Alþýðublaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. apríl 1993 3 MA Dœmisögur handa (fullorðnum) börnum eftir Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands 1. Er ekki í lagi að segja stutta dæmisögu að vestan, í tilefni l. maí - og leggja svolítið út af henni? Þetta var á 8. áratugnum. Karl faðir minn var loksins sestur í helgan stein á áttræðis- aldri, hvíldinni feginn. Eftir hálfa öld á hin- um pólitíska vfgvelli væru flestir löngu dauðir á hans aldri, - eins og þeir segja um Mótsart - en ekki hann. Hann var enn í fullu fjöri, andlega og líkamlega. Þá bar ógæfu að höndum. Skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði fórst í bílslysi. Forstöðumenn skólans voru í öngum sínum. Loks brugðu þeir á það ráð að leita til síns gamla skólastjóra og biðja hann að snúa aft- ur; taka aftur við skólastjóm í sínum gamla skóla, það sem eftir lifði vetrar. Það varð úr. Sá gamli tók við eftir áramótin. Um hátíð- amar hafði það dregið til tíðinda að skíðasei nemenda og sumarathvarf kennara, Birki- hlíð, hafði verið brotið og bramlað. Rúður hreinsaðar út, eins og eftir vélbyssuskothríð og annað eftir því. Lögreglan kvað upp þann úrskurð að hér hefðu drukknir menn verið á ferð. Lengra náðu rannsóknir hennar ekki. Gamli skólastjórinn greip til sinna ráða. Honum varð tíðförult um ganga og kennslu- stofur; sást víða taka nemendur tali. Hann var að kynna sér hagi nemenda og aðstæður. Smám saman komst hann á snoðir um, hverjir væm valdir að ódæðinu. Það voru nemendur í efsta bekk. Uppivöðslusamir peyjar, sem héldu að þeir væm herjans karl- ar. Gamli skólastjórinn taldi sig ekki þurfa að leita til lögreglu. A réttum tíma boðaði hann til fundar með óknyttastrákum og for- eldrunt þeirra. Þar kom tali þeirra að spell- virkjamir tóku að sér að koma skálanum í samt lag og foreldrar samþykktu að borga reikninginn vegna efnis og aðfanga. Gamla manninum var það ofarlega í huga að skálinn hafði verið reistur í sjálfboða- vinnu kennara og nemenda á kreppuámn- um. Þeir höfðu borið efniviðinn á sjálfum sér, sementspoka og burðarbjálka, þótt um vegleysur væri að fara og reist skálann sam- eiginlega - í sjálfboðavinnu og kauplaust. Þetta var nú á kreppuárum. Menn gerðu ekki miklar kröfur. Með þetta í huga hefur gamli maðurinn sjálfsagt talið auðsótt að fá kennarana til að skipta með sér verkum við að verkstýra spellvirkjunum, meðan skálanum yrði kom-, ið í samt lag. En hann átti eftir að komast að því fullkeyptu. Kennarar voru að vísu reiðu- búnir að taka verkið að sér en í reikning upp á nætur- og helgidagavinnu. Það gekk hvorki né rak í samningum. Samningsaðilar töluðu greinilega ekki sama tungumálið. Sá gamli talaði um þegn- skap og sjálfboðavinnu. Kennaramir töluðu tungu kjarabaráttunnar um launaflokka, um- samda vinnuskyldu og framfærslukostnað í velferðarþjóðfélaginu. Að lokum slitnaði upp úr samningaviðræðum og verkið var boðið út lægstbjóðanda meðal iðnaðar- manna. Eg get ekki neitað því að þegar ég heyrði af þessum viðskiptum gamla verkalýðsleið- togans, í hlutverki skólastjórans, og kennar- anna í nafni stéttarfélagsins - hafði ég lúmskt gaman af. Næst þegar ég hitti gamla manninn að máli spurði ég ísmeygilega, hvemig honum gengi að koma vitinu fyrir kaupkröfuliðið? Það rumdi eitthvað í hon- um. Eg vitnaði í Biblíuna og sagði: Verður er verkamaðurinn launanna. Hann gaf lítið fyrir mínar Biblíuskýringar. Seinna stríddi ég honum varlega með þessari sögu. Sagði sem svo að íþessari litlu dæmisögu hefði hann horfst í augu við af- leiðingar eigin gerða, kaupkröfu undir verk- fallshótun í hálfa öld. „Það var lífsbaráttan þá“, sagði hann fastmæltur með þungri áherslu á þátíðina í var. Ég fann að honum mislíkaði dæmisagan og felldi því talið. En ég hef stundunr sagt hana síðan og spurt: Hvað hafði breyst? Mannlegt eðli? Aðstæð- umar? Hugsunarhátturinn? Eða er það ekki svo að tímamir breytast og mennimir með. En þegar mennimir breytast ekki með er það kallað tímaskekkja. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðhrrra. 2. Er nokkuð fleira að segja um þessa dæmi- sögu? Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett. En setjum hana í samhengi við aðra dæmisögu, ekki óskylda. Maður heitir Kjell-Olov Feldt. Hann lenti í þeirri ógæfu að vera fjármálaráðherra sænskra sósíal- demókrata í nokkmm ríkisstjómum á ámn- um 1982 - 1990. Hann hefur skrifað píslar- ,óTOrrizflr>i? 1 sögu sína á bók sem ég las um jólin. Feldt var það sem við köllum eðalkrati. Hann var alinn upp í hreyfingunni. Verka- lýðshreyfingin og flokkurinn vom eitt. Sam- eiginlega vom þau hin mikla umbótahreyf- ing, sem hafði skapað sænska velferðarríkið og allur heimurinn öfundaði. Því virtist eng- in takmörk sett, sem hreyfingin gat gert fyr- ir sitt fólk. Kaupið hækkaði, vinnutíminn styttist, fæðingarorlofið lengdist og náði til beggja kynja, veikindadögunum fjölgaði, bamabætumar hækkuðu. dagvistarheimil- unum fjölgaði; þeim fjölgaði sífellt sem vom í skólum eða á dvalarheimilum, þeim sem unnu fækkaði. Þetta gekk fínt þangað til aumingja Feldt varð fjármálaráðherra Hann átti sumsé að skaffa peningana til þess að unnt væri að lengja orloftð og hækka bætumar. En hvar átti hann að taka peningana? Milli 60-70% af þjóðarframleiðslu Svía var þegar komið í fjárhirslur ríkis og sveitarfélaga. Launa- kostnaður "sænskra fyrirtækja var orðinn miklu hærri en keppinautanna. Sænskar gæðavömr - stolt þjóðarinnar - seldust orðið treglega í útlöndum. Þær þóttu of dýrar. Svfþjóð var ríkt land. Þar hafði verið sam- felldur friður á aðra öld og auðæfin hlóðust upp. En fjámiagnið var byrjað að flýja. Arð- semi fjárfestinga varð meiri víðast hvar ann- ars staðar. Sænska fjármagnið leitaði inn í Evrópubandalagið, Spán og Portúgal og síð- an æ lengra, til Singapore og Tævan. Af hverju? Launin voru lægri, framleiðnin meiri, arðsemin hærri. En var ekki hægt að taka í lurginn á Wal- lenberg og stöðva þennan fjárflótta? Ef það hefði nú bara verið Wallenberg! Stærsti fjár- magnseigandinn í Svíaríki er nefnilega ekki Wallenberg heldur verkalýðshreyfmgin. Fjármagnið sem var að flýja land var nefni- lega aðallega í lífeyris- og launþegasjóðum verkalýðshreyfingarinnar. Spamaður Sven- sons var flúinn til Singapore. Ein ástæðan var sú, að þrátt fyrir risavax- in útgjöld til heilbrigðismála í Svíþjóð var fjórði hver Svíi í rúrninu hvem virkan dag, en átti þá rétt á að fá launatékkann sendan heim, eigi síðar en eftir hádegi. Var Svenson svona heilsutæpur þrátt fyrir alla heilsu- vemdina? Nei, hann var að nýta veikinda- dagana sína. Fjarvistir frá vinnu: 25% í Sví- þjóð, 0,5% í Singapore. Aumingja Feldt. Hann fór að reyna að semja við hreyfinguna um að stilla kröfum í hóf. Mætti stytta orlofið og lækka eitthvað bætumar? Þeir héldu nú ekki í verkó. Þeir sögðu að þetta væru áunnin mannréttindi fólksins. Já en ég verð að lækka skattana til þess að fólk fáist til þess að vinna rneira, sagði Feldt. Og ég verð að lækka launa- kostnaðinn til þess að Vqívo verði sam- keppnisfær, sagði Feldt. Og spilaði út trompinu sínu: Ella fjárfesta lífeyrissjóðir verkalýðshreyfingarinnar í Singapore, þar sem launakostnaðurinn er miklu lægri en í Svíþjóð. Þeir önsuðu honum ekki. Þeir hugsuðu sem svo: Þetta hefur gengið ágætlega hing- að til og hlýtur að ganga vel áfram. Feldt varð að fella gengið, en það varð bara frest- ur á illu bestur, kvalastillandi um hríð. Fjár- flóttinn hélt áfram. Fjárfestingin heima í Svíþjóð minnkaði. Störfum fór að fækka. Atvinnuleysið hélt innreið sína. Tíundi hver Svíi er orðinn atvinnulaus. Fimmti hver Finni. Annar hver Færeyingur. Þegar Feldt flutti 1. maí ræðuna sína fyrir sex ámm og sagðist sjá fyrir að svona færi, ef ekki yrði farið að ráðum hans í tæka tíð, þá var hann hrópaður niður. Hann var kallaður „verka- lýðsijandsamlegur". Opinber nefnd komst að þeirri niðurstöðu um daginn, eftir tveggja ára rannsóknir, að ef farið hefði verið að ráðum Feldts 1982- 1985 væri ekkert atvinnuleysi í Svíþjóð í dag. Hvað em þær margar dæmisögumar um að það er of seint að iðrast eflir dauðann eða byrgja bmnninn, eftir að bamið er dott- ið ofaní? En læra menn nokkum tíma nema af eigin reynslu? Tvær dæmisögur - önnur að vestan, hin af velferðarríkinu Svíþjóð. Mórallinn er ekki að Jón Baldvinsson og Per Albin hafi haft rangt fyrir sér. Nei, kjarabaráttan var lífsbar- áttan þá. Að Einar og Brynjólfur höfðu rangt fyrir sér með byltingarboðskap og Sovíettrúboði - það þarf ekki einu sinni að ræða. Utför kommúnismans hefur þegar far- ið fram. En hvað með Jón Baldvin, Sighvat, Karl Steinar - og Feldt ? Getur það verið að þeir hafi líka rétt fyrir sér? Tímamir breytast og nrennimir með. Menn em böm síns tíma, en þeir sem ekki breytast í takt við tímann, breytast í tíma- skekkju, nátttröll. Óskilagóss frá liðinni tíð. Eigurn við að hugsa um þetta 1. maf? Að kröfur dagsins séu ekki á hendur öðrum, heldur sé hugsunin sú að gera meiri kröfur til sjálfs sín en til annarra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.