Alþýðublaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 1
IJiillj MM Skýrsla utanríkisráðherra á Alþingi í dag Utanríkisstefna á vegamótum / Islenskir hagsmunir í hœttu ef einangrun á sér stað. Aukaaðild að VES. Aðild að EB ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar, en þess í stað byggt á tœkifœrum EES. Ritskoðun á RÚV í skugga Hrafnsmálsins Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, inun leggja fram skýrslu sína um utanríkis- mál á Aiþingi í dag. I skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir því sem verið hefur að gerast á sviði utan- ríkismála á undanförnu ári og lagðar línur fvrir utanríkisstefnu komandi ára. Þar kemur m.a. fram að aðild að Evrópubanda- laginu er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar en þess í stað verður reynt að byggja á þeim möguleik- um sem EES samningurinn hef- ur að bjóða. Hvað öryggis- og varnarinál varðar mun Island væntanlega gerast aðili að Vest- ur-Evrópusambandinu á þessu ári og jafnframt taka þátt í end- urskoðun á hlutverki Atlants- hafsbandalagsins. í upphafí skýrslunnar segir að umskiptin síðustu fjögur árin séu þau mestu sem orðið hafi á alþjóða- vettvangi í hálfa öld. Þetta þýði að Island standi nú frammi fyrir um- fangsmestu endurskoðun á utanrík- isstefnunni frá því á síðari hluta fimmta áratugarins. Breytingamar sem orðið hafa frá því að kalda stríðinu lauk hafa orðið til þess að Island hefur tapað lykilstöðu sinni í vamarsamstarfinu. „Við hinar breyttu aðstæður verður ekki lengur gengið að því vísu að tillit verði tekið til íslenskra hagsmuna í evr- ópsku samstarfi", segir f skýrslunni. Þama hefur sammnaþróunin í Evr- ópu einnig mikið að segja, en þrátt fyrir atburðarásina þar hefur ríkis- stjómin ákveðið að Island muni ekki slást í hóp þeirra EFTA-ríkja sem sótt hafa um aðild að Evrópu- bandalaginu. Utanríkisráðherra telur að þess- um breyttu áðstæðum verði að mæta með virkri þátttöku í alþjóð- legu samstarfl, en að forðast beri einangmn og aðgerðaleysi. Um þetta segir m.a. í skýrslunni; „Því er óhjákvæmilegt að íslendingar hafi sjálfir frumkvæði að koma ár sinni betur fyrir borð í breyttu alþjóðlegu umhverfi með jafnvel virkari utan- ríkisstefnu en hingað til. Haldi Is- lendingar hins vegar að sér hönd- um, getur fátt komið í veg fyrir að stefnumörkun og ákvarðanir ann- arra ríkja hafi æ meiri áhrif á utan- ríkishagsmuni íslands í framtíðinni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr“. Ríkisstjómin leggur áherslu að nýta þau tækifæri sem EES- samn- ingurinn hefur í för með sér, og utanríkisráðherra telur að samning- urinn geti átt fyrir höndum lengri líftíma en marga gmnar. Þá segir í skýrslunni að hver sem endanleg Fréttumenn undir þrýstingi Ekkert lát virðist vera á átök- unum á Ríkisútvarpinu eftir að Heimir Steinsson útvarpsstjóri rak Hrafn Gunnlaugsson úr starfi dagskrárstjóra Sjónvarps og Olafur G. Einarsson mennta- inálaráðherra réði Hrafn viku síðar sem framkvæmdastjóra sömu stofnunar. Síðustu daga hefur það heyrst að yfirmenn Ríkisútvarps - Sjónvarps hafi beitt undirmenn sína þrýstingi og tekið þá á beinið, eins og það er kallað, vegna ummæla eða upp- lýsinga sem þeir hafa látið frá sér í Hrafnsmálinu svokaliaða. Þannig hefur Alþýðublaðið heimildir fyrir því að ýmsir frétta- menn og dagskrárgerðarmenn hjá RÚV hafi fengið símhringingar frá yfirmönnum stofnunarinnar. Þar hefur viðkomandi undimtönnum verið bent á að ákveðnar fréttir og upplýsingar um þetta vandræðalega mál hafi verið óviðeigandi og óþarfi fyrir Ríkisútvarpið að fjalla svo ítarlega um eigin mál. Þannig þykir mörgum starfsmönnum stofnunarinnar að hinir pólitískt ráðnu yfirmenn séu famir að beita ritskoðun í auknum mæli í kjölfar þessa máls. Þeim fínnst RÚV hafa beðið nógu mikinn álitshnekki af umræðunni og þykir því vera of langt gengið ef yfirmenn ætla að fara beita ritskoðun á fréttastofur sem sýnt hafa fagmannleg vinnu- brögð