Alþýðublaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 30. apríl 1993 Félagslega íbúðakerfiS er sömuleiðis gagnrýnt. Hefur ráðherrann seilst of langt í því efni að byggja félagslegar íbúðir? Hvað er framundan í byggingum sam- kvœmt því ketfi? Hér á landi hefur stefnan í húsnæðis- málum verið lengst af sú að fólk hefur ekki haft neina aðra kosti en að reyna að eignast húsnæði, hvort sem það hefur haft til þess fjárhagslega getu eða ekki. A hinum Norðurlöndunum hefur fólk haft miklu meira val um búsetuform. Hlutfall félagslegra íbúða þar er á bilinu 25-30% meðan það er innan við 10% hér á landi. Eg hef kostað kapps um það sem félagsmálaráðherra að byggja upp félagslega íbúðakerfið vegna þess að ég tel að það sé ein besta leiðin til þess að létta framfærslubyrði láglaunafólks. Fjöldi félagslegra íbúða hefur nálægt tvö- faldast á síðastliðnum 6 árum. Á þessu tímabili hefur verið veitt fjármagn til um 3700 félagslegra íbúða. Þörfin á félagslegu húsnæði er gífurleg ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu, en um 8-10 eru þar um hverja einustu félagslega íbúð. Fái láglaunafólk ekki félagslega ibúð og getur ekki keypt sér íbúð á almennum markaði hefur láglaunafólk hreinlega verið ofurselt leigumarkaðnum þar sem að fólki hefur verið gert að greiða kannske allt að 3/4 af sínum launum í vasa leigu- sala. Þessari þróun vil ég snúa við. Þess vegna hef ég lagt áherslu á uppbyggingu félagslega ibúðakerfisins. Hitt er svo annað mál að sveitarfélögin sem eru framkvæmdaaðilar að félagslegum íbúð- um hafa mörg hver iangt í frá stuðlað að því sem skyldi að koma upp félagslegum ibúðum á sem hagstæðastan hátt fyrir láglaunafólk. Þá á ég við að félagslega íbúðakerfið hefur í of miklum mæli verið notað til uppbyggingar á nýjum íbúðum þó að hægt sé að fá margfalt ódýrari notaðar íbúðir. Með öðrum orðum það hefur of mikið verið horft á félagslega kerfið sem tæki til að skapa atvinnu frem- ur en að koma upp íbúðum sem eru láglaunafólki sem ódýrastar. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á -félagslegum íbúðum enda liggur fyrir stefnumörkun ríkisstjómarinnar um að félagslegum íbúðum fjölgi að meðaltali um 500 á ári á kjörtímabilinu. Nú eru kjarasamningar í uppnámi á þessum hátíðisdegi verkafólks. Hvað sérðu framundan í því máli? Já, það er alveg ljóst að það ber nokkurn skugga á þennan hátíðisdag verkafólks þar sem kjarasamningar hafa ekki náðst sem stuðlað geti hér að bættum kjörum fólks og áframhaldandi stöðug- leika og sem að spomað geta gegn at- vinnuleysinu. Ég tel að ríkisstjómin hafi lagt sitt af mörkum til þess að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins og raunar gengið þar mjög langt. Ég tel að hefðu kjarasamningar náðst að þá hefði það skapað ákveðna festu í þjóðfélaginu sem hefði getað gefið vonir um að koma hjóli atvinnulífsins af meira krafti af stað á nýjan leik. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir hefur þvf valdið vonbrigðum. Ég tel líka að hægt hefði verið að fara skynsamlegri leiðir sem skilað hefði meiri jöfnunaraðgerðum til láglaunafólks en þær aðgerðir sem verkalýðshreyfingin lagði áherslu á. Þær aðgerðir kosta ríkissjóð marga milljarða. Ég tel að fyrir sama fjármagn hefði verið hægt að velja aðgerðir til meiri hagsbóta fyrir láglauna- fólk. Leið eins og hækkun skattfrelsis- marka, auknar bamabætur og húsaleigu- bætur fyrir þá sem eru ofurseldir leigu- markaðnum hefðu skilað sér betur fyrir láglaunafólk en þær aðgerðir sem verka- lýðshreyfingin lagði til. Einhver lokaorð til launafólks á þessum baráttudegi /. maí? Vissulega er þessi hátíðardagur verka- fólks haldinn í skugga atvinnuleysis og þrenginga í þjóðfélaginu, eins og reyndar er víðast hvar. Þrátt fyrir það tel ég ekki að við þurfum að fyllast bölmóð og svartsýni. Það sem máli skiptir nú er samstaða þjóðarinnar allrar til að vinna sig út úr vandanum og að við höfum trú á að okkur takist það. Lífiö og tilveran i Reykjavik - Myndir: E.OI. - Texti: STH 1. MAÍ OG FÓLKIÐ í BORGINNI EG ER MJOG BJARTSYN VANTAR DRIFKRAFTINN NAFN: Ásdís Einarsdóttir ALDUR: Leyndarmál... STARF: Annar eiganda Grandakaffis LAUN: Sæmileg VERKALÝÐSFÉLAG: Atvinnurekandi HEIMILISAÐSTÆÐUR: Fjölskyldu- manneskja Þessi brosmilda kona var að afgreiða ásamt manni sínum á stað þeirra Granda- kaffi, þegar okkur bar að garði. Vildum við ekki frekar tala við manninn sinn? Nei! „Allt í lagi. Ég verð sennilega að vinna héma á 1. maí. Nei, ég er frekar lítið fyrir skrúðgöngur og fer því ekki, maður er nátt- úrulega að vinna." Þegar við spurðum Ás- dísi um hvemig henni litist á ástandið í þjóðfélaginu sagði hún að sér litist ekkert á það og væri hálfhrædd um að það ætti eftir að versna. „Við finnum fyrir samdrættinum hér í Grandakaffi en þetta er þó að glæðast með vorinu. Fólk er að vísu óskaplega svartsýnt, jafnvel fólk með atvinnu. Annars er ég persónulega mjög bjartsýn og sé fram á gott sumar. Þið sjáið að við emm meira að segja farin að byggja sólpall hér fyrir utan.“ Maður hennar hljóp á eftir okkur út og bauð okkur í heimsókn seinna til að skoða só'l- pallinn og sýningu sem hann ætlaði að setja upp um sögu Grandans. Ef til vill byði hann okkur í kaffi... ANÆGÐ MEÐ LIFIÐ NAFN: Halldór Auðarson ALDUR: Hemaðarleyndarmál STARF: Framkvæmdastjóri Oháðrar Listahátíðar í Reykjavík LAUN: Misjafnt eftir störfum HEIMILISAÐSTÆÐUR: Einhleypur, á 3 böm Við hittum Halldór á einhverju spani í Austurstrætinu og spurðum hann fyrst hvað hann ætlaði að gera á 1. maí. „Ég fer ekki í neina kröfugöngu, auk þess er ég að vinna þennan dag sem framkvæmdastjóri Óháðrar listahátíðar íReykjavík. Annars er ég alltaf í mínum eigin göngum“, sagði hann brosleit- ur. „Hvað finnst mér um þjóðfélagsástand- ið? Púff, það er frekar slappt. Fólk þarf að vera miklu meira drífandi, sjálft. Það þýðir ekkert að bíða eftir að einhverjir pólitíkusar taki jákvæðar ákvarðanir fyrir mann. Fólk verður að gera það sjálft. Ástandið fer fyrst að skána þegar fólk verður svolítið jákvæð- ara.“ Við spurðum Dóra að lokum hvemig sumarið yrði. „Það verður MJÖG gott.“ Og svo var liann rokinn í eina gönguna enn. Heyrðu er þetta ekki þessi Dóri á Café Sól- on Islandus? Nei, hann var það, en hann hætti á Sólon. Nú er hann bara Dóri. Dóri sem er „alltaf í eigin göngum“. Hvemig hljómar Göngu-Dóri... ÞAÐ HEYRIST EKKERT í ÞEIM NAFN: Dóra Gunnlaugsdóttir ALDUR: 27 ára STARF: Fiskvinnslukona LAUN: 50Jiúsund VERKALYÐSFÉLAG: Dagsbrún HEIMILISAÐSTÆÐUR: Einstæð með tvö böm Við hittum Dóm á hlaupum niðri við Grandakaffi. Hún var dálítið feimin fyrst en það rann af henni þegar við sögðum að við værum frá Alþýðublaðinu. „Jaaháá!“ Spurðum fyrst hvað ætti að gera á 1. maí og hún svaraði því til að það væri ekkert ákveð- ið. Þegar við spurðum hana hvemig í ósköp- unum einstæð móðir færi að því að fram- fleyta þriggja manna fjölskyldu með svona lág laun sagði Dóra: „Ég bara veit það ekki, ég fæ svolitla hjálp, þetta bjargast allt sam- an. Ég er annars ánægð með lífið og tilver- una þrátt fyrir þessu lágu laun. Já, mér líst bara stórvel á sumarið." Aðpurð um kjara- baráttuna sagðist hún ekki vera nógu ánægð með verkalýðsforystuna en vildi þó ekki skipta um yfirstjóm Dagsbrúnar. Jákvæð var hún og við keyrðum aftur inn í miðbæ... NAFN: Perla Vilhjálmsdóttir ALDUR: 21 árs STARF: Framreiðslukona LAUN: Há, með mikilli vinnu VERKALÝÐSFÉLAG: Félag starfsfólks veitingahúsa HEIMILISAÐSTÆÐUR: Býr í foreldra- húsum „Ég fer aldrei í kröfugöngur á I. maí“, sagði Perla þegar við tókum hana tali á Hressó, vinnustað hennar. „Svo er ég líka að vinna þennan dag.“ Hvað ætlar hún að gera í sumar? „Ég verð að vinna hér í sumar og fram að næstu áramótum. Þá ætla ég að fara í skóla í Bandaríkjunum og læra næringar- fræði.“ Þá spurðum við: Eins og Jón Óttar? En Perla svaraði: „Ha, hver er það?“ Um kjarabaráttuna sagði hún: „Ég er í Félagi starfsfólks veitinga- og gistihúsa. Forystu- mennimir í félaginu hafa ekki staðið sig nógu vel. Það heyrist ekkert í þeim og þeir hafa ekki samið neitt sérstaklega vel. Mín vegna mætti skipta þar um forystu“, sagði Perla og bað okkur að lokum að „rétta kon- unni í ullarpeysunni kaffikönnu“... LÍST VEL Á SUMARIÐ NAFN: Magnea Ríkharðsdóttir ALDUR: 31 árs STARF: Bankastarfsmaður LAUN: Of lág VERKALÝÐSFÉLAG: Santband ís- lenskra bankamanna HEIMILISAÐSTÆÐUR: Einstæð með tvö böm Við hittum Magneu, sem úr Vestmanna- eyjum, niðri í miðbæ, þar sent hún var að koma af fundi hjá forystumönnum SÍB. Magnea er trúnaðarmaður á sínum vinnu- stað. Hvemig gengur baráttan hjá SÍB? „Illa, þetta gengur ekkert. Við verðum bara að halda okkur við göntlu samninganna. Hafa þá áfram svo við rriissum ekki af réttindum okkar. Annars var forystusveitin ekki mjög svartsýn." Fleira vildi hún ekki tjá sig um í sambandi við kjarabaráttuna. Magneu leist afar vel á sumarið og ef hún færi í sumarfrí þá kæmi hún lil borgarinnar. Annar okkar sagðist vera á leið til Eyja og hinn starði á hann forviða, hverskonar, en þau þekklust víst eitthvað. Auðvitað. Það er ekki að spyrja að þessum Ijósmyndurum, alla þekkja þeir...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.