Alþýðublaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. apríl 1993
11
Starfsmenn leggjast gegn einkavœðingu Pósts og síma
„Gróðahyggja mun
taka völdin"
-segir meðal annars í ályktunfélagsráðs Póstmannafélags Islands
Hörð gagnrýni kom fram á félagsráðs-
fundi Póstmannafélags íslands í vikunni
á framkomnum drögum að frumvarpi til
laga um stofnun hlutafélags um rekstur
Pósts & síma. Treystir félagsráðið sér
ekki til að styðja framkomnar hugmynd-
ir um einkavæðingu fyrirtækisins eins og
þær hafa verið kynntar og drög að frum-
varpi til laga um stofnun hlutafélags
segja til um. Starfsmenn eru ekki aðeins
uggandi um eiginn hag í nýju hlutafélagi
í eigu gróðahyggjumanna, heldur og um
hag viðskiptavina fyrirtækisins, enda
telja þeir að gjöld mundu hækka með til-
komu hlutafélagsins.
„Frumvarpsdrög þau, sem samgönguráð-
herra hefur kynnt, eru meingölluð og kalla á
mjög margar athugasemdir hvað varðar
málefni og atvinnuöryggi starfsfólks,
stjómun fyrirtækisins og framtíð þess.“,
segir í ályktun félagsráðsfundarins.
Ýmis atriði eru tíunduð þessu til rök-
stuðnings. Lítum á nokkur þeirra.
Því er alfarið hafnað að ráðherra einn
skipi fimm manna stjóm fyrirtækisins og að
starfsfólk komi þar hvergi nærri, og að
stjómendur verði allir sóttir til atvinnulífs-
ins.
Varað er við því að hlutabréf fyrirtækis-
ins verði seld á hlutabréfamarkaði, þannig
geti Póstur & sími lent í höndum erlendra
aðila.
Bent er á að áunnum réttindum er ekki
hægt að svipta af starfsmönnum með einu
pennastriki og vísa starfsmenn í því efni til
laga þar um.
Hugmyndir um skerðingu verkfallsréttar
einstakra félagsmanna er hafnað alfarið og
bendir ráðið á að um slíkt hafi verið samið í
góðu samkomulagi hingað til.
í fimmta lagi segir í ályktuninni að ráðið
óttast að í kjölfar breytinganna versni þjón-
usta við landsbyggðina og verði jafnframt
dýrari og bendir á að hætta sé á að gróða-
hyggja muni taka völdin.
Loks er bent á að í frumvarpsdrögunum
er hvergi að ftnna nein ákvæði varðandi
launamál starfsmanna, né hvemig með þau
'skuli farið.
„Afstaða Félagsráðs Póstmannafélags ís-
lands varðandi fmmvarp um breytingu á
réttarstöðu Pósts og síma þýðir þó ekki að
ráðið hafni nauðsyn þess að breytingar
verði gerðar á rekstri fyrirtækisins þannig
að því verði gert auðveldara með ákvarð-
anatökur og hæfara til að mæta væntanlegri
samkeppni. Félagsráð telur að auka megi
sjálfstæði iyrirtækisins og efla án þess að
breyta því í hlutafélag", segir í ályktun fé-
lagsráðs Póstmannafélagsins.
til fermingar-
barnanna
Bankamir berjast um viðskiptin, sama
hvort þar á í hlut stórfyrirtæki eða bam sem
á sparibauk. Það vakti athygli að allir bank-
amir þrír biðluðu til fermingarbama um há-
tíðamar. Send vom gjafakort og bréf þar
sem óskað var eftir viðskiptum.
Þannig var boðið upp á 1.500 króna inni-
stæðu hjá Búnaðarbanka ef viðkomandi
fermingarbam stofnaði Stjömubók hjá
bankanum. Islandsbanki bauð bömunum að
koma með gjafakort sem send vom og
þiggja 1.000 króna innlegg á Sparileið 2 eða
íþróttatösku. Landsbankinn var með svipað
tilboð.
Fermingarböm í dag em sögð frábitin
auðhyggju vegna þessa áfanga í líft þeirra.
Engu að síður heyrist að fermingarböm árs-
ins hafi fengið tugi þúsunda króna í pening-
um í fermingargjaftr, auk ýmissa verðmætra
hluta. Það er því eftir nokkur að slægjast fyr-
ir bankana að fá þessi ungmenni í viðskipti.
Fermingarbörn fengu sætar kveöjur frá bönk-
um landsins.
R íkisútvarpið-Sjónvarp
Vopnahlé
yfirmcmnci
✓
„Ahorfendum til fróðleiks og yndisauka “
„Undirritaðir aðilar hafa sammælst um
að leggja til hliðar fyrri deilur og vinna
saman af fullum heilindum að framgagni
Ríkisútvarpsins-Sjónvarps. Fyrri skrif
og deilur munu látnar liggja í þagnar-
gildi. Hvor aðili um sig mun virða starfs-
svið hins“, segir í sameiginlegri yftrlýs-
ingu Heimis Steinssonar útvarpsstjóra og
Hrafns Gunnlaugssonar framkvæmda-
stjóra sjónvarps.
Þá segir: „Þetta samkomulag er gert til
eflingar fslensku sjónvarpi og til þess að
stuðla að góðum starfsanda meðal starfs-
manna Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, þann-
ig að notið fái sín við uppbyggingu góðr-
ar dagskrár, áhorfendum til fróðleiks og
yndisauka.