og hlutlaust fréttamat á und- anfömunt árum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráöherra niðurstaða varðandi EES verður, þá muni þær skuldbindingar og þau réttindi sem honum íylgja standa þó semja verði um einfaldara fyrir- komulag stofnana milli Islands og EB eingöngu. Ríkisstjómin hefur þegar ákveð- ið að Island gerist aukaaðili að Vestur-Evrópusambandinu og nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga þar sem lýst er yfir stuðningi við þessa ákvörðun. Utanríkisráð- herra telur að efling VES sé ekki ögmn við Atlantshafsbandalagið, heldur muni það bæði virka sem sameiningarafl í Evrópu og sem tæki til að styrkja hina evrópsku stoð NATO. S Starfsmenn Isals sömdu ífyrrinótt HUNDÓÁNÆGÐUR -segir G'ylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður á vinnustaðnum „Ég get ekki annað sagt en að ég cr hundóánægður mcð út- komuna“, sagði Gylfi Ingvars- son, aðaitrúnaðarmaður hjá Is- lenska álfélaginu hf. í Straums- vík. Hann sagði að VSÍ hefði gefið góða von um hægt yrði að semja með öðrum verkalýðsfé- lögum. Það hefði brugðist, for- ráðamenn ísals hefðu ekki leyft slíkt. Sagði Gylfi að varla væri hægt að ásaka starfsmenn ísal fyrir frekju i þcssu efni. Gylíl segir að starfsmenn hefðu fengið litla dúsu í formi 10 þús- und króna í staðinn fyrir 1,7% kauphækkunina sem nánast ailir iaunþegar fengu 1. maí í fyna. Hann sagði að afturvirknin hefði þýtt launaauka upp á 24-39 þús- und krónur hjá starfsfólkinu. Ekki taldi Gylft að komið hefði til lokunar, þótt menn hefðu farið í verkfall. „Þennan söng heymm við alltaf ef við förum í baráttu fyrir betri kjömm“, sagði Gylfi. Starfsmenn í álverinu hafa staðið í ströngu í kjaramálum allt frá því snemma árs 1990. Þeir telja sig hafa orðið á eftir öðmtn hópum með kjarabætur. Gylfi viðurkenndi að þetta „ströggl" þýddi það að sjálfsagt væri starfs- andinn á staðnum verri en hann þyrfti að vera, enda þótt fram- leiðslan gengi með ágætum. Samkomulagið sem undirritað var í fyrrinótt verður borið undir starfsmenn á mánudaginn kemur. I því er kveðið á um launahækkun um 1,7% frá 9. apríl og bónusar hækka úr 38,21% í 40,96% þegar kaffihlé hafa verið afnutnin. Þá keinur til 10 þúsund króna greiðsla á starfsmann við aðra út- borgun launa eftir undiiTitun samningsins. í reglubundnum vinnutíma er hálftíma matarhlé, en kafft fáanlegt í afdrepum, án þess að sú athöfn trufli framleiðsl- una. I samkomulaginu er fjallað um tvískiptar og þrískiptar vakir, um greiðslu íyrir yfirvinnu þar sem safna má saman allt að tveim vinnuvikum eða vaktasyrpum á hverju almanaksári og geta starfs- inenn tekið frí í stað þess að fá yfirvinnuna greidda. Soffía heitir hún þessi fríða stúlka og vinnur við gerð fyrsta eldfjalls landsins, sem sniíðað er á staðnum. Á teikningunni má sjá hvernig útlit fjallsins verður, sem og innrétting þess. Eldfjall í miðri Tíu nemendur konunglegu dönsku listaakademíunnar í Kaupmanna- höfn vinna hörðum höndum þessa dagana við að byggja eldfjall í miðri höfuðborginni - nánar til tek- ið í Hallargarðinum við Fríkirkju- veg. Nemendumir eru frá öllum Norðurlöndunum og starfa undir stjóm kennara síns, listamannsins þekkta, Ulf Rollof, sem er Svfi og stjama í myndlistarheiminum í dag. Eldfjallið, sem heitir Eldfjalla- sófinn er steypt á staðnum og ekki ljóst hvað um mannvirkið verður að lokinni sýningunni Borealis sem hér verður haldin í maí hjá Listasafni íslands. Fólki verður boðið inn í eldfjallið í sófa sem þar er. Þar verður heitt og notalegt, enda upphitað nteð kolaofni. Ef- laust munu ferðamálamenn sjá hið borg skemmtilegasta mannvirki þama og vilja fá að láta það standa. Krakkamir sem að byggingunni standa vinna frítt, og fyrirtæki hafa gefið byggingarefnið, kostnaðurinn er því ekki nema nokkur hundmð þúsund krónur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Hverfisgötu 8-10, 101 Reylcjavík - Simi 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.