Alþýðublaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. maí 1993 Þjónar KGB í nýju genn 5 Launmorðingj ar í vellystingum Illræmdir starfsmenn KGB halda forréttindum sínum þrátt fyrir hrun kommúnismans. Kvölurum fyrrum andófsmanna lyft í valdastóla. „ Við hlýddum bara skipunum. “ Árið 1983 var úkraínska Ijóðskáld- ið Irina Ratushinskaya dæmd í Kiev fyrir „and-sovéska ljóðagerð“ og fyr- ir að „afbaka sögu Sovétríkjanna.“ Dómarinn, sem kvað upp úrskurð- inn, heitir Zubiets. 1 dag býr Irina í Lundúnum. Hún er beisk í garð Zu- biets. „Hann braut sín eigin lög,“ seg- ir hún. „Hann svívirti niig gegnum öll réttarhöldin, neitaði mér uin rétt minn til að verja mig sjálf og kom í veg fyrir að ég gæti nýtt mér réttinn til að segja álit mitt í lok réttarhald- anna. Að ósk KGB dæmdi hann mig í 7 ára vinnuþrælkun, og fimm ára útlegð.“ Síðan Irina hlaut sinn dóm fyrir andóf gegn sovétinu hefur kommúnisminn hrunið og Úkraína er orðið að sjálfstæðu lýðveldi. En skyldi það þýða, að Zubiets hafi fengið ntakleg málagjöld l'yrir það kvalræði sem hann skóp ungri andófskonu fyrir það eitt að fylgja sannfæringu sinni? Nei, - síður en svo. En iðrast Zubiets? Ekki heldur. „Tímamir voru aðrir. Ég gerði bara skyldu mína,“ sagði Zubiets í nýlegu viðtali. Og það er tfmanna tákn, að fyrir skömmu var hann hækkaður í tign, og gerður að for- seta Hæstaréttarins í Kiev. Undarleg hlutverkaskipti I vinnubúðunum, Mordovíu 385, kynntist írina eistnesku andófskonunni Lagle Parek. Nú er Parek orðin innanríkisráðherra Eist- lands, og skyndilega komin með forræði fyrir fangelsiskerfmu. Þar með hafa orðið undarleg hlutverkaskipti; einn af grimmúð- legustu yftrmönnum vinnubúðanna er nú orðinn undirmaður Parek. En í staðinn fyrir að koma honum undir manna hendur hefur hún ákveðið að fyrirgefa, - og gleyma. Við það skapast hins vegar nýr vandi: gamli fangabúðastjórinn er yfir sig hræddur við Parek í dag, og óttast svo mjög að baka sér reiði hennar með of mikilli harðneskju í fangelsunum, að hann er nánast ófær um að halda uppi nauðsynlegum aga í refsistofn- unum Eista. Þetta speglar vel eina af þverstæðum hins nýja Rússlands. Kerfið er hrunið, kommún- istaflokkurinn fallinn, en samt - ólfkt því sem gerðist í Þýskalandi 1945 - er varð- hundunt hins horfna kerfis leyft að halda sínum gömlu valdastöðum. Gamlir KGB menn, sem áður sérhæfðu sig í að kúga og uppræta andófsmenn, hafa átt auðvelt með að smjúga inn í kerfið á nýjan leik, og ftnna sérþægilega valdastóla. Arið 1978 yfirheyrði Évgení Saushkin andófsmanninn og skáldið Alexander Gins- berg. Því lyktaði með því að skáldið hlaut átta ára fangelsisdóm, sem hann eyddi við mikið harðræði. „Hann var þekktur sem einn grimmasti rannsóknannaður KGB,“ segir Ginsberg. „Hann hótaði mér með dauðadómi. Þegar ég þurfti á læknishjálp að halda, kom hann í veg fyrir hana. Og f dag er Saushkin fulltrúi í borgarstjóm Moskvu." Snautleg andlitslyfting Annar alræmdur kvalari andófsmanna í Sovétinu gamla er Vladimir Cherkasov, sem nú er orðinn yfirmaður öryggislögregl- unnar í St. Pétursborg. „Þetta em ömurlegir menn,“ segir Ginsburg. „En þeir hafa byggt upp valdagrunn og hafa góð sambönd. Nýju leiðtogamir, sumir jafnvel yfirlýstir