Alþýðublaðið - 16.04.1993, Síða 6
6
Föstudagur 16. apríl 1993
tókust þau á við erfiðleikana, saman háðu þau
lífsbaráttuna, saman byggðu þau upp heimili
sitt og lífsviðurværi. Þau voru ávallt livort
öðru styrkur og stoð í hverju sem á gekk.
Synimir tveir, þeir Tómas og Albert Valur,
nutu ástúðar þeirra og umhyggju. Þeir nutu
þess að vaxa upp á góðu heimili í skjóli for-
eldra sem miðluðu þeim hollu veganesti út í
lífið. Þeir kveðja nú ástkæran föður með
þakklæti fyrir allt sem hann veitti þeim.
Albert Magnússon var stærstan hluta ævi
sinnar í Hafnarfirði. Hann kom þangað 18 ára
að aldri og þar átti hann heima til ársins 1962,
þegar hann flytur á Sauðárkrók. Á Sauðár-
króki eru þau hjónin í 12 ár, en flytja þá til
Stokkseyrar.
Á Stokkseyri eru fjölskyldan frá 1974 til
1979 að hún flytur í Hafnarfjörð. Og þar áttu
þau Albert síðan heima, allt til þess er hann
lést.
Síðustu áratugina fékkst Albert að mestu
við verslun og var vinsæll, duglegur og
heiðarlegur kaupmaður, sem ekki mátti í
neinu vamm sitt vita.
Hann lagði sig fram um að þjóna við-
skiptavininum sem best og það kunnu margir
að meta. Þess vegna blómgaðist verslunin,
hafði á sér gott orð og dró að sér fólk.
Valgerður var með manni sínum á þessum
vettvangi sem öðrum og átti ekki lítinn hlut að
velgengni verslunarinnar og hlýlegu and-
rúmsloftinu sem einkenndi búðina. Fá hjón
hefi ég þekkt, sem voru svo samofin í hug og
hjarta, viðhorfum og verkum, sem þau Albert
og Valgerður.
Albert Magnússon þekktu margir. Samt
voru þeir enn fleiri sem þekktu Alla krata.
Það var bara einn Alli krati og hann var
þekktur undir því nafni víðs vegar um landið.
Slíkur baráttumaður var hann og merkis-
beri jafnaðarstefnu og mannúðar. Þar sem
annars staðar stóð hann og féll með skoð-
unum sínum og lífsviðhorfum. Hann varheill
og sannur, hafði ekkert að fela, einarður og
ákveðinn jafnaðarmaður, kallaður Alli krati
jafnt af skoðanabræðrum sínum sem póli-
tískum andstæðingum. Jafnaðarstefnan stóð
föstum fótum í huga hans og hjarta, samúðin
var ríkjandi með lítilmagnanum, andúðin á
ranglætinu og virðingin fyrir réttlætinu. Þetta
setti svip sinn á manninn. Þess vegna gáfu
samferðamennimir honum viðumefnið krati.
Á Vífilsstöðum fór Albert að kynna sér
jafnaðarstefnuna. Hann setti sig í sambandi
við skrifstofu Alþýðuflokksins í Reykjavík
og hitti þar fyrir Vilhelm Ingimundarson.
Vilhelm sá gullið í þessum unga manni og
þeir bundust ágætum vináttu böndum.
Vilhelm sá til þess að Alþýðublaðið var
sent til Alberts á Vífilsstaði og eins fékk hann
ýmsa bæklinga um jafnaðarstefnuna, úrræði
hennar og verkefni. Og Albert fann bráðlega
að hann átti heima í Alþýðuflokknum. Þar
vildi hann búa í samfélagi við jafnaðarstefn-
una.
Albert Magnússon var ekki mikið fyrir það
að sitja auðum höndum. Hann var eljumaður,
sem helst lét aldrei verk úr hendi falla. „Það er
ekki eftir, sem búið er”, sagði hann oftsinnis,
þegar vinum hans og vandamönnum þótti
nóg um vinnusemi hans og iðni.
Það leið því ekki á löngu, þar til Albert var
kominn á bólakaf í vinnu fyrir hugsjónum
jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokkinn. Hann
gekk í Félag ungra jafnaðarmanna í
Hafnarfirði, var bráðlega kosinn þar í stjóm
og falin forusta í ýmsum málum. Hann var
formaður félagsins um skeið. Og hann var
heiðursfélagi í Félagi ungra jafnaðarmanna í
Hafnarfirði.
Þá átti hann sæti í stjóm Sambands ungra
jafnaðarmanna í fjögur ár, 1952 - 1956.
Albert átti sæti í flokkstjóm Alþýðuflokksins,
sat fjöldamörg flokksþing, var fulltrúi
Alþýðuflokksins í nefndum og ráðum og lét
hvergi hlut sinn eftir liggja. Störf sín fyrir
flokkinn vann hann ætíð með einlægni og af
trúmennsku, missti aldrei sjónar af kjama
jafnaðarstefnunnar bar merki hennar hátt og
sló hvergi af. Það var ekki út í bláinn, að hann
fékk viðumefnið krati í umhverfi sínu, hvar
sem hann fór.
