvrri verslunar- og þjónustumiðstöð. Ákveðið hefur verið að lækka svokall- aðan hótelturn í verslunar- og þjónustu- kjarna sem rísa á í miðbæ Hafnarfjarðar um 8 metra sé miðað við vegghæð. Það er gert til að koma til móts við þau sjónar- mið sem fram komu í undirskriftalistum sem um 5.000 Hafnfirðingar undirrituðu en (ar var einkum hæð hússins mót- mælt. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og forsvarsmenn Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., byggingaraðilar miðbæj- arkjamans, kynntu í gær á blaðamanna- fundi í Hafnarborg endanlegar útlitsteikn- ingar stórhýsis sem rísa á í miðbæ Hafnar- fjar\ir~. Vegghæð hóteitums hússins verður sarhkvæmt hinni nýju hönnun rétt um 21 metri eða um 8 metrum lægri en eldri teikn- ingar gerðu ráð fyrir Þetta er niðurstaða eftir viðræður bæjar- stjórans í Hafnarfirði og forsvarsmanna Miðbæjar þar sem þess var freistað að koma til móts við óskir þeirra sem fannst hæð hússins um of. Guðmundur Ámi bæj- ars'ijíPi sagði að þótt deilt hefði verið um hæð hússins hefði komið fram hjá þeim sem stóðu fyrir undirskriftum að ekki væri verið að mótmæla því að verslunar- og þjónustumiðstöð risi í miðbæ Hafnarfjarð- ar, heldur fyrst og fremst hæð hússins. Kvaðst hann vona að eftir þær breytingar og lagfæringar sem hefðu verið gerðar á útliti hússins næðist sátt um þær framkvæmdir sem væru að fara á stað í miðbæ Hafnar- fjarðar. Guðmundur Ámi lagði áherslu á að framkvæmdir gengju hratt og vel fyrir sig þar sem verið væri að byggja á viðkvæmu svæði í hjarta bæjarins. Samhliða fram- kvæmdum við miðbæjarkjamann stæði bærinn í umfangsmiklum vegafram- kvæmdum sem ynnust samhliða því sem nýbyggingar í miðbænum risu. Frágangur og fegran í miðbænum væri þannig háð framkvæmdahraða þeirra sem þar væru að byggja- Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri Miðbæjar Hafnarfjarðar, sagði að fram- kvæmdum yrði flýtt eftir megni. Jarðvinnu við grunn væri þegar hart nær lokið en í kjallara hússins verður bílakjallari með rúmlega hundrað bflastæðum. Viðar segir að stefnt sé að því að ljúka kjallara og gmnnplötu fyrir 1. ágúst næstkomandi en húsið yrði fokhelt um miðjan febrúar á næsta ári. Þá kom fram hjá Viðari að stefnt væri að því að ljúka öllum frágangi utanhúss fyrir apríllok á næsta ári. Innréttingum í verslun- arrými, skrifstofum og hóteli yrði síðan lok- ið haustið 1994. Hann kvað fjármögnun á framkvæmdunum hafa gengið vonum framar og hefðu fjárfestingarfyrirtæki kom- ið inn í þá mynd. Guðmundur Ámi var spurður að því hvort ekki væri erfitt að ráðast í slíkar stór- framkvæmdir á krepputímum. Hann kvað það einmitt mikilvægt að bæjaryfirvöld stæðu fyrir, styddu og stuðluðu að fram- kvæmdum þegar illa áraði. Það væri mjög mikilvægt að smyrja hjól atvinnulífsins þegar að kreppti og spoma þannig gegn at- vinnuleysi. Á fundinum kom fram að hlutur Hafn- firðinga í verslunarrými á höfuðborgar- svæðinu væri lítill miðað við fólksfjölda eða um 5% en ætti að vera um 10% miðað við höfðatölu. Efling miðbæjarins væri því liður í því að auka verslun og þjónustu í Hafnarfirði. Fræöslufundir Gigtarfélagsins Framundan er hjá Gigtarfélagi íslands, röð af fræðslufundum sem miða að því að veita almenningi fræðslu og gefa fólki með hliðstæð vandamál, aðstandendum þeirra og öðm áhugafólki, tækifæri á að hittast og kynnast og stofna til frekari kynna, ef áhugi er fyrir því, meðal annars með því að koma upp tengiliðum. Fyrsti fundurinn heitir Rauðir úlfar og verður haldinn í B-sal Hótel Sögu annað kvöld kl. 20.30. Fundir