lýðræð- issinnar, telja sig ekki geta verið án jreirra. „ Þegar Irína Yakir, dóttir frægs andófs- Pavel Sudoplatov: Frægasti launmorðingi Sta- líns, og er enn stoltur af framlagi sínu til bylt- ingarinnar. Lifir í vell.vstingum. manns, var stödd í húsakynnum rússneska þingsins rakst hún af tilviljun á fyrrverandi KGB mann, sem hafði yfirheyrt hana með mikilli harðneskju meðan kommúnisminn sat í öndvegi. „Ég spurði hvort hann myndi eftir nrér,“ sagði Irína. „En hann mundi ekk- ert. Þó beitti hann mig ntikilli grimmd við yfirheyrslur, þrátt fyrir að ég væri þunguð. Ég spurði hvaða starfa hann hefði, og hann kvaðst vera einn af ráðgjöfum Rútskojs, varaforseta Rússlands.“ Rússland, og önnur fyrri lýðveldi innan Sovétríkjanna gömlu, hafa enn ekki horfst í augu við fortíðina. í orði kveðnu er henni af- neitað, jafnt tíinum Stalíns og Brésnefs, en sömu stofnanimar em enn við lýði, þó í öðm formi séu. Hið „nýja KGB“ stígur að sönnu létt til jarðar og beitir mildari meðulum en áður, en fólkið sem vinnur fyrir stofnunina er hið santa og áður. „Menn áttu auðvitað stöku feilspor, rétt er það, en á heildina litið gerðu menn einungis það sem skyldan bauð þeim, hlýddu lögun- um,“ segir Alexei Kondaurov, sem vinnur í almannatengsladeild nýja öryggisráðuneyt- isins. Orð hans em einkennandi fyrir hina nýju línu KGB. Fortíðin er réttlætt. Engum skal refsað. Og í staðinn fyrir að láta kúgar- ana svara til saka fá þeir að halda sínum gömlu störfum og forréttindum. Morðingi Trotskýs Það er einsog allir innan KGB hafi slopp- ið við að standa skil á fortíðinni, nema ef til vill stofnandinn sjálfur, Felix Djerzinskí, sem var vinur Leníns og einn af valdamestu bolsévíkum byltingartímans. Risastór stytta af Jám-Felix, einsog hann var nefndur, stóð áratugum saman fyrir utan hið illræmda Ljubjanka fangelsi. Skömntu eftir hrun kommúnismans var henni steypt af stalli, en innan fangelsismúranna tróna þeir enn á paldri, sem réðu ríkjum á ógnartíma KGB. Vamtenni frá tíð Stalíns lifa enn góðu lífi á ríkmannlegum eftirlaunum, án þess að vera dregnir til ábyrgðar fyrir ódæði sín. í þeim hópi ná nefna Dmitri Tokaryév, sem var yfirmaður hinnar illræmdu leyniþjónustu Rauða hersins í Kalínin, NKVD, og fór með stjóm þegar fimm þúsund pólskir hemienn vom myrtir í Katyn skógi árið 1940. Annar er Pjotr Soprunenkó, sem undirritaði morð- skipunina. Fyrir tveimur ámm sætti hann rannsókn saksóknara hersins fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Katyn skógi. Honum var sýnd tilskipunin um fjöldamorðin, sem bar hans eigin undirskrift. Hann gat enga skýr- ingu gefið á gjörðum sínum, en ekkert var gert af hálfu nýrra yftrvalda. í dag liftr hann enn kyrrlátu lífi í lúxusíbúð sinni í útjaðri Moskvu. Annar gamlingi úr leyniþjónust- unni, sem býr að álíka myrkri fortíð er Daní- Daníel Kópílíanský: Yfirhe.vrði sænska dipló- matinn Raul Wallenberg tvisvar áður en hann „hvarf“. Lifir í vellystingum. Pyotr Soprunenko: Undirskrifaði tilskipunina um fjöldamorðin í Katyn skógi. Lifir í vellyst- ingum. el Kópílíanský, 74 ára, sem samkvæmt skjölum sem fundust í Lefortovo fangels- inu, yfirheyrði sænska diplómatinn Raul Wallenberg tvisvar áður en hann var myrtur að því er