Við væntum þess, að þessi yfirlýsing
okkar geti orðið öðrum aðilum, hvort
sem þeir standa innan eða utan vébanda
stofnunarinnar, hvatning til þess að láta
frið ríkja um starfsemi Rfkisútvarpsins"
Æfingar á flotbryggjunni
Ekki vitum við gjörla hvað hann var að bardúsa þessi úti á flotbryggjunni, en áreiöanlega hefur það verið eitthvaö merkilegra en morgunleikfimi
með hundrað armréttum, fettum og brettum. Lífíð við höfnina er alltaf spennandi enda er þar fólk á þönum og atvinnulífið heillandi. A-mynd E.ÓI.
S T U T T F R í: T T I R
Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, afhendir Vilhjálmi Knudsen, veglegan bikar, Fjöl-
miðlabikarinn, sem hann fékk fyrir nýjasta tiilegg sitt til ferðamála, myndina ísland Villa
Knudsen.
Villi er kóngurinn
Tvímælalaust hafa allir sem til þekkja fagnað því að Vilhjálmur Knudsen hlaut
Fjölmiðlabikarinn svokallaða í ár. Vilhjálmur hefur með kvikmyndavélum sínum gert
mikið gagn fyrir íslensk ferðamál. Að þessu hefur hann unnið frá því að hann hóf að
starfa með föður sínum, Osvaldi Knudsen, 13 ára gamall.
Lausn á myndgátu
Einhverjir lesendur hafa beðið okkur að birta að nýju, þótt seint sé, lausn á mynd-
gátu blaðsins frá því um jól. Við vorum að vísu búnir að birta hana í janúar, en hér
kemur hún að nýju: „Margvíslegur vandi steðjar nú að þjóðinni. f kjölfar minni fisk-
afla gætir vaxandi atvinnuleysis. Allir verða að leggjast á eitt til að við réttum úr kútn-
um á næsta ári“. Þannig var nú það.
Varað við „gylliboðum“
Trésmiðafélag Reykjavíkur varar við „gylliboðum" sem boðin eru í dag. Öil hafi
slík boð að meginmarkmiði að skerða umsamin réttindi og kjör. í blaði félagsins seg-
ir að á síðasta ári haft orðið aukning á vinnumagni ffá árinu 1991 þrátt fyrir umtals-
verðan samdrátt í byggingariðnaði. Astæðan geti verið sú að dregið hefur úr yfirborg-
unum og leiti menn frekar í mælinguna til að verjast kjaraskerðingu. Verið sé að bjóða
mönnum margs konar kjör og heimagerð launakerfi.
Ekki beint jafnrétti!
Eins og kunnugt er, er lögum samkvæmt bannað að kyngreina fólk í starfsauglýs-
ingum. Þar skal ríkja fullkomið jafnrétti kynjanna. Kvennalistinn fer þó ekkert eftir
þessum lögum og auglýsir í síðasta blaði sínu eftir ritstýru til að stjóma málgagni
sínu. Hvað segir Jafnréttisnefnd?
Nýr forstjóri Norræna hússins
Ekki er annað að sjá en að næsti forstjóri Norræna hússins í Reykjavík, verði Dan-
inn Torben Rasmussen, forstöðumaður Vestbirk lýðháskólans á Jótlandi. Stjóm
Norræna hússins valdi hann úr hópi 84 umsækjenda. Eftir er að fá endanlegt sam-
þykki fyrir ráðningunni frá Norrænu ráðherranefndinni, en það er ljóst að það sam-
þykki fæst. Núverandi forstjóri er Lars-Ake Engblom og lætur hann af störfum
um næstu áramót og gerist kennari í fjölmiðlafræðum í Jönkjöbing. Norræna
húsið er 25 ára á þessu ári. Þangað koma árlega um 150 þúsund gestir.
Sigurður, Herdís og Örn með fangið fullt af blómum eftir fimmtugustu sýninguna á Dýr-
unum í Hálsaskógi þegar þau hlutu viðurkenningar úr Egner-sjóði.
Fengu viðurkenningu úr Egner-sjóði
I lok 50. sýningar Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi á sunnudaginn, var út-
hlutað styrkjum úr svonefndum Egnersjóði, sem stofnaður var 1975 fyrir gjöf Tor-
björns Egners, leikritaskáldsins góða. Viðurkenningu hlutu þau Herdís Þorvalds-
dóttir, Öm Amason og Sigurður Sigurjónsson.
Pelíkaninn eftir Strindberg
Á 1. maí fmmsýnir Nemendaleikhúsið leikritið Pelíkanann eftir August Strind-
berg. Leikritið fjallar í grófum dráttum um samband móður, sonar, dóttur og tengda-
sonar fjölskyldunnar. Nafn verksins er táknrænt, þjóðsagan segir að þegar Pelíkaninn
á ekki mat handa ungum sínum, höggvi hann í bijóst sér allt til hjartans svo ungamir
megi nærast á hjartablóði hans. En eins og ein persóna leiksins segir: „.. .böm em ekki
þakklát að eðlisfari..“ og „tengdamæður sjaldnast vel séðar“. Ekki síst á það við ef
tengdamútta er gmnuð um að standa í ástasambandi við tengdasoninn! Ekta drama á
fjölunum þama.