verða síðan á fimmtudagskvöldum á sama stað hálfsmánaðarlega. Annar fundur, sem fjallar um Vefjagigt er 15. apríl, Bamaliðagigt 19. apríl, um Beinþynn- ingu 6. maí og Psoriasisliðagigt 13. maí. Fótboltamenn geta verið menningarlegir Enda þótt menn séu fótboltamenn, þá þurfa þeir ekkert endilega að vera með allt vitið í löppunum. Þetta sanna þeir í Breiðabliki í Kópavogi. Þeir eru nefnilega listunn- endur og segja: „Líkamsrækt og andans uppbygging hafa oft ekki verið talin líklegir rekkjunautar. Þeir sem stundað hafa fþróttir hafa ekki alltaf hlotið náð fyrir augum listunnenda og öfugt.“ En nú hefur Breiðablik ákveðið að sýna að hér em ekki eins ólíkir heimar og margir hafa viljað halda fram. Þeir standa fyrir málverkauppboði með menningarlegu ívafi í Félagsheimili Kópavogs á föstudagskvöldið kl. 20. Marg- ir fremstu tónlistarmenn bæjarins troða upp, en síðan verður haldið uppboð á verkum eftir þekkta listamenn. Verkin verða til sýnis í Gallerí íspan að Smiðjuvegi 7 í dag og á morgun frá kl. 17 til 20 og allir velkomnir að líta á þessa nýstárlegu uppákomu. I fé- lagsheimilinu verða verkin sýnd frá kl. 18 á föstudag. Aðgangseyrir að skemmtuninni er 500 krónur. Ólafur Jensson, forstöðumaður Borgarhúss, og Markús Örn Antonsson, skoða merkar myntir á sýningunni, sem Ragnar Borg, myntfræðingur setti upp. Skoðar mynt nafna síns Fyrir um 2000 ámm höndlaði Markús Antoníus með mynt, sem Alexander mikli lét slá einhvem tíma um 330 fyrir Krists burð. Var Alexander fyrstur manna til að láta slá mynt með mynd af sjálfum sér. Hann gerði sér grein fyrir auglýsingagildinu sem í því var fólgið, því myntin með mynd hans barst um hið víðlenda Rómaveldi og einnig til annarra landa. Á dögunum var borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, að skoða hina ágætu sögusýningu í Borgarhúsi, þar sem Geysir var áður. Á myndinni virðir Markús Óm Antonsson fyrir sér pening sem nafni hans Markús Antoníus hefur án efa verið vel kunnugur. Vert er að hvetja fólk til að skoða sýning- amar, þær em vel þess virði að skoða. STUTTFRÉTTIR Forseti styður launa- baráttu kennara Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, tekur nöfnu sína, forseta Islands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur tali í nýútkomnu tölublaði af Nýj- um menntamálum. tíu ára afmælisriti blaðs- ins. Forseti styður í viðtalinu eindregið við launabaráttu kennara á Islandi. Hún segir laun kennara hér á landi eins og sorglega gaman- sögu. „Laun kennara em þjóðinni til vansa. Kennarastarfið á að vera eftirsóknarvert af bestu fáanlegum mönnum, í því felst þjóðar- hagurinn sjálfur. Kennarar eiga að vera mjög vel launaðir, störf þeirra em meðal þeirra mik- ilvægustu í þjóðfélaginu, vinnu þeirra ber að sýna virðingu", segir forseti Islands í viðtalinu. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands. Skíðavikan á ísafirði Fyrirtækið Allrahanda í Reykjavík, býður upp á hópferðir á skíðavikuna á fsafirði um páskana. Rútuferðir em 7. apríl frá Akureyri og frá BSÍ í Reykjavík sama dag. Til baka er haldið mánudaginn 12. apríl, á öðmm í páskum. Ennfremur er boðið upp á ódýran flutning á vélsleðum vestur og gistingu. Mikið verður um að vera að venju á Isafirði um páskana, vélsleðakeppni, páskaeggjamót, furðufatadagur, flugeldasýning, auk þess sem fólk getur farið í siglingu um Isafjarðardjúp. Þá verður endalaust fjör á veitingahúsum bæjarins þar sem ísfirskættuð hljómsveit leikur, nefnilega SSSól, að ekki sé talað um KK-bandið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.