talið var, árið 1946. Fyrir tveimur Vladímír Kalúgin: Fékk veiðiriffil fyrir fram- lag sitt til morðsins á búlgarska rithöfundin- um Georgý Markov. Lifir í vellystingum. ámm var ákveðið að rannsaka feril Kópíl- íanskýs, en rannsóknin var hægt og hljóð- lega rennt út í sandinn. Einn alræmdasti launmorðingi Stalíns var Pavel Sudoplatov. Hann ferðaðist margoft inn í lönd Evrópu til að myrða rússneska út- laga, sem vom óþægir ljáir í þúfunt sovét- kommúnismans. Hann var helsti skipu- leggjandinn að baki launmorðinu á Leon Trotský, í Mexíkó árið 1940. En hann er langan spöl frá því að sýna nokkur merki iðrunar. „Ég er stoltur af þeim verkunt sem ég vann í þágu byltingarinnar," sagði hann við blaðantann nýlega. I dag er hann 88 ára, og nýtur allra forréttinda hershöfðingja KGB á eftirlaunum. „Ég drap Markov“ En það eru ekki bara háaldraðir útsendar- ar KGB sem sleppa við verðskuldaða refs- ingu. Nýlegra dæmi er af Vladímír Kalugin, starfsmanni KGB. A sínum tíma stjómaði hann vel þekktum njósnumm á borð við Kim Philby og George Blake. Fyrir þremur ámm sagði hann skilið við KGB, og upp- lýsti um ýmis ódæði stofnunarinnar. Holl- usta hans við uppmnann speglast þó í því, að hann vill ekki gefa upp nöfft KGB manna, sem frömdu tiltekin illvirki. Kalugin hefur upplýst, að hann hafi átt þátt í að skipuleggja hið fræga launmorð á Dmitri Tokarýev: Stjórnaði liðinu við fjölda- morðin á pólskum hermönnum í Katvn skógi. Lifir í vellystingum. búlgarska rithöfundinunt Georgý Markov. En Markov var drepinn með því að regnhlíf, með eitruðum blásýruoddi, var stungið í fót hans þar sem hann var að ganga yfir Wat- erloo brúna á ánni Thames í Lundúnunt, á leið til vinnu sinnar hjá BBC. Kalugin greindi frá jrvf, að búlgarska leynilögreglan hafi gefið honum veiðirifftl að launum fyrir framlag hans við að skipuleggja morðið. Kalugin skýrir gjörðir sínar með því að hann hafi verið hollur jtjónn kerfisins, að hann hafi einungis hlýtt skipunum, og að það hefði jafngilt sjálfsmorði að óhlýðnast skipunum Júrí Andrópovs, þáverandi yftr- ntanns KGB og sfðar forseta Sovétríkjanna. Þessar afsakanir, sem Kalúgin og aðrir fyrr- um starfsmenn KGB nota sér til afbötunar, hljóma næstum því nákvæmlega einsog skýringamar, sem forsprakkar nasistanna gáfu á ódæðum sínum við réttarhöldin í Nú- mberg: Ég hlýddi bara skipunum! Þrátt fyrir að hafa með þessum hætti við- urkennt opinberlega þátt sinn í morði, sem átti sér stað í miðborg Lundúna, þá fær Ka- lúgin enn að ferðast til Englands, einsog ekkert hafi í skorist... (Byggt á The Times). Auglýsing írá Seðlabanka íslands Staða bankastjóra í Seðlabanka íslands er laus frá 1. júlí 1993. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Islands skipar ráðherra í stöðu bankastjóra að fengnum tillögum bankaráðs. Bankaráðið auglýsir hér með eftir umsóknum um fyrrgreinda stöðu til undirbúnings tillögugerðar. í umsókn skal ítarlega greint frá menntun og starfsferli umsækjanda. Umsóknir sendist Seðlabanka Islands, Ágústi Einarssyni, formanni bankaráðs, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, fyrir 15. júní 1993. Reykjavík, 17. maí 1993 Seðlabanki ísiands Bankaráð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.