Alþýðublaðið - 22.06.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 22.06.1993, Side 2
2 Þriðjudagur 22. júní 1993 /miwiímiiii HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Ofbeldið við Mývatn Þjóðin hefur fyllst hryllingi við að horfa á aðfarir bænda við Mý- vatn, sem af ótrúlegri ófyrirleitni hafa beitt sauðfé sínu á við- kvæmt gróðurlendi Mývatnsöræfa, þvert ofan í nýgert samkomu- lag við Landgræðslu ríkisins. Þessar aðfarir eru vægast sagt ógeðfelldar. Þjóðin er að vísu bú- in að gera sér grein fyrir því að uppblástur og eyðing lands stafar því miður að allt of miklu leyti af ógætilegri meðferð bænda á gróðurþekju afréttanna. En afréttimir eru ekki eign þeirra, heldur þjóðarinnar. Þeir hafa nákvæmlega ekkert leyfi til að fara eldi um svæði, sem eru hluti af arfleifð þjóðarinnar; og sem sérhverri kynslóð ber að skila í sem bestu ástandi til þeirra, sem á eftir koma. Mývatnsöræfín eru að vísu sérstök; þau eru fómarlömb óvenju skammsýnna og tillitslausra manna, sem ár eftir ár beita svæðið ofbeldi, og taka ekkert tillit til hinnar hraðvirku eyðingar sem af rányrkju þeirra hlýst. Svæðið, sem um ræðir, er svo illa farið að Landgræðslan hefur neyðst til að hafa það í sérstakri gjörgæslu. Því miður era átök hennar við bænduma, sem láta sig ásigkomu- lag svæðisins litlu varða, nánast orðinn árviss atburður. Það virð- ist engu tauti við þá komið, og það verður að segja það hreint út, að þeir em stétt sinni til vansæmdar. Landgræðslan hafði náð samkomulagi við bænduma um að fresta upprekstri sauðíjár á öræfin. Mörgum fannst samkomulag- ið að vísu ganga allt of skammt frá sjónarhóli gróðurvemdar. En það var gert, - og bændumir bmtu það um leið. Slíkir menn skeyta bersýnilega hvorki um skömm né heiður. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að vekja alvarlegar spumingar. I fyrsta lagi spyija menn: Hvar er landbúnaðarráðherra? Ætlar hann að láta þetta óátalið? Telur hann skyldur sínar vera meiri við ófyrirleitna bændur, sem bijóta samkomulag við hans eigin stofnun, heldur en þjóðina sjálfa? I öðm lagi hljóta menn að spyrja: Hvemig stendur á því að fjöl- miðlar virðast láta þetta að mestu fram hjá sér fara? Hvers vegna hafa þeir ekki snúið sér að landbúnaðarráðherra með ágengum spumingum um hans viðbrögð fyrir hönd þjóðarinnar? ✓ I þriðja lagi er spurt um afstöðu bændasamtakanna. Bændur eiga undir högg að sækja, og atburðir eins og þessi em síst til þess fallnir að auka samstöðu með bændastétt í kreppu. Afkomuhorf- ur bænda em satt að segja ekki góðar, - allra síst sauðíjárbænda. Telja menn, að nauðgun af þessu tagi á viðkvæmu landi sé til þess fallin að örva landsmenn til að fara að kaupa meira lambaket - eða hvað? Hver er afstaða bændasamtakanna til þessa herfilega verknaðar? Hún þarf að heyrast. S I íjórða lagi hljóta menn nú að spyrja um hvort það sé lengur rétt- lætanlegt, að þjóðin verji milljörðum til að styðja atvinnugrein, sem leyfir sér að ráðast með þessum hætti á landið? Er það sið- ferðilega réttlætanlegt að styrkja bændur, sem nota stuðninginn til að ráðast á viðkvæmt land? Langflestir