Það er komið að skilnaðarstundu. Jafnaðar-
menn um land allt kveðja Albert Magnússon
með vináttu og þökk. Þeir sakna góðs vinar
og félaga og hlýja sér við eld hugsjóna og
góðra minninga. Þeir finna, að minningin um
Albert Magnússon leggur þeim skyldur á
herðar, þær skyldur að rækta réttlætið, að rífa
ranglætið upp með rótum og ástunda
jafnaðarmennsku af trúmennsku og
heiðarleika.
Við hafnfirskir kratar. vinir Alberts og
samherjar, sendum konu Alberts, sonum hans
og tengdadóttur innilegar samúðarkveðjur.
Guð ræður skapadægrum en minningin
um góðan dreng lifir og lýsir. Guð styrki alla
vini og vandamenn Alberts Magnússonar í
sorg sinni.
Hörður Zóphaníasson
R A D A U G I L Ý S I S N G A R
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISIN5
Útboð 93003
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í aö byggja aö-
véitustöövarhús á Neskaupstað.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu umdæmisskrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins, Þverklettum 2, Egilsstöðum og
Laugavegi 118, Reykjavík, frá og meö þriöjudeginum 20.
apríl 1993, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins,
Egilsstööum fyrir kl. 14.00 miövikudaginn 5. maí 1993 og
veröa þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess
óska.
Tilboöin séu í lokuðu umslagi merktu: RARIK-93003 Nes-
kaupstaöur - aöveitustöö.
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
Heilbrigðis- og menntamálaráöuneytið
Laust lyfsöluleyfi,
sem forseti íslands veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi Akureyrar Apóteks. Dánar-
bú fráfarandi lyfsala óskar eftir því aö viötakandi lyfsali kaupi
húseign þá er lyfjabúöin er í, sbr. 11. gr. laga nr. 76/1982,
um lyfjadreifingu.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og meö 1. ágúst
1993.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði-
menntun og lyfjafræöistörf sendist ráöuneytinu fyrir 10. maí
nk.
Heilbrigðis- og menntamálaráðuneytið,
4. apríl 1993.
EFNAHAGS- & ATVINNUMAL
JÓN SIGURÐSSON Á OPNUM FUNDI
Starfshópur Alþýöuflokksfélaganna í
Reykjavík um efnahags- og atvinnumál
heldur opinn fund næstkomandi
miðvikudag, 21. apríl.
Fundurinn veröur aö venju haldinn í
RÓSINNI við Ingólfsstræti og hefst
stundvíslega klukkan 17:15.
Áætlað er að fundinum Ijúki
klukkan 19:00.
Gestur fundarins verður Jón Sigurðsson
iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
ALLIR VELKOMNIR
- KAFFIVEITINGAR
Varnarliðið:
Tölvunarfræðingur/
Kerfisfræðingur
Stofnun verklegra framkvæmda Varnarliösins á Keflavík-
urflugvelli, óskar aö ráöa tölvunar- og kerfisfræðing til
starfa.
Starfiö felst í viöbótaruppsetningu tölvubúnaöar, gera til-
lögur um breytingar ásamt því aö annast daglegan rekst-
ur þeirra tölvukerfa er undir starfið heyra. Um er aö ræöa
Novell-nettengd kerfi. Einnig aö annast kennslu og þjón-
ustu viö starfsfólk eftir því sem viö á. Forritun og greining
er einnig hluti starfsins.
Kröfur:
Umsækjandi sé tölvunar- eöa kerfisfræöingur meö sem
víðtækasta reynslu á sviöi vél- og hugbúnaðar.
Þarf aö geta unnið sjálfstætt og aö eiga gott meö sam-
skipti viö annað fólk.
Góörar enskukunnáttu er krafist, bæöi á talað mál og
skrifaö.
Umsóknir skulu berast til ráöningardeildar varnarmála-
skrifstofu, Brekkustíg 39, Njarövík, sími: 92-11973, ekki
síöar en 29. apríl nk.
Umsóknareyðublöð fást á sama stað.
SÍÐASTI VETRARDAGUR
KVEÐJUM VETUR OG FÖGNUM SUMRI SAMAN!
OPIÐ HÚS í RÓSINNI
MIÐVIKUDAGINN 21. APRÍL
KLUKKAN 21-02
LÉTTAR VEITINGAR
ALLIR VELKOMNIR
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR
HÁDEGISVERÐARFUNDUR
Kvenfélag Alþýöuflokksins í Hafnarfiröi heldur
hádegisverðarfund
í Hafnarborg þann 17. apríl nk. kl. 11.00 árdeg-
is.
Á fundinn kemur Steinunn Þorsteinsdóttir og
ræöir sögu Kvenfélagsins frá stofnun fram á
þennan dag.
Léttur hádegisveröur veröur á boðstólum, verö
kr. 900,-
Allir velkomnir - takiö meö ykkur gesti.
Stjórnin