íslendingar em algerlega andsnúnir því ofbeldi, sem viðkvæmur gróður Mývatnsöræfa er nú beittur af hálfu örfárra tillitslausra bænda. Ef landbúnaðarráðherra gnpur ekki í taumana verða landsmenn að gera það sjálfir. Þá hlýtur að koma til álita að neytendur sýni bændum hug sinn í verki með því að bindast sam- tökum um að hætta hreinlega að kaupa lambakjöt. Hvað gera bændur þá? Önnur sjónarmið. . . ENN KRAUMAR í ALÞÝÐUBANDALAGINU Alþýðubandalagsmenn eiga ekki sjö dagana sæla þrátt fyrir dágott gengi í skoðanakönnun- um. A miðstjórnarfundi um dag- inn blossuðu þannig upp miklar deilur um sjávarútvegsmál, og nú er Steingrímur J. Sigfússon vara- formaður svo gott sem búinn að lýsa því yfir að hann muni freista þess að fella Olaf Ragnar sem formann í haust. Morgunblaðið fjallaði um þessi mál í Reykjavík- urbréfi á sunnudaginn. Við gríp- um niður í Reykjavíkurbréfið. Millifyrirsagnir eru Alþýðu- blaðsins. Offramboð á Ólafi Ragnari, leiðtoga poppsósíalista? „Svo hefur virst sem Alþýðu- bandalagið hafi siglt lygnan þjóð- málasjó síðustu misserin, eftir hrun heimskommúnismans og hörku- átök um forystu í flokknum á lands- fundum. Undir niðri kraumar þó enn í kolum innanflokksátaka milli gamalsósíalista, undir forystu Svavars Gestssonar, og einhvers- konar poppsósfalista, sem standa að baki flokksformanninum, Ólafi Ragnari Grímssyni. Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, útilokar ekki mót- framboð gegn sitjandi formanni þegar haustskuggar færast yfir. Og heiftarlegar deilur á miðstjómar- fundi Alþýðubandalagsins lyrir nokkrum dögum um stefnuna í sjávarútvegsmálum vitna um djúp- stæðan ágreining í þeim efnum. SKADDAÐUR SÝNINGAR- GLUGGI Skiptar skoðanir um sjávarút- vegsmál, veiðistýringu og meðferð aflaheimilda eru ekki séreinkenni Alþýðubandalagsins. Síður en svo. Þær setja svip sinn á þjóðfélagið í heild, þvert á flokkslínur. Það andlit samstöðu um sjávarút- vegsmál, sem Alþýðubandalagið hefur á stundum reynt að stilla út í Steingrímur J. Sigfússon. Einn af oddvitum „gamalsósíalista" undirbýr framboð gegn formanninum. áróðursglugga sinn, skaddaðist á hinn bóginn alvarlega á miðstjóm- arfundi flokksins á Sauðárkróki fyrr í þessum mánuði. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður var meir en lítið óánægður með þá til- lögu, sem fyrir fundinum lá, og bar upp aðra, sem að hans sögn átti að tryggja betur réttarstöðu byggðar- laganna í landinu og fól í sér stuðn- ing við afnám á framsali aflaheim- ilda. Snarpar deilur urðu um tillög- una, sem ekki fékkst borin undir at- kvæði en var vísað til frekari um- ijöllunar í þingflokki og fram- kvæmdastjóm, eins og það var látið heita. Þann veg var því forðað að fram kæmi hver meirihlutavilji miðstjómarmanna var, að því er til- löguna varðaði. STEINGRÍMUR VILL FÚTT! Miðstjómarfundur Alþýðu- bandalagsins á Sauðárkróki á dög- unum breytti reglum um kosningu formanns og varaformanns og verða þeir hér eftir valdir í almennri atkvæðagreiðslu flokksmanna. Þessi breyting hefur vakið nokkra athygli, en með henni mun meðal annars ætlað að hressa dulítið upp á Kristinn H. Gunnarsson: Ef Óiafur Ragnar gefur kost ó sér til formanns, ber að líta á það sem mótframboð gegn öðrum frambjóðendum! meðlimaskrár Alþýðubandalagsfé- laga. Yfirlýsing Steingríms J. Sigfús- sonar, varaformanns Alþýðubanda- lagsins, hefur og vakið verðskuld- aða athygli, en hann útilokar ekki mótframboð sitt gegn sitjandi for- manni, Ólafi Ragnari Grímssyni. „Mér finnst nauðsynlegar að láta kosningar fara fram til þess að fá fútt í þetta,“ segir Steingrímur í við- tali við Alþýðublaðið 15. júní síð- astliðinn. Líklegt framboð varaformanns gegn sitjandi formanni verður að skoða í ljósi eldri átaka í flokknum, sem rekja rætur til forvera Alþýðu- bandalagsins, Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokks íslands. Stein- grímur J. Sigfússon var í forystu- sveit hörðustu andstæðinga Ölafs Ragnars Grímssonar f Alþýðu- bandalaginu þá hann var fyrst kjör- inn formaður, ásamt Hjörleifi Gutt- ormssyni og Svavari Gestssyni, samanber bók Óskars Guðmunds- sonar „Alþýðubandalagið Átaka- saga“, sem út kom árið 1987. Sem kunnugt er stóð formanns- slagurinn í Alþýðubandalaginu milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Sigríðar Stefánsdóttur, frambjóð- anda gamalsósíalista, sem fór fyrir alþýðubandalagsfólki á Akureyri. Óskar Guðmundsson kemst svo að orði í Átakasögu: „Þannig lýsti Steingrímur Sig- fússon sig fylgjandi Sigríði, Hjör- leifur Guttormsson fór mikinn í kjördæmi sínu henni til stuðnings og Ríkisútvarpið skýrði frá því að Svavar Gestsson hefði lýst form- legum stuðningi við hana hjá JC- Brosi. Guðrún Helgadóttir og Krist- ín Ólafsdóttir lýstu yfir stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson, þannig að þegar kom að þessum kjörfundi í Alþýðubandalaginu í Reykjavík var ljóst orðið að þær meginfylk- ingar sem tekist höfðu á í öllum helstu málaflokkum íslenskra stjómmála innan Alþýðubanda- lagsins væru nú komnar að loka- uppgjöri." Það er komið að lokauppgjöri meginfylkinga í Alþýðubandalag- inu, sagði Óskar Guðmundsson 1987 í Átakasögu. En átakasagan var síður en svo á enda. Það sér ekki enn fyrir endann á sápuóperu ís- lensks sósíalisma á sviði Alþýðu- bandalagsins. Varaformaður Al- þýðubandalagsins útilokar ekki mótframboð gegn sitjandi for- manni, sem enn leitar eftir endur- kjöri. Heimskommúnisminn er fall- inn, Berlínarmúrinn sömuleiðis, en ágreinings- og átakamúrinn sem skilur að „meginfylkingar sem tek- ist hafa á í öllum málaflokkum ís- lenskra stjómmála innan Alþýðu- bandalagsins" stendur samur sem fyrr.“ Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins: „Það sér ekki enn fyrir endann á sápuóperu íslensks sósíalisma á sviði Alþýðubandalags- ins “ KRISTINN í STR'IÐ VIÐ ÓLAF RAGNAR Meira úr Mogganum. Blaðið talaði á laugardaginn við Krístin H. Gunnarsson þingmann AI- þýðubandalagsins. Tillögum hans í sjávarútvegsmálum var hent í ruslið á miðstjórnarfund- inum fyrir norðan. Og nú er Kristinn búinn að segja formanni sínum stríð á hendur: „Morgunblaðið spurði Kristin H. Gunnarsson hvort hann væri að lýsa stuðningi við hugsanlegt mót- framboð gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í embætti formanns Al- þýðubandalagsins. Kristinn sagði að miðað við hefð og venjur j Al- þýðubandalaginu væri tími Ólafs Ragnars Grímssonar sem flokks- formanns liðinn. Enginn formaður Alþýðubandalagsins hefði setið lengur en þijú kjörtímabil. Þetta væri regla í Alþýðubandalaginu, þótt óskrifuð væri. Kristinn sagðist sammála þeirri afstöðu sem Ólafur Ragnar Grímsson hefði tekið árið 1987 að ekki væri rétt að formaður sæti lengur en þijú kjörtímabil í röð. Það bæri frekar að líta á fram- boð Ólafs Ragnars nú sem mót- framboð gegn öðrum frambjóðend- um.“ fiHfyuðtyut- VL. (úui'97 Atburðir dagsins 1377 Ríkharður annar kemst til valda á Englandi. 1906 Theodor Roosevelt, forseti, höfðar mál á hendur John D. Rocke- feller og félagi hans, Standard Oil, fyrir að reka einokunarstarfsemi. 1910 Paul Ehrlich, þýskur ónæmisfræðingur, tilkynnir um varanlega lækningu á sífilis. Hann hafði tveim árum áður unnið Nóbelsverðlaun. 1938 Joe Louis lemur Max Schmeling í kássu í fyrstu lotu í keppni um heimsmeistaratignina í hnefaleik. Tveim árum íyrr hafði Þjóðveijinn rotað þann svarta í tólftu lotu. Þá prísaði Hitler sinn mann og taldi sigur hans merki um yfirburði aríanna. 1940 Frakkland viðurkennir uppgjöf gagnvart Þýskalandi og ítah'u. 1941 Þýskaland gerir innrás í Sovétríkin. 1979 Jeremy Thorpe, fijálslyndur stjómmálamaður í Bretlandi, er sýkn- aður af að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða samkynhneigðan mann, Norman Scott. 1989 Skipstjóri á Ermarsundsferjunni Herald of Free Enterprise, sem hvolfir á siglingu, er ákærður um manndráp. 1987 Fred Astaire, einn ástsælasti skemmtikraftur Ameríku er allur, 88 ára að aldri. Hann var dansari og kvikmyndaleikari í fjölmörgum kvik- myndum. 1989 Sjö námsmenn í Kína, þátttakendur í atburðunum á Torgi hins him- neska friðar, eru skotnir til bana, eftir réttarhöld sem sýnd voru í beinni sjónvarpsútsendingu. VIÐ ENDA REGNBOGANS: Ameríska söngkonan Judy Garland fannst þennan dag áríð 1969, iátin á baðherberginu á heimiii sínu í Belgravia í Lond- on. Tóm askja undan svefntöflum iá við hlið hennar. Garland var 47 ára. Hún náði mikium vinsældum í kvikmyndum í Hollywood aðeins 17 ára að aldrí. Líf hennar var þó erfitt, hrjáð veikindum, hjónaskilnuðum og málaferium. Afmœlisdagar Erich Maria Remarque- 1898 Þýskur rithöfundur sem þekktastur var fyrir skáldsöguna Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Billy Wilder - 1906 Kvikmyndaframleiðandi, fæddur í Austurríki, en starfaði í Hollywood. Fjölmargar mynda hans náðu gífurlegum vinsældum. Kris Kristofferson - 1936 Amerískur kvikmyndaleikari, söngvari og lagahöfundur, hann kom nýlega hingað til lands til að skemmta. Meryl Streep - 1949 Ameríska leikkonan fræga. Spakmæli dagsins Þegar Barbarossa hefst, mun heimurinn halda niðri í sér andanum og aðhafast ekkert. Adolf Hitler sagði þetta fyrir 52 árum og höfðaði þá til fyrirhugaðr- ar innrásar nasista í Sovétríkin, árásin hafði nafnið Barbarossa, en það var viðurnefnið sem Friðrik fyrsti, Þýskalandskeisari fékk á sín- um